Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

__ % of statistics are made up (fill in the blank what ever you like)

Nokkrar staðreyndir um þessa könnun sem lesa má út úr pdf skjalinu sem fylgir fréttinni.

Hringt var í 1513 manns.  Svarhlutfall var um 60% eða 911 manns.

Af þeim 911 tóku um 79% afstöðu eða 716 manns.

716 / 1513 = 47%.

53% neita að svara / taka ekki afstöðu.  Það er stærsti hópurinn.  Það er fréttin.  Stór hluti þjóðarinnar virðist vera óákveðinn.

Þá hljóta niðurstöður að teljast ómarktækar þar sem einum flokki er gert hærra undir höfði en öðrum þegar spurt er sbr: ,,Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna".

Spurning hvort titill þessarar færslu hefði átt að vera ,,Ætlar þú ekki örugglega að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?"

Ég tel að sá flokkur muni sigra þessar kosningar sem gefur það út að hann muni, strax að loknum kosningum, afnema verðtrygginguna.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin borga brúsann

,,Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin og verðbólguforsendur þeirra við lántöku stóðust ekki.  Á sama tíma tóku bankar, eigendur þeirra og stjórnendur, að sögn stöðu gegn krónunni og ollu með því hækkun höfðustóls lána, bæði myntkörfulána og verðtryggðra lána.  Eins virðast erlendir lánveitendur bankanna hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þegar þeir fengu gömlu bönkunum svo mikið ráðstöfunarfé, sem þeir máttu vita að gæti leitt til vandræða.  Er því ekki að undra reiði fólks í garð banka þessa dagana".

- Guðlaugur Þór Þórðarson, Magnús Árni Skúlason, Pétur H. Blöndal, Rangar Önundarson, 25.2.09


Ölmusupólitík?

,,Heimilin eru ekki að biðja um ölmusu. Heimilin eru ekki að biðja um niðurfellingu allra skulda. Þau vilja bara að ríki og lánastofnanir taki ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið. Ekki velta skaðanum yfir á íbúðareigendur eina. Ef það verður gert verður seint friður í þessu landi og margir munu yfirgefa það fyrir fullt og fast."

- Ólafur Garðarsson í ræðu á Borgarafundi á Akureyri


Ríkið styrki stjórnmálamenn?

Eru ekki örugglega allir búnir að lesa það sem Gunnar Axel Axelsson hefur verið að skrfa um þetta mál?

http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/entry/799257/

,,Á aðalfundi Byrs sparisjóðs var nefnilega ákveðið vorið 2008 að greiða 13,5 milljarða í arð til stofnfjáreigenda. Þetta var ákveðið á sama tíma og markaðir með fjármagn voru að lokast og öllum mátti vera ljóst að það stefndi í erfiða tíma á fjármálamörkuðum, jafnvel hrun, eins og síðar varð raunin. 13,5 milljarðar króna í beinhörðum peningum voru þó teknir úr rekstri Byrs og færðir stofnfjáreigendum."

Hverjir eru þessir stofnfjáreigendur?  Það skyldu varla vera menn á þingi? Hvers vegna stíga stjórnmálamennirnir ekki fram núna og spyrja ,,hvar á að taka þessa peninga"?

Af hverju eru skattgreiðendur látnir borga skuldir gjaldþrota fjármálastofnanna?  Af hverju eru skattgreiðendur látnir borga skuldir gjaldþrota fyrirtækja?

Ef stjórnvöld halda að almenningur muni sætta sig við þetta án þess að leiðrétta okurlánin sem eru að sliga þjóðina skjátlast þeim hrapalega.

Íslendingar vaknið!  Mætum öll á fundinn í ráðhúsinu annað kvöld (miðvikudag 4.3.09) um húsnæðismálin og krefjum Steingrím J. um alvöru aðgerðir fyrir heimilin, mjólkurkú þjóðarbúsins.

Mætum líka öll á laugardaginn á Austurvöll og krefjumst afnáms verðtryggingarinnar, eins helsta skálkaskjóls efnahagsóstjórnarinnar og vítisvél andskotans.  


mbl.is Ríkið styrki sparisjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir í þágu heimilanna

Í kjölfar hruns efnahagskerfisins er ljóst að eitt af stóru málunum í dag snýst um húsnæðislán heimilanna. Eins og kunnugt hafa stjórnvöld nú gripið til þeirrar tímabundu ráðstöfunar að bjóða upp á frystingu afborgana erlendra lána til 4-6 mánaða. Beðið hefur verið eftir útspili stjórnvalda í tengslum við verðtryggðu lánin. Þann 14.11.2008 kynnti ríkisstjórnin svo „Aðgerðir í þágu heimilanna“ þar sem verðtryggðu lánin eru til umfjöllunar. http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3206

Þessar aðgerðir sem „einkum (eru) ætlað(ar) að hjálpa almenningi að standa við skuldbindingar sínar við erfiðar aðstæður“ eru í besta falli viðleitni. Í versta falli bera þær þess of skýr merki að ríkisstjórnin sé ekki í nógu góðum tengslum við þjóð þá sem hún hefur verið kosin til að vera málsvari fyrir. Betur má ef duga skal. Þörf er á varanlegum lausnum.

Ég vil því kynna til sögunnar hugmynd í þágu ríkisstjórnarinnar sem er einkum ætlað að hjálpa henni að standa við skuldbindingar sínar gagnvart kjósendum við erfiðar aðstæður:

Boðið verði upp á þann valkost að erlend lán verði umreiknuð á þann veg að þau líti út fyrir að hafa upphaflega verið tekin sem verðtryggð krónulán. Lánin verði svo endurfjármögnuð af Íbúðalánasjóði (í krónum) og skuldbreyting eigi sér stað. Íbúðalánasjóður taki veð í húsnæðinu á móti.

Verðtrygging verði gerð óvirk í beinu framhaldi. T.d. frá og með 1. júlí 2008. Verðtrygging verði ekki virk fyrr en Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu sem er 2,5%. Hugsanlega taki þjóðin upp annan gjaldmiðil í millitíðinni þar sem verðtryggingin er ekki hluti af kerfinu.

Stofnaðir verði tveir aðlögunarsjóðir með löggjöf frá Alþingi sem taki á sig mismuninn. Annars vegar sjóður sem meðhöndli verðtrygginguna og starfi í líkingu við það sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, kynnti í Fréttablaðinu þann 12.11.2008:

  1. Verðbótaþáttur húsnæðis- og námslána frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009 komi hvorki til innheimtu hjá lántakendum né bætist við höfuðstól útistandandi lána heldur greiðist af sérstökum aðlögunarsjóði stofnsettum af Alþingi með neyðarlöggjöf líkt og beitt var við yfirtöku bankanna.
  2. Aðlögunarsjóðnum sé heimilt að gefa út, og veitendum húsnæðis- og námslána sé skylt að taka við, til lúkningar á verðbótaþætti lánanna á ofangreindu tímabili skuldabréf til tíu ára sem (i) bera 5% nafnvexti á ári, (ii) eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin, og (iii) endurgreiðast síðan með fimm jöfnum árlegum afborgunum.

Hins vegar sjóður sem hefði það hlutverk að yfirtaka skuldir í erlendri mynt vegna skuldbreytingu á húsnæðislánum heimilanna og greiða þær skuldir niður. Þannig yrði til ríkistryggður sjóður, skuldsettur í erlendri mynt. Sjóðurinn gæti hugsanlega fjármagnað sig með skuldabréfaútboði því hugsanlega hefðu fagfjárfestar áhuga á að lána sjóðnum (ríkinu) fyrir þessum skuldum á hagstæðari kjörum heldur en upprunalegu lánin voru veitt á. Þannig væri jafnvel hægt að takmarka afföll sjóðsins í krafti magnviðskipta með skuldirnar. Nú og ef svo heppilega vill til að áform stjórnvalda um að styrkja gengi krónunnar takist þá lækkar höfuðstóll skulda sjóðsins í krónum talið.

Ef stjórnvöld vilja koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna og stórfelldan fólksflótta í kjölfarið verða þau að horfast í augu við að aðgerða sem þessa er brýn þörf. Því miður er tíminn afar naumur sem stjórnvöld hafa til að bregðast við yfirfofandi neyðarástandi. Sem betur fer höfum við hins vegar nægan tíma til að vinna okkur út úr hlutunum ef stefnan er tekin í rétta átt og velferð almennings tryggð. Tími breytinga er engu að síður núna. Um það verður ekki deilt.

- Ritað í nóvember 2008


Jóhönnu svarað?

Fréttablaðið, 12.11.2008
Verðtryggð lán - hvað er til ráða?
Gunnar Tómasson skrifar um verðtryggingu
Grein mín í blaðinu 3. nóv. sl. um verðtryggingu varð lesanda tilefni til umsagnar. Spurði hann hvaða umbætur ég legði til. Án raunhæfra viðbragða við aðsteðjandi greiðsluþroti fjölda einstaklinga vegna verðtryggðra húsnæðis- og námslána er sjálfgefið að aðgerðaáætlun stjórnvalda og IMF muni ekki ná tilætluðum árangri. Svar mitt er því þetta:

1. Verðbótaþáttur húsnæðis- og námslána frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009 komi hvorki til innheimtu hjá lántakendum né bætist við höfuðstól útistandandi lána heldur greiðist af sérstökum aðlögunarsjóði stofnsettum af Alþingi með neyðarlöggjöf líkt og beitt var við yfirtöku bankanna.

2. Aðlögunarsjóðnum sé heimilt að gefa út, og veitendum húsnæðis- og námslána sé skylt að taka við, til lúkningar á verðbótaþætti lánanna á ofangreindu tímabili skuldabréf til tíu ára sem (i) bera 5% nafnvexti á ári, (ii) eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin, og (iii) endurgreiðast síðan með fimm jöfnum árlegum afborgunum.

Útistandandi lán lífeyrissjóða og lánasjóðs íslenzkra námsmanna námu 148 milljörðum og 97 milljörðum 30. júní 2008. Miðað við að öll ofangreind lán séu verðtryggð og að verðbólga verði 16% á ársgrundvelli á tímabilinu, þá mun verðbótaþáttur lánanna nema um 60 milljörðum frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009. Verðtryggð bankalán heimila voru um 600 milljarðar og verðbótaþáttur myndi nema 143 milljörðum. Samtals myndi því verðbótaþáttur allra lánanna vera af stærðargráðunni 200 milljarðar. Þetta er veruleg upphæð en þó aðeins brot af þeim búsifjum sem þjóðarbúið hefur þegar orðið fyrir.

Greiðsla verðbótaþáttar í þeirri mynd sem hér er lagt til myndi ekki hafa bein þensluáhrif í hagkerfinu. Hið sama gildir um hliðstæðar ráðstafanir vegna húsnæðislána heimila og einstaklinga í gjaldeyri. Lykilhagsmunir þjóðarinnar við núverandi aðstæður krefjast aðgerða sem tryggja vinnufrið og kjarasamninga sem samrýmast endurheimt jafnvægis í íslenzka hagkerfinu. Þegar mikið er í húfi má ekki hugsa smátt.

Höfundur er hagfræðingur.


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum lengra


mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að koma fasteignamarkaði aftur af stað?


mbl.is Mesta lækkun fasteignaverðs frá 1985
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband