Fórnarkostnaðurinn við endurreisn viðskiptabankana

Af frétt Morgunblaðsins að dæma er hluti af lausafjárfyrigreiðslunni hin svokallaða nýja ástarbréfaflétta þar sem Seðlabankinn lánar Íslandsbanka og Arion banka rúma 140 milljarða með bakábyrgð ríkissjóðs, án sérstakrar lagaheimildar, gegn veðum í eignasafni þrotabús Spron og Straums Burðaráss.

Ljóst er að fórnarkostnaðurinn við fulla innstæðutryggingu til handa lítils hluta þjóðarinnar er mikill. Um áramótin 2009/2010 áttu 5% þjóðarinnar meira en helming af öllum bankainnstæðum. 2,5% (4.627 manns) áttu 44% af öllum innstæðum og þar af áttu 9 manns meira en þúsund milljónir. Á sama tíma áttu 95% þjóðarinnar 15 milljónir eða minna inni á bankabók.  Sjá t.d. hér og hér.

Fórnarkostnaðurinn felst m.a. í framlagi ríkissjóðs við endurreisn bankanna (og nýeinkavæðingu tveggja þeirra) ásamt ,,skotleyfi" á lántakendur sem stjórnvöld innsigluðu með breyttri áætlun um endurreisn viðskiptabankanna.
mbl.is Kostnaðurinn 406 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamasta þjóð heims

Það eru um margt sérstakir tímar á Íslandi. 

Fréttir berast af því úr spænsku byltingunni sem breiðir nú úr sér um Evrópu að torg séu endurnefnd Íslandstorg, enda sæki evrópskur almenningur innblástur í búsáhaldabyltinguna.

smari.png

 

 

 

 

 

 

Hér heimavið blogga menn svo af réttlátri reiði um ástandið á Íslandi:

,,Ég lýsi því hérmeð yfir að ég hata þessa ríkisstjórn eins og ég hata krabbamein. Eins og ég hata skemmda mjólk og myglað brauð, táfýlusokka og gömul Júróvisjónlög. Ég fyrirlít þessa ríkisstjórn og flokkana sem að henni standa eins og sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn og þær ríkisstjórnir sem spilltu og eyðilögðu þjóðlífið. Ég fyrirlít hana eins og ríkisstjórn Geirs Haarde og fjármálavölvurnar. Ég set Steingrím á bekk með þeim sem vísvitandi valda fólki tjóni og skaða. Hann og Davíð Oddsson eru af sama meiði, fyrirlít þá báða tvo, og fyrirlít það fólk sem tönnlast á því hvað Davíð hafi séð allt fyrir og sett út á, og hvað Steingrími sé vorkunn að taka við þessu. Þetta eru sviiikaaaraaar. Þeir eiga heima í ræsinu með Hannesi Smárasyni, Björgúlfi, Jóni Ásgeir, Pálma Hannessyni, Magnúsi Ármanni og þeirra rassasleikjum sem plantað var í banka- og fjármálastjórastólana eftir hrun af sömu yfirvöldum og gagnrýndu þá fyrir. Bankafólk í dag er ófyrirleitið, heilaþvegið pakk sem er skííítsama um rétt og rangt. Þeir hugsa um bónusa og að blóðmjólka allt og alla. Að tala við fólk einfaldlega í afgreiðslunni - það þurfa ekki að vera neinir séffar - sýnir hverskonar pakk er þarna. Þeim sem ég hef rætt við í mesta rólyndi og gefið tíma til að segja hug sinn eru allir á einu máli: Fólk á skilið að missa aleiguna. Ævistarf þeirra sem brenna upp í stökkbreyttum lánum Á að brenna því lánþegar tóku lán (til íbúðarhúsnæðis) í græðgi. Ég segi þessu fólki að það má búast við því að brenna í helvíti áður en það deyr."

Og eru Íslendingar þó friðsamasta þjóð heims, að mati Institute for Economics and Peace.


mbl.is Ísland friðsælasta land heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin og þjóðaratkvæði um kvótann

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.  Markmið frumvarpsins er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991, en fram að þeim tíma hafði úthlutunin byggt á veiðireynslu til margra ára og var því bæði sanngjörn og réttlát. Með frumvarpinu er einnig reynt að tryggja að aflaheimildir fari til þeirra byggða sem þeim var upprunalega úthlutað til. Miðað er við að aflahlutdeildin sé nýtt í viðkomandi sveitarfélagi. Þó er sveigjanleiki í nafni hagkvæmni tryggður þar sem aflahlutdeildin er framseljanleg þegar hagkvæmnisrök gefa tilefni til. Með því móti verður réttur íbúa sjávarbyggða á Íslandi til sjósóknar tryggður eins og verið hefur frá örófi alda sem eini raunverulegi grundvöllur tilvistar flestra þeirra. Auk þess stuðlar frumvarpið að fjárhagslegri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins.

Eins og kunnugt er hefur forsætisráðherra ítrekað sagt að kvótamálið eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eðlilegt er að þriðja leiðin, frumvarp Hreyfingarinnar, rati þangað samhliða leið ríkisstjórnarinnar sem margir vilja meina að gangi alls ekki nógu langt.  Til að svo megi verða þarf Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þar að lútandi.  Við sem viljum róttækar breytingar á kvótakerfinu skulum standa saman um þá kröfu að þjóðin fái fleiri valmöguleika og þrýsta á Alþingi um að svo megi verða.

Nánari upplýsingar um þriðju leiðina er að finna hér.


mbl.is 2/3 vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manifesto spænsku byltingarinnar (á ensku)

We are ordinary people. We are like you: people, who get up every morning to study, work or find a job, people who have family and friends. People, who work hard every day to provide a better future for those around us.

Some of us consider ourselves progressive, others conservative. Some of us are believers, some not. Some of us have clearly defined ideologies, others are apolitical, but we are all concerned and angry about the political, economic, and social outlook which we see around us: corruption among politicians, businessmen, bankers, leaving us helpless, without a voice.

This situation has become normal, a daily suffering, without hope. But if we join forces, we can change it. It’s time to change things, time to build a better society together. Therefore, we strongly argue that:
  • The priorities of any advanced society must be equality, progress, solidarity, freedom of culture, sustainability and development, welfare and people’s happiness.
  • These are inalienable truths that we should abide by in our society: the right to housing, employment, culture, health, education, political participation, free personal development, and consumer rights for a healthy and happy life.
  • The current status of our government and economic system does not take care of these rights, and in many ways is an obstacle to human progress.
  • Democracy belongs to the people (demos = people, krátos = government) which means that government is made of every one of us. However, in Spain most of the political class does not even listen to us. Politicians should be bringing our voice to the institutions, facilitating the political participation of citizens through direct channels that provide the greatest benefit to the wider society, not to get rich and prosper at our expense, attending only to the dictatorship of major economic powers and holding them in power through a bipartidism headed by the immovable acronym PP & PSOE.
  • Lust for power and its accumulation in only a few; create inequality, tension and injustice, which leads to violence, which we reject. The obsolete and unnatural economic model fuels the social machinery in a growing spiral that consumes itself by enriching a few and sends into poverty the rest. Until the collapse.
  • The will and purpose of the current system is the accumulation of money, not regarding efficiency and the welfare of society. Wasting resources, destroying the planet, creating unemployment and unhappy consumers.
  • Citizens are the gears of a machine designed to enrich a minority which does not regard our needs. We are anonymous, but without us none of this would exist, because we move the world.
  • If as a society we learn to not trust our future to an abstract economy, which never returns benefits for the most, we can eliminate the abuse that we are all suffering.
  • We need an ethical revolution. Instead of placing money above human beings, we shall put it back to our service. We are people, not products. I am not a product of what I buy, why I buy and who I buy from.

For all of the above, I am outraged.
I think I can change it.
I think I can help.
I know that together we can.I think I can help.

I know that together we can.

http://democraciarealya.es/?page_id=814


mbl.is Spánverjar „eru Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin – frumvarp Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.  Markmið frumvarpsins er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991, en fram að þeim tíma hafði úthlutunin byggt á veiðireynslu til margra ára og var því bæði sanngjörn og réttlát. Með frumvarpinu er einnig reynt að tryggja að aflaheimildir fari til þeirra byggða sem þeim var upprunalega úthlutað til. Miðað er við að aflahlutdeildin sé nýtt í viðkomandi sveitarfélagi. Þó er sveigjanleiki í nafni hagkvæmni tryggður þar sem aflahlutdeildin er framseljanleg þegar hagkvæmnisrök gefa tilefni til. Með því móti verður réttur íbúa sjávarbyggða á Íslandi til sjósóknar tryggður eins og verið hefur frá örófi alda sem eini raunverulegi grundvöllur tilvistar flestra þeirra. Auk þess stuðlar frumvarpið að fjárhagslegri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins.

 

Arðurinn renni til þjóðarinnar
Skýrt er kveðið á um eignarhald þjóðarinnar á fiskistofnunum í kringum landið í fyrstu tveimur greinum laga um stjórn fiskveiða. Þar segir orðrétt:

„1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

2. gr. Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um. Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn."

Frumvarp Hreyfingarinnar tryggir að arður af nytjastofnum á Íslandsmiðum skili sér til réttmætra eigenda þeirra, íslensku þjóðarinnar. Upptaka uppboðskerfis við sölu aflaheimilda tryggir hámarksverð fyrir nýtingarrétt auðlindarinnar en þó eingöngu að því marki sem útgerðirnar geta borið. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að hluta aflaheimilda megi selja framvirkt til allt að fimm ára í senn þannig að þeir sem hyggjast fjárfesta í útgerð geti gert ráð fyrir aðgengi að heimildum til lengri tíma en eins árs. Þá er sveigjanleiki tryggður með því að útgerðir utan viðkomandi sveitarfélaga geta keypt aflaheimildir gegn greiðslu 10% álags eða gjalds.

Ákvæð gegn brottkasti og mikil atvinnusköpun  
Með ákvæði um meðafla er stefnt að því að girða að mestu leiti fyrir brottkast afla en meðafli í hverri veiðiferð má vera allt að 10% af heildarafla. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir mikilli beinni atvinnusköpun vegna löndunar alls afla og sölu í gegnum innlenda uppboðsmarkaði í samræmi við ákvæði frumvarps til laga um sölu sjávarafla o.fl. frá 139. löggjafarþingi (þskj. 51 - 50. mál) en þar segir meðal annars:

„Allur sjávarafli, þó ekki rækja, humar og uppsjávarfiskur, sem veiddur er úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal seldur á innlendum uppboðsmarkaði sjávarafla er fengið hefur leyfi Fiskistofu. Heimilt er að selja afla í beinum viðskiptum í innlenda fiskvinnslu og skal þá verð milli útgerðar og fiskvinnslu ákvarðast af markaðsverði söludagsins eða síðasta þekkta markaðsverði á uppboðsmarkaði.

Heimilt er að selja fullunninn frystan afla utan innlends fiskmarkaðar skv. 12. gr. a. Til fullunnins frysts afla telst sjávarafli sem hefur verið veiddur og í kjölfarið unninn um borð í frystiskipi, honum pakkað og hann verið flakaður, flattur, sneiddur, roðdreginn, hakkaður eða verkaður á annan hátt og hann frystur að vinnslu lokinni. Þegar aðeins fer fram frysting um borð í frystiskipi á heilum eða hausskornum fiski eða heilfrysting á rækju telst slíkur afli ekki til fullunnins frysts afla í skilningi laga þessara."

Þessi breyting mun að öllum líkindum leiða til um 800 til 1.000 nýrra starfa við fiskverkun með mjög litlum tilkostnaði á skömmum tíma.

Auknar strandveiðar
Framsal aflaheimilda hefur leitt til gríðarlegrar byggðaröskunar víða um land og gert að engu eina bjargræði sjávarbyggða, sjósóknina, sem þær hafa notað í aldaraðir. Með því að taka lífsbjörgina af sjávarbyggðunum hefur öll afkoma og eignastaða íbúa á þessum stöðum raskast fyrir atvinnuleysi, brottflutning og eignabruna. Með samþykkt frumvarpsins mun sú þróun snúast við og fólksflótti af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins stöðvast og koma í veg fyrir þann gríðarlega samfélagslega tilkostnaði sem slíkir hreppaflutningar hafa í för með sér.  Aukning á afla til strandveiða sem hér eftir verða utan tillagna Hafrannsóknarstofnunar um heildarafla og standa yfir stærri hluta ársins en nú er, mun hafa umtalsverð áhrif á atvinnulíf um allt land. Auðlindagjald og strandveiðar munu skila umtalsverðum tekjum til þeirra sveitarfélaga þar sem aflanum er landað.

Kvótaskuldasjóður
Sá skaði sem útgerðir og núverandi handhafar aflaheimilda verða fyrir vegna missis aflaheimilda verður bættur með því að skuldir útgerða sem eru til komnar vegna kaupa á aflaheimildum verða færðar í sérstakan Kvótaskuldasjóð. Skýrt er í lögum að aflahlutdeild útgerðar er ekki eign hennar og þær skuldir sem stofnað hefur verið til vegna kaupa á slíkum heimildum eru og hafa alltaf verið áhættulánveiting viðkomandi lánveitenda. Kvótaskuldasjóður verður greiddur niður með 5% gjaldi á allar seldar veiðiheimildir þar til sjóðurinn er að fullu upp gerður. Skuldir Kvótaskuldasjóðs bera enga vexti.

Það borgar sig að breyta kerfinu
Varðandi þá umræðu sem skapast hefur og snýr að hugsanlegum brotum á eignaréttarákvæði stjórnarskrár skal fram tekið að um langa hríð hefur skýrt verið kveðið á um í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Þrátt fyrir að möguleiki sé á þeirri ólíklegu niðurstöðu dómstóla að ríkið yrði dæmt skaðabótaskylt vegna innköllunar aflaheimilda eða annars þess sem leiðir af frumvarpinu,  þá er það engu að síður þess virði að  þær breytingar sem frumvarpið felur í sér komist til framkvæmda. Betra er að þurfa hugsanlega að sæta slíkri niðurstöðu dómstóla en að búa áfram við óbreytt eða lítið breytt fyrirkomulag fiskveiða.

Frekari rannsókna er þörf
Í framhaldi af þeim breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem frumvarpið gerir ráð fyrir er brýnt að fram fari víðtæk og ítarleg úttekt á Hafrannsóknarstofnun og veiðiráðgjöf hennar með tilliti til aðferðarfræðilegra sjónarmiða. Þar verði einnig kannað hversu vel hefur tekist til með verndun fiskistofna, fiskimiða, lífríkis og uppbyggingar fiskistofna. Í þeirri úttekt er brýnt að fiskveiðar við Ísland verði skoðaðar heildstætt með tilliti til þess skaða sem þær hafa valdið á lífríkinu og mat lagt á hagkvæmni togveiða annars vegar og krókaveiða hins vegar. Slík úttekt ætti að vera gerð af hlutlausum erlendum sérfræðingum í samráði við sjómenn, íslenska fiskifræðinga og vistfræðinga.


mbl.is Hreyfingin leggur fram frumvarp um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin - kvótafrumvarp Hreyfingarinnar

Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að kvótamálið eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegnar er eðlilegt að þjóðin fái að kjósa á milli þriggja leiða:

a) óbreytt ástand
b) leið ríkisstjórnarinnar
c) leið Hreyfingarinnar

Samkvæmt mínum heimildum er verið að leggja lokahönd á frumvarp Hreyfingarinnar og var Birgitta Jónsdóttir í viðtali í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.  Í viðtalinu kom fram að frumvarp Hreyfingarinnar snýst um að færa veiðiheimildirnar aftur til þeirra sjávarbyggða sem höfðu þær áður en framsalið var leyft.  Þá hefur einnig komið fram að Hreyfingin vill að að veiðiheimildir og veiddur afli fari á uppboðsmarkað.

Ég hvet fólk til að fylgjast vel með frekari fréttum af þriðju leiðinni.


mbl.is Frumvörpin lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri gegn almenningi

Á facebook Í gærkvöldi vísaði ég á færslu Marinós G. Njálssonar með svohljóðandi inngangsorðum:

,,Samsæri gegn almenningi sem fjölmiðlar þegja yfir.  Lilja Mósesdóttir með áhugaverða athugasemd þarna líka.  Gott skúbb fyrir þann blaðamann sem nennir..."

Mig grunar að Heimir og Kolla hafi haft pat af málinu áður en ég skrifaði þessi orð því í morgun voru Lilja Mósesdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson í viðtali í morgunætti Bylgjunnar um málið.  Þau fá prik fyrir umfjöllunina.

Málið snýst um skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna, yfirfærslu gengistryggðra lána sem dæmd hafa verið ólögleg og þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í því ferli.

Ég hvet fólk til að kynna sér þetta mál vel og hugleiða um leið hvort málið sé frágangssök þeirra sem ábyrgð bera.


Í miðri vísindakreppu?

BA verkefnið mitt í mannfræði árið 2003 fjallaði um þróun sjúkdómshugtaksins alkóhólisma.  Mig langar til að birta kafla úr ritgerðinni hér og setja um leið í annað samhengi.  Mig langar til að velta því upp hvort hægt sé að beita kenningu Thomas Kuhn um vísindabyltingar á þá stöðu sem birtist mörgum þegar hefðbundin vinstri hægri pólitík ber á góma.  Getur verið að við séum stödd í miðri „vísindakreppu" ofan í allar hinar?  Ég læt svo ritgerðina fylgja með í heild sinni sem fylgiskjal fyrir áhugasöm.


Vísindi vísindanna: um sannleika almennra fullyrðinga

Er sannleikurinn afstæður?  Þau vísindi sem ætlað er að færa okkur sannleikann breytast í tíma og rúmi.  Sífellt koma fram nýjar kenningar sem eiga að útskýra veröldina, eða alla vega einhvern hluta hennar.  Sumar þessara kenninga eru kæfðar í fæðingu og þeim er hafnað umsvifalaust.  Aðrar þykja sannfærandi og eru samþykktar, verða hluti af ráðandi hugmyndum um hvað sé satt og rétt, hluti af ríkjandi vísindaheimsmynd.  Svo líður tíminn og vísindalegar „framfarir" eiga sér stað, ný þekking verður til sem þykir meira sannfærandi en sú sem fyrir er til staðar og leysir hún þá eldri af hólmi.  Eldri kenningum er annað hvort hafnað algjörlega eða þær felldar inn í hina nýju, breyttu, ríkjandi vísindaheimsmynd.  Síðan endurtekur ferlið sig aftur og aftur.

Kenning Thomas Kuhn um vísindabyltingar er í svipaða veru og síðasta málsgrein.  „Þungamiðjan í kenningu Kuhns er hugtakið um vísindaleg viðmið (e. paradigm) og muninn á hefðarvísindum og vísindabyltingu" (Gilje og Skirbekk, 1999: 679).  Samkvæmt Kuhn eru vísindaleg viðmið stórar kenningar sem innihalda smærri kenningar.  Þegar smærri kenningar útskýra ekki lengur veröldina á máta sem þykir sannfærandi á sér stað vísindakreppa.  Afleiðing slíkrar vísindakreppu er að smærri kenningunni er annað hvort hafnað eða hún felld inn í nýja og stærri kenningu (Barnard, 2000: 7).  „Hugtakið viðmið er tilraun Kuhns til að lýsa því hvernig sérhver kenning í vísindum er hluti af stærra kerfi sem allt vísindastarf hvílir á" (Gilje og Skirbekk, 1999: 679).  Ef bornar eru saman eðlisfræðikenningar Newton (1643-1727) og Einstein (1879-1955) mætti segja, í anda Einstein, að allt (tími, rými, o.s.frv.) sé afstætt, með öðrum orðum að öll fyrirbrigði séu háð hvert öðru.  Samkvæmt Newton eru segulsvið og rafmagn hins vegar aðgreind fyrirbrigði og hægt er að útskýra þau óháð hvoru öðru.  Að mati Einstein aftur á móti er segulsvið nauðsynlegur hluti af rafmagni.  Hvorug kenningin er endilega algerlega rétt eða röng.  Hins vegar öðlast þær merkingu innan stærri kenningalegri ramma.  Þó væri hægt að halda því fram að kenning Einstein sé „betri" að því leyti að hún útskýrir ákveðin fyrirbrigði sem kenning Newton gerir ekki og getur ekki gert (Barnard, 2000: 7-8).

Til að tengja þetta við umfjöllunarefni þessarar ritgerðar væri hægt að hugsa sér læknisfræði sem einn stóran kenningarlegan ramma og innan hans vísindatilgátuna „alkóhólismi er sjúkdómur":

Sérhver vísindatilgáta er líkt og samofin flóknu kerfi forsenda sem í meginatriðum ríkir þögult samkomulag um.  Til þessara þöglu forsendna telst sú þjálfun sem vísindamenn hljóta þegar þeir læra grein sína. (Að læra vísindi felst ekki aðeins í því að tileinka sér mikið safn staðreynda heldur einnig að hljóta þjálfun og innvígslu í sameiginlegan hugsunarhátt - hugtök vísindanna og vinnureglur þeirra.) ... Við vísindalegar rannsóknir er mismikil þörf á því að velta fyrir sér þessum forsendum og gera breytingar á þeim.  Þegar slíkar vangaveltur og athuganir hefjast á sér stað vísindabylting, segir Kuhn (Gilje og Skirbekk, 1999: 679). 

Í samhengi við þessa umræðu væri hægt að halda því fram að vísindabylting hafi átt sér stað undir lok átjándu aldar þegar Benjamin Rush og Thomas Trotter kynntu hugmyndir sínar um ofdrykkju sem sérstakan sjúkdóm fyrstir manna. Rökin fyrir þeirri stæðhæfingu væru að áður en Rush og Trotter mótuðu hugmyndir sínar var ofdrykkja útskýrð með skírskotun til trúarbragða (Conrad og Schneider, 1992: 78).  Ekki verður hjá því komist í þessari umræðu að beina athyglinni að því hvernig hægt sé að álíta það vísindabyltingu, með nútímalega merkingu orðsins vísindi í huga, þegar menn byrja að útskýra tiltekið athæfi með skírskotun til læknisfræðilegra hugtaka í stað trúarlegra kenninga.  Nauðsynlegt er að hafa tíðaranda átjándu aldarinnar í huga en sú öld hefur verið kennd við upplýsingartímann:

Þá var farið að líta svo á að maðurinn gæti af eigin frumkvæði haft áhrif á samfélagsgerðina og framvindu eigin lífs.  Að vissu leyti var upplýsingin beint framhald endurreisnartímans þegar maðurinn varð mælikvarði allra hluta og sú trú vaknaði að manninum væri kleyft að ráða í flestar gátur og komast að sannleikanum um eðli hluta og fyrirbæra með skynsemi sinni einni saman (Haraldur Ólafsson, 1998: 9).    

Unnur B. Karlsdóttir fjallar um tímabilið á eftirfarandi hátt:

Fyrir daga vísindabyltingar, upplýsingarinnar og síðan náttúruvísinda og Darwinisma 19. aldarinnar taldist guð ábyrgur fyrir sköpun lífríkisins.  En nú var farið að skýra náttúruna út frá kenningum um lögmál og þróun sem hefði ekkert með íhlutun guðs að gera heldur lyti reglum náttúrunnar, mannlífið þar með talið (Unnur B. Karlsdóttir, 1998: 12).

Áður en vísindin ruddu sér til rúms sem ráðandi hugmyndafræði leitaði fólk skýringa á ráðgátum tilverunnar í trúarbrögðum. Á Vesturlöndum var kristin trú ráðandi og því var það fyrst og fremst Biblían sem sótt var í eftir svörum við hverju því sem fólk óskaði eftir skýringum á. Í kjölfar uppgötvanna þeirra er gerðar voru á upplýsingartímanum fór almenningur smám saman að draga upplýsinga- og sannleiksgildi Biblíunnar í efa og vísindalegar heimildir tóku við sem helsta uppspretta skýringa á ráðgátum heimsins.  Sem dæmi um það má nefna að „allt fram undir miðja nítjándu öld og jafnvel miklu lengur, var talið að heimurinn hefði verið skapaður árið 4004 f. Kr. eins og enski biskupinn Ussher (1581-1656) hafði reiknað út eftir ættartölum í Gamla testamentinu" (Haraldur Ólafsson, 1998: 95).  Trúarbrögð voru því eins konar vísindi miðaldamanna.

Samkvæmt Kuhn er vísindabylting andstæða hefðarvísinda þar sem fengist er við afmarkaðar tilgátur á grundvelli skilyrða sem ekki eru dregin í efa.  Þar sem hinar víðtæku forsendur, sem áður var fjallað um, fela einnig í sér mælikvarða á mikilvægi og sannleika í vísindum verða deilur um mismunandi viðmið ekki útkljáðar með rökum.  Að því gefnu er ekki til neitt hlutlaust sjónarhorn á slíkar deilur og engin leið er til að skera úr um hvort niðurstaða slíkra deilna leiði til framfara eða ekki (Gilje og Skirbekk, 1999: 679).  Í því samhengi er áhugavert að lesa eftirfarandi klausu sem læknirinn Þórarinn Tyrfingsson skrifar á heimasíðu SÁÁ, samtaka sem eru „fyrst og fremst pólitískur vettvangur fyrir einstaklinga til að vinna að áfengis- og vímuefnavörnum" (Þórarinn Tyrfingsson, 2002):

Þekking á áfengissýki- og vímuefnafíkn hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin 25 ár.  Undraverðar framfarir hafa orðið í líffræði og nú vitum við miklu betur en nokkru sinni fyrr hvernig vímuefnin hafa áhrif á heilastarfsemina og breyta henni svo varanlega að fíknisjúkdómur verður til (Þórarinn Tyrfingsson, 2002, feitletrun bætt við).

Sökum þess að Kuhn gerir ráð fyrir að á milli mismunandi viðmiða í vísindum sé óbrúanlegt bil er ekki lengur hægt að tala um vísindalegar framfarir sem samfellda hreyfingu fram á við.  Þó hægt sé að segja, frá tilteknu sjónarhorni, að þekkingunni fleygi fram er slíkt hið sama ekki uppi á teningnum þegar eitt viðmið leysir annað af hólmi.  Ástæða þess er sú að ekki er til neinn hlutlaus dómstóll sem gæti metið framfarirnar.  Þar af leiðir að erfitt er að koma á gagnkvæmum skilningi milli fulltrúa ólíkra viðmiða af þeirri ástæðu að báðir aðilar sjá málið út frá sínum eigin forsendum, út frá sínu viðmiði.  Samskipti eru aftur á móti möguleg milli þeirra sem deila sama viðmiði (Gilje og Skirbekk, 1999: 679).  Ef þessi kenning er túlkuð á róttækan hátt mætti segja að ekkert hlutlaust tungumál sé til, að allar upplýsingar séu háðar þeim kenningaramma sem þær koma úr og séu mótaðar af viðmiðinu.  Af þeim sökum eru ekki til aðferðir sem eru hlutlausar með tilliti til viðmiðanna, allir mælikvarðar á sannleika eru háðir því viðmiði sem þeir heyra til, engir mælikvarðar eru óháðir öllum viðmiðum og engir mælikvarðar eru sameiginlegir öllum viðmiðum.  Sannleikurinn er afstæður.[1] 

Til að tengja þetta aftur við umfjöllunarefni þessa texta má líta svo á að allt síðan Benjamin Rush og Thomas Trotter, sem nánar verður fjallað um í næsta kafla, skilgreindu ofdrykkju sem sjúkdóm hafi fræðimenn læknavísindanna, og aðrir sem deila því viðmiði sem skilgreinir ofdrykkju sem sjúkdóm, verið að stunda hefðarvísindi í tengslum við ofdrykkju.  Ljóst er að á þeim rúmlega tvö hundruð árum sem liðin eru frá því að Rush og Trotter skilgreindu ofdrykkju sem sjúkdóm hafa ýmsar kenningar verið settar fram í tengslum við sjúkdómshugtakið.  Á umræddum ferli hefur sjúkdómshugtakið tekið breytingum.  Í dag útskýra menn ofdrykkjusjúkdóminn á annan hátt en þeir gerðu fyrir tvö hundruð árum.  Þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á skilningi manna á sjúkdómshugtakinu er samt sem áður eitt sem ekki hefur breyst, það er að ofdrykkja er ennþá skilgreind sem sjúkdómur og hefur verið það í rúmlega tvö hundruð ár.  Þess vegna væri hægt að tala um hefðarvísindi í því samhengi.

Það þýðir þó ekki að enginn gagnrýni þá skilgreiningu að ofdrykkja sé sjúkdómur.  Fleiri viðmið fyrirfinnast en það viðmið sem umlykur sjúkdómsskilgreininguna alkóhólisma.  Sem dæmi um þess háttar viðmið má taka sjónarhorn sem félagsfræðingarinr Conrad og Schneider (1992) nefna „þekkingarfélagsfræði" (e. sociology of knowledge), en nánar verður vikið að gagnrýni þeirra félaga og annara á sjúkdómshugtakið síðar í ritgerðinni.

 


[1] Ef stigið er skrefinu lengra í túlkuninni og kenningin er notuð sem mælitæki á sjálfa sig er hún um leið orðin varhugaverð.  Því að ef kenningin boðar afstæðan sannleik hvernig er þá hægt að halda því fram að hún sé sönn? Slíkt væri ekki hægt nema að gert væri ráð fyrir því að einhvers staðar væri að finna einhvern altækan sannleik sem stæði utan við allar kenningar, viðmið og vísindi.  Í framhaldi væri þá hægt að spyrja að því hver sá sannleikur kynni að vera sem og velta „eðli" sannleikans fyrir sér: Hvað er sannleikur?


mbl.is Baráttan rétt að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er stefna Samfylkingarinnar óraunhæf?

Vilhjálmur Þorsteinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í verðtryggingarnefnd sem skilaði skýrslu sinni til efnahags- og viðskiptaráðherra þann 12. maí 2011, álítur að raunhæfasta og fljótlegasta leiðin til að stuðla að afnámi verðtryggingar sé að stefna að upptöku evru eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.  Þetta má lesa í séráliti hans (bls. 19 - 21 í skýrslunni).  Í því kemur einnig fram að þegar Ísland hefði náð að uppfylla Maastricht-skilyrðin um verðbólgu, vaxtastig, fjárlagahalla og skuldir hins opinbera, en þó eftir a.m.k. tvö ár innan ERM II, gæti landið tekið upp evru.  Öllum íslenskum krónum yrði þá skipt beint í evrur í boði evrópska seðlabankans á því gengi sem ákveðið var við inngöngu.

Aðild að EMU er skilyrði fyrir upptöku evru, en þar að auki þurfa aðildarríki að uppfylla ákveðin skilyrði um efnahagslega samleitni (Maastricht-skilyrðin). Öll aðildarríki ESB eru aðilar að EMU, en ekki öll þeirra hafa uppfyllt Maastricht-skilyrðin. Skilyrðin eru sett til að tryggja stöðugleika og draga úr hættu á að möguleg efnahagsleg áföll hafi ósamhverf áhrif í aðildarríkjum ESB. Ríkin þurfa að uppfylla eftirfarandi:

  • Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðaltali verðbólgu hjá þeim þremur ESB ríkjum með lægstu verðbólguna.
  • Langtíma stýrivextir mega ekki vera meira en 2% hærri en að meðaltali í þeim þremur ríkjum þar sem verðlag er stöðugast.
  • Halli á rekstri ríkissjóðs má ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu.
  • Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af vergri landsframleiðslu.
  • Aðili að gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í a.m.k. tvö ár án gengisfellingar og gengi gjaldmiðils innan ákveðinna vikmarka.

Til að fá upplýsingar um hvernig Ísland stendur gagnvart Maastrich-skilyrðunum hefur Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sent fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra svo hljóðandi:

  • Uppfyllir Ísland verðbólguþátt Maastricht-skilyrðanna? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
  • Uppfyllir Ísland langtímastýrivaxtaþátt Maastrich-skilyrðanna? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
  • Hver hefur afkoma af rekstri ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið árin 2000-2010?
  • Uppfyllir Ísland þátt Maastricht-skilyrðanna um afkomu af rekstri ríkissjóðs? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
  • Hverjar hafa skuldir hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið árin 2000-2010?
  • Uppfyllir Ísland þátt Maastricht-skilyrðanna um opinberar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
  • Uppfyllir Ísland þær kröfur sem gerðar eru til að öðlast aðild að gengissamstarfi Evrópu (ERM II)? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?

Það verður áhugavert að sjá svörin.  Í framhaldi skora ég á spekinga að leggja mat á hvenær við gætum í fyrsta lagi tekið upp Evru, með aðild að ESB.


Kæri Einar Örn - opið bréf til borgarfulltrúa Besta flokksins

Kæri Einar Örn

Ég hef undanfarið verið að bræða með mér þá hugmynd að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taki sig saman og geri atlögu að því að endursemja um opinberar skuldir, en margir hagfræðingar segja að skuldastaða hins opinbera sé ósjálfbær eða á mörkum ósjálfbærni. Eftir því sem ég kemst næst eru ósjálfbærar skuldir þær skuldir sem talið er að skuldarinn hafi ekki burði til að greiða.

Ég gerði smá athugun á skuldum Reykjavíkur um daginn og komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar nokkur ár aftur í tímann að skuldir borgarinnar hafa aukist um 200 milljarða frá 2004 og er Reykjavík með skuldsettustu sveitarfélögum landsins, hlutfallslega. Til samanburðar má geta þess að fjárlög ríkisins 2011 eru 513 milljarðar og þar af fara 75 milljarðar eingöngu í vexti.

Hvað ætli Reykjavík borgi í vexti á ári? Og í hvað væri hægt að nota þá peninga sem kynnu að sparast ef vel til tækist til í endursamningum um skuldir borgarinnar og aðrar opinberar skuldir?

Ég ber mikla virðingu fyrir því að þú viljir eiga einlæga samræðu og talir heiðarlegt stjórn-mál, það vil ég líka gera. En ég vil gera gott betur. Ég vil ekki bara bæta umræðuhefðina heldur vil ég líka að öðruvísi verði stjórnað svo forgangsraða megi í þágu almennings fremur en fjármálakerfisins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég nefni þennan möguleika við fulltrúa Besta flokksins. Ég hef bæði sent Jóni Gnarr skilaboð á Facebook og svo hef ég líka reynt að koma skilaboðum til ykkar í gegnum kunningja minn sem ég veit að starfar með ykkur. Ég hef ekki fengið nein svör frá ykkur ennþá en ég efast ekki um að nóg sé að gera.  Ég vona bara að þið séuð að gera rétt.

Með von um jákvæð viðbrögð,
Þórður Björn Sigurðsson

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband