Jóhönnu svarað?

Fréttablaðið, 12.11.2008
Verðtryggð lán - hvað er til ráða?
Gunnar Tómasson skrifar um verðtryggingu
Grein mín í blaðinu 3. nóv. sl. um verðtryggingu varð lesanda tilefni til umsagnar. Spurði hann hvaða umbætur ég legði til. Án raunhæfra viðbragða við aðsteðjandi greiðsluþroti fjölda einstaklinga vegna verðtryggðra húsnæðis- og námslána er sjálfgefið að aðgerðaáætlun stjórnvalda og IMF muni ekki ná tilætluðum árangri. Svar mitt er því þetta:

1. Verðbótaþáttur húsnæðis- og námslána frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009 komi hvorki til innheimtu hjá lántakendum né bætist við höfuðstól útistandandi lána heldur greiðist af sérstökum aðlögunarsjóði stofnsettum af Alþingi með neyðarlöggjöf líkt og beitt var við yfirtöku bankanna.

2. Aðlögunarsjóðnum sé heimilt að gefa út, og veitendum húsnæðis- og námslána sé skylt að taka við, til lúkningar á verðbótaþætti lánanna á ofangreindu tímabili skuldabréf til tíu ára sem (i) bera 5% nafnvexti á ári, (ii) eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin, og (iii) endurgreiðast síðan með fimm jöfnum árlegum afborgunum.

Útistandandi lán lífeyrissjóða og lánasjóðs íslenzkra námsmanna námu 148 milljörðum og 97 milljörðum 30. júní 2008. Miðað við að öll ofangreind lán séu verðtryggð og að verðbólga verði 16% á ársgrundvelli á tímabilinu, þá mun verðbótaþáttur lánanna nema um 60 milljörðum frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009. Verðtryggð bankalán heimila voru um 600 milljarðar og verðbótaþáttur myndi nema 143 milljörðum. Samtals myndi því verðbótaþáttur allra lánanna vera af stærðargráðunni 200 milljarðar. Þetta er veruleg upphæð en þó aðeins brot af þeim búsifjum sem þjóðarbúið hefur þegar orðið fyrir.

Greiðsla verðbótaþáttar í þeirri mynd sem hér er lagt til myndi ekki hafa bein þensluáhrif í hagkerfinu. Hið sama gildir um hliðstæðar ráðstafanir vegna húsnæðislána heimila og einstaklinga í gjaldeyri. Lykilhagsmunir þjóðarinnar við núverandi aðstæður krefjast aðgerða sem tryggja vinnufrið og kjarasamninga sem samrýmast endurheimt jafnvægis í íslenzka hagkerfinu. Þegar mikið er í húfi má ekki hugsa smátt.

Höfundur er hagfræðingur.


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband