Samræmd greiðsluerfiðleikaúrræði?

Í ljósi frétta af gríðarlegri aukningu umsókna vegna greiðsluerfiðleika hjá ÍLS langar mig að vekja athygli á þessari reglugerð um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/119-2003

Í henni segir m.a.

,,Skuldari getur hvenær sem er greitt inn á kröfuna og er Íbúðalánasjóði heimilt að koma til móts við skuldara við hverja greiðslu með því að fella niður af kröfunni til viðbótar sömu fjárhæð og greidd var. Með því er krafa að fullu greidd þegar skuldari hefur greitt helming hennar."

Ef ég hef skilið Guðmund Bjarnason rétt á dögunum þá verður þetta úrræði virkt að lokinni nauðungarsölu.  Þó eru aðrir sem vilja meina að þetta ákvæði eigi við um leið og íbúð er orðin yfirveðsett.

Í öllu falli finnst mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort aðrar fjármálastofnanir í eigu ríkissins eigi líka að vinna skv. þessari reglugerð í ljósi samkomulags sem 80 daga stjórnin stóð fyrir um samræmd greiðsluerfiðleikaúrræði.

Sjá td. hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/04/samraemd_urraedi_vegna_greidsluerfidleika/

Verst að ég skuli ekki vera með þessar tölur við hendina sem þessi frétt byggist á en mig minnir að ef maður ber saman fjölda umsókna vegna greiðsluerfiðleika hjá ÍLS í febrúar 2008 við febrúar 2009 sé um að ræða á milli 800-900% fjölgun umsókna!

Að lokum hvet ég alla til að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna: http://skraning.heimilin.is/ 


mbl.is Umsóknum vegna greiðsluerfiðleika fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir þetta Þórður minn. Hentar örugglega mörgum, t.d. foreldrum og öðrum sem eiga húseignir eða íbúðir. Þakka þér kærlega fyrir Þórður minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband