Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Náttúruauðlindir í þjóðareigu

Fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum hafa vakið marga til umhugsunar. Jörðin á vatnsréttindi að Jökulsá á Fjöllum en einnig hefur komið upp að þar mætti mögulega bora niður á jarðvarma.

Spurningarnar sem svífa yfir vötnum þessa daganna lúta meðal annars að eignarhaldi á auðlindum.  Viljum við að einkaaðilar eigi auðlindir og nýti þær?  Og skiptir þjóðerni eigandans þá einhverju máli í því sambandi?

Stefna Hreyfingarinnar í þessum málaflokki er hvorki flókin né sett fram í löngu máli.  Hún er engu að síður skýr:

,,Allar náttúruauðlindir sem tilheyra íslenskri lögsögu, í lofti, láði og legi, verði í þjóðareigu. Óheimilt verði að framleigja auðlindir nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs verði gætt."

Frumvarp Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða, Þriðja leiðin, er svo til merkis um hvernig útfæra megi þessa stefnu.

Í þessari umræðu er forvitnilegt að horfa til þess sem segir í frumvarpi stjórnlagaráðs um auðlindir:

,,Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja." (feitletrun mín)

Óhætt er að fullyrða að Hreyfingin vilji ganga lengra en stjórnlagaráð þar sem stjórnlagaráð dregur línuna við þær auðlindir sem ekki eru í einkaeigu á meðan Hreyfingin vill þær allar í þjóðareign.


Raundæmi vegna kvörtunar HH

ver_trygg_a_husnae_islanakerfi.pngÞó nokkur umræða hefur skapast um kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna til umboðsmanns Alþingis varðandi innheimtu verðtryggðra lána.  Í lögfræðiáliti sem samtökin hafa lagt til grundvallar kemur fram að svo virðist sem reglugerð sú sem Seðlabankinn hefur gefið út og lánastofnanir styðjast við þegar kemur að innheimtu verðtryggðra lána skorti lagastoð.

Í gildandi lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 segir í 13. gr. :

Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu."

Í reglum Seðlabankans nr. 492/2001 segir:

„III. Verðtryggð útlán.
4. gr.
Verðtrygging láns með ákvæði um að höfuðstóll þess miðist við vísitölu neysluverðs er því aðeins heimil að lánið sé til fimm ára hið minnsta.  Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu neysluverðs frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll láns breytast á hverjum gjalddaga, áður en vextir og afborgun eru reiknuð út."

Í lögfræðiálitinu er rakið hvað felst í hugtakinu greiðslur, en skv. álitinu eru greiðslur afborganir af höfuðstól og vextir.  Það er niðurstaða lögfræðiálitsins að heimild sé fyrir því í lögum að verðbæta greiðslur en lagaheimild skorti fyrir verðbótafærslu höfuðstólsins eins og reglur Seðlabankans segja til um.

Áhrifin af því að verðbæta höfuðstólinn, en ekki bara afborganir og vexti, eru gríðarleg þegar kemur að heildarendurgreiðslu lánsins vegna þess að verðbætur á höfuðstól koma ekki til greiðslu jafnóðum á hverjum gjalddaga, heldur bætast við höfuðstólinn og taka á sig verðbætur og vexti á hverjum gjalddaga.  Þannig verða til margfeldisáhrif og höfuðstóll skuldarinnar blæs út.

Ég tók til skoðunar greiðsluseðla á verðtryggðu jafngreiðsluláni sem tekið var 6. nóvember 2003.  Lánið ber 5,6% vexti á ári og stóð VNV í 229 við lántöku.  Lánið var ekki ýkja hátt, kr. 1.400.000,-  En það er kannski vegna þess að tölurnar eru ekki svo háar að þægilegt er að styðjast við þær til útskýringar á því sem raunverulega gerist (VNV hækkaði úr 229 í 229,3 milli gjalddaga):

1. gjalddagi

 

 

Eftirstöðvar á gjalddaga

1.400.000

 

Verðbætur á eftirstöðvar

1.834

 

Afborgun af höfuðstól

 

1.503

Verðbætur á afborgun

 

2

Vextir (í 25 daga)

 

5.444

Verðbætur á vexti

 

7

Seðilgjald

 

250

Til greiðslu

 

7.206

 

 

 

Eftirstöðvar eftir greiðslu

1.400.328

 

 

Í fyrsta lagi reiknar lánveitandi út verðbætur á höfuðstól.  Sú aðferðafræði sem notuð er byggir á því að mæla breytingar á vísitölu neysluverðs á milli gjalddaga og margfalda svo þá hlutfallslegu breytingu með höfuðstól.  Verðbætur á höfuðstól koma ekki til greiðlsu á gjalddaga heldur færast á höfuðstólinn og mynda þannig nýjan og breiðari stofn til útreikninga verðbóta, afborgana og vaxta á næsta gjalddaga og svo koll af kolli.[1] Þessi aðgerð á sér ekki lagastoð samkvæmt lögfræðiálitinu.

Því næst er reiknuð út afborgun af höfuðstól og verðbætur á afborgun.  Þar sem um er að ræða jafngreiðslulán (annuitet) liggja nokkuð flóknir útreikningar að baki því hver afborgunin er.  Skoða má þetta svar á vísindavefnum til að átta sig betur á muninum á jafngreiðsluláni og láni með jöfnum afborgunum af höfuðstól.  Til að reikna út verðbætur á afborgun er ekki stuðst við hlutfallslega breytingar á vísitölu milli gjalddaga heldur frá lántökudegi og til gjalddaga.  Þannig mætti segja að höfuðstóllin sé de facto verðbættur jafnóðum og hann er greiddur til baka. 

Að lokum eru útreiknaðir vextir og verðbætur á vexti.  Til að reikna út vexti er vaxtaprósentan margfölduð með höfuðstólnum og þannig fundnir út ársvextir í krónum.  Þeirri upphæð er svo deilt í 360 til að finna út vexti per dag.  Sú upphæð er margfölduð með dagafjöldanum sem um ræðir á hverjum gjalddaga.  Til að reikna út verðbætur á vexti er stuðst við hlutfallsegar breytingar á vísitölu milli gjalddaga.

Ef verðbótafærsla höfuðstólsins færi ekki fram væru eftirstöðvar eftir greiðslu 1. gjalddaga kr. 1.398.407,- en ekki kr. 1.400.328,-  Höfuðstóllinn myndi lækka milli gjalddaga en ekki hækka.  Samkvæmt lögfræðiálitinu er það líka ætlun löggjafans:

„Við staðgreiðslu verðbótanna færast verðbætur ekki á höfuðstólinn þar sem það er greiðslan sem er verðbætt og hún er greidd. Eftir stendur höfuðstóll að frádreginni afborgun sem felur í sér jafngreiðslu á höfuðstólnum auk greiðslu verðbóta á hverja afborgun og vexti og verðbætur á vexti. Það er sú leið sem hér er haldið fram að löggjafinn gerir ráð fyrir að farin sé með greiðslu verðbóta á greiðslu láns bæði á  afborganir og vexti."

Næsti gjalddagi lítur svona út (VNV hækkaði úr 229,3 í 230 milli gjalddaga):

2. gjalddagi

 

 

Eftirstöðvar á gjalddaga

1.400.328

 

Verðbætur á eftirstöðvar

4.275

 

Afborgun af höfuðstól

 

1.511

Verðbætur á afborgun

 

6

Vextir (í 31 dag)

 

6.535

Verðbætur á vexti

 

20

Seðilgjald

 

250

Til greiðslu

 

8.322

 

 

 

Eftirstöðvar eftir greiðslu

1.403.086

 

 

Ofangreint dæmi sýnir glögglega virkni margfeldisáhrifanna þegar verðbætur hlaðast mánaðarlega utan á höfuðstól.  Þannig verður í raun til nýtt lán í hverjum mánuði eins og rakið er í lögfræðiálitinu sem ég læt fylgja með færslunni.

 

  


[1] Eftirstöðvar á gjalddaga + verðbætur á höfuðstól - afborgun af höfuðstól eru kr. 1.400.331.  Eftirstöðvar eftir greiðslu eru kr. 1.400.328 með verbótum.  Þarna munar 3 krónum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Snjóboltaáhrifin

Valgarður Guðjónsson fullyrðir í nýjustu bloggfærslu sinni að málflutningur Hagsmunasamtaka heimilanna standist ekki skoðun þó ekki sé gott að segja í hverju feillinn liggi í útreikningi samtakanna, svo ég styðjist við hans orð.

Ég setti því inn svohljóðandi athugasemd:

Málflutningur HH byggir á lögfræðiáliti, ekki útreikningum.

í því segir að lagastoð skorti fyrir því að verðbæta höfuðstól/eftirstöðvar lána. Hinsvegar sé heimilt að verðbæta greiðslur. Í því sambandi eru greiðslur skilgreindar sem afborgun + vextir.

Eins og verðtryggð lán eru innheimt verðbætir lánveitandinn fyrst eftirstöðvarnar/höfuðstólinn, þá afborgunina og loks vextina.

Samkæmt lögfræðiálitinu má ekki verðbæta eftirstöðvarnar/höfuðstólinn. Bara afborgunina og vextina. (Afborgunin er þó hluti af höfuðstólnum þannig að sá hluti höfuðstólsins er de facto verðbættur á hverjum gjalddaga fyrir sig sem hluti af greiðslunni. Og það má skv. lögfræðiálitinu.)

Hluti af þessum verðbótum sem reiknaðar eru á höfuðstól, afborgun og vexti kemur aftur á móti ekki til greiðslu á hverjum gjalddaga heldur færist á eftirstöðvar lánsins fyrir næsta gjalddaga. Þannig verða til viðbótarlán og margfeldisáhrif eins og snjólbolti á fullri ferð sem sífellt hleður utan á sig.

Þann 17. júní 2011 gerði ég tilraun til að útskýra þetta í færslu hér á þessu bloggi.  Færslan er hér: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1174485/

Lögfræðiálitið er tengt við færsluna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Verðtryggingin ólögleg svikamylla?

Þann 17. júní síðastliðinn birti ég færslu undir nafninu ,,Verðryggingin ólögleg svikamylla?"  Færslan byggir á greiðsluseðli fyrir gjalddaga á verðtryggðu láni.  Í færslunni er útskýrt hvernig lánveitandi þríverðbætir lánið á hverjum gjalddaga.  Í fyrsta lagi er höfuðstóllin verðbættur, í annan stað er greiðsla af höfuðstól verðbætt og í þriðja lagi eru vextir verðbættir.  Í framhaldi er gerður samanburður á heildarendurgreiðslu verðtryggðs láns annars vegar og óverðtryggðs láns hins vegar.  Í restina er þeirri spurningu velt upp hvort sú aðferðafræði sem fjármálafyrirtæki viðhafi við innheimtu verðtryggðra lána standist lög.

Færslan er hér: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1174485/


mbl.is Umboðsmaður kannar útreikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Massive Attack og óeirðirnar í Englandi

Á facebook síðu hljómsveitarinnar Massive Attack hafa skapast miklar umræður í kjölfar þeirra orða sem látin voru falla í nafni sveitarinnar um óeirðirnar í Englandi.  Færslan er eftirfarandi:

,,In context with the complicit support of the government, the banks looted the nation's wealth while destroying countless small businesses and brought the whole economy to its knees in a covert, clean manner, rather like organised crime.

Our reaction was to march and wave banners and then bail them out. These kids would have to riot and steal every night for a year to run up a bill equivalent to the value of non-paid tax big business has 'avoided' out of the economy this year alone.

They may not articulate their grievances like the politicians that condemn them but this is absolutely political. As for the 'mindless violence'... is there anything more mindless than the British taxpayer quietly paying back the debts of others while contributing bullets to conflicts that we have absolutely no understanding of?

It's mad, sad and scary when we have to take to the streets to defend our homes and businesses from angry thieving kids, but where are the police and what justice is ever done when the mob is dressed in pin stripe."

Facebook síða Massive Attack.


mbl.is Flæmdu óþjóðalýð á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðingarstefna Árna Páls

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.  Árni Páll vill fækka verkefnum ríkisins í hagræðingarskyni.  Viðtalið er birt á vef Vísis.  Í því segir m.a.:

,,Árni Páll segir hlutverk ríkisins að sinna ákveðnum kjarnaverkefnum. Öðrum málum eigi að útvista og koma á markað. Markmiðið sé að halda góðri þjónustu og helst að hún verði betri. Umfang rekstrarins þurfi að endurhugsa og það hvað hann kosti."   

Vísir hefur svo orðrétt eftir Árna Páli: 

„Það eru margar leiðir til og við þurfum að velta öllu fyrir okkur. Þarf ríkið að vinna öll verkefni sem það sinnir í dag? Við þurfum að skoða hverju væri betur fyrir komið annars staðar. Í því felast einnig tækifæri. Við getum til að mynda stutt við atvinnulífið með því að fela því að sinna stoð- og tækniþjónustu. Ríkið er að sinna upplýsingatækni með eigin starfsfólki. Er það endilega besta leiðin? Við getum búið til fjölbreyttari þjónustumarkað með því að ríkið skilgreini þau verkefni sem það vinnur sjálft og kaupi síðan þá þjónustu sem þarf að auki.“

Að skilgreina hlutverk og verkefni ríkisins í síbreytilegum heimi hlýtur að vera umræða sem aldrei tekur enda.  Í því ljósi ber að taka vel í það frumkvæði sem ráðherra tekur með því að hefja þessa umræðu nú. 

Hitt er annað mál hvort einkavæðing af því tagi sem ráðherra kallar eftir sé til þess fallin leysa fjárhagsvanda ríkisins.  Af hverju að búa til einn milliliðinn í viðbót sem þarf að fá sitt?  Og ef annar aðili getur í raun gert þetta fyrir minni pening en ríkið borgar í dag, af hverju getur ríkið þá ekki tekið upp ódýrari vinnubrögð sjálft?

Að hve miklu leyti er sá þjónustumarkaður sem Árni Páll vill búa til um upplýsingatækniþörf ríkisins sérhæfður?  Hversu margir aðilar myndu á endanum keppa um hituna?  Ekki þarf annað en að taka dæmi um mælaleigu Finns Ingólfssonar til að skynja að sporin hræða.  Þá kemur Kögunarmálið fljótlega upp í hugann svo ekki sé minnst á einkavæðingu bankanna. 

Kögun komst reyndar aftur í opinbera eigu í gegnum Landsbankann eftir að Jón Ásgeir og félagar voru búnir að taka snúning á félaginu.  Í dag er Kögun hluti af Skýrr sem er í eigu Lífeyrissjóða og Landsbankans.  Þetta er svo aftur forvitnilegt í því samhengi að Skýrr er skammstöfun fyrir gamla nafn hins opinbera fyrirtækis: Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Þegar jafnaðarmenn ræða um mörkin á milli einkareksturs og ríkisreksturs má alveg rifja upp Stefnuskrá íslenzkra jafnaðarmanna frá 1915.  Í henni segir: 

,,Atvinnurekstur, sem samkvæmt eðli sínu, eða í reynd, er einokun, rekist af Landsjóði, sýslu- eða hreppafélögum."

Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.  Sú kollsteypa samfélagsins sem öfgamarkaðshyggja ól af sér kann að vera vísbending um mikilvægi þeirra orða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband