4,7% einstaklinga eiga meira en helming allra bankainnstæðna

Neðangreind tafla byggir á gögnum Ríkisskattstjóra og sýnir upplýsingar um bankainnstæður einstaklinga í árslok 2009.

Samtals öll framtöl

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

Fjárhæð

% fjöldi

% fjárhæð

<15 m.kr.

179.713

281.720.725.016

95,33%

43,65%

15-25 m.kr.

4.172

79.849.480.176

2,21%

12,37%

25-35 m.kr.

1.778

52.244.228.933

0,94%

8,09%

35-45 m.kr.

877

34.730.062.835

0,47%

5,38%

45-55 m.kr.

572

28.380.224.392

0,30%

4,40%

55-65 m.kr.

331

19.745.159.010

0,18%

3,06%

65-75 m.kr.

221

15.330.164.658

0,12%

2,38%

75-85 m.kr.

186

14.864.061.517

0,10%

2,30%

85-95 m.kr.

130

11.622.420.425

0,07%

1,80%

95-105 m.kr.

102

10.201.181.076

0,05%

1,58%

105-115 m.kr.

66

7.230.778.982

0,04%

1,12%

115-125 m.kr.

47

5.614.016.055

0,02%

0,87%

125-135 m.kr.

45

5.815.505.745

0,02%

0,90%

135-145 m.kr.

35

4.877.466.134

0,02%

0,76%

145-155 m.kr.

27

4.046.272.890

0,01%

0,63%

155-165 m.kr.

24

3.844.052.852

0,01%

0,60%

165-175 m.kr.

24

4.066.326.646

0,01%

0,63%

175-185 m.kr.

16

2.876.012.693

0,01%

0,45%

185-200 m.kr.

22

4.202.104.227

0,01%

0,65%

200-250 m.kr.

42

9.155.956.669

0,02%

1,42%

250-300 m.kr.

21

5.767.255.050

0,01%

0,89%

300-350 m.kr.

17

5.530.777.486

0,01%

0,86%

350-400 m.kr.

8

2.989.239.783

0,00%

0,46%

400-450 m.kr.

8

3.361.218.526

0,00%

0,52%

450-500 m.kr.

6

2.836.939.429

0,00%

0,44%

500-600 m.kr.

6

3.387.419.273

0,00%

0,52%

600-700 m.kr.

2

1.222.123.581

0,00%

0,19%

700-800 m.kr.

2

1.461.312.619

0,00%

0,23%

800-900 m.kr.

1

806.839.989

0,00%

0,13%

900-1000 m.kr.

2

1.904.255.511

0,00%

0,30%

1000-2000 m.kr.

6

9.250.727.916

0,00%

1,43%

>2000 m.kr.

3

6.512.072.237

0,00%

1,01%

 

 

 

 

 

Samtals

188.512

645.446.382.331

100%

100%

Taflan er hluti af stærra skjali sem ég hengi við færsluna fyrir áhugasma.  Í því skjali eru upplýsingarnar greindar út frá fjölskyldustærð.

Af töflunni hér að ofan má ráða að 4,7% einstaklinga, eða 8.799 af 188.512, eigi 56%, eða meira en helming, allra innstæðna, þ.e. 364 ma.kr. af 645 ma.kr.

Þá má líka reikna það út að 4.627 einstaklingar eigi 284 ma.kr. á bankainnstæðum.  Hlutfallslega mætti því segja að 2,5% einstaklinga eigi 44% af öllum bankainnstæðum.

Hér eru á ferðinni mjög áhugaverðar tölur.  Um leið og þær veita okkur innsýn í hvernig verðmæti skiptast í samfélaginu vakna upp ýmsar áleitnar spurningar um þá ákvörðun að tryggja allar innstæður upp í topp í hruninu en eins og þekkt er orðið voru sett hér neyðarlög haustið 2008 sem „vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði", eins og það er orðað, veita fjármálaráðherra heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði.  http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.125.html

Á grundvelli þessara laga, sem ekki hafa verið endurskoðuð þrátt fyrir að Alþingi hafi lögunum samkvæmt borið skylda til að gera slíkt fyrir 1. janúar 2010, liggur fyrir pólitísk yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innstæður í íslenskum bönkum séu enn að fullu tryggðar.  Og þegar á fjármálaráðherra er gengið, til að mynda vegna ný til kominna 220 ma.kr. útgjalda/ábyrgða ríkisins vegna VBS, Sjóvár, Saga Capital, Aska Capital, Byrs, SP Kef, Byggðastofnunar og yfirtöku Arion Banka og Íslandsbanka á þrotabúum SPRON/Dróma og Straums/Burðaráss, vísar hann í neyðarlögin.

Hér er á ferðinni miskunnarlaus sérhagsmunagæsla sem sífellt erfiðara verður að réttlæta því lengra sem líður frá haustinu örlagaríka - og persónulega ætla ég ekki að reyna það. 

Í skýrslu RNA segir á bls. 241 í 5. bindi:  „Meðal viðfangsefna á 16. fundi samráðshópsins (um fjármálastöðugleika og viðbúnað -ÞBS) 9. maí 2008 var liður sem nefndist: Aðgerðaáætlun - Ábyrgð á innstæðum. Þar lagði Áslaug Árnadóttir fram og kynnti skjal, dags. 9. maí 2008, merkt viðskiptaráðuneytinu, sem bar yfirskriftina: Ábyrgð á innstæðum. Í drögum að fundargerð frá fundinum var vísað til þess að í skjalinu kæmi fram að ef ríkissjóður ætti að ábyrgjast allar innstæður (einstaklingar og lögaðilar - ÞBS) næmi upphæðin 2.318 milljörðum kr. en í tryggingarsjóði væru um 10 milljarðar kr. Í skjalinu var annars vegar fjallað um þann möguleika að ríkissjóður ábyrgðist að TIF yrði veitt lán eða ábyrgðist að greiða lágmarkstryggingavernd. Hins vegar var fjallað um þann möguleika að ríkisstjórnin ábyrgðist hluta innstæðna og birtir útreikningar á áætluðum heildarfjárhæðum slíkra ábyrgða miðað við að ábyrgjast 5 milljónir kr. hjá hverjum innstæðueiganda, 8 milljónir kr. og 10 milljónir kr, sjá töflu 5. (4.? -ÞBS) Athygli vekur að þær tölur sem fram koma í þessum útreikningi eru byggðar á upplýsingum sem aflað hafði verið af hálfu þeirrar nefndar sem vann að endurskoðun laga um TIF og miðuðust við stöðu innlána í lok september 2007."

rna 

Um þetta er tvennt að segja.  Annars vegar að sú ákvörðun, haustið 2008, að tryggja innstæður upp í topp getur ekki hafa verið handahófskennd eða tekin í örvinglan.  Ofangreind gögn sýna það svart á hvítu.  Hitt er að hefði ábyrgðin verið takmörkuð við t.d. 10 mkr. per einstakling hefði kostnaðurinn orðið 647,2 ma.kr og þannig hefðu innstæður 98% einstaklinga verið að fullu tryggðar.  Sú ráðstöfun að tryggja innstæður þessa 2% einstaklinga umfram 10 mkr. og alla leið upp í topp kostaði 318,7 milljarða í viðbót. 

Lagaleg skylda takmarkast við 20.887 evrur eða um 3,4 mkr. miðað við núverandi gengi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góð færsla og þurfum að hamra á þessu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.3.2011 kl. 20:23

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góð sönnun: tilskipun 94 forgangsraðar með tillit til fjöldans með  með lágu innstæðurnar á lágraunvaxta reiknum í eðlilegum bönkum.

Aðrir sem geta beðið fá greitt í þeirri röð sem er í samræmi reglur.

Ef bönkunum hér hefði verið lokað 2004 -2005 þegar ljóst var að veðsöfn bankanna voru 50% of há.  Þá hefði ekkert Icesave litið dagsins ljós. Margir hér þurft að bíða miklu minna horfið.  Mikið álag á einum til tveimur sparisjóðum. Hér hinsvegar voru hagsmunaaðilar svo sniðugur að í raun kaupa innlán úr gömlu bönkunum fyrst og setja í nýja.  Síðan að setja þá í þrot.

Ef UK hefði ekki leyft opnun útibúa þegar ekki var hægt að fela reiðufjárleysið lengur 2005 þá hefði hrunið komið um 48 mánuðum fyrr.

Staðan mikið betri fyrir Ísland sem heild.

Örugg veðsöfn mun vera um 90% af veltu ábyrgar bankastarfsemi sem er keppnisfær. Veðsöfnin tryggja innstreymi reiðufjár um 3,0% afveltunni á hverjum tíma þau eru líka varasjóðir. Áhættu fjárfestingarstarfsemi er skilinn frá og hefur sína sértæku tryggingarsjóði og nauðsynlega miklu meira magn bundið í varasjóðum í samræmi við áhættuna, sem vex í samræmi við hærri nafnvexti umfram verðbólgu.

Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 21:19

3 identicon

Þetta er ein ástæða þess að taka þarf upp nýjan gjaldmiðil með mismunandi gengi. Ójafnvægi er á milli virði eigna fjármagnseigenda og virði skuldbindinga heimila, fyrirtækja og ríkis (full innistæðutrygging). Þetta ójafnvæi verður að leiðrétta ef ekki á að ríkja kreppa hér á landi um ókomin ár. Glæpurinn sem var framinn var ekki lántaka millistéttarinnar heldur innistæðutrygging sem tryggði eigur þeirra 4,7% sem áttu meira en helming innistæðna!

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 06:55

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir þennan pistil. Mjög mikilvægt að vekja máls á þessu. Það er grátlegt að sjá þessar tölur á sama tíma og almenningur fyllir út skattaframtöl sín og sér svart á hvítu hvernig lánin hafa enn hækkað og fasteignamat lækkað.

Kristbjörg Þórisdóttir, 19.3.2011 kl. 09:46

5 identicon

Til er mynd af Davíð, Geir H. og Árna Matt saman á leynifundi í bíl, þar sem Davíð gaf skipun um að ríkið tryggði allar eigur auðmanna. Geir Haarde framkvæmdi þær eignatilfærslur og er því sekur um glæp gegn Íslenskum almenningi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 10:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkissjóður lagði ekkert út til að tryggja þessar innistæður, heldur voru þær fluttar yfir í nýju bankana og útistandandi kröfur á móti.

Ríkið lagði hins vegar fram nýtt hlutafé í nýju bankana, en það nam ekki nema broti af þeirri upphæð sem gefið er í skin að þessi yfirfærsla hafið kostað ríkissjóð.

Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2011 kl. 03:43

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það væri gaman að fá að vita um þessar útstandi kröfur sem eiga að tryggja innistæðurnar.

Júlíus Björnsson, 20.3.2011 kl. 15:26

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Júlíus, þú hlýtur að hafa heyrt um kröfurnar sem fluttar voru í nýju bankana með 40-60% afslætti og málaferli hafa staðið um hvernig sú afskrift skuli skila sér til skuldaranna.

Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2011 kl. 19:08

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góður punktur Axel.  Þessar kröfur urðu til hér að mínu mati vegna þess að áhættu vextir er ekki lagðir í varsjóð hér þangað til áhætta er afstaðin, og á meðan til lækkunar eiginfé, heldur tekjufærðir strax og skattlagðir [sem blæs upp skattmann]. Til raunávöxtunar á afganginum [loftinu].  Þetta á líka við um fjármagn í umferð sem verður aldrei að raunverðmætum á umgjörstímsbili.

Raunverðbólga eins og ég skil það er hliðstætt raunhagvöxt.  Sá hluti verðbólgunnar sem lifir í það minnsta 5 ár er ekki innstæðulaust loft. Getur verið betri nýting raunverðmæta á markaði eða aukning þeirra inn á markaðinn [hér áður fyrr].    

Júlíus Björnsson, 20.3.2011 kl. 19:48

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar Þórður Björn, þær eiga eftir að koma að góðum notum. Er þetta einhversstaðar aðgengilegt opinberlega, og ef svo er þá hvar? Ég hefði mikinn áhuga á að sjá hvernig þessi staða var þann 1. september 2008, og líka um síðustu áramót til samanburðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband