Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Brutu bankarnir fleiri lög?

Marinó G. Njálsson hefur velt því fyrir sér á bloggi sínu hvort hægt sé að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga

Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa grein eftir Björn Þorra Viktorsson hrl. sem hvetur skuldara til að setja fyrirvara á öll nú skuldaskjöl.

Björn vill meina að skuldarar kunni að eiga rétt gagnvart gömlu bönkunum og hugsanlega einnig æðstu stjórnenda þeirra og aðaleigenda, vegna beinna aðgerða æðstu stjórnenda þeirra og eigenda gegn íslensku krónunni og hagkerfinu, sem leitt hafa til stórtjóns fyrir viðskiptamenn þeirra.

 


mbl.is Kaupþing braut lög um neytendalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákall frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna hafa náð að valda verulegum þrýstingi  á stjórnvöld í þá tvo mánuði sem liðnir eru frá stofnun samtakanna. Fátt gerist nú orðið varðandi lagasmíð og annað sem snertir heimilin án þess að leitað sé umsagnar eða álits samtakanna. Við teljum þó að helsta stefnumálið hafi enn ekki náð fram að ganga þ.e. krafan um leiðréttingu á hækkun höfuðstóls og hækkun afborgana á húsnæðislánum. Hækkun á hvoru tveggja sem varð til vegna slælegrar hagstjórnar stjórnvalda annars vegar og fjármálaglæfra lánastofnana hins vegar. Stjórnin vill hér með leita eftir frekari stuðningi við málflutninginn og kröfugerð samtakanna frá heimilum í landinu og að fólk sýni það í verki með því að skrá sig í samtökin. Ef þú ert ekki nú þegar skráð/ur í samtökin biðjum við þig að skrá þig sem fyrst

 http://skraning.heimilin.is


Einnig biðjum við alla að safna eftir bestu getu félagsmönnum úr hópi vina og fjölskyldu. Áfram sendið þennan póst en eftirfarandi er hlekkur á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem fólk getur kynnt sér stefnumálin og kröfurnar. Þær eru í hnotskurn eftirfarandi:

 

  • Lagabreytinga til að verja heimilin í núverandi efnahagsástandi, jafna áhættu milli lánveitenda og lántakenda og veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði.
  • Almennra leiðréttinga á íbúðalánum heimilanna, bæði í íslenskri og erlendri mynt. Bent er á að lenging lána leysir ekki vandann heldur frestar honum og lengir því aðeins í hengingarólinni.
  • Skilyrðislausrar stöðvunar fjárnáma og uppboða á íbúðarhúsnæði einstaklinga þar til ofangreindar kröfur hafa verið uppfylltar.
Með kveðju,
Hagsmunasamtök heimilanna

mbl.is Svigrúm til stýrivaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falskur botn?

Það væri mjög gagnlegt að fá að vita hvaða forsendur liggja til grundvallar verðmats húsnæðis.

Í febrúar kom lausafé við sögu í aðeins þremur kaupsamningum af þeim hundrað fjörtíu og fimm sem gerðir voru. http://visir.is/article/20090308/VIDSKIPTI06/557240714/-1

Ég óttast að staðan sé verri en af er látið.  Vona eins og svo oft áður að ég hafi rangt fyrir mér.


mbl.is Vaxtabætur hækka um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr stjórnmálaflokkur... minnisblað frá því í nóvember 2008

  
  • Víðtæk endurskoðun fjármálakerfisins og endurreisn þess
    • Opinber rannsókn erlendra aðila á hruni íslenska efnahagskerfisins
    • Breyttar reglur um bankastarfsemi og stjórnun peningamála
    • Upptaka annars gjaldmiðils eins fljótt og hægt er
    • Sameining ríkisbankanna vs. að bjóða þá erlendum kröfuhöfum?
    • Hátekjuskattur?
  
  • Endurskoðun í stjórnsýslu
    • Breytt kosningakerfi þar sem framboð verða ekki takmörkuð við heilan stjórnmálaflokk heldur verði einnig hægt að kjósa menn beint
    • Jafnt vægi atkvæða og landið eitt kjördæmi
    • Fækkun þingsæta og bein kosning alþingismanna
    • Fækkun ráðuneyta og önnur aðferð við skipan ráðherra, t.d. bein kosning eða ráðning
    • Ráðherrar taki ekki þingsæti
    • Embætti forseta og forsætisráðherra sameinað
    • Bein kosning dómara
    • Reglur um hámarkstíma í embætti teknar upp
    • Eftirlaunakerfi æðstu ráðamanna þjóðarinnar endurskoðað
    • Bundið í lög að hægt verði að boða til kosninga fari ákveðinn hluti þjóðarinnar fram á það
    • Ráðning faglegra stjórnenda í stjórnsýslunni í stað pólitískra ráðninga
    • Stjórnmálamenn og viðskiptalegir hagsmunir?
 
  • Húsnæðislánakerfið og lífeyrissjóðir
    • Öflugar mótvægisaðgerðir vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir
    • Komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og landflótta
    • Endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu, fjárfestingarstefnu og lögum um starfsemi þeirra
    • Sameining lífeyrissjóða er hugsanleg
 
  • Auðlindastefna sem byggir á sjálfbærni
    • Sameignilegar náttúruauðlindir íslensku þjóðarinnar verði ávallt í hennar eigu
    • Ríkið leigi aðgang að auðlindunum
    • Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins
    • Aðrar mikilvægar náttúruauðlindir eru jarðvarmi, vatn og jafnvel olía
 
  • Velferðarkerfi
    • Ókeypis heilbrigðiskerfi – (líka tannlækningar)
    • Ókeypis menntakerfi sem tryggir jafnan aðgang allra
    • Jafnrétti á öllum sviðum
    • Grundvallarmannréttindi tryggð
 
  • Endurreisn atvinnulífsins
    • Rekstrargrundvöllur atvinnuskapandi fyrirtækja tryggður
    • Útflutningsfyrirtæki leiki lykilhlutverk í endurreisn þjóðarbúsins
    • Ímynd lands og þjóðar á erlendri grundu bætt í krafti trúverðugra aðgerða heimafyrir og öflugrar kynningarstarfsemi
    • Aukin áhersla á sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu
    • Stutt við nýsköpun
    • Minni áhersla á stóriðju
    • Endurskoðun gjaldþrotalaga og sölumeðferða þrotabúa
 
  • Dóms og kirkjumál
    • Aðskilnað ríkis og kirkju
    • Lögregluháskólinn
 
  • Utanríkismál
    • Hefjum aðildarviðræður við ESB og leggjum niðustöður þeirra í þjóðaratkvæðagreiðlsu
    • Stuðningur við innrásina í Írak dreginn til baka
    • Endurskoðun á umfangi utanríkisþjónustunnar

Getraun: Hver mælti svo?

,,Þess vegna ber að fagna því að Finnur Ingólfsson skuli hafa verið skipaður seðlabankastjóri þótt vitanlega hljóti menn að harma að ofsóknir, sem Halldór Ásgrímsson varð fyrir, skuli hafa þvingað varaformann Framsóknarflokksins til að taka þessa ákvörðun. Skipun Finns Ingólfssonar er sigur hins þjóðlega yfir hinu óþjóðlega, sigur íslensks fullveldis yfir útlendum tískuhugmyndum, sem óvandaðir menn og illa innrættir reyna að sannfæra þjóðina um að eigi erindi við hana." 

Áskorun til lánastofnanna til að taka upp þessi vinnubrögð...

Íbúðalánasjóður hefur haft algjöra sérstöðu meðal lánveitenda í því að hann innheimtir ekki kröfur sem ekki fást greiddar við nauðungarsölu fasteigna.  Þá bera kröfurnar hvorki vexti né verðbætur.
mbl.is Skuldir þjóðarbúsins meiri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál málanna?

Ég óska Ingibjörgu að sjálfsögðu velfarnaðar. 

En þið fyrirgefið, er þetta mál málanna?  Hver verður formaður Samfylkingarinnar?

Hér erum við með þjóðfélag í kalda kolum og fjölmiðlar beina kastljósinu að innansveitarkróniku krata.

Hvers vegna eru fjölmiðlar ekki að fjalla um þá staðreynd að ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera nokkurn skapaðan hlut til að leiðrétta stöðu heimilanna?  Þrátt fyrir allan fagurgala um að slá skjaldborg um heimilin.

Þá er ég að tala m.a. um húsnæðislánavandann og það súrrealíska kerfi sem gengur út á að skulda meira við hverja afborgun.  Svo ég tali nú ekki um þá vafasömu viðskiptahætti sem tíðkast hafa af öðrum samningsaðilanum í tengslum við þessa lánasamninga.

Og þau mál sem stjórnin þó hefur á sinni Verkefnaskrá eru ekki komi fram eða að væflast í nefndum.

,,Ríkisstjórnin mun í febrúar leggja fram frumvörp til laga á Alþingi um greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungaruppboða vegna íbúðarhúsnæðis í allt að sex mánuði meðan reynt verður að tryggja búsetuöryggi til frambúðar.  Gjaldþrotalögum verður breytt með þeim hætti að staða skuldara verði bætt." 

Hvar eru þessi lög?  Og af hverju er ennþá verið að selja heimilin ofan af fólki í landi þar sem þúsundir íbúða stanada auðar?  Erum við galin?

Íslendingar vaknið!


mbl.is Össur biðlar til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að leiðrétta stöðu heimilanna

Eftirtaldar aðgerðir eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Aðgerð #1:    Tafarlaus tímabundin stöðvun fjárnáma og nauðungaruppboða heimila 
Lýsing: Að lög verði sett sem komi tímabundið í veg fyrir fjárnám og nauðungaruppboð íbúðarhúsnæðis til 1. nóvember 2009 á meðan unnið er í að útfæra aðrar aðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Útfærsla: Sjá tillögu til breytinga á lögum um aðför frá Ólafi Garðarssyni.

Aðgerð #2:     Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum (framkvæmt samtímis aðgerð #3)
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Aðgerð #3:    Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum (framkvæmt samtímis aðgerð #2)
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Aðgerð #4:      Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun og framkvæmd þeirra
Lýsing: Að Alþingi samþykki lög um greiðsluaðlögun sem feli í sér að einstaklingar sem ekki ráði lengur við greiðslur af sínum lánum, þrátt fyrir aðgerðir #2 og #3, eigi kost á  að sækja um greiðsluaðlögun þar sem greiðslugeta viðkomandi er metin og viðeigandi ráðstafanir gerðar út frá greiðslugetu og greiðsluáætlunum.
Útfærsla: Nánari útfærsla til umræðu.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný


Kynnt á opnum fundi Hagsmunasamtaka heimilanna 12. febrúar 2009

www.heimilin.is


mbl.is Lánasafn nýju bankanna afar lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi Straumur?

Var bent á þennan texta úr Matteusarguðspjalli.  Þetta er áhugavert í ljósi umræðunnar um skuldir heimilanna sem stjórnvöld eru áfram um að innheimta að fullu þrátt fyrir miklar afskriftir milli gömlu og nýju bankanna.

Því að líkt er um himnaríki og konung, sem vildi láta þjóna sína gjöra skil. Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður, er skuldaði tíu þúsund talentur. Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá, að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt.' Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.

Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn, sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: ,Borga það, sem þú skuldar!' Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér.' En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi, uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: ,Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?' Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum, uns hann hefði goldið allt, sem hann skuldaði honum.

Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum."

http://www.snerpa.is/net/biblia/matteus.htm


mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætla VG að gera vegna efnahagsvanda heimilanna?

Hér eru tillögur sem ég skora á VG að gera að sínum.

Tillögurnar eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Stjórnvöld ætla að innheimta fasteignalán landsmanna að fullu þrátt fyrir að allar forsendur fyrir þeim lánasamningum séu löngu brostnar.  Á sama tíma ætla stjórnvöld að afskrifa skuldir fjármálastofnanna og fyrirtækja í stórum stíl.  Ekki hafa verið birtar tölur um Glitni en Kaupþing og Landsbanki ætla að afskrifa um 2400 milljarða í tilfærslunni milli gömlu og nýju bankanna. 

Það er með öllu óásættanlegt að fasteignlán landsmanna verði notuð til að endurfjármagna bankakerfið.  Hvers vegna gera stjórnvöld svo hrikalega upp á milli aðila?

Íslendingar vaknið!


mbl.is Sterkur endurnýjaður hópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband