Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Opið bréf til Og fjarskipta

Og fjarskipti
Skútuvogi 2
104 Reykjavík

 

Nú standa yfir mikil átök í Egyptalandi þar sem almenningur rís upp gegn yfirvöldum.  Helstu ástæður uppreisnarinnar eru sagðar bág kjör almennings og skortur á mannréttindum.  Fram hefur komið að netsamskipti hafi verið verulega takmörkuð síðustu daga m.a. til að halda aftur af uppreisninni. Netið hefur leikið lykilhlutverki í þessu sambandi.

Netumferð í Egyptalandi 27. janúar 2011:

CLO

 

 

 

 

 

 

http://mlkshk.com/r/CLO

 

Ekki fæst betur séð en að Vodafone eigi í viðskiptum við egypsk stjórnvöld.

Upplýsingasíða egypska stjórnkerfisins:

vodafone e-gov portal sponsor

 

 

 

 

 

 

 

http://www.egypt.gov.eg/english/default.aspx

Að því er fram kemur í neðangreindum skilaboðum frá hópnum Anonymous beinast spjótin m.a. að Vodafone þegar kemur að takmörkun netsamskiptanna:

anon_27_jan_11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

http://i.imgur.com/JLAGz.jpg

Í ljósi ofangreinds óskar undirritaður eftir því að Og fjarskipti grennslist tafarlaust fyrir um aðkomu Vodafone að málum í Egyptalandi og upplýsi um viðskipti Vodafone við egypsk stjórnvöld og í hverju þau felast.  Þá kanni Og fjarskipti sérstaklega þátt Vodafone í takmörkun á netsamskiptum í Egyptalandi síðustu daga.  Niðurstaða Og fjarskipta verði gerð opinber og afstaða félagsins til hennar að sama skapi.

Í ljós eignarhaldsins á Og fjarskiptum er það mat undirritaðs að Og fjarskipti geti ekki skorast undan ofangreindri ósk en félagið er í eigu Teymis, sem er í eigu Framtakssjóðsins, sem er í eigu lífeyrisjóðanna annars vegar og ríkisbankans Landsbankans hins vegar.

Virðingarfyllst,
Þórður Björn Sigurðsson

Samrit:
Fjölmiðlar
Fjármálaráðherra
Formenn þingflokka


mbl.is Egyptar virði málfrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um heilindi og gildismat

Svohljóðandi frétt má lesa á vef RÚV:

„Ekkert lát er á mótmælum í Túnis. Mörg þúsund liðsmenn öryggissveita komu saman í höfuðborginni í dag til að hvetja landsmenn til að gleyma voðaverkum sem þeir frömdu á stjórnartíð Ben Ali, fyrrverandi forseta.   Lögreglumenn, hermenn og jafnvel liðsmenn meintra dauðasveita voru meðal mótmælenda í Túnis borg í dag. Þeir voru flestir hliðhollir Ben Ali, forseta landsins, en hann flúði land fyrir rúmri viku eftir 23 ára valdasetu.  Ben Ali stjórnaði með harðri hendi og beitti öryggissveitum sínum óspart gegn stjórnarandstæðingum. Stjórnarandstaðan segir liðsmenn öryggissveitanna hafa gerst seka um gróf mannréttindabrot. Þeir eru meðal annars sagðir hafa skotið fjölda mótmælenda til bana í óeirðunum sem leiddu til þess að Ben Ali var steypt af stóli á dögunum.  Í mótmælunum í dag kvað við annan tón. Hermenn og lögreglumenn segjast gengnir til liðs við mótmælendur og hvetja almenning til að líta til framtíðar en ekki fortíðar.  Lögreglumenn og hermenn benda á að þeir fái afar illa borgað miðað við aðra opinbera starfsmenn og óttist nú um lífsviðurværi sitt eftir fall einræðisstjórnar Ben Alis.“
http://www.ruv.is/frett/motmaelt-i-tunis-i-dag

Vilhjálmur Árnason, heimspekingur, skrifar inngangskafla bókarinnar Tilvistarstefnan er mannhyggja eftir franska heimspekinginn Jean Paul Sarte.  Í honum segir m.a.: 

„Ég get ekki sagst vilja eitt, en gert annað.  Vilji minn og gildismat  eru lesin út úr athöfnum mínum.  Ef ég segi til dæmis að ég sé nauðbeygður til að hlýða kalli til herþjónustu sem mér sé meinilla við vegna þess að ég sé á móti öllu hernaðarbrölti, þá dæmast orð mín óheil.  Með því að verða við herkvaðningunni  kýs ég hernaðarbröltið, lýsi því yfir að það sé af hinu góða.“

 

Er hægt að setja þetta tvennt í samhengi við íslenskan veruleika? Heimfæra til dæmis upp á störf þeirra sem innheimta stökkbreytt lán eða verja valdhafa þegar kemur til mótmæla?  Og ef svo er, hvað segir það okkur um gildismat þeirra sem í hlut eiga, ef eitthvað?  Er hugsanlegt að þeir sem um ræðir séu færir um að endurskoða sitt gildismat og ganga til liðs við mótmælendur á Íslandi, líkt og gerst hefur í Túnis?  Eða er hreinlega fráleitt að spyrja að þessu þar sem aðstæður á Íslandi og í Túnis séu svo gjörólíkar?  


mbl.is Lögregla til liðs við mótmælendur í Túnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að áætlun um endurheimt efnhagslegt sjálfstæði Íslands í 6 liðum

Drög þessi eru framsett til umræðu og frekari útfærslu þeirra sem áhuga kunna hafa.

1.       Kortlagning eigna- og skuldastöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og endursamningaferli
Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera og stofnana á þess vegum.  Þar með talið allar eignir og skuldbindingar sem kunna að hafa verið færðar utan efnahagsreiknings.  Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð þjóðarinnar.  Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga.

2.       Afnám verðtryggingar, nafnvaxtaþak og almenn leiðrétting lána
Afnema ber verðtryggingu enda er hún hagkerfinu afar skaðleg.  Til að styrkja efnahagsstjórnina verði sett hóflegt nafnvaxtaþak sem stuðli að því að verðbólga haldist undir nafnvaxtaþakinu enda fari hagsmunir lánveitenda og hins opinbera þannig saman.  Til að skapa nauðsynlegan frið í samfélaginu og sátt um uppbyggingu verður að grípa til almennra leiðréttinga á höfuðstóli lána.

3.       Nýtt lífeyrissjóðakerfi
Í þessu sambandi er horft til þess málflutnings sem Ólafur Margeirsson hefur haldið á lofti.  Sjá m.a. hér: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/osjalfbaerni-lifeyriskerfisins-krafan-um-of-haa-raunvexti-og-afleidd-thjodhagsleg-vandamal

4.       Íslenski auðlindasjóðurinn
Stofna skal sérstakan auðlindasjóð í eigu ríkisins sem fari með eignarhald á öllum náttúruauðlindum landsins.  Þar með talda fiskistofna, orkuauðlindir og vatn.  Hlutverk sjóðsins verði að tryggja varanlega og óframseljanlega sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, sjá til þess að verði náttúruauðlindir nýttar renni arðurinn til þjóðarinnar og að ávaxta eignir sjóðsins þegar fram í sækir.  Eitt af fyrstu verkefnum sjóðsins verði að yfirtaka kvótann og skuldir sjávarútvegsfyrirtækja.  Í framhaldi verði fiskveiðleyfi leigð út.  Þá yfirtaki sjóðurinn HS Orku og Orkustöðina á Húsavík, svo og önnur orkufyrirtæki sem ekki eru lengur í opinberri eigu. Um skuldir auðlindasjóðsins að lokinni yfirtöku eigna og skulda þriðja aðila verði endursamið sbr. lið 1. 

5.       Afnám gjaldeyrishafta og skattlagning útstreymis

6.       Ráðstafanir til að sporna við neikvæðum vöruskiptajöfnuði, ef með þarf


mbl.is Fiskveiðiauðlindin verði í þjóðareign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krugman og verðtryggingin

Paul Krugman birti grein í gær í NY Times sem er vel þess virði að lesa.

Í greininni veltir Krugman fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin í hagkerfi Evrópu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, ríkisvæðingu skulda þess og hvaða áhrif Evran og myntbandalagið hefur í því sambandi. 

Eins veltir hann fyrir sér þeim möguleikum sem virðast vera uppi í stöðunni fyrir ríkin og Evrópu.  Þeir eru: a) að harka af sér, b) að endurskipuleggja skuldir, c) taka Argentínu og d) endurkoma Evrópuhyggjunnar

Hann nefnir Ísland sem dæmi um Evrópuríki sem hefur komist næst því að ,,taka Argentínu" og telur sveigjanleika krónunnar okkur til tekna í því sambandi:

,,The European country that has come closest to doing an Argentina is Iceland, whose bankers had run up foreign debts that were many times its national income. Unlike Ireland, which tried to salvage its banks by guaranteeing their debts, the Icelandic government forced its banks’ foreign creditors to take losses, thereby limiting its debt burden. And by letting its banks default, the country took a lot of foreign debt off its national books.

At the same time, Iceland took advantage of the fact that it had not joined the euro and still had its own currency. It soon became more competitive by letting its currency drop sharply against other currencies, including the euro. Iceland’s wages and prices quickly fell about 40 percent relative to those of its trading partners, sparking a rise in exports and fall in imports that helped offset the blow from the banking collapse.

The combination of default and devaluation has helped Iceland limit the damage from its banking disaster. In fact, in terms of employment and output, Iceland has done somewhat better than Ireland and much better than the Baltic nations."

Þó greining Krugman sé í megindráttum rétt virðist hann líta framhjá áhrifum verðtryggingar á skuldir almennings þegar gengi krónunnar fellur líkt og raun ber vitni.  Ætli hann viti hreinlega af henni, blessaðri?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband