Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 17:42
Stjórnvöld verða að þora að segja sannleikann
Getur verið að það sé í gangi markaður erlendis með krónur á miklu lægra gengi heldur en hér heima? T.d. á 260 kr. / 1 EUR?
Og getur verið að þeir aðilar sem eignast eða eiga gjaldeyri og geta notað krónur á Íslandi selji sinn gjaldeyri erlendis og fái þar með mun fleiri krónur fyrir evruna heldur en ef þeir kæmu með evruna heim og skiptu henni hér?
Og að það sé ástæða þess að framboðið af gjaldeyri sé minni en eftirspurnin hér heima fyrir?
Getur verið að þetta tvöfalda gengi og haftastefnan sé að ganga af okkur dauðum?
Getur verið að það sé lang skynsamlegast að hleypa jöklabréfunum út og taka skellinn strax?
Getur verið að stjórnvöld séu að bíða þangað til eftir kosningar með að gera eitthvað í málunum?
Eða ráða þau kannski engu um þetta lengur?
Er það kannski AGS sem ræður för?
Ég bara spyr.
Krónan veiktist um 0,95% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2009 | 16:40
Skynsamar tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna
Er að finna hér.
Hvet alla til að skrá sig í samtökin.
Ójöfn dreifing skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 23:08
Rússíbanareið heimila með gengistryggð íbúðalán
Núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var mynduð m.a. til að hrinda í framkvæmd brýnum og mikilvægum aðgerðum, einkum í þágu heimila og atvinnulífs (sjá nánar á www.island.is). Forsætisráðherra hefur einnig lýst ítrekað yfir að fyrirhugað sé að leysa vanda heimila sem eru með íþyngjandi gengistryggð íbúðalán. Þessi heimili hafa nú þurft að búa við stöðuga óvissu, ef ekki fullkomna angist, í allt að tvö ár frá því krónan tók fyrst að veikjast. Vert er að benda öllum sem fjalla um málið opinberlega á að höfuðstóll erlendra lána hefur hækkað um allt að 150% frá því á miðju ári 2007. Ætla má að slík hækkun á höfuðstóli og afborgunum íbúðalána hafi haft í för með sér hækkandi blóðþrýsting, áhyggjur og svefnleysi þeirra sem tóku slík lán. Þeir sem það gerðu, gerðu það þó í góðri trú á efnahagsstjórn landsins og í trausti til fjármálastofnana þeirra sem lánin voru tekin hjá og bera enga ábyrgð á stöðu krónunnar í dag.
Hagsmunasamtök heimilanna skora á núverandi ríkisstjórn að láta verkin tala með því að taka nú þegar á þessum bráðavanda heimilanna með raunhæfri leiðréttingu áður en lánin losna úr frystingu nú með vorinu. Einnig eru stjórnvöld og heimilin í landinu hvött til að láta ekki blekkjast af gyllitilboðum og bráðabirgðalausnum fjármálastofnana.
Greiðslujöfnunarleið bankanna áhættusöm og íþyngjandi fyrir heimilin
Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur skrifar ágætis grein um vanda gengis- eða verðtryggðra lána í Fréttablaðið þann 28. mars sl.. Þar bendir hann réttilega á að greiðslujöfnunarleið Íslandsbanka dugi ekki ef stjórnvöldum takist ekki að styrkja gengi krónunnar. Þrátt fyrir þessa ábendingu þá leggur Haraldur til að lánastofnanir bjóði greiðslujöfnunarleið Íslandsbanka. Það verður að teljast athyglisvert í ljósi þess að krónan hefur veikst um 10% síðast liðnar tvær vikur. Spyrja má því hvort Haraldi og stjórnvöldum finnist eðlilegt og sanngjarnt að heimilin í landinu séu í áhættuviðskiptum með krónuna á tímum þegar forsendur lánanna eru algjörlega brostnar vegna efnahagshrunsins og óstöðugleika krónunnar.
Heimili sem tóku erlend íbúðalán hafa lifað við stöðuga óvissu vegna veikingar krónunnar nú í allt að tvö ár, en ekki bara frá 6. október. Lán sem tekið var í maí 2007 að upphæð um 16 mkr. (meðalskuldir heimilanna skv. Seðlabankanum) helmingur í japönskum jenum og hinn helmingurinn í svissneskum franka stendur nú, eftir um 10% veikingu krónunnar síðustu tvær vikur, í um 35 mkr. Ef viðkomandi lán væri ekki í frystingu væri þessi fjölskylda að borga sem nemur ríflega 100% meira í mánaðarlega afborgun en við upphaflega lántöku, eða úr um 110 þúsund krónum á mánuði í allt að 250 þúsund krónur (og er þá ekki tekið tillit til þess að margar fjármálastofnanir hækkuðu einnig vexti á erlendum lánum á tímabilinu).
Úr áhættusömum bráðabirgðalausnum í langtímalausnir
Svo virðist sem fjármálastofnanir séu nú enn og aftur byrjaðar að bjóða heimilunum upp á flóknar fjármálalausnir sem settar eru í fallegan markaðsbúning s.s. eins og greiðslujöfnunarleiðina. Slík lausn er í raun eingöngu bráðabirgða- og skammtímalausn sem leysir ekki vandann en heldur heimilunum áfram í rússíbanareiðinni með gengi íslensku krónunnar. Vandanum er í raun kastað inn í framtíðina, jafnvel til elliáranna, ef ekki til barnanna sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að erfa skuldabagga foreldranna sem gistu í þrælabúðum krónunnar og fjármálastofnana frá lántökudegi árið 2007.
Hagsmunasamtök heimilanna skora hér með á stjórnvöld að koma fram með raunhæfa langtíma lausn fyrir þá sem voru ginntir með markaðstilboðum bankanna til að taka erlend lán, með því að leiðrétta þessi lán áður en þingi er slitið og áður en lánin losna úr frystingu. Leiðréttingin felst í því að boðið verði upp á að breyta lánunum í krónulán frá og með þeim degi sem þau voru tekin. Til samræmis við önnur íbúðalán í landinu mætti setja á þau verðtryggingu líkt og á önnur íbúðalán. Með þessu móti sætu allir íbúðalántakendur í landinu við sama borð og gætu barist saman fyrir leiðréttingu á verðtryggingunni vegna áhrifa af spákaupmennsku og hruni efnahagskerfisins eins og Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur telur þörf á og Hagsmunasamtök heimilanna eru honum fyllilega sammála um.
29.3.2009
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Stjórnvöld leiðrétti erlend lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2009 | 17:09
Tökum stöðu með heimilunum
Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú um nokkurt skeið átt í viðræðum við stjórnvöld, forystufólk í stjórnmálaflokkum sem og lánastofnanir um aðgerðir í þágu heimilanna. Auk þess hafa samtökin fylgst náið með umræðunni og yfirlýsingum þessara aðila um þessi málefni og leitast við að koma sjónarhorni og kröfugerð sinni á framfæri við fjölmiðla.
Það er þyngra en tárum tekur að stjórnvöld skuli ekki hafa í hyggju, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur samtakanna, að eiga frumkvæði að leiðréttingu ósanngjarnra og hugsanlega ólöglegra hækkana höfuðstóla lána, í formi hvoru tveggja gengis- og verðtryggingar. Þvert á móti stefnir í að umræddar hækkanir eigi að mynda grunn fyrir stórfellda eignaupptöku fjármálastofnana á heimilum landsmanna. Stofnana sem flestar eru nú í ríkiseigu eða í gjörgæslu ríkisins með einum eða öðrum hætti. Stofnanir þessar eiga sjálfar að fá í meðgjöf himinháar afskriftir á innlendum lánasöfnum en ætla ekki að gefa spönn eftir sjálfar. Hagsmunasamtökum heimilanna finnst eðlilegt og sanngjarnt að heimilin í landinu njóti þessarar meðgjafar á sama hátt og aðrir skuldarar bankanna. Stjórn Hagsmunasamtakanna óttast að innheimta eigi lán heimilanna að fullu til að fjármagna skuldir fyrirtækja og fjármálastofnana sem ekki fást greiddar. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að endurfjármagna þannig bankakerfið með fasteignum heimilanna.
Hagsmunasamtök heimilanna telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega. Vonast samtökin til þess að fá nokkra einstaklinga til að taka þátt í slíkri lögsókn. Samtökin telja slíka málsókn mikilvæga til láta reyna á neytendasjónarmið, þar sem annar aðili í lánasamningi hafi sjaldnast nokkra sérþekkingu á lánamálum, hugsanlega breytingu höfuðstóls lánanna til langs eða skamms tíma eða geti haft á nokkurn hátt áhrif á slíka þróun, meðan hinn aðilinn hefur öll tök á að hafa áhrif á forsendur lánasamningsins sér í hag. Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn. Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls.
Ríkið hefur þegar gripið til ráðstafana til að vernda sumar eignir. Í þessum flokki eru m.a. peningamarkaðssjóðir og innstæður á bankareikningum umfram skylduábyrgð ríkisins. Með setningu neyðarlaganna 6. október sl. gerðu stjórnvöld gróflega upp á milli sparnaðarforma. Þ.e. þeir sem settu sitt sparifé í fasteign horfa á það brenna upp á meðan innistæður eru varðar upp í topp og dælt er í peningasjóði háum upphæðum til að minnka tap þeirra sem þar höfðu fjárfest. Þá var ekki spurt hvort viðkomandi einstaklingar gætu bjargað sér sjálfir eða hvort þeir hefðu tekið óábyrga áhættu með því að geyma háar upphæðir ótryggðar inni á bankareikningum. Nei, þá var allt tryggt upp í topp og engra gagnrýninna spurninga spurt.
Umræða um ábyrgðarlaus lán til eigenda og stjórnenda bankanna svo og þrálátur orðrómur um að margir í stjórnkerfinu, sem og stjórnmálamenn, hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu hefur einnig valdið miklum óróa meðal almennings. Nú hefur einn hlutafélagssparisjóður verið lagður niður, auk þess sem ríkissjóður hefur ákveðið að leggja öðrum til nýtt stofnfé. Er ætlunin að gera það, þrátt fyrir að einn sjóðanna hafi af ótrúlegri ósvífni greitt stofnfjáreigendum sínum himinháan arð í apríl 2008 á saman tíma og verulega hafði byrjað að halla undan íslenska hagkerfinu. Arð sem nam hátt í tvöföldum hagnaði ársins sem arðgreiðslan náði til.
Aðgerðir banka og stjórnvalda miðast við að dreifa eignaupptökunni yfir allt að tíu ár eða meira. Þúsundir heimila munu ekki eiga sér viðreisnar von. Heimilin standa frammi fyrir þeim valkostum að verða þrælar fjármálastofnana eða missa eigur sínar og/eða flýja land.
Vandinn er viðráðanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 11:54
Eitt ráðuneyti heimila og fjölskyldu
Það er ákveðið sjónarhorn að halda því fram að samfélagið sé samsett úr 4 stoðum.
- Opinberi geirinn
- Atvinnulífið
- Fjármagnið
- Heimilin
Allt spilar þetta saman og þarf sinn málsvara. Allir þessir aðilar hafa sitt ráðuneyti og sumir fleiri en eitt. Nema þá kannski sá síðast nefndi.
Það eru fleiri málaflokkar sem eru á víð og dreif í kerfinu heldur en efnahagsmál. Svo sem eins og mál sem snúa að fjölskyldum og heimilum, grunnstoð þjóðfélagsins. Án þess hóps eru hinir óþarfir.
Því kalla ég eftir einu heimilis- og fjölskyldumálaráðuneyti. Margt af því sem nú heyrir undir félags- og tryggingamálaráðuneyti ætti augljóslega heima þarna. Eins allt sem snýr að neytendamálum og fjölskyldum sem notendum opinberrar þjónustu. Aðalmarkmið slíks ráðuneyti ætti þó að sjálfsögðu að vera málsvari heimilanna í hvers kyns umræðu og að tryggja hagsmuni heimilanna í öllu laga- og regluverki.
Svona frásagnir skjóta rökum undir þörfina fyrir slíkt ráðuneyti.
Ég er annars því fylgjandi að ráðuneytum verði fækkað og hlutverk þeirra endurskilgreind.
Eitt ráðuneyti efnahagsmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 12:30
Þegar krónan styrkist...
...lækkar höfuðstóll gengistryggðra húsnæðislána.
Þessu er jafnan kastað fram sem rökum fyrir því hvers vegna eigi ekki að grípa til almennra leiðréttinga vegna þessa lána.
Fréttir af gengi krónunnar sl. daga eru ekki til þess fallnar að styrkja slíkan málflutning.
Á móti mætti spyrja, hvenær styrkist krónan? Og öllu heldur, hvers vegna?
Krónan heldur áfram að veikjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2009 | 11:45
Hvað kosta tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna?
Afstaða stjórvalda í þessu máli er úti á túni.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til mjög hóflega og sanngjarna aðferð um hvernig megi taka á málinu.
Hún er sú að boðið verði upp á að gengistryggðum lánum verði breytt verðtryggð í krónulán frá lántökudegi og samhliða takmarkist verðbótaþáttur við efri mörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans, 4%, frá og með 1. janúar 2008.
Forvitinlegt væri að sjá útreikninga reiknimeistara ríkisins á þessari aðgerð.
Marinó G. Njálsson hjá HH hefur reiknað út að þetta séu 206 milljarðar.
Svo má ekki gleyma að minnast á ávinningin af slíkum aðgerðum.
- Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
- Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
- Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
- Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
- Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
- Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2009 | 01:00
Leiðrétting sanngjörn og eðlileg
Til Hagsmunasamtaka heimilanna hefur snúið sér fólk sem hefur viljað færa viðskipti sín frá núverandi viðskiptabanka eða sparisjóði. Samtökin hvetja fólk hiklaust að skipta um viðskiptabanka með launareikninga og annað veltu og lausafé treysti það ekki bankanum af einum eða öðrum ástæðum. Við viljum benda félagsmönnum á, að fari þeir í slíka flutninga, þá velji viðkomandi banka eða sparisjóð sem það treysti til að standa af sér þá kreppu sem núna gengur yfir og geti veitt þeim örugg viðskipti. Samtökin leggja áherslu á að slíkur flutningur er ákvörðun og á ábyrgð hvers og eins.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú um nokkurt skeið átt í viðræðum við stjórnvöld, forystufólk í stjórnmálaflokkum sem og lánastofnanir um aðgerðir í þágu heimilanna. Auk þess hafa samtökin fylgst náið með umræðunni og yfirlýsingum þessara aðila um þessi málefni og leitast við að koma sjónarhorni og kröfugerð sinni á framfæri við fjölmiðla.
Það er þyngra en tárum tekur að stjórnvöld skuli ekki hafa í hyggju, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur samtakanna, að eiga frumkvæði að leiðréttingu ósanngjarnra og hugsanlega ólöglegra hækkana höfuðstóla lána, í formi hvoru tveggja gengis- og verðtryggingar. Þvert á móti stefnir í að umræddar hækkanir eigi að mynda grunn fyrir stórfellda eignaupptöku fjármálastofnana á heimilum landsmanna. Stofnana sem flestar eru nú í ríkiseigu eða í gjörgæslu ríkisins með einum eða öðrum hætti. Stofnanir þessar eiga sjálfar að fá í meðgjöf himinháar afskriftir á innlendum lánasöfnum en ætla ekki að gefa spönn eftir sjálfar. Hagsmunasamtökum heimilanna finnst eðlilegt og sanngjarnt að heimilin í landinu njóti þessarar meðgjafar á sama hátt og aðrir skuldarar bankanna. Stjórn Hagsmunasamtakanna óttast að innheimta eigi lán heimilanna að fullu til að fjármagna skuldir fyrirtækja og fjármálastofnana sem ekki fást greiddar. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að endurfjármagna þannig bankakerfið með fasteignum heimilanna.
Hagsmunasamtök heimilanna telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega. Vonast samtökin til þess að fá nokkra einstaklinga til að taka þátt í slíkri lögsókn. Samtökin telja slíka málsókn mikilvæga til láta reyna á neytendasjónarmið, þar sem annar aðili í lánasamningi hafi sjaldnast nokkra sérþekkingu á lánamálum, hugsanlega breytingu höfuðstóls lánanna til langs eða skamms tíma eða geti haft á nokkurn hátt áhrif á slíka þróun, meðan hinn aðilinn hefur öll tök á að hafa áhrif á forsendur lánasamningsins sér í hag. Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn. Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls.
Ríkið hefur þegar gripið til ráðstafana til að vernda sumar eignir. Í þessum flokki eru m.a. peningamarkaðssjóðir og innstæður á bankareikningum umfram skylduábyrgð ríkisins. Með setningu neyðarlaganna 6. október sl. gerðu stjórnvöld gróflega upp á milli sparnaðarforma. Þ.e. þeir sem settu sitt sparifé í fasteign horfa á það brenna upp á meðan innistæður eru varðar upp í topp og dælt er í peningasjóði háum upphæðum til að minnka tap þeirra sem þar höfðu fjárfest. Þá var ekki spurt hvort viðkomandi einstaklingar gætu bjargað sér sjálfir eða hvort þeir hefðu tekið óábyrga áhættu með því að geyma háar upphæðir ótryggðar inni á bankareikningum. Nei, þá var allt tryggt upp í topp og engra gagnrýninna spurninga spurt.
Umræða um ábyrgðarlaus lán til eigenda og stjórnenda bankanna svo og þrálátur orðrómur um að margir í stjórnkerfinu, sem og stjórnmálamenn, hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu hefur einnig valdið miklum óróa meðal almennings. Nú hefur einn hlutafélagssparisjóður verið lagður niður, auk þess sem ríkissjóður hefur ákveðið að leggja öðrum til nýtt stofnfé. Er ætlunin að gera það, þrátt fyrir að einn sjóðanna hafi af ótrúlegri ósvífni greitt stofnfjáreigendum sínum himinháan arð í apríl 2008 á saman tíma og verulega hafði byrjað að halla undan íslenska hagkerfinu. Arð sem nam hátt í tvöföldum hagnaði ársins sem arðgreiðslan náði til.
Aðgerðir banka og stjórnvalda miðast við að dreifa eignaupptökunni yfir allt að tíu ár eða meira. Þúsundir heimila munu ekki eiga sér viðreisnar von. Heimilin standa frammi fyrir þeim valkostum að verða þrælar fjármálastofnana eða missa eigur sínar og/eða flýja land.
25.3.2009
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
www.heimilin.is
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 12:47
Ég skora á ASÍ
Ég skora hér með á ASÍ að taka stöðu með heimilunum og beita sér fyrir almennum aðgerðum vegna efnahagsvanda heimilanna.
Til dæmis með því að veita hugmyndum um leiðréttingu höfuðstóls gengis- og verðtryggðra húsnæðislána brautargengi.
Í þessu samhengi er ekki úr vegi að nefna, að skv. Marinó G. Njálssyni, eru sjóðfélagalán lífeyrissjóða um 10% af eignum sjóðanna. Þannig kæmi 20% afskrift húsnæðislána út sem 2% af eignum sjóðanna.
Ef þú tekur undir þessa áskorun hvet ég þig til að rita nafn þitt í athugasemdagluggann.
Aukaársfundur ASÍ á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
24.3.2009 | 09:47
Misgengi?
Smellið á myndina fyrir betri upplausn.
Talsvert dregur úr verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)