Margir sammála um almennar aðgerðir

Fréttatilkynning, hinn 11. febrúar 2009 frá
Félagi Fasteignasala, Hagsmunasamtökum heimilanna, Húseigendafélaginu, Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta á Norðurlandi og talsmanni neytenda:


Aðilar lýsa ánægju sinni

  • með áform nýrrar ríkisstjórnar um tímabundna löggjöf sem fresti fullnustugerðum gagnvart heimilum í landinu og
  • með væntingar um löggjöf um greiðsluaðlögun til þess að leysa á sértækan hátt vanda þeirra lántakenda sem þegar hafa lent í verulegum erfiðleikum.1

Í von um skjóta úrlausn með framangreindum fyrstu skrefum senda þessir aðilar frá sér svohljóðandi:

 

Ákall til stjórnvalda um almennar aðgerðir

til lausnar efnahagsvanda heimilanna

Næstu skref 2

Til að koma í veg fyrir að fjöldi lántakenda lendi í þroti og jafnframt stuðla að því að fasteignamarkaður fari aftur af stað þarf að auki að beita almennum aðgerðum í eitt skipti. Til þarf að koma veruleg og almenn niðurfærsla höfuðstóla íbúðarveðlána vegna verulegs og óvænts gengishruns íslensku krónunnar og þarafleiðandi hækkunar gengistryggðra og verðtryggðra lána í kjölfar verðbólgu undanfarna 18 mánuði.

Varanleg lausn3

Að því búnu þurfa stjórnvöld að leggja drög að nýrri löggjöf um íbúðarveðlán þar sem gætt verði jafnræðis milli lántakenda og fjármagnseigenda í stað þeirrar ójöfnu stöðu sem í dag er við lýði þar sem áhætta af þróun gengis og óvissa um markaðsverð er lögð að fullu á lántakendur. Framtíðarlöggjöf þarf að fela í sér mótvægi gegn óeðlilegum verðsveiflum fasteigna. Á það jafnt við um lögvarið kerfi verðtryggðra lána og óvisst og ólögbundið umhverfi gengistryggðra lána.

 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt. Auðvitað þarf að bregðast við strax áður en skuldir heimilana vaxa. Ég fagna því komu þessara samtaka.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband