Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Fjárhagsleg borgarastyrjöld skollin á?

Í maí 2009 sagði ég í kastljósviðtali að fjárhagsleg borgarastyrjöld væri í uppsiglingu.  Í viðtalinu voru einnig efnahags- og viðskiptaráðherra og Björn Þorri Viktorsson, lögmaður.  Í ljósi þess sem síðar hefur gerst er afar forvitnilegt að horfa á þetta viðtal og velta fyrir sér því sem þar fram kemur.   

Tilmæli FME og SÍ hreyfa væntanlega við ansi mörgum.  Lilja Mós segir nú að allt muni loga í málaferlum.  Og Marinó vill meina að FME og SÍ séu að hvetja til lögbrota.

Ég hugsa að þau hafi bæði mikið til síns máls.

Talsmaður neytenda hefur einnig stigið fram með fyrstu viðbrögð: Einhliða aðgerð án alls samráðs á hæpnum lagalegum forsendum.

Nú veit ég ekki betur en að SÍ og FME séu hluti af framkvæmdavaldinu en efnahags- og viðskiptaráðherra er æðsti yfirmaður þessara stofnana.  Því er að sama skapi forvitnilegt að rifja upp ummæli umrædds ráðherra frá því í september 2009 þegar hann sagði að það væri ekki ráðherra að túlka lögin.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Of þungt högg á kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Upplýstir um stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handritið er búið

„Virðulegur forseti, það er áhugavert að sitja hér í þingsal og hlusta á karp fjórflokksins eða þríflokksins.  Leikritið heldur áfram eins og undanfarna áratugi, leikritið heldur áfram.  Þingmenn átta sig ekki á því að handritinu lauk 20. janúar 2009. Þeir hafa verið að feta sig áfram handritslausir á þingi í bráðum 2 ár og því fer sem fer.  Heimilin eru að fara til fjandans.  Efnahagslífið er að fara til fjandans.  Stjórnmálin eru að fara til fjandans.   Nýja handritið var skrifað í aðdraganda sveitarstjórnakosninga fyrir nokkrum vikum þó að þingmenn átti sig ekki á því að þá er komin hér ný umræða í stjórnmálin og ný krafa frá almenningi um það hvernig stjórnmál eiga að vera og þau eiga ekki að vera eins og fram hefur komið hér á þingsal í morgun.  Annað framhjólið og annað afturhjólið, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin,  rífast hér um hvað gerðist, þiggjendur útrásarþýfis saka aðra um spillingu, fólk sem að sat hér í embættum í bankaráði Seðlabankans, hvers reikningur til þjóðarinnar samkvæmt lokafjárlögum 2008 er 192 milljarðar, saka aðra um vanrækslu… hvert haldið þið að þetta leiði? Hver verður niðurstaðan úr þessu? Niðurstaðan verður sú að fulltrúalýðræðið eins og það hefur birst fólki hér á Íslandi er ónýtt, fulltrúarnir á þingi, fulltrúar almennings, fulltrúar kjósenda eru fyrst og fremst fulltrúar sjálfs síns, en ekki fulltrúar almennings.   Handritið er búið.  Það er ekki lengur til þetta leikrit sem þið eruð að leika ykkur í.  Þið verðið að fara tala öðruvísi og hugsa öðruvísi.  Hversu lengi ætlið þið að halda áfram?  Það eru engar afgerandi aðgerðir í vanda heimilanna, það eru engin frumvörp um lýðræðisumbætur sem verða afgreidd á þessu þingi.“

 

Þór Saari, um störf þingsins 8. júní 2010


mbl.is „Eilífar sakbendingar“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handritið er búið

„Virðulegur forseti, það er áhugavert að sitja hér í þingsal og hlusta á karp fjórflokksins eða þríflokksins. Leikritið heldur áfram eins og undanfarna áratugi, leikritið heldur áfram. Þingmenn átta sig ekki á því að handritinu lauk 20. janúar 2009. Þeir hafa verið að feta sig áfram handritslausir á þingi í bráðum 2 ár og því fer sem fer. Heimilin eru að fara til fjandans. Efnahagslífið er að fara til fjandans. Stjórnmálin eru að fara til fjandans. Nýja handritið var skrifað í aðdraganda sveitarstjórnakosninga fyrir nokkrum vikum þó að þingmenn átti sig ekki á því að þá er komin hér ný umræða í stjórnmálin og ný krafa frá almenningi um það hvernig stjórnmál eiga að vera og þau eiga ekki að vera eins og fram hefur komið hér á þingsal í morgun. Annað framhjólið og annað afturhjólið, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, rífast hér um hvað gerðist, þiggjendur útrásarþýfis saka aðra um spillingu, fólk sem að sat hér í embættum í bankaráði Seðlabankans, hvers reikningur til þjóðarinnar samkvæmt lokafjárlögum 2008 er 192 milljarðar, saka aðra um vanrækslu… hvert haldið þið að þetta leiði? Hver verður niðurstaðan úr þessu? Niðurstaðan verður sú að fulltrúalýðræðið eins og það hefur birst fólki hér á Íslandi er ónýtt, fulltrúarnir á þingi, fulltrúar almennings, fulltrúar kjósenda eru fyrst og fremst fulltrúar sjálfs síns, en ekki fulltrúar almennings. Handritið er búið. Það er ekki lengur til þetta leikrit sem þið eruð að leika ykkur í. Þið verðið að fara tala öðruvísi og hugsa öðruvísi. Hversu lengi ætlið þið að halda áfram? Það eru engar afgerandi aðgerðir í vanda heimilanna, það eru engin frumvörp um lýðræðisumbætur sem verða afgreidd á þessu þingi.“

Þór Saari, um störf þingsins 8. júní 2010
mbl.is Segist hafa upplýst um styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt um frystingu vísitölu neysluverðs

Fyrst engin innistæða er fyrir kauphækkunum þá verður engin innistæða til að greiða af hækkandi lánum.  Leiðréttum þau og setjum 4% þak á verðbætur.  Ræðum svo um frystingu launa.


mbl.is Vill þjóðarsátt um launafrystingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband