Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Erfiðleikum á íslenskum fjármálamarkaði að ljúka?

Gjaldeyrishöft, óljóst verðmæti eigin gjaldmiðils, húsnæðisverð í frjálsu falli, vaxandi atvinnuleysi, IMF prógram, 17% stýrivextir, stór hluti heimila og fyrirtækja (viðskiptavina) tæknilega á hausnum, hæpinn grundvöllur neyðarlaga, 4% þjóðar treysta bönkum...


mbl.is 6 sparisjóðir óska eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ba bú...

banki


mbl.is Sparisjóður Bolungarvíkur óskar eftir ríkisstuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er ekki ennþá búið að stoppa nauðungarsölur?

Hverjum gagnast að selja ofan af fólki þegar 5.800 grunnar, íbúðir í byggingu eða óseldar íbúðir eru á höfuðborgarsvæðinu?


mbl.is Sterk skilaboð frá yngra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða ungmenna í Mosfellsbæ í kreppu

Eftirfarandi má lesa í fundargerð Ungmennaráðs Mosfellsbæjar frá 9. mars 2009:

,,Ungmennaráð vekur athygli bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á slæmri þróun í fíkniefna- og áfengisneyslu meðal ungmenna í Mosfellsbæ og beinir því til hennar að bregðast við, s.s. með auknu forvarnarstarfi."

 
mbl.is Innbrot og fíkniefnaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktlausar arðgreiðslur

Þetta hleypir illu blóði í menn.

Ekki orð um það meir.


mbl.is Hófsamar arðgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorað á framsókn

Ef ég man rétt var planið að framsókn myndi makka að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.  M.a. var talað um aðgerðir í efnahagsmálum.

Nú þegar ríkisstjórnin hefur slegið tillögur framsóknarmanna út af borðinu hljóta margir að velta fyrir sér hvað á eiginlega að gera í þeim efnum?

Ég set fram þrjár spurningar sem ég er fullviss um að margir eru áhugasamir um að fá skýr svör við:

1.  Hvað ætla stjórnvöld að gera vegna efnahgasvanda heimilanna, einkum og sér í lagi með tilliti til húsnæðislána?

2.  Hvenær munu þær aðgerðir koma til framkvæmda?

3.  Hvernig verða þær aðgerðir útfærðar?

Geti ríkisstjórnin ekki svarað þessu með fullnægjandi hætti skora ég á framsókn að draga stuðning sinn til baka.


mbl.is Iðrast stuðnings við stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teyjutvist

Á dögunum kynnti Íslandsbanki til sögunnar úrræði vegna gengistryggðra lána.  Ég rak augun í þessar línur í tölvupósti milli manna sem eru að spekúlera í hlutunum.  Læt þær flakka:

,,Þessi leið Íslandsbanka er í sjálfu sér góðra gjalda verð, þó felst í henni sá dapri veruleiki að skuldaranum er gert að kyngja öllu því tjóni sem efnagagshrunið hefur valdið með lengri lánstíma og meiri vaxtakostnaði, hið eina sem bankinn er að gera er að létta greiðslubyrðina pr. mán. þannig að fólk eigi e.t.v. séns á að standa í skilum.  Bankinn er ekki að fallast á að neitt af því tjóni sem hann sjálfur tók þátt í að valda (þ.e. gamli bankinn) verði látið ganga til baka.  Það má því segja að ofbeldið eða nauðgunin sé keyrð áfram, en reynt að láta fórnarlambinu líða örlítið betur með því að spila rólega músík á meðan..."


Skuldamargfaldari

Ég fékk tölvupóst frá manni sem er að garfa í verðtryggingunni.  Það varð til þess að ég fór að skoða greiðsluseðla ársins 2008 vegna verðtryggðs láns.

Ég hvet alla til að kynna sér rækilega hvernig þessi skuldamargfaldari virkar.

1. Verðbólga milli mánaða er fundin út með vísitölu neysluverðs sem Hagstofan reiknar.  Nær undantekningalaust hækkar talan og verðbætur í hlutfalli við hækkun VNV milli mánaða leggjast mánaðarlega ofan á höfuðstólinn. 

2. Síðan er afborgun af höfuðstól.  Það eru líka reiknaðar verðbætur ofan á þá afborgun.  Þær verðbætur koma til greiðlsu jafnóðum. 

3. Svo eru vextir ásamt verðbótum ofan á vextina greiddir jafnóðum líka.

Í næsta mánuði er svo kominn nýr höfuðstóll til grundvallar sbr. lið 1.  Þannig virkar verðtryggingin sem skuldamargfaldari, þ.e. að verðbættar verðbætur eru verðbættar aftur og aftur.  Dásamlegt ekki satt?


Margir sammála um almennar aðgerðir

Fréttatilkynning, hinn 11. febrúar 2009 frá
Félagi Fasteignasala, Hagsmunasamtökum heimilanna, Húseigendafélaginu, Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta á Norðurlandi og talsmanni neytenda:


Aðilar lýsa ánægju sinni

  • með áform nýrrar ríkisstjórnar um tímabundna löggjöf sem fresti fullnustugerðum gagnvart heimilum í landinu og
  • með væntingar um löggjöf um greiðsluaðlögun til þess að leysa á sértækan hátt vanda þeirra lántakenda sem þegar hafa lent í verulegum erfiðleikum.1

Í von um skjóta úrlausn með framangreindum fyrstu skrefum senda þessir aðilar frá sér svohljóðandi:

 

Ákall til stjórnvalda um almennar aðgerðir

til lausnar efnahagsvanda heimilanna

Næstu skref 2

Til að koma í veg fyrir að fjöldi lántakenda lendi í þroti og jafnframt stuðla að því að fasteignamarkaður fari aftur af stað þarf að auki að beita almennum aðgerðum í eitt skipti. Til þarf að koma veruleg og almenn niðurfærsla höfuðstóla íbúðarveðlána vegna verulegs og óvænts gengishruns íslensku krónunnar og þarafleiðandi hækkunar gengistryggðra og verðtryggðra lána í kjölfar verðbólgu undanfarna 18 mánuði.

Varanleg lausn3

Að því búnu þurfa stjórnvöld að leggja drög að nýrri löggjöf um íbúðarveðlán þar sem gætt verði jafnræðis milli lántakenda og fjármagnseigenda í stað þeirrar ójöfnu stöðu sem í dag er við lýði þar sem áhætta af þróun gengis og óvissa um markaðsverð er lögð að fullu á lántakendur. Framtíðarlöggjöf þarf að fela í sér mótvægi gegn óeðlilegum verðsveiflum fasteigna. Á það jafnt við um lögvarið kerfi verðtryggðra lána og óvisst og ólögbundið umhverfi gengistryggðra lána.

 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein ástæða fyrir því að leiðrétta lánin?

Eftirtaldar aðgerðir eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Aðgerð #1:    Tafarlaus tímabundin stöðvun fjárnáma og nauðungaruppboða heimila 
Lýsing: Að lög verði sett sem komi tímabundið í veg fyrir fjárnám og nauðungaruppboð íbúðarhúsnæðis til 1. nóvember 2009 á meðan unnið er í að útfæra aðrar aðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Útfærsla: Sjá tillögu til breytinga á lögum um aðför frá Ólafi Garðarssyni.

Aðgerð #2:     Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum (framkvæmt samtímis aðgerð #3)
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Aðgerð #3:    Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum (framkvæmt samtímis aðgerð #2)
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Aðgerð #4:      Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun og framkvæmd þeirra
Lýsing: Að Alþingi samþykki lög um greiðsluaðlögun sem feli í sér að einstaklingar sem ekki ráði lengur við greiðslur af sínum lánum, þrátt fyrir aðgerðir #2 og #3, eigi kost á  að sækja um greiðsluaðlögun þar sem greiðslugeta viðkomandi er metin og viðeigandi ráðstafanir gerðar út frá greiðslugetu og greiðsluáætlunum.
Útfærsla: Nánari útfærsla til umræðu.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný


Kynnt á opnum fundi Hagsmunasamtaka heimilanna 12. febrúar 2009

Hægt er að skrá sig hér í samtökin: http://skraning.heimilin.is/


mbl.is Evran á 260 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband