Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
19.5.2009 | 01:18
Framsýn tekur undir með Hagsmunasamtökum heimilanna
Ályktun um stöðu heimilanna
Framsýn- stéttarfélag tekur heilshugar undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að þegar í stað verði gripið til aðgerða til að forða fjölda heimila í landinu frá gjaldþroti.
Framsýn treystir því að ný ríkistjórn láti það verða eitt af sínum fyrstu verkum að verja stöðu heimilanna sem mörg hver eru komin í gríðarlegan greiðsluvanda.
Samkvæmt gögnum frá Seðlabanka Íslands voru um 42% heimila með bága eða neikvæða eiginfjárstöðu um síðustu áramót. Allt bendir til þess að þessi þróun muni halda áfram nema gripið verði þegar í stað til viðeigandi ráðstafana til að forða þúsundum fjölskyldna frá miklum erfiðleikum.
Framsýn kallar eftir tafarlausum almennum leiðréttingum á gengis- og verðtryggðum lánum heimilanna. Það er skylda stjórnvalda að standa vörð um grunneiningar samfélagsins sem eru heimilin í landinu. Brettum upp ermar og hefjum uppbyggingarstarf í stað þess að tala endalaust um mikilvægi aðgerða án efnda. Við annað verður ekki unað að mati Framsýnar- stéttarfélags.
http://framsyn.is/frett.asp?fID=2348
Matarverð hefur hækkað um 25% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2009 | 23:50
Hið pólitíska vistkerfi
Tré eru stórar fjölærar trjáplöntur. Tré eru yfirleitt með einn áberandi stofn sem ber greinarnar og þar með laufskrúðið hátt uppi. Flest tré eru langlíf og sum geta orðið mörg þúsund ára gömul og náð yfir 100 metra hæð. Rótin heldur þeim föstum og aflar þeim vatns og steinefna (1).
---
Landsfundir ríkisstjórnarflokkanna voru haldnir með pompi og pragt í aðdraganda síðustu kosninga. Almennt má gera því skóna að landsfundir stjórnmálaflokka hafi í það minnsta tvíþættan tilgang. Annars vegar að taka ákvarðanir um helstu stefnumál og hins vegar að vekja athygli á málstað og tilvist framboðsins. Sá siður hefur auk þess komist á að landsfundir stjórnmálahreyfinga hafa æðsta vald í öllum málefnum þeirra. Svo er einnig með með Vinstrihreyfinguna - grænt framboð (2) og Samfylkinguna (3).
Mikill fjöldi flokksmanna sátu umrædda landsfundi þessara tveggja flokka. Tæplega 1.100 greiddu þátttökugjald hjá Samfylkingunni (4) og samkvæmt heimasíðu VG var síðasti landsfundur sá langfjölmennasti til þessa (5). Það hlýtur að teljast líklegt að sá hópur manna sem situr landsfundi stjórnmálaflokka sé fólkið í flokknum, eða baklandið sem oft er vísað til sem grasrótar. Því mætti halda því fram að þær ályktanir sem landsfundirnir samþykkja endurspegli vilja hins almenna flokksmanns.
Þegar litið er á þær ályktanir sem umræddir landsfundir hafa samþykkt kemur m.a. í ljós að Samfylkingin vill að leitað verði sanngjarnra leiða til að skipta ófyrirséðu tjóni milli lántakenda og lánveitenda vegna efnahagshrunsins og hækkunar verðtryggðra lána því samfara (6). Vinstrihreyfingin - grænt framboð tekur í svipaðan streng og fundurinn skorar á ríkisstjórnina að leita leiða til að lækka höfuðstól húsnæðislána eða frysta hluta hækkunar höfuðstóls lána vegna verðbólguskotsins. Einnig að gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Ekki verði gengið lengra í innheimtu skulda en að lánastofnun leysi til sín veðsetta eign. Auk þess kemur fram að landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs skorar á fjármálaráðherra að beita sér fyrir rannsókn á útreikningi verðbóta á lán hjá Reiknistofu bankanna. Dregið verði fram í dagsljósið hvort um tvívöxtun sé að ræða og hvaða útreikningar standi á bak við hana. Til verksins verði skipuð 5 manna nefnd með fulltrúum frá fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, Neytendasamtökunum, Hagsmunasamtökum heimilanna og oddamanni skipuðum af forsætisráðherra. Nefndin fái sérfræðinga til að annast útreikninga og skýra þá fyrir almenningi (7).
Það að ofangreindar ályktanir hafi hvorki ratað inn í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (8) né inn í 100 daga áætlun stjórnarinnar vekur upp ákveðnar spurningar um siðrof af hálfu forystu þessara flokka gagnvart grasrótinni, fólkinu sem er rótin og lífæð flokkanna. Hvernig stendur á því að ríkisstjórn sem er ætlað að leiða til öndvegis ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis sniðgengur með öllu vilja grasrótarinnar í þessum efnum? Eða hvernig ætlar ríkisstjórnin annars að starfa með þessi gildi að leiðarljósi í því skyni að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni? Spyr sá sem ekki veit.
[1] http://is.wikipedia.org/wiki/Tr%C3%A9
[2] http://www.vg.is/um-flokkinn/log/
[3] http://www.samfylkingin.is/Flokkurinn/Lög_Samfylkingarinnar/#6._kafli
[4] http://www.vb.is/greinar_prenta/53998
[5] http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4004
[6] http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=2cUtg1a%2bLBg%3d&tabid=166
[7] http://vge2vefur.eplica.is/media/myndir/landsfundur/Alyktanir_landsfundar_VG_2009_-_lokid.doc
[8] http://www.ruv.is/servlet/file/Sáttmáli%20nýrrar%20rÃkisstjórnar.pdf?ITEM_ENT_ID=264687&COLLSPEC_ENT_ID=32
Hljótum að vinna saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2009 | 16:36
Hagsmunasamtök heimilanna
Bendi áhugasömum á Hagsmunasamtök heimilanna sem hafa tekið afgerandi afstöðu í málefnum heimilanna.
Kíktu á www.heimilin.is
Mikil þörf á fjármálaráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2009 | 08:24
Skúbb eða slúður?
Hvort svo sem heldur er get ég ekki annað en birt það sem mér barst nýlega:
,,10 milljarða fasteiganveðlán hvílir á TR, Tónlistar- og ráðstefnuhöllinni í Reykjavík.
Nú er reynt að afla 14.5 milljarða viðbótarláns í þeirri veiku von að það dugi til að ljúka framkvæmd, sem tvöfaldast hefur að áætluðum kostnaði á tveimur árum. Málefnið er allt í óreiðurugli, sem kunnugt er.
Nú liggur fyrir að stjórnvöld hafa fengið því framgegnt að umrætt 10 milljarða áhvílandi fasteignaveðlán á TR verður afskrifað af þeim þremur bönkum, sem í hlut eiga. Þetta er ekki fasteignaveðlán af íbúðarhúsnæði í eigu aumingja. Þetta er fasteignaveðlán af opinberri stórframkvæmd !
Mikla leynd er reynt að skapa um þennan afskirftargjörning, sem samkv. opinberri formúlu er algerlega löglaus,glæpsamlegur !
Leyndin stafar af því að opinberlega er talið að ógerningur sé að afskrifa fasteignaveðlán
bundið í fasteign í eigu burðgs eiganda, sem í TR tilvikinu eru ríki og borg. Ef slíkt verður
gert opinbert munu aðrir skuldarar fasteigna veðlána,t.d.íbúðaveðlána, reka upp rammakvein !
Eða hvað ?"
Tónlistarhús 650 millj dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2009 | 18:45
Saga frá draumalandinu
Ólafur Garðarsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, skrifar:
Jobbi átti hús og var í viðskiptum við Hitaveituna hf. Þannig vildi til að tveir mælar voru á vatsnotkuninni. Annar var út í götu og hinn við sjálft inntakið. Nú verður gröfuóhapp (grafa hitaveitunnar) og gat kemst á rörið á milli mælisins úti í götu og mælisins við inntakið. Þetta var svert veiturör og út lak 25 ára jafnaðarnotkun hússins af vatni áður en tókst skrúfa fyrir.
Mælirinn í götunni sýndi nú umtalsvert meiri vatnsnotkun og hitaveitan fór fram á að eigandi hússins greiddi samkvæmt þeim mæli. Hann fengi náðasamlegast að greiða það á tuttugu og fimm árum ellegar væri farið beint í uppoð á húsinu væri greiðsluáskorunin hunsuð. Samkvæmt samningi um hitaveitu hefði Hitaveitan hf þann rétt.
Mikið deilumál hlaust af þessu máli og tóku sumir til varna fyrir Hitaveituna hf. Þeir sögðu meðal annars að Jobbi hitaði upp hjá sér bílskúrinn sem væri náttúrulega sóun af versta tagi. Það sem hann hefði hingað til sparað á að kaupa ekki olíu hefði líka orðið til þess að hann gat keypt sér flottan bíl. Jobbi væri sekur um bruðl og ætti því ekkert betra skilið en að missa húsið.
Stjórnvöld koma nú að málinu og vildi miðla málum. Þau leggja til að Jobbi greiddi upphæð sem nemur því sem hann greiddi áður fyrir hitavatnsnotkun plús aðeins aukalega sem næmi helming af lekanum. Restina mætti greiða með jöfnum afborgunum aftan við "lánstíman", þ.e. í stað þess að greiða tapið á 25 árum gæti hann greitt það á 75 árum ef tekið væri tillit til vaxta. Einnig væri dregið úr vatnsnotkun hússins og meðal hiti innanúss lækkaður niður í 16°C og alveg lokað fyrir upphitun bílskúrs. Þessu var gefið sérstakt nafn þ.e. hitajöfnun og sett í gang sérstök stofnun til að hjálpa fólki eins og Jobba til að nýta sér og skilja lausnina.
Sett voru ýmis skilyrði fyrir hitajöfnuninni þannig að sumir höfðu ekki kost á henni. Þeir gætu hugsanlega farið í hitaaðlögun. Það er sérstök meðferð þar sem fólk aðlagast kulda og lærir að lifa góðu lífi við frostmark.
Þrefalt fleiri fasteignir á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2009 | 22:49
Opið bréf til viðskiptaráðherra
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar:
Opið bréf til viðskiptaráðherra
Herra viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon.
Um leið og ég óska þér persónulega velfarnaðar í embætti viðskiptaráðherra og síðar meir efnahagsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, vil ég leyfa mér að vekja athygli þína á grein eftir Ólaf Arnarson, sem birtist í vefritinu Pressan.is í gær, fimmtudag. Í greininni eru settar fram fullyrðingar, sem varða mjög almannahag í ríkjandi neyðarástandi. Fullyrðingarnar eru þess eðlis, að miklu varðar að fá trúverðug svör um sannleiksgildi þeirra. Þær varða líka beinlínis afkomu þúsunda heimila og fyritækja í landinu og þar með þjóðarhag. Allar varða þessar spurningar málasvið, sem ég fæ ekki betur séð en heyri undir þitt ráðuneyti, sem ráðuneyti bankamála.
Höfundur fyrrnefndrar greinar, Ólafur Arnarson, hefur starfað hjá innlendum og erlendum fjármálafyrirtækjum. Hann gaf nýlega út bók um hrun íslenska fjármálakerfisins undir heitinu: Sofandi að feigðarósi. Að sögn útgefanda hans er þekkingu Ólafs og reynslu á sviði alþjóðafjármála viðbrugðið. Mér sýnist því ærin ástæða til að taka fullyrðingar Ólafs í fyrrnefndri grein alvarlega. Þar sem það getur skipt sköpum um afkomu og framtíðarhag fjölda heimila og fyrirtækja í landinu, hvort fullyrðingar Ólafs reynast sannleikanum samkvæmar eða ekki, leyfi ég mér að beina til þín eftirfarandi spurningum með beiðni um svör við fyrstu hentugleika.
Er það satt :
að megnið af þeim skuldabréfum, sem á sínum tíma voru gefin út af gömlu bönkunum og seld erlendum bönkum hafi runnið inn í lánavafninga, sem síðan voru seldir áfram á alþjóðlegum fjármálamörkuðum?
að hinir erlendu bankar (að sögn mestan part þýskir), sem lánuðu gömlu bönkunum með áðurnefndum skuldabréfakaupum, séu því skaðlausir og eigi lítið eftir af þessum skuldakröfum í sinni eigu?
að hinir erlendu bankar hafi selt fyrrnefnda lánavafninga til fjárfestingasjóða af ýmsu tagi?
að umræddir sjóðir, sem áttu íslensk bankaskuldabréf, hafi afskrifað þau nú þegar?
að spákaupmenn hafi í stórum stíl keypt þessi íslensku bankaskuldabréf fyrir slikk á eins konar brunaútsölu?
að núverandi eigendur þessara bréfa og þar með kröfuhafar á gömlu bankana séu því spákaupmenn, sem keyptu bréfin á kannski tvær krónur fyrir hverjar hundrað?
Fyrrgreindar spurningar varða fullyrðingar, sem settar eru fram í grein Ólafs. Því til viðbótar leyfi ég mér að bæta við tveimur spurningum:
Eru þessar fullyrðingar um löngu áorðnar afskriftir skulda gömlu bankanna af hálfu upphaflegra lánveitenda þeirra sannleikanum samkvæmar?
Reynist þessar fullyrðingar réttar, hvaða ályktanir má draga af því um áorðnar afskriftir á erlendum skuldum íslenskra heimila og fyrirtækja, sem áformað er að færist yfir til nýju bankanna?
Í beinu framhaldi af þessum spurningum vek ég athygli þína á eftirfarandi fullyrðingu greinarhöfundar og bið þig að svara henni opinberlega, af því að svarið hlýtur að varða allan almenning í landinu. Ólafur segir í grein sinni eftirfarandi:
Það skýtur því skökku við, þegar viðskiptaráðherra Íslands gengur fram fyrir skjöldu og gerir að sínu hjartans máli, að ekki megi afskrifa eina einustu krónu af skuldum Íslendinga þ.e. okkar sem sitjum uppi með lánin, sem hafa a.m.k. tvöfaldast á meðan eignirnar hafa fallið í verði um helming. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, krefst þess að við borgum í topp lánin til spákaupmannanna, sem keyptu þau á brotabroti af nafnvirði ekki til þeirra sem lánuðu okkur peningana, því þeir eru þegar búnir að tapa sínum peningum (leturbreyting mín). Spákaupmennirnir eru þeir hinir sömu og léku sér með krónuna og veðjuðu á fall Íslands. Þeir græddu á falli Íslands og nú vill Gylfi að skuldsettur almenningur á Íslandi tryggi þessum sömu Íslandsvinum glæpsamlegan hagnað með því að fjármagna á nýju bankana á herðum þeirra, sem mest hafa tapað á hruninu nefnilega á herðum íslenskra fjölskyldna.
Ég tel miklu varða, að almenningur í landinu fái skýr svör frá þér, sem yfirmanni bankamála, við fyrrgreindum fyrirspurnum mínum í tilefni af fullyrðingum greinarhöfundar. Umræðan varðar svo brýna hagsmuni svo margra, að ólíðandi er annað en að hún byggi á staðreyndum.
Með vinsemd og virðingu,
Jón Baldvin Hannibalsson
fv. ráðherra
jbh.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 21:19
Eignamat gömlu bankanna
Gunnar Tómasson skrifar:
Ágætu alþingismenn.
Eftirfarandi grein mín birtist í Fréttablaðinu á morgun, föstudaginn 15. maí.
Hér er stærra mál á ferðinni en ætla mætti af framsetningu minni:
1. Yfirtaka Nýju bankanna á eignum Gömlu bankanna á óraunhæfu verði er óásættanleg.
2. Viljayfirlýsing stjórnvalda til AGS (# 14) dags. 15. nóvember sl. nefnir hugsanlega sölu Nýju bankanna á komandi tíð til að létta stöðu ríkissjóðs óraunhæft yfirtökuverð myndi minnka söluverðið.
3. Í millitíðinni gæti hugsanlegt útlánatap vegna óraunhæfs yfirtökuverðs grafið undan eiginfjárstöðu bankanna svo tugum eða hundruðum milljarða skiptir.
4. Í viljayfirlýsingunni er talað um að bring loan values in line with expected market values (# 4) aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins gerir Deloitte/Oliver Wyman kleift að horfa til framtíðar þar sem heimili landsins lenda ekki í greiðsluþroti og sjávarútvegsfyrirtæki ráði fram úr skuldum og fjármálagerningum sínum án taps.
O.s.frv.
Fjármálaeftirlitið virðist hafa gengið erinda kröfuhafa við skilgreiningu á viðeigandi aðferðafræði.
--- --- ---
Eignamat gömlu bankanna
Í minnisblaði viðskiptaráðherra Endurreisn fjármálakerfisins - sýn viðskiptaráðherra á verkefnin framundan dags. 5. maí segir svo í 1. lið:
Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008 var kveðið á um að tilteknar eignir og skuldir færðust yfir frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í kjölfarið gerði Fjármálaeftirlitið samning við Deloitte LLP um að meta þær eignir og skuldir sem færðust á milli. Einnig gerði eftirlitið samning við alþjóða ráðgjafafyrirtækið, Oliver Wyman, til þess að hafa tilsjón með mati á eignunum. Fjármálaeftirlitið fól Deloitte LLP að byggja mat sitt á hugtakinu gangvirði, en skilgreining þess gerir ráð fyrir að nýju bankarnir haldi áfram starfsemi sem fullfjármagnaðir íslenskir bankar á innanlandsmarkaði og þurfi hvorki að losa eignir (eða gera upp skuldbindingar) í bráð né með nauðungarsölu. Niðurstöður matsins liggja nú fyrir og er nú verið að kynna þær hagsmunaaðilum í samræmi við stefnu þar að lútandi.
Gangvirði (fair value á ensku) vísar til söluverðs eigna við ríkjandi markaðsaðstæður án tillits til upphaflegs kaupverðs eða nafnverðs, t.d. reyndist gangvirði eigna Glitnis í Noregi sl. október vera 10% af kaupverði 2004 og brezkur fjármálamaður bauð 5% í áhvílandi skuldir á eignum Baugs í Bretlandi á sama tíma. Þegar bankar fara á hliðina fara eignir þeirra á brunaútsölu, sbr. yfirtöku Bank of America á skuldum og eignum Merrill Lynch & Co. um síðustu áramót á 12% af gangvirði hlutabréfa fyrirtækisins í janúar 2007. Markaðurinn er harður húsbóndi eins og skuldsett heimili landsins sannreyna um leið og stjórnvöld bjóða þeim aðstoð í skötulíki. Hins vegar hafa íslenzk stjórnvöld slegið skjaldborg um hagsmuni erlendra og innlendra kröfuhafa á Gömlu bankana sbr. þær vinnureglur sem Fjármálaeftirlitið setti Deloitte LLP við mat á eignum þeirra og eiga ekkert skylt við gangvirði í merkingu þess hugtaks við ráðstöfun eigna gjaldþrota banka.
Höfuðstóll og skilmálar húsnæðislána Gömlu bankanna eru ótvírætt umfram greiðslugetu fjölda lántakenda. Það væri því glapræði fyrir Nýju bankana að yfirtaka slík lán skv. mati Deloitte LLP sem byggir á öðrum forsendum. Vandi stjórnvalda verður einfaldlega ekki umflúinn: skjaldborg verður ekki slegin samtímis um hagsmuni heimila landsins og kröfuhafa Gömlu bankanna. Hið sama er upp á teningnum varðandi skuldir sjávarútvegsfyrirtækja: Nýju bankarnir myndu verða nánast óstarfhæfir til langframa við yfirtöku skuldanna á margföldu gangvirði.
Mat á eignum Gömlu bankanna samkvæmt þeirri aðferðafræði sem Fjármálaeftirlitið fyrirskipaði myndi ofmeta eignir þeirra til hagsbóta fyrir erlenda og innlenda kröfuhafa um e.t.v. hundruð milljarða miðað við eignamat samkvæmt fair value aðferðafræðinni. Leiðrétting á mistökum Fjármálaeftirlitsins og endurmat eigna Gömlu bankanna í samræmi við viljayfirlýsingu stjórnvalda til AGS myndi skapa samsvarandi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði heimila landsins af skuldum við bankakerfið að greiðslugetu þeirra.
FME veitir aukinn frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 23:28
Um jafnaðarmennsku
Ingólfur H. Ingólfsson skrifar:
Jöfnuður og réttlæti
Ný ríkisstjórn virðist við fyrstu sýn hafna með öllu jöfnun byrða milli skuldara og skuldunauta vegna efnahagshrunsins. Ef þetta er réttur skilningur minn á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þá er það með ólíkindum að flokkar sem kenna sig við vinstristefnu og jafnaðarhugsjónir skuli ekki líta á það sem sína fyrstu og æðstu skyldu að vinna að slíkum jöfnuði og réttlátri skiptingu þeirrar eignaskerðingar sem varð af völdum bankahrunsins.
Ég skil úrslit Alþingiskosninganna á þá leið að þjóðin hafi verið að kalla eftir meiri jöfnuð og réttlæti í samfélaginu, og þá var ekki verið að undaskilja gríðarlegar eignatilfærslur milli lánveitenda og skuldara. Ríkisstjórnin er að mínu viti að gera mistök með því að hafna skuldajöfnun og það kann að hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki næst nauðsynleg þjóðarsamstaða um uppbyggingu samfélagsins án hennar.
Það sem veldur mér einnig nokkrum áhyggjum er að svo virðist sem ríkisstjórnin ætli ekki að tala til almennings eða skuldugra fjölskyldna í landinu ef og þegar kemur að frekari aðgerðum í þeirra þágu heldur, eins og segir í stjórnarsáttmálanum: Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Ég vona að þetta sé skrifað í fljótfærni í annars mjög ítarlegum sáttmála. Ef ekki, þá er ríkisstjórnin á blindgötu. Atvinnulífið er ekki samningsaðili um fjármál heimilanna, heldur fólkið sjálft. Almenningur í þessu landi er enn fjárráða, þrátt fyrir miklar skuldir og rýrar eignir, og friðhelgi einkalífs og heimilis er lögverndað. Atvinnulífið hefur ekkert með einkalíf fólks að gera né heldur hefur það forræði yfir neyslu þess, hún er á ábyrgð einstaklinga og stjórnast á frjálsum markaði.
Meira um jöfnunaraðgerðir
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meira um skuldir heimilanna og rök með og á móti skuldajöfnun. Ríkisstjórnin virðist hafa afgreitt þá umræðu, af sinni hálfu í það minnsta. En ég læt samt þennan texta flakka sem ég skrifaði á meðan ég beið eftir útsendingu sjónvarpsins frá Norræna húsinu á sunnudaginn um stefnumál nýrrar ríkisstjórnar.
Þau efnahagslegu rök sem hafa verið færð gegn jöfnunaraðgerðum eru meðal annars að þær myndu lenda á skattborgurum, lífeyrisþegum og fjármálastofnunum. Ástæðan fyrir því að ekki megi leggja meiri byrðar á fjármálastofnanir eða fjármagnseigendur eru á þá leið að þær hafi nú þegar þurft að taka á sig gríðarlegt tap og meira tap myndi líklega koma þeim í þrot. Í þessum rökum er meinleg hugsunarvilla, ekki síst fyrir jafnaðarmenn.
Það er rétt að fjármálafyrirtæki hafa orðið fyrir miklu tjóni, enda er hrunið nefnt bankahrun, en jöfnunaraðgerðir eru ekki til þess ætlaðar að skaða einn umfram annan heldur, þvert á móti, að jafna skaðann og gera hann öllum léttbærari og réttlátari. Það er inntak jafnaðarins. Eignir fjármálafyrirtækja munu vissulega skerðast en eignir þeirra, og þar á meðal lán til íbúðarkaupa, eru um þessar mundir verðlitlar en gætu orðið verð meiri með jöfnunaraðgerðunum. Margir fræðimenn hafa fært rök fyrir því að eignasafn fjármálafyrirtækja gæti batnað með því að fleiri gætu staðið í skilum og auk þess mætti gera ráð fyrir að verðhrun fasteigna myndi stöðvast, sem bjargaði ekki aðeins eignum heimilanna heldur bjargaði þjóðarverðmætum.
Hluti af byrðunum mun vissulega lenda á lífeyrissjóðunum enda eru þeir stórir fjármagnseigendur og hluti af eignum þeirra, íbúðarlánin, munu skerðast. Það er hins vegar ekki eins óréttlátt eins og sumir vilja meina. Í fyrsta lagi gildir það sama um lífeyrissjóði og ég skrifaði um bætt eignasafn lánastofnana hér á undan. Í öðru lagi hafa lánastofnanir, eins og lífeyrissjóðir, möguleika á því að vinna upp eignatapið, til dæmis með því að leggja auka álag á framtíðar vexti. Það myndi vissulega þýða að hluti byrðanna færðust yfir á þá sem ættu eftir að taka lán, en í því fellst einmitt jöfnuðurinn að sem flestir taki á sig byrðarnar. Spurningunni um réttlætið í því að lántakendur framtíðarinnar taki á sig syndir feðranna er fólgið í jöfnuðinum ef allt samfélagið er meira eða minna ábyrgt fyrir efnahagshruninu af því að ekki er hægt að saka einhverja einstaklinga um það (þó að einstaklingar beri vissulega mikla og mismikla ábyrgð), eins og á við um náttúruhamfarir, þá er engin undanskilinn því að axla byrðarnar. Það þarf í raun ekki að fara lengra í röksemdunum fyrir samábyrgðinni en að benda á að ríkið (almenningur) verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum af sveiflum í efnahagslífinu, bæði til léttis og íþyngingar. Skattar eru til dæmis í eðli sínu íþyngjandi, hvort sem við lítum á þá sem réttláta eða ekki (þess vegna þarf samþykki Alþingis fyrir því að breyta sköttum eða leggja nýja skatta á almenning).
Ríkissjóður tekur eitthvað af byrðunum á sig en minna en ætla mætti því að með jöfnunaraðgerðum fellur hluti þeirra á fjármagnseigendur og lánveitendur, eins og hefur komið fram. Einhverjir munu líklega vísa til þess að bankastofnanir séu í eigu ríkisins og því falli allt á skattborgarann að lokum. Það er tautology eða orðhengilsháttur því að bankar eru ekki eins og ríkið, heldur eru þeir rétt eins og hver önnur fyrirtæki sem hafa möguleika á því að jafna út tap með framtíðartekjum. Þetta er einmitt ein megin röksemdin fyrir því að ríkið leggur út í þá áhættu að eignast hlut í eða lánar peninga skattborgarans til fjármálafyrirtækja það vonast til þess að fá peningana til baka og jafnvel með vöxtum.
Viðskiptaráðherra hefur bent á að fólk muni þrátt fyrir allt eignast íbúðirnar sínar að lokum, endist þeim örendið út allan lánstímann. Þetta er svo sannarlega rétt hjá honum. Í lok lánstíma, eftir 25 eða 40 ár, er lánið að fullu greitt og eftir stendur hrein eign, það er næstum því hægt að halda upp á það strax! En ég trúi því ekki að ráðherra hafi beitt þessum banal rökum til þess að réttlæta að ekkert þyrfti að gera annað en að borga og bíða. Er viðskiptaráðherra virkilega tilbúinn að greiða þrefalt eða fjórfalt verð fyrir íbúð sína, bara af því að hann getur það?! Spyr sá sem ekki veit, en ég efast stórlega um að það náist almenn sátt um þennan greiðsluvilja ráðherrans.
Það er ekki bara á Íslandi sem kallað er á róttækar jöfnunaraðgerðir vegna heimskreppunnar. Forseti sambands iðnaðarmanna (IG Metal) í Þýskalandi, Berthold Huber, vill sjá svipaðar aðgerðir og gripið var til eftir seinni heimstyrjöld í Þýskalandi, svo kölluðum Lastenausgleich jöfnun byrðanna. Hann krefst einskonar eignaupptöku hjá stóreignafólki sem á meira en 750.000 evrur í hreina eign (eign að frátöldum skuldum). Saga þjóðanna í kringum okkur er full af kreppum og þjóðargjaldþrotum. Þjóðverjar hafa gengið tvisvar sinnum í gegnum slíkt þrot á síðustu öld eftir fyrri heimsstyrjöldina og Weimarlýðveldið og þegar klukkan var stillt á tímann 0, Stunde Null, eins og Þjóðverjar nefna sitt nýja upphaf eftir seinni heimstyrjöldina. Í dag er þýska efnahagskerfið það stærsta í Evrópu og það þriðja stærsta í heimi. Meira að segja Bretar þekkja þjóðargjaldþrot og niðurfærslu skulda. Íslendingar standa hugsanlega frammi fyrir því að þurfa að stilla klukkuna á núll, og reynist það svo þá eigum við að gera það, eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir hafa gert í svipaðri stöðu. Hvers vegna í ósköpunum ættu Íslendingar að gangast við kröfum sem hvergi er gert nema helst hjá ófrjálsum og undirokuðum þjóðum sem hafa ekkert val? Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að ganga álúta og hokna í hnjánum fram fyrir lánadrottna sína, hvorki innanlands né utan - eða hvað?
Seðlabankinn í klemmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 23:06
Ekki nógu langt gengið
Ég er fylgjandi persónukjöri.
Þetta þykir mér skref í rétta átt.
Aftur á móti myndi ég einnig vilja leyfa þeim sem það vilja að bjóða sig fram utan flokka.
Einnig að kjósendur gætu í kjörklefanum raðað saman sínum eigin lista þvert á flokka.
Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 00:42
Skúbb eða slúður?
Hvort svo sem heldur er get ég ekki annað en birt það sem mér barst nýlega:
,,10 milljarða fasteiganveðlán hvílir á TR, Tónlistar- og ráðstefnuhöllinni í Reykjavík.
Nú er reynt að afla 14.5 milljarða viðbótarláns í þeirri veiku von að það dugi til að ljúka framkvæmd, sem tvöfaldast hefur að áætluðum kostnaði á tveimur árum. Málefnið er allt í óreiðurugli, sem kunnugt er.
Nú liggur fyrir að stjórnvöld hafa fengið því framgegnt að umrætt 10 milljarða áhvílandi fasteignaveðlán á TR verður afskrifað af þeim þremur bönkum, sem í hlut eiga. Þetta er ekki fasteignaveðlán af íbúðarhúsnæði í eigu aumingja. Þetta er fasteignaveðlán af opinberri stórframkvæmd !
Mikla leynd er reynt að skapa um þennan afskirftargjörning, sem samkv. opinberri formúlu er algerlega löglaus,glæpsamlegur !
Leyndin stafar af því að opinberlega er talið að ógerningur sé að afskrifa fasteignaveðlán
bundið í fasteign í eigu burðgs eiganda, sem í TR tilvikinu eru ríki og borg. Ef slíkt verður
gert opinbert munu aðrir skuldarar fasteigna veðlána,t.d.íbúðaveðlána, reka upp rammakvein !
Eða hvað ?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)