Ný stjórnmálasamtök verða til - nánari upplýsingar

Á heimasíðu Hreyfingarinnar má lesa eftirfarandi:

Fulltrúar Hreyfingarinnar hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.

Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12 þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka.  Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík.

Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu. Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:

Drög að lögum
https://docs.google.com/document/d/1JPSBP-pB-KBpwP3zxI0K1ZDmpNtFpVo_baRwpLwbI-8/edit?ndplr=1

Drög að kjarnastefnu
https://docs.google.com/document/d/1mADcrTqMByI5dstKCStdZLieQLnO672JgtjnOAZ7gFQ/edit?hl=en_US

Meginverkefni fundarins verður að móta lokadrög að ofangreindum skjölum sem lögð verði fyrir framhaldsstofnfund sem áformað er að halda á jafndægrum að vori, í kringum 20. mars.  Einnig að velja bráðabirgðaframkvæmdaráð sem taki við keflinu fram að síðari stofnfundi.  Opnað verður fyrir stofnfélagatal og kallað eftir tillögum að nöfnum á hið nýja félag.

Allir áhugasamir um framgang þessa máls eru hvattir til að mæta á fundinn þann 12. febrúar næstkomandi. 

Hægt er að senda ábendingar og breytingartillögur á: hreyfingin@hreyfingin.is

Fésbókarsíða nýrra stórnmálasamtaka
https://www.facebook.com/pages/N%C3%BD-stj%C3%B3rnm%C3%A1lasamt%C3%B6k/342658765765560?ref=ts


mbl.is Stutt í stofnun Breiðfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju getur fólk, sem er í grunninn sammála í öllum meginmálum, ekki 

staðið saman?  Af hverju snúa ekki Samstaða og Hreyfingin bökum saman og standa saman?  Hvað veldur sundurlyndisfjandanum? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 00:54

2 identicon

Nú hefur Lilja stofnað Samstöðu - flokk lýðræðis og velferðar.  Af hverju fylkja ekki breiðfylkingarmenn til þess lýðræðis og þeirrar velferðar, sem sauðsvartur almúginn bíður eftir.  Eru virkilega svo margir smákóngar í Hreyfingunni?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 01:00

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Pétur og takk fyrir innlitið.

Ég hugsa að það standi ekki á ,,breiðfylkingunni" þegar kemur að samvinnu við Lilju og flokk hennar.

Þórður Björn Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 01:25

4 identicon

Takk fyrir svarið Þórður - Vonandi fer það svo sem þú boðar hér. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 02:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lýst vel á þetta, ætla mér að skoða það vel og fylgjast með.  Pétur ber þetta ekki bara vott um nýrri tíma að fólk vilji breyta landslaginu í pólitíkinni, það er komin tími til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 12:33

6 Smámynd: Dexter Morgan

Plííís, ekki gera nokkurn skapaðan hlut með Frjálslyndum. Það eitt að hann þurkaðist út í síðustu kosningum, ætti að segja meira en ALLT um hvaða augum kjósendur líta þann draug. Ef að þeir koma nálægt þessu, þó ekki sé nema með litla puttann, þá er þetta dæmt til að mistakast.

En að örðu leiti, þá lofar þetta einhverju, líst best á Lilju og co eins og sakir standa núna.

Dexter Morgan, 9.2.2012 kl. 21:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað hefurðu fyrir þér í þessu Dexter.  Viltu ekki útskýra þetta nánar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband