Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Jóhanna vill afnema verðtrygginguna

Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð.“
- Jóhanna Sigurðardóttir, 1995
http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/000017.shtml


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmd greiðsluerfiðleikaúrræði?

Í ljósi frétta af gríðarlegri aukningu umsókna vegna greiðsluerfiðleika hjá ÍLS langar mig að vekja athygli á þessari reglugerð um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/119-2003

Í henni segir m.a.

,,Skuldari getur hvenær sem er greitt inn á kröfuna og er Íbúðalánasjóði heimilt að koma til móts við skuldara við hverja greiðslu með því að fella niður af kröfunni til viðbótar sömu fjárhæð og greidd var. Með því er krafa að fullu greidd þegar skuldari hefur greitt helming hennar."

Ef ég hef skilið Guðmund Bjarnason rétt á dögunum þá verður þetta úrræði virkt að lokinni nauðungarsölu.  Þó eru aðrir sem vilja meina að þetta ákvæði eigi við um leið og íbúð er orðin yfirveðsett.

Í öllu falli finnst mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort aðrar fjármálastofnanir í eigu ríkissins eigi líka að vinna skv. þessari reglugerð í ljósi samkomulags sem 80 daga stjórnin stóð fyrir um samræmd greiðsluerfiðleikaúrræði.

Sjá td. hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/04/samraemd_urraedi_vegna_greidsluerfidleika/

Verst að ég skuli ekki vera með þessar tölur við hendina sem þessi frétt byggist á en mig minnir að ef maður ber saman fjölda umsókna vegna greiðsluerfiðleika hjá ÍLS í febrúar 2008 við febrúar 2009 sé um að ræða á milli 800-900% fjölgun umsókna!

Að lokum hvet ég alla til að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna: http://skraning.heimilin.is/ 


mbl.is Umsóknum vegna greiðsluerfiðleika fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorað á verkalýðshreyfinguna

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/alyktanir-samtykktir/235-skorea-a-verkalyeshreyfinguna

Hagsmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagið

skora á

verkalýðshreyfinguna

___________________________

Ofangreind hagsmunasamtök, skora á launþegasamtök og verkalýðsfélög landsins að taka afgerandi stöðu með heimilunum í landinu vegna gríðarlegs og hratt vaxandi fjárhagsvanda þeirra, sem er m.a. afleiðing ófyrirsjáanlegra, óeðlilegra og jafnvel ólöglegra hækkana á gengis- og verðtryggðum veðlánum heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins.

Um 42% heimila eru með bága eða neikvæða eiginfjárstöðu skv. gögnum Seðlabanka Íslands frá síðustu áramótum. Allt bendir til að efnahagur þeirra hafi versnað enn frekar frá áramótum og muni halda áfram á þeirri voðabraut, nema gripið verði inn í með almennri leiðréttingu lánanna. Um 25% heimila landsins eru með gengistryggð veðlán og um 90% þeirra eru í tímabundinni frystingu. Umsóknum Íbúðarlánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað um 900% á milli ára.

Forsendur verð- og gengistryggðra lána eru brostnar og þeim heimilum fjölgar ískyggilega hratt sem geta ekki staðið í skilum eða sjá hvorki tilgang né skynsemi í að greiða af lánum sem hækka stjórnlaust úr öllu valdi . Kaupmáttur rýrnar óðum og atvinnuleysi er í sögulegum hæðum, sem leiðir til samdráttar í einkaneyslu, sem eykur svo atvinnuleysið enn frekar.

Með samhentu átaki má rjúfa þennan vítahring og snúa þessari óheillaþróun við. Aukið fjárhagslegt svigrúm heimilanna mun fljótt efla atvinnulífið, draga úr atvinnuleysi og styrkja afkomu fjármálakerfis, sveitarfélaga og ríkissjóðs.

Undirrituð samtök skora á launþegahreyfingar landsins að knýja á stjórnvöld og kalla eftir tafarlausum almennum leiðréttingum á gengis-og verðtryggðum lánum heimilanna. Í þessu samhengi er vert að benda á nýlega kynnta sáttartillögu talsmanns neytenda vegna sama vanda.

Skráðir félagar í ofangreindum samtökum eru samtals um 11.000.

________________________________________


Reykjavík, 30.apríl 2009


Virðingarfyllst,

f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna f.h. Húseigendafélagsins

Þórður B. Sigurðsson formaður. Sigurður Helgi Guðjónsson formaður.


mbl.is Kanna lögmæti frestunar launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvísandi ummæli forsætisráðherra

„Þetta voru ákaflega gagnlegar umræður og viðræður við þau og reyndar var það svo að við ætluðum að kalla þau til okkar.  Við höfum verið að kalla til ýmsa aðila, aðila vinnumarkaðarins, bændasamtökin, við munum kalla til LÍÚ í kvöld og stjórnarandstöðuna.  Svo ætluðum við að kalla til Hagsmunasamtök heimilanna en þau komu til okkar, það var bara fínt“.

Svo mælti forsætisráðherra.

Ef maður rýnir ofangreind ummæli fæst ekki annað ráðið en að fundur með Hagsmunasamtökum heimilanna hafi verið á dagskrá forsvarsmanna stjórnarflokkanna í þessum stjórnarmyndunarviðræðunum.  Slík áform eru í eðli sínu hið besta mál enda gefur staðan í landinu stjórnvöldum ærið tilefni til náins samráðs við sem flesta hagsmunaaðila. 

Aftur á móti verð ég að viðurkenna að þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri af þessum fyrirhuguðu fundarhöldum, og hef ég þó verið í forsvari fyrir samtökin undanfarið.  

Því er hér með komið á framfæri að Hagsmunasamtök heimilanna áttu ekki fund með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í dag eins og ummæli forsætisráðherra gefa til kynna.  Né heldur voru þessi mótmæli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna (ekki frekar en ASÍ sem hvöttu almenning til að taka þátt).

Það er sjálfsagt mál í mínum huga að samtökin eigi fund með stjórnvöldum, enda hafa samtökin ekki skorast undan hingað til.  Ég treysti því að samtökin heyri fljótlega frá forsætisráðherra vegna þess fundar.  Það verður væntanlega um helgina, og í allra síðasta lagi áður en gengið verður endanlega frá stjórnarsáttmálanum, eða hvað?


mbl.is Kuldaboli bítur mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna

Eftirtaldar aðgerðir eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Aðgerð #1:    Tafarlaus tímabundin stöðvun fjárnáma og nauðungaruppboða heimila 
Lýsing: Að lög verði sett sem komi tímabundið í veg fyrir fjárnám og nauðungaruppboð íbúðarhúsnæðis til 1. nóvember 2009 á meðan unnið er í að útfæra aðrar aðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Útfærsla: Sjá tillögu til breytinga á lögum um aðför frá Ólafi Garðarssyni.

Aðgerð #2:     Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum (framkvæmt samtímis aðgerð #3)
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Aðgerð #3:    Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum (framkvæmt samtímis aðgerð #2)
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Aðgerð #4:      Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun og framkvæmd þeirra
Lýsing: Að Alþingi samþykki lög um greiðsluaðlögun sem feli í sér að einstaklingar sem ekki ráði lengur við greiðslur af sínum lánum, þrátt fyrir aðgerðir #2 og #3, eigi kost á  að sækja um greiðsluaðlögun þar sem greiðslugeta viðkomandi er metin og viðeigandi ráðstafanir gerðar út frá greiðslugetu og greiðsluáætlunum.
Útfærsla: Nánari útfærsla til umræðu.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný


Kynnt á opnum fundi Hagsmunasamtaka heimilanna 12. febrúar 2009

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/tilloegur-samtakanna


mbl.is Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldamargfaldari

Vefritið Nei! Birtir þessa grein þar sem fram kemur að lán á Íslandi eru 40 x dýrari en í Þýskalandi.

http://this.is/nei/?p=5484

Mikill er máttur Ólafslaganna.

 

 

 


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misrétti, siðrof og búsáhöld

Ingólfur H. Ingólfsson skrifar: 

Það versta sem gæti gerst á næstu dögum eða vikum væri að almenningur gengi ekki lengur í takt við hefðir og venjur samfélagsins og bryti jafnvel lög í nafni þess sem hann kallaði réttlæti. Í fréttum heyrist æ oftar af fólki sem ekki ætlar lengur að greiða af lánum sínum, hvort sem það hefur efni á því eða ekki. Það er því ekki neyðin sem knýr fólk til þess að hætta að borga heldur réttlætið, eða tilfinning fólks fyrir misréttinu sem er reyndar það sama. Verði þetta raunin skiptir litlu hvort ríkisvaldið telji lögin og réttin vera sín megin og fólkið vera lögbrjóta, óeirðaseggi eða siðleysingja, samfélagið allt færi í uppnámi.

Greiðsluvilji er hugtak sem hagfræðingurinn Tryggvi Þór Herbertsson hefur notað á bloggi sínu www.eyjan.is til þess að vara við þessu sama, en þar skrifar hann: “Ef greiðsluviljinn hverfur og fólk og fyrirtæki hætta að greiða af skuldum sínum þá er illa komið. Það leiðir til þess að vantraust verður algjört og samfélagið gliðnar. Gömul og góð gildi hverfa og upplausnarástand myndast.”

Það er einmitt þetta sem kallað hefur verið siðrof og er vel þekkt í félagsfræðinni. Ef fólk tekur sig almennt til og gengst ekki við lánaskuldbindingum, hverfa algild viðmið samfélagsins fyrir skuldaskilum og ábyrgðum og það kemur til upplausnar. Þetta er hættuástand sem gæti leitt til þess að eitthvað annað en búsáhöld yrðu notuð á Austurvelli.

Ég hef lengi varað við þeirri skoðun að skuldavandi fólks og heimila sé eingöngu fólgin í greiðsluerfiðleikum sem taka megi á með sértækum aðgerðum, eins og þeim sem ríkisstjórnin hefur lagt til. Fólk sem er með íbúðalán er einnig að takast á við misrétti sem efnahags- og peningastjórnun ríkisins og Seðlabankans hefur kallað yfir það með misgengi skulda og eigna. Það er líka að takast á við óréttlæti í skiptingu ábyrgðar á milli lánveitanda og skuldara.

Ríkisvaldið getur vissulega staðið á því að réttlætinu sé fullnægt með aðgerðum fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og að rangt sé að nota takmarkaða fjármuni til þess að leiðrétta meint misræmi í þróun eigna og skulda hjá fólki sem geti auðveldlega greitt af lánum sínum. Það breytir því hins vegar ekki, að telji fólk sig beitt órétti og vilji þessvegna ekki greiða af lánum sínum, þá stefnir í siðrof og upplausn í samfélaginu. Ríkisvaldið getur brugðist við með því að beita fyrir sig lögum og reglum og valdboði, ef það telur sig þurfa, eða það getur breytt afstöðu sinni til þess sem olli ástandinu og leiðrétt ranglætið.

Það ætti als ekki að þurfa að koma til jafn alvarlegra atburða og siðrofs eða upplausnar í landinu því að krafa fólks er í raun ekki önnur en sú að fjárhagslegum byrðum efnahagshrunsins verði dreift nokkuð jafnt á fjármagnseigendur og skuldara. Margar tillögur hafa komið fram til leiðréttingar á misræminu og nú síðast frá umboðsmanni neytenda sem hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið undir. Lausnirnar eru því til og sátt gæti orðið um einhverja þeirra, ef pólitískur vilji stæði til þess.


mbl.is Þjóðarsátt í þröngum hópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buxnahöld

Aðstöðumun lánveitenda og lántakenda hefur ósjaldan verið lýst á þann veg að á meðan lánveitandi hafi bæði belti og axlabönd hafi lántakandi hvorugt.  Þannig taki lántakandi á sig alla fjárhagslega áhættu sem af lánasamningnum hlýst.

Þetta er ekki sjálfgefið ástand.  Verðtryggingin er nánast séríslenskt fyrirbæri, en skv. Einari Árnasyni, hagfræðingi BSRB, er hana einnig að finna í Brasilíu, Ísrael og Chile. http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/39-visitoelutrygge-ibuealan/116-vafasoem-veretrygging  

Sem dæmi má nefna að í nágrannalöndum okkar er boðið upp á lán sem eru óverðtryggð og bera fasta vexti.  Þannig veit lántakandi strax við lántöku hvað honum er ætlað að greiða til baka um hver mánaðarmót, út lánstímann.  Verði verðbólga umfram það sem lánveitandinn ráðgerði við lánveitinguna þarf lánveitandinn að taka á sig þann kostnað.

Svona fyrirkomulag stuðlar að ábyrgri útlánastefnu og jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Af hverju hækkaði húsnæðisverðið á Íslandi svo gríðarlega eftir að bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn?  Var það vegna þess að þeir þurftu ekki að taka sénsinn?  Fóru að lána 100% og mokuðu út lánum?

Ég hvet landsmenn til að taka undir hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um:  

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

http://www.heimilin.is


mbl.is Ekkert einsdæmi að lán beri yfir 10% vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd dagsins

21760
mbl.is Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorað á launþegasamtök

 

Hagsmunasamtök  heimilanna og Húseigendafélagið

skora á

verkalýðshreyfinguna

Ofangreind hagsmunasamtök, skora á launþegasamtök og verkalýðsfélög landsins að taka afgerandi stöðu með heimilunum í landinu vegna gríðarlegs og hratt vaxandi fjárhagsvanda þeirra, sem er m.a. afleiðing ófyrirsjáanlegra, óeðlilegra og jafnvel ólöglegra hækkana á gengis- og verðtryggðum veðlánum heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins.

Um 42% heimila eru með bága eða neikvæða eiginfjárstöðu skv. gögnum Seðlabanka Íslands frá síðustu áramótum.  Allt bendir til að efnahagur þeirra hafi versnað enn frekar frá áramótum og muni halda áfram á þeirri voðabraut, nema gripið verði inn í með almennri leiðréttingu lánanna.  Um 25% heimila landsins eru með gengistryggð veðlán og um 90% þeirra eru í tímabundinni frystingu.  Umsóknum Íbúðarlánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað um 900% á milli ára.

Forsendur verð- og gengistryggðra lána eru brostnar og þeim heimilum fjölgar ískyggilega hratt sem geta ekki staðið í skilum eða sjá hvorki  tilgang né skynsemi í að greiða af lánum sem hækka stjórnlaust úr öllu valdi .  Kaupmáttur rýrnar óðum og atvinnuleysi er í sögulegum hæðum, sem leiðir til samdráttar í einkaneyslu, sem eykur svo atvinnuleysið enn frekar.

Með samhentu átaki má rjúfa þennan vítahring og snúa þessari óheillaþróun við.  Aukið fjárhagslegt svigrúm heimilanna mun fljótt efla atvinnulífið, draga  úr atvinnuleysi og styrkja afkomu fjármálakerfis, sveitarfélaga og ríkissjóðs.

Undirrituð samtök skora á launþegahreyfingar landsins að knýja á stjórnvöld og kalla eftir tafarlausum almennum leiðréttingum á gengis-og verðtryggðum lánum heimilanna.  Í þessu samhengi er vert að benda á nýlega kynnta sáttartillögu talsmanns neytenda vegna sama vanda.

Skráðir félagar í ofangreindum samtökum eru samtals um 11.000.

Reykjavík, 30.4.2009

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna,
Þórður Björn Sigurðsson

F.h. Húseigendafélagsins
Sigurður Helgi Guðjónsson


mbl.is Efling í sameiningarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband