Bloggfęrslur mįnašarins, desember 2009

Frį žingmönnum Hreyfingarinnar

Umręšurnar ķ žinginu ķ morgun voru um margt įhugaveršar.  Žęr mį sjį hér: http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20091229T093018&horfa=1 

Rétt ķ žessu var svohljóšandi fréttatilkynning send śt:

Fréttatilkynning frį žingmönnum Hreyfingarinnar 29. desember 2009 

Ķ dag samžykkti Alžingi frumvarp til laga um breytingu į lögum nr. 142/2008, um rannsókn į ašdraganda og orsökum falls ķslensku bankanna 2008 og tengdra atburša. Į grundvelli laganna mun Alžingi kjósa nķu žingmenn ķ nefnd sem fęr žaš hlutverk aš taka viš skżrslu rannsóknarnefndar Alžingis og móta tillögur aš višbrögšum žingsins viš skżrslunni. Ķ lögunum felst einnig aš skżrslunni verši skilaš fyrir febrśar 2010. Ķ žvķ samhengi ber aš hafa ķ huga lög um rįšherraįbyrgš og landsdóm en Alžingi eitt getur tekiš įkvöršun um aš höfša mįl gegn rįšherrum žyki žeir hafa gerst brotlegir ķ starfi.  

Hreyfingin hefur viš mešferš mįlsins bent į alvarlega galla į žvķ og gert viš žaš skynsamlegar breytingartillögur į öllum stigum, nś sķšast viš lokaafgreišslu frumvarpsins į Alžingi. Žvķ mišur var öllum tillögum Hreyfingarinnar hafnaš.  

Breytingartillögur Hreyfingarinnar fólu mešal annars ķ sér aš ķ staš žess aš nķu žingmenn yršu einir settir ķ žį stöšu aš fjalla um hugsanleg brot félaga sinna og / eša foringja og žeim gert aš skila tillögum til Alžingis um višbrögš, svo sem aš landsdómur verši kallašur saman, yrši aš auki skipuš rįšgefandi nefnd fimm valinkunnra manna sem nytu trausts žorra almennings. Sś nefnd fengi žaš hlutverk aš fjalla um žį žętti skżrslunnar sem snśa aš žingmönnum, rįšherrum (nśverandi og fyrrverandi), fjölskyldum žeirra og Alžingi sem stofnun. Rįgjafanefndin myndi svo skila tillögum sķnum til žingmannanefndarinnar. Žingmannanefndinni yrši žar meš gert hęgara um vik aš bregšast viš skżrslu rannsóknarnefndarinnar. Um leiš yrši ferliš ķ heild sinni trśveršugra žar sem žingiš fengi naušsynlegt utanaškomandi ašald og leišsögn. Ķ umręšum į Alžingi ķ dag hélt Siv Frišleifsdóttir žvķ fram aš hlutverk žeirrar nefndar vęri žaš sama og rannsóknarnefndarinnar sjįlfrar.  Žaš er alrangt žvķ rannsóknarnefndin sjįlf skilar engum tillögum til Alžingis um višbrögš viš eigin skżrslu, hvort draga beri fyrrverandi rįšherra fyrir landsdóm eša hvort Alžingi sjįlft hafi brugšist meš žeim hętti aš til ašgerša žurfi aš grķpa.

Žį lagši Hreyfingin til aš viš birtingu skżrslu rannsóknarnefndar Alžingis skyldu öll gögn sem aflaš hefur veriš viš vinnslu skżrslunnar fęrš į Žjóšskjalasafn Ķslands og žau gerš opinber eins og frekast er kostur. Sķšast en ekki sķst geršu breytingartillögur Hreyfingarinnar rįš fyrir žvķ aš žingmannanefndin myndi ljśka störfum fyrir 1. maķ 2010.  (Breytingartillögur Hreyfingarinnar viš lokaafgreišslu mįlsins eru mešfylgjandi).  

Ķ nżsamžykktum lögum er verksviš nefndarinnar ekki skżrt sem gerir störf hennar óljós  og nefndin žarf heldur ekki aš skila neinu af sér fyrr en viš lok nśverandi löggjafaržings sem stendur til 30. september 2010. Sś rįšstöfun aš afmarka rįšherraįbyrgšina frį desember 2006 er til bóta žó sś ašferšarfręši sem višhöfš er viš žį rįšstöfun sé hugsanlega ekki fullnęgjandi lķkt og fyrirvarar allsherjarnefndarfulltrśa eru til merkis um. 

Gögn rannsóknarnefndarinnar sem skżrsla hennar byggir į munu einnig mest öll verša lokuš almenningi žar sem kostnašur viš aš fį ašgang af žeim ópersónugreinanlegum veršur grķšarlega mikill og žjóšskjalavöršur hefur raunar lżst žvķ yfir aš žaš sé sennilega ekki hęgt aš gera žau ópersónugreinanleg.  

Žrįtt fyrir aš hugmyndum Hreyfingarinnar hafi ekki veriš veitt brautargengi af žingmönnum hverra flokkar įttu sęti į Alžingi fyrir haustiš 2008 mun Hreyfingin halda įfram aš fylgjast nįiš meš mįlinu og įformar aš tilnefna žingmann ķ umrędda žingmannanefnd og halda įfram aš upplżsa um framvindu mįlsins.  

Birgitta Jónsdóttir,
Margrét Tryggvadóttir
og Žór Saari


mbl.is Sérstök žingnefnd veršur kosin
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Opiš bréf til žjóšarinnar vegna skżrslu rannsóknarnefndar Alžingis

Bendi įhugasömum į opiš bréf til žjóšarinnar vegna skżrslu rannsóknarnefndar Alžingis.  Hafiš ķ huga aš fęrslan er frį 19. des. s.l.

Hér mį svo heyra vištal viš žingmenn Hreyfingarinnar frį 3. des. mįlsins vegna:

Žaš veršur forvitnilegt aš fylgjast įfram meš žessu mįli en Alžingi į enn eftir aš taka žaš fyrir ķ 3. og sķšustu umręšu.

 


mbl.is Fyrningarfrestur žrjś įr
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Opiš bréf til žjóšarinnar vegna skżrslu rannsóknarnefndar Alžingis

Heišarlegt uppgjör viš hruniš er óhjįkvęmilegt ef endurreisn Ķslands į aš takast vel til.  Skżrsla rannsóknarnefndar Alžingis og višbrögš okkar viš henni munu skipta sköpum ķ žvķ samhengi.  Viš skošun mįlsins getur veriš gagnlegt aš vera mešvituš um įkvešna žętti žess.

 

Ķ desember 2008 voru samžykkt į Alžingi lög nr. 142 um rannsókn į ašdraganda og orsökum falls ķslensku bankanna 2008 og tengdra atburša.  Į grundvelli laganna hefur rannsóknarnefnd Alžingis starfaš undanfariš.  Ķ 14. gr. laganna segir: „Vakni grunur viš rannsókn nefndarinnar um aš refsiverš hįttsemi hafi įtt sér staš tilkynnir hśn rķkissaksóknara um žaš og tekur hann įkvöršun um hvort rannsaka beri mįliš ķ samręmi viš lög um mešferš sakamįla.  Ef nefndin telur aš ętla megi aš opinber starfsmašur hafi gerst brotlegur viš starfsskyldur sķnar samkvęmt įkvęšum laga nr. 70/1996 eša eftir įkvęšum annarra laga sem gilda um störf hans skal hśn tilkynna viškomandi forstöšumanni žar um og hlutašeigandi rįšuneyti. ... Um įbyrgš rįšherra fer samkvęmt lögum um rįšherraįbyrgš.  Upplżsingar um žau mįl sem greinir ķ 1. og 2. mgr. skulu birtar ķ skżrslu nefndarinnar."  Ķ 15. gr. laganna segir ķ framhaldi: „Rannsóknarnefndin skal lįta Alžingi ķ té skriflega skżrslu meš rökstuddum nišurstöšum rannsóknar sinnar įsamt įbendingum og tillögum um śrbętur. Skżrslan skal žegar ķ staš gerš opinber."

 

Af ofangreindu er ljóst aš ętlun löggjafans er aš almenningur fįi ašgang aš skżrslunni um leiš og hśn er birt Alžingi.  Žaš er skynsamleg rįšstöfun.  Hins vegar mį velta fyrir sér žeim hafsjó af gögnum sem rannsóknarskżrslan byggir į og ašgengi almennings og fręšasamfélaginu aš žeim upplżsingum.  Žeir atburšir sem hér hafa įtt sér staš eru žess ešlis aš naušsynlegt er aš gera allt til aš tryggja aš žeir endurtaki sig ekki. Žvķ er mjög mikilvęgt aš ašgangur aš žeim gögnum sem til verša viš vinnu rannsóknarnefndarinnar sé eins opinn og frekast sé kostur svo hęgt verši aš rannsaka mįliš til fullnustu og lęra af mistökum fortķšarinnar.

 

Žingmannanefnd, landsdómur og rįšherraįbyrgš

Žegar kemur aš rįšherraįbyrgš er vert aš lķta į 1. gr. laga nr. 3 frį 1963 um landsdóm.  Žar segir:  „Landsdómur fer meš og dęmir mįl žau er Alžingi įkvešur aš höfša gegn rįšherrum śt af embęttisrekstri žeirra."  Ķ žessu felst aš rįšherrar verša ekki dregnir fyrir landsdóm nema Alžingi įkveši svo.  Žaš leišir hugann aš žvķ meš hvaša hętti Alžingi er ętlaš aš taka afstöšu til žess hvort įstęša sé til aš kalla saman landsdóm eša ekki vegna hrunsins.

 

Žann 30. nóvember 2009 var lagt fram frumvarp til laga um breytingu į lögum nr. 142/2008, um rannsókn į ašdraganda og orsökum falls ķslensku bankanna 2008 og tengdra atburša.  Frumvarpiš felur ķ sér įkvešnar breytingar og višbętur viš ofangreind lög.  „Miša žęr fyrst og fremst aš žvķ aš bśa ķ haginn fyrir framlagningu skżrslu rannsóknarnefndar Alžingis um bankahruniš og skżra hvaš gerist ķ kjölfariš", aš žvķ er segir ķ greinargerš meš frumvarpinu.  Ķ 1. gr. frumvarpsins segir:  „Alžingi kżs nķu žingmenn ķ nefnd til aš fjalla um skżrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur aš višbrögšum Alžingis viš nišurstöšum hennar. Um žingmannanefndina gilda įkvęši žingskapa um fastanefndir, eftir žvķ sem viš į, en nefndin setur sér aš öšru leyti verklagsreglur. Hśn gefur Alžingi skżrslu um störf sķn, sbr. 26. og 31. gr. laga nr. 55/1991, um žingsköp Alžingis, getur lagt fram tillögur aš öšrum žingmįlum eftir žvķ sem efni mįls krefur og fylgt eftir įbendingum ķ skżrslunni um śrbętur į reglum meš žvķ aš vķsa žeim til viškomandi fastanefndar ef įstęša er til."

 

Žar sem hlutverk og skyldur žingmannanefndarinnar eru ekki nęgjanlega afmörkuš er hętt viš žvķ aš rannsóknarskżrslan fįi ekki višeigandi mešferš. Žaš kann aš hafa žęr afleišingar ķ för meš sér aš žeir ašilar sem įbyrgš bera ķ žvķ mįli sem hér er til umfjöllunar žurfi ekki aš axla žį įbyrgš. Aš auki eru engin tķmamörk sett į vinnu žingmannanefndarinnar. Žess vegna er sį möguleiki fyrir hendi aš störf hennar dragist śt ķ hiš óendanlega eša uns rįšherraįbyrgš fyrnist. Ķ 14. gr. laga um rįšherraįbyrgš segir: „Mįlshöfšun eftir lögum žessum getur eigi įtt sér staš, ef 3 įr lķša frį žvķ, er brot var framiš, įn žess aš Alžingi hafi samžykkt įlyktun um mįlshöfšunina. Sök fyrnist žó aldrei fyrr en 6 mįnušir eru lišnir frį žvķ, aš nęstu reglulegu alžingiskosningar, eftir aš brot var framiš, fóru fram."  Ljóst er aš įbyrgš žingmannanefndarinnar er mikil žvķ hśn mun ein koma til meš aš hafa įkvöršunarvald um hvort og žį hvenęr landsdómur veršur kallašur saman vegna mįla sem Alžingi kann aš höfša gegn rįšherrum śt af embęttisrekstri žeirra.

 

Meš hlišsjón af žeirri umręšu sem įtt hefur sér staš ķ žjóšfélaginu varšandi hvaša ašilar žaš eru sem höfušįbyrgš bera į žvķ įstandi sem nś rķkir į Ķslandi er hętt viš žvķ aš tengsl og hagsmunaįrekstrar muni gera trśveršugleika žingmannanefndarinnar aš engu.  Til aš mark verši takandi į störfum nefndarinar er žaš grundvallaratriši aš žingmenn hafi ekki sjįlfdęmi um žaš verklag sem varšar ašra žingmenn og rįšherra ķ žeirri vinnu sem framundan er. Nišurstöšur śr könnun sem MMR birti žann 22. október 2009 styšja žį fullyršingu, en einungis 18% ašspuršra segjast bera mikiš traust til Alžingis.  Verši frumvarpiš aš lögum óbreytt er lķklegt aš žaš muni ekki verša til žess aš auka veg og viršingu žingsins mešal landsmanna. Žvert į móti bendir allt til žess aš slķkt yrši til žess aš breikka gjįnna į milli žings og žjóšar.

 

Alžingi žarf ašhald

Til aš forša žjóšfélaginu og žinginu sjįlfu frį žeirri stöšu aš Alžingi veiti sjįlfu sér ašhald ķ mįlinu hefur sś hugmynd skotiš upp kollinum aš Alžingi skipi nefnd fimm valinkunnra manna utan žings sem njóti óumdeilanlegs trausts mešal žorra almennings.  Žessa nefnd mętti auškenna sem rįšgjafanefnd.  Sś nefnd fįi žaš hlutverk aš fjalla um žį žętti skżrslu rannsóknarnefndarinnar sem snerta alžingismenn og rįšherra, nśverandi og/eša fyrrverandi, og fjölskyldur žeirra.  Nefndin fjalli einnig um öll atriši sem snerta Alžingi sjįlft sem stofnun og koma fram ķ skżrslunni.  Ķ fyrsta lagi skuli rįšgjafanefndin koma meš tillögur aš višbrögšum Alžingis viš nišurstöšum skżrslunnar.  Ķ annan staš skuli hśn kanna grundvöll įbyrgšar į žeim atburšum sem leiddu til falls bankanna, kerfishruns og djśpstęšrar kreppu ķ fjįrmįlalķfi žjóšarinnar sem og algers samfélagslegs sišrofs.  Ķ žrišja lagi skuli nefndin móta tillögur aš breytingum į lögum og reglum ķ žvķ skyni aš koma ķ veg fyrir aš atburšir af žvķ tagi, sem uršu hér į landi haustiš 2008, endurtaki sig.  Žingmannanefndin gęti žį stušist viš tillögur rįšgjafanefndarinnar um višbrögš Alžingis varšandi umrędda žętti skżrslu rannsóknarnefndarinnar.

 

Aškoma Hreyfingarinnar

Žau sjónarmiš sem hér hafa veriš rakin eru žau sjónarmiš sem Hreyfingin hefur haldiš į lofti viš mešferš mįlsins į Alžingi.  Einnig lagši Hreyfingin til aš žingmannanefndin yrši skipuš sex žingmönnum ķ staš nķu og žaš skilyrši sett aš enginn nefndarmanna hafi įtt sęti į Alžingi fyrir október 2008 eša hafi óumdeilanlega nokkur tengsl viš žį atburši eša gerendur žeirra atburša sem getiš er ķ fyrirsögn frumvarpsins. 

 

Hugmyndum Hreyfingarinnar hefur aftur į móti ekki veriš veitt brautargengi af hįlfu fulltrśa žeirra flokka hverra žingmenn og/eša rįšherrar sįtu į Alžingi haustiš 2008.  Žvķ til stašfestingar var öllum breytingartillögum Hreyfingarinnar hafnaš viš vinnslu frumvarpsins ķ forsętisnefnd.

 

Mįlinu er žó ekki lokiš.  Frumvarpinu hefur nś veriš vķsaš til allsherjarnefndar.  Į fundi nefndarinnar žann 8. desember 2009 var įkvešiš aš senda frumvarpiš ekki til umsagnar utan žingsins en fį ķ stašinn umsagnarašila sem formašur nefndarinnar valdi.  Fyrir fundinn sem haldinn var žann 10. desember 2009 lį fyrir tillaga frį Hreyfingunni um aš fleiri kęmu fyrir  nefndina en formašur hennar lagši til.  Beišni Hreyfingarinnar um aš nefndin myndi óska eftir skriflegum umsögnum um frumvarpiš lķkt og jafnan tķškast viš nefndastörf hafši žį žegar veriš hafnaš.  Tillögu Hreyfingarinnar um gesti var hafnaš af formanni nefndarinnar į žvķ formsatriši aš fulltrśi Hreyfingarinnar vęri įheyrnarfulltrśi og žvķ žyrfti samkvęmt reglum um žingsköp ekki aš verša viš ósk hans um gesti (žó vissulega vęri žaš heimilt).

 

Į listanum voru mešal annarra:  Egill Helgason, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Höršur Torfason, Žorvaldur Gylfason, Gunnar Siguršsson, og Eva Joly.  Ķ žvķ samhengi mį geta žess aš ķ nišurstöšum könnunar MMR sem birtar voru žann 20. okt. 2009 kemur fram aš 67% svarenda segjast bera mikiš traust til Evu Joly, rįšgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar į refsiveršri hįttsemi ķ tengslum viš bankahruniš, į mešan einungis 27% segjast bera mikiš traust til rannsóknarnefndar Alžingis. 

 

Žann 18. Desember var mįliš aftur į dagskrį allsherjarnefndar og lagši Hreyfingin žį fram ķtarlegar breytingartillögur viš frumvarpiš meš beišni um aš breytingartillögurnar yršu teknar fyrir ķ nefndinni.  Žeirri beišni var hafnaš.  Mįliš var svo į dagskrį į Alžingis ķ dag, 19. desember, og gerši Hreyfingin žį formlegar breytingartillögur viš frumvarpiš sem žingiš žarf aš taka afstöšu til.  Atkvęšagreišslu um žęr var frestaš.

 

Žrįtt fyrir ķtarlegar, vandašar og mįlefnalegar įbendingar og tillögur Hreyfingarinnar ķ žessu mįli viršist enginn įhugi mešal annarra flokka į Alžingi aš afgreiša mįliš meš öšrum hętti en žeim sem tryggir hagsmuni žeirra afla sem voru viš stjórnvölin viš bankahruniš og ķ ašdraganda žess.  Eru alžingismenn fęrir um aš leggja hlutlaust mat į eigin störf, foringja sinna eša samstarfsmanna til margra įra? Eša er naušsynlegt aš hlutlausir utanaškomandi ašilar komi aš vinnslu mįlsins į öllum stigum žess, hvort heldur sem er sem įlitsgjafar viš lagasmķš eša sem fagmenn viš afgreišslu skżrslunnar?


mbl.is Fjöllušu um rannsóknarskżrslu
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband