Þriðja leiðin og þjóðaratkvæði um kvótann

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.  Markmið frumvarpsins er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991, en fram að þeim tíma hafði úthlutunin byggt á veiðireynslu til margra ára og var því bæði sanngjörn og réttlát. Með frumvarpinu er einnig reynt að tryggja að aflaheimildir fari til þeirra byggða sem þeim var upprunalega úthlutað til. Miðað er við að aflahlutdeildin sé nýtt í viðkomandi sveitarfélagi. Þó er sveigjanleiki í nafni hagkvæmni tryggður þar sem aflahlutdeildin er framseljanleg þegar hagkvæmnisrök gefa tilefni til. Með því móti verður réttur íbúa sjávarbyggða á Íslandi til sjósóknar tryggður eins og verið hefur frá örófi alda sem eini raunverulegi grundvöllur tilvistar flestra þeirra. Auk þess stuðlar frumvarpið að fjárhagslegri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins.

Eins og kunnugt er hefur forsætisráðherra ítrekað sagt að kvótamálið eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eðlilegt er að þriðja leiðin, frumvarp Hreyfingarinnar, rati þangað samhliða leið ríkisstjórnarinnar sem margir vilja meina að gangi alls ekki nógu langt.  Til að svo megi verða þarf Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þar að lútandi.  Við sem viljum róttækar breytingar á kvótakerfinu skulum standa saman um þá kröfu að þjóðin fái fleiri valmöguleika og þrýsta á Alþingi um að svo megi verða.

Nánari upplýsingar um þriðju leiðina er að finna hér.


mbl.is 2/3 vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband