Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009

Stuđningsyfirlýsing frá Húseigendafélaginu og Hagsmunasamtökum heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagiđ lýsa hér međ yfir eindregnum stuđningi viđ tillögu talsmanns neytenda um neyđarlög í ţágu neytenda um eignarnám fasteignaveđlána og niđurfćrslu ţeirra samkvćmt mati lögbundins gerđardóms. Tillaga ţessi er vönduđ og ítarlega rökstudd og í alla stađi mjög virđingarvert framtak. Taka samtökin heilshugar undir ţau sjónarmiđ og rök sem talsmađurinn reifar og byggir tillögu sín á.

Í ljósi ţeirrar neyđar sem orđin er og verđur alvarlegri međ hverjum deginum sem líđur, skora ofangreind samtök á stjórnvöld ađ veita téđri tillögu og ţeim sjónarmiđum sem hún er reist á brautagengi og slá međ henni marglofađri skjaldborg um fjölskyldur og heimilin í landinu.  Brýnt er ađ bregđast skjótt viđ. Engan tíma má missa.

___________________________

Reykjavík, 30. apríl 2009 

 f.h. Húseigendafélagsins.                              

Sigurđur Helgi Guđjónsson form.

 f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna,           

Ţórđur B. Sigurđsson form.
mbl.is Viđskiptaráđherra skođar niđurfćrslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hagsmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagiđ skora á verkalýđshreyfinguna

Ofangreind hagsmunasamtök, skora á launţegasamtök og verkalýđsfélög landsins ađ taka afgerandi stöđu međ heimilunum í landinu vegna gríđarlegs og hratt vaxandi fjárhagsvanda ţeirra, sem er m.a. afleiđing ófyrirsjáanlegra, óeđlilegra og jafnvel ólöglegra hćkkana á gengis- og verđtryggđum veđlánum heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins.

Um 42% heimila eru međ bága eđa neikvćđa eiginfjárstöđu skv. gögnum Seđlabanka Íslands frá síđustu áramótum.  Allt bendir til ađ efnahagur ţeirra hafi versnađ enn frekar frá áramótum og muni halda áfram á ţeirri vođabraut, nema gripiđ verđi inn í međ almennri leiđréttingu lánanna.  Um 25% heimila landsins eru međ gengistryggđ veđlán og um 90% ţeirra eru í tímabundinni frystingu.  Umsóknum Íbúđarlánasjóđs vegna greiđsluerfiđleika hefur fjölgađ um 900% á milli ára.

Forsendur verđ- og gengistryggđra lána eru brostnar og ţeim heimilum fjölgar ískyggilega hratt sem geta ekki stađiđ í skilum eđa sjá hvorki  tilgang né skynsemi í ađ greiđa af lánum sem hćkka stjórnlaust úr öllu valdi .  Kaupmáttur rýrnar óđum og atvinnuleysi er í sögulegum hćđum, sem leiđir til samdráttar í einkaneyslu, sem eykur svo atvinnuleysiđ enn frekar.

Međ samhentu átaki má rjúfa ţennan vítahring og snúa ţessari óheillaţróun viđ.  Aukiđ fjárhagslegt svigrúm heimilanna mun fljótt efla atvinnulífiđ, draga  úr atvinnuleysi og styrkja afkomu fjármálakerfis, sveitarfélaga og ríkissjóđs.

Undirrituđ samtök skora á launţegahreyfingar landsins ađ knýja á stjórnvöld og kalla eftir tafarlausum almennum leiđréttingum á gengis-og verđtryggđum lánum heimilanna.  Í ţessu samhengi er vert ađ benda á nýlega kynnta sáttartillögu talsmanns neytenda vegna sama vanda.

Skráđir félagar í ofangreindum samtökum eru samtals um 11.000. 


mbl.is Skora á verkalýđshreyfinguna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband