Færsluflokkur: Bloggar

Heimavarnarliðið

Hópur aðgerðarsinna sem tók virkan þátt í Búsáhaldabyltingunni síðast liðinn vetur hefur tekið sig saman og stofnað heimavarnarlið til varnar heimilum landsins.

Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.

Í tilkynningu frá Heimavarnarliðinu kemur fram að:

  • Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
  • Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styða markmið þess.
  • Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft samband í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com

Frá þessu er greint á Svipunni


mbl.is Uppboð auglýst á 150 eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfingin bætti málið

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave var samþykkt í dag. 

Sem betur fer náðu þingmenn Hreyfingarinnar fram mikilvægum breytingum á frumvarpinu sem snúa að hlutlausri miðlun upplýsinga um málið fyrir kosningu.  Hér má sjá umræður um þetta í þinginu í morgun:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100108T104711&horfa=1

Í vor stendur svo til að setja lög um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur. 

Vonandi ber þingið gæfu til að fylgja því fordæmi sem nú er komið fram varðandi rétt þjóðarinnar til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu en stjórnarfrumvarpið sem fyrir liggur gerir ekki ráð fyrir öðru en að meirihluti þingmanna geti fnáð fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Frumvarp Hreyfingarinnar gerir aftur móti ráð fyrir því að þjóðin geti sjálf haft eitthvað um málin að segja oftar en á 4 ára fresti, vilji hún það á annað borð.


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indefence: Mætum öll á Bessastaði á morgun

Sjá hér:  http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/999145/


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indefence: Mætum öll á Bessastaði á morgun

Laugardaginn 2. janúar næstkomandi, kl. 11, mun Indefence hópurinn afhenda forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftir fólks sem skorað hefur á hann að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Enn eru Íslendingar að skrá sig í þessa áskorun á vefslóðinni: http://www.indefence.is sem verður opin fram að undirskrift Ólafs Ragnars Grímssonar. 

Við í hópnum erum nú að leggja drög að skipulagningu þessa fundar og köllum eftir fólki sem er tilbúið til þess að taka þátt í afhendingu undirskriftanna. Tekið skal fram að um er að ræða virðulega athöfn, ekki mótmæli. Þetta á að vera söguleg stund fyrir alla fjölskylduna sem seinna verður líklega fjallað um í sögubókum.

Byrjað verður á því að hlýða á kór " InDefence " undir stjórn Egils Ólafssonar þar sem fundargestir taka undir. Að því búnu mun almenningur á svæðinu tendra rauð neyðarblys sem ákall til alþjóðasamfélagsins um að Íslendingar séu að ganga að nauðarsamningum sem þjóðin vill fá að taka afstöðu til. 

Lykilatriðið nú er að þeir sem við getum treyst að muni taka þátt í þessari athöfn láti skipuleggjendur vita í netfangið olaf@simnet.is. Best væri ef hver og einn komi með bíl fullan af fólki og tveimur rauðum blysum á mann. Ath, bara rauð blys og enga skotelda.  Búið er að kaupa 300 blys og hjáparsveitirnar segjast eiga nóg til að selja okkur á morgun eða laugardagsmorgun. 

Við skulum leggja áherslu á að þetta séu ekki mótmæli heldur fjölskyldufundur sem krakkarnir hafi gaman af að vera á. Frábær útivist fyrir fjölskylduna. (mörghundruð blys , mjög áhrifamikið). Einnig skulum við leggja áherslu á virðulega framkomu. Afhendingin verður auglýst opinberlega og þjóðin hvött til þátttöku. 

Bestu kveðjur, 
f.h. Indefence, 
Ólafur Elíasson, píanóleikari


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá þingmönnum Hreyfingarinnar

Umræðurnar í þinginu í morgun voru um margt áhugaverðar.  Þær má sjá hér: http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20091229T093018&horfa=1 

Rétt í þessu var svohljóðandi fréttatilkynning send út:

Fréttatilkynning frá þingmönnum Hreyfingarinnar 29. desember 2009 

Í dag samþykkti Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Á grundvelli laganna mun Alþingi kjósa níu þingmenn í nefnd sem fær það hlutverk að taka við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við skýrslunni. Í lögunum felst einnig að skýrslunni verði skilað fyrir febrúar 2010. Í því samhengi ber að hafa í huga lög um ráðherraábyrgð og landsdóm en Alþingi eitt getur tekið ákvörðun um að höfða mál gegn ráðherrum þyki þeir hafa gerst brotlegir í starfi.  

Hreyfingin hefur við meðferð málsins bent á alvarlega galla á því og gert við það skynsamlegar breytingartillögur á öllum stigum, nú síðast við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi. Því miður var öllum tillögum Hreyfingarinnar hafnað.  

Breytingartillögur Hreyfingarinnar fólu meðal annars í sér að í stað þess að níu þingmenn yrðu einir settir í þá stöðu að fjalla um hugsanleg brot félaga sinna og / eða foringja og þeim gert að skila tillögum til Alþingis um viðbrögð, svo sem að landsdómur verði kallaður saman, yrði að auki skipuð ráðgefandi nefnd fimm valinkunnra manna sem nytu trausts þorra almennings. Sú nefnd fengi það hlutverk að fjalla um þá þætti skýrslunnar sem snúa að þingmönnum, ráðherrum (núverandi og fyrrverandi), fjölskyldum þeirra og Alþingi sem stofnun. Rágjafanefndin myndi svo skila tillögum sínum til þingmannanefndarinnar. Þingmannanefndinni yrði þar með gert hægara um vik að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Um leið yrði ferlið í heild sinni trúverðugra þar sem þingið fengi nauðsynlegt utanaðkomandi aðald og leiðsögn. Í umræðum á Alþingi í dag hélt Siv Friðleifsdóttir því fram að hlutverk þeirrar nefndar væri það sama og rannsóknarnefndarinnar sjálfrar.  Það er alrangt því rannsóknarnefndin sjálf skilar engum tillögum til Alþingis um viðbrögð við eigin skýrslu, hvort draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm eða hvort Alþingi sjálft hafi brugðist með þeim hætti að til aðgerða þurfi að grípa.

Þá lagði Hreyfingin til að við birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skyldu öll gögn sem aflað hefur verið við vinnslu skýrslunnar færð á Þjóðskjalasafn Íslands og þau gerð opinber eins og frekast er kostur. Síðast en ekki síst gerðu breytingartillögur Hreyfingarinnar ráð fyrir því að þingmannanefndin myndi ljúka störfum fyrir 1. maí 2010.  (Breytingartillögur Hreyfingarinnar við lokaafgreiðslu málsins eru meðfylgjandi).  

Í nýsamþykktum lögum er verksvið nefndarinnar ekki skýrt sem gerir störf hennar óljós  og nefndin þarf heldur ekki að skila neinu af sér fyrr en við lok núverandi löggjafarþings sem stendur til 30. september 2010. Sú ráðstöfun að afmarka ráðherraábyrgðina frá desember 2006 er til bóta þó sú aðferðarfræði sem viðhöfð er við þá ráðstöfun sé hugsanlega ekki fullnægjandi líkt og fyrirvarar allsherjarnefndarfulltrúa eru til merkis um. 

Gögn rannsóknarnefndarinnar sem skýrsla hennar byggir á munu einnig mest öll verða lokuð almenningi þar sem kostnaður við að fá aðgang af þeim ópersónugreinanlegum verður gríðarlega mikill og þjóðskjalavörður hefur raunar lýst því yfir að það sé sennilega ekki hægt að gera þau ópersónugreinanleg.  

Þrátt fyrir að hugmyndum Hreyfingarinnar hafi ekki verið veitt brautargengi af þingmönnum hverra flokkar áttu sæti á Alþingi fyrir haustið 2008 mun Hreyfingin halda áfram að fylgjast náið með málinu og áformar að tilnefna þingmann í umrædda þingmannanefnd og halda áfram að upplýsa um framvindu málsins.  

Birgitta Jónsdóttir,
Margrét Tryggvadóttir
og Þór Saari


mbl.is Sérstök þingnefnd verður kosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til þjóðarinnar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Bendi áhugasömum á opið bréf til þjóðarinnar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.  Hafið í huga að færslan er frá 19. des. s.l.

Hér má svo heyra viðtal við þingmenn Hreyfingarinnar frá 3. des. málsins vegna:

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með þessu máli en Alþingi á enn eftir að taka það fyrir í 3. og síðustu umræðu.

 


mbl.is Fyrningarfrestur þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til þjóðarinnar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Heiðarlegt uppgjör við hrunið er óhjákvæmilegt ef endurreisn Íslands á að takast vel til.  Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og viðbrögð okkar við henni munu skipta sköpum í því samhengi.  Við skoðun málsins getur verið gagnlegt að vera meðvituð um ákveðna þætti þess.

 

Í desember 2008 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 142 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.  Á grundvelli laganna hefur rannsóknarnefnd Alþingis starfað undanfarið.  Í 14. gr. laganna segir: „Vakni grunur við rannsókn nefndarinnar um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað tilkynnir hún ríkissaksóknara um það og tekur hann ákvörðun um hvort rannsaka beri málið í samræmi við lög um meðferð sakamála.  Ef nefndin telur að ætla megi að opinber starfsmaður hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 eða eftir ákvæðum annarra laga sem gilda um störf hans skal hún tilkynna viðkomandi forstöðumanni þar um og hlutaðeigandi ráðuneyti. ... Um ábyrgð ráðherra fer samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.  Upplýsingar um þau mál sem greinir í 1. og 2. mgr. skulu birtar í skýrslu nefndarinnar."  Í 15. gr. laganna segir í framhaldi: „Rannsóknarnefndin skal láta Alþingi í té skriflega skýrslu með rökstuddum niðurstöðum rannsóknar sinnar ásamt ábendingum og tillögum um úrbætur. Skýrslan skal þegar í stað gerð opinber."

 

Af ofangreindu er ljóst að ætlun löggjafans er að almenningur fái aðgang að skýrslunni um leið og hún er birt Alþingi.  Það er skynsamleg ráðstöfun.  Hins vegar má velta fyrir sér þeim hafsjó af gögnum sem rannsóknarskýrslan byggir á og aðgengi almennings og fræðasamfélaginu að þeim upplýsingum.  Þeir atburðir sem hér hafa átt sér stað eru þess eðlis að nauðsynlegt er að gera allt til að tryggja að þeir endurtaki sig ekki. Því er mjög mikilvægt að aðgangur að þeim gögnum sem til verða við vinnu rannsóknarnefndarinnar sé eins opinn og frekast sé kostur svo hægt verði að rannsaka málið til fullnustu og læra af mistökum fortíðarinnar.

 

Þingmannanefnd, landsdómur og ráðherraábyrgð

Þegar kemur að ráðherraábyrgð er vert að líta á 1. gr. laga nr. 3 frá 1963 um landsdóm.  Þar segir:  „Landsdómur fer með og dæmir mál þau er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra."  Í þessu felst að ráðherrar verða ekki dregnir fyrir landsdóm nema Alþingi ákveði svo.  Það leiðir hugann að því með hvaða hætti Alþingi er ætlað að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að kalla saman landsdóm eða ekki vegna hrunsins.

 

Þann 30. nóvember 2009 var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.  Frumvarpið felur í sér ákveðnar breytingar og viðbætur við ofangreind lög.  „Miða þær fyrst og fremst að því að búa í haginn fyrir framlagningu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og skýra hvað gerist í kjölfarið", að því er segir í greinargerð með frumvarpinu.  Í 1. gr. frumvarpsins segir:  „Alþingi kýs níu þingmenn í nefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum hennar. Um þingmannanefndina gilda ákvæði þingskapa um fastanefndir, eftir því sem við á, en nefndin setur sér að öðru leyti verklagsreglur. Hún gefur Alþingi skýrslu um störf sín, sbr. 26. og 31. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, getur lagt fram tillögur að öðrum þingmálum eftir því sem efni máls krefur og fylgt eftir ábendingum í skýrslunni um úrbætur á reglum með því að vísa þeim til viðkomandi fastanefndar ef ástæða er til."

 

Þar sem hlutverk og skyldur þingmannanefndarinnar eru ekki nægjanlega afmörkuð er hætt við því að rannsóknarskýrslan fái ekki viðeigandi meðferð. Það kann að hafa þær afleiðingar í för með sér að þeir aðilar sem ábyrgð bera í því máli sem hér er til umfjöllunar þurfi ekki að axla þá ábyrgð. Að auki eru engin tímamörk sett á vinnu þingmannanefndarinnar. Þess vegna er sá möguleiki fyrir hendi að störf hennar dragist út í hið óendanlega eða uns ráðherraábyrgð fyrnist. Í 14. gr. laga um ráðherraábyrgð segir: „Málshöfðun eftir lögum þessum getur eigi átt sér stað, ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina. Sök fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram."  Ljóst er að ábyrgð þingmannanefndarinnar er mikil því hún mun ein koma til með að hafa ákvörðunarvald um hvort og þá hvenær landsdómur verður kallaður saman vegna mála sem Alþingi kann að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.

 

Með hliðsjón af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu varðandi hvaða aðilar það eru sem höfuðábyrgð bera á því ástandi sem nú ríkir á Íslandi er hætt við því að tengsl og hagsmunaárekstrar muni gera trúverðugleika þingmannanefndarinnar að engu.  Til að mark verði takandi á störfum nefndarinar er það grundvallaratriði að þingmenn hafi ekki sjálfdæmi um það verklag sem varðar aðra þingmenn og ráðherra í þeirri vinnu sem framundan er. Niðurstöður úr könnun sem MMR birti þann 22. október 2009 styðja þá fullyrðingu, en einungis 18% aðspurðra segjast bera mikið traust til Alþingis.  Verði frumvarpið að lögum óbreytt er líklegt að það muni ekki verða til þess að auka veg og virðingu þingsins meðal landsmanna. Þvert á móti bendir allt til þess að slíkt yrði til þess að breikka gjánna á milli þings og þjóðar.

 

Alþingi þarf aðhald

Til að forða þjóðfélaginu og þinginu sjálfu frá þeirri stöðu að Alþingi veiti sjálfu sér aðhald í málinu hefur sú hugmynd skotið upp kollinum að Alþingi skipi nefnd fimm valinkunnra manna utan þings sem njóti óumdeilanlegs trausts meðal þorra almennings.  Þessa nefnd mætti auðkenna sem ráðgjafanefnd.  Sú nefnd fái það hlutverk að fjalla um þá þætti skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem snerta alþingismenn og ráðherra, núverandi og/eða fyrrverandi, og fjölskyldur þeirra.  Nefndin fjalli einnig um öll atriði sem snerta Alþingi sjálft sem stofnun og koma fram í skýrslunni.  Í fyrsta lagi skuli ráðgjafanefndin koma með tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum skýrslunnar.  Í annan stað skuli hún kanna grundvöll ábyrgðar á þeim atburðum sem leiddu til falls bankanna, kerfishruns og djúpstæðrar kreppu í fjármálalífi þjóðarinnar sem og algers samfélagslegs siðrofs.  Í þriðja lagi skuli nefndin móta tillögur að breytingum á lögum og reglum í því skyni að koma í veg fyrir að atburðir af því tagi, sem urðu hér á landi haustið 2008, endurtaki sig.  Þingmannanefndin gæti þá stuðist við tillögur ráðgjafanefndarinnar um viðbrögð Alþingis varðandi umrædda þætti skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

 

Aðkoma Hreyfingarinnar

Þau sjónarmið sem hér hafa verið rakin eru þau sjónarmið sem Hreyfingin hefur haldið á lofti við meðferð málsins á Alþingi.  Einnig lagði Hreyfingin til að þingmannanefndin yrði skipuð sex þingmönnum í stað níu og það skilyrði sett að enginn nefndarmanna hafi átt sæti á Alþingi fyrir október 2008 eða hafi óumdeilanlega nokkur tengsl við þá atburði eða gerendur þeirra atburða sem getið er í fyrirsögn frumvarpsins. 

 

Hugmyndum Hreyfingarinnar hefur aftur á móti ekki verið veitt brautargengi af hálfu fulltrúa þeirra flokka hverra þingmenn og/eða ráðherrar sátu á Alþingi haustið 2008.  Því til staðfestingar var öllum breytingartillögum Hreyfingarinnar hafnað við vinnslu frumvarpsins í forsætisnefnd.

 

Málinu er þó ekki lokið.  Frumvarpinu hefur nú verið vísað til allsherjarnefndar.  Á fundi nefndarinnar þann 8. desember 2009 var ákveðið að senda frumvarpið ekki til umsagnar utan þingsins en fá í staðinn umsagnaraðila sem formaður nefndarinnar valdi.  Fyrir fundinn sem haldinn var þann 10. desember 2009 lá fyrir tillaga frá Hreyfingunni um að fleiri kæmu fyrir  nefndina en formaður hennar lagði til.  Beiðni Hreyfingarinnar um að nefndin myndi óska eftir skriflegum umsögnum um frumvarpið líkt og jafnan tíðkast við nefndastörf hafði þá þegar verið hafnað.  Tillögu Hreyfingarinnar um gesti var hafnað af formanni nefndarinnar á því formsatriði að fulltrúi Hreyfingarinnar væri áheyrnarfulltrúi og því þyrfti samkvæmt reglum um þingsköp ekki að verða við ósk hans um gesti (þó vissulega væri það heimilt).

 

Á listanum voru meðal annarra:  Egill Helgason, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Hörður Torfason, Þorvaldur Gylfason, Gunnar Sigurðsson, og Eva Joly.  Í því samhengi má geta þess að í niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru þann 20. okt. 2009 kemur fram að 67% svarenda segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið, á meðan einungis 27% segjast bera mikið traust til rannsóknarnefndar Alþingis. 

 

Þann 18. Desember var málið aftur á dagskrá allsherjarnefndar og lagði Hreyfingin þá fram ítarlegar breytingartillögur við frumvarpið með beiðni um að breytingartillögurnar yrðu teknar fyrir í nefndinni.  Þeirri beiðni var hafnað.  Málið var svo á dagskrá á Alþingis í dag, 19. desember, og gerði Hreyfingin þá formlegar breytingartillögur við frumvarpið sem þingið þarf að taka afstöðu til.  Atkvæðagreiðslu um þær var frestað.

 

Þrátt fyrir ítarlegar, vandaðar og málefnalegar ábendingar og tillögur Hreyfingarinnar í þessu máli virðist enginn áhugi meðal annarra flokka á Alþingi að afgreiða málið með öðrum hætti en þeim sem tryggir hagsmuni þeirra afla sem voru við stjórnvölin við bankahrunið og í aðdraganda þess.  Eru alþingismenn færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, foringja sinna eða samstarfsmanna til margra ára? Eða er nauðsynlegt að hlutlausir utanaðkomandi aðilar komi að vinnslu málsins á öllum stigum þess, hvort heldur sem er sem álitsgjafar við lagasmíð eða sem fagmenn við afgreiðslu skýrslunnar?


mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing til vina okkar á Íslandi

Gunnar Tómasson skrifar: 

Ágætu vinir.

Hér er tölvupóstur sem ég sendi alþingismönnum í dag varðandi Icesave málið:

Icesave frumvarpið og Brussel viðmiðin

Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 felst höfnun af hálfu ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands á Brussel viðmiðunum frá 14. nóvember 2008 þar sem slegin var skjaldborg um endurreisnarmöguleika íslenzka hagkerfisins á komandi tíð. Í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 96/2009 voru viðmiðin sögð vera „forsenda fyrir veitingu ríkisábyrgðar” - forsenda sem ríkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands hafa sameinast um að virða að vettugi og bjóða nú Alþingi að gera slíkt hið sama.

Brussel viðmiðin eru efnahagslegs eðlis, en í athugasemdum við fyrirliggjandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 er þetta frávik frá Brussel viðmiðunum réttlætt á lagalegum forsendum sem hér segir:

„Ástæðan fyrir þessu fráviki frá 1. tölul. 2. gr. er sú að ensk lög gilda um samningana og Brussel-viðmiðin voru ekki talin nægilega skýr til að hægt væri beita þeim við að túlka lánasamningana í heild.

Talið er að einhliða réttur tryggingarsjóðsins og íslenska ríkisins til að framlengja lánin og upptaka árlegs greiðsluhámarks þeim til handa tryggi nægjanlega fjárhagslega stöðu íslenska ríkisins svo að það geti endurreist fjármála- og efnahagskerfi sitt. Af því leiðir að lánasamningarnir samrýmast Brussel-viðmiðunum enn betur en áður og draga úr líkum á að endurskoða þurfi samningana vegna mögulegrar bágrar fjárhagsstöðu íslenska ríkisins á lánstímanum.”

Með fullri virðingu, þá er „fjárhagsleg staða íslenska ríkisins” ekki afgerandi forsenda endurreisnar íslenzka efnahags- og fjármálakerfisins. 

Aukin skattheimta og niðurskurður samneyzlu getur vissulega styrkt fjárhagslega stöðu ríkisins en fórnarkostnaðurinn getur orðið geigvænlegur, eins og bandarísku hagfræðingarnir James K. Galbraith og William K. Black bentu á í eftirfarandi yfirlýsingu dags. 18. nóvember 2009 - íslenzk þýðing fylgir:

To our friends in Iceland.

We have reviewed the IMF staff report dated October 2009 and other materials concerning the question of sustainability of Iceland's gross external debt, estimated to be over three hundred percent of GDP as of now, and liable to rise sharply if the present exchange rate cannot be maintained.

We believe that these documents raise a number of grave questions.

The IMF report argues that a substantial part of the gross debt can be reduced by restructuring and by deleveraging Icelandic multinational corporations: in effect reducing their asset holdings and presumably their operations. This assumption depends on the capacity to liquidate external assets at or near their recorded value.  Nothing in the report assesses whether this is, indeed, plausible. Therefore the optimistic assessment with respect to net debt (~15 percent of GDP) appears to us questionable.

The IMF macroeconomic projections for Iceland expect a deep recession, but followed by a sharp recovery of the growth rate of real GDP - despite very large tax increases and exceptionally large reductions in public spending.

There is no basis in domestic demand for this forecast. The assumption rests on a very large increase in net exports, for which neither historical foundation nor actual industries and markets appear to have been established. If a very large currency depreciation were pursued under these conditions, that would immediately raise the external debt burden in relation to GDP.  It is also difficult to see how a business sector afflicted by a large decline in investment can simultaneously expand exports. Clearly the assumed surge in net exports can be had only by a large, sustained reduction of imports, affecting both investment and consumption, and therefore living standards.

The IMF report fails to consider the potential effect of large tax increases, cuts in public services, decline in domestic income, possible currency depreciation, and catastrophic unemployment on the incentive to emigrate for working people in Iceland.  It seems to us self-evident that the vast burden now being placed on a minute work force will induce emigration. And as the country's liability becomes increasingly concentrated on those who remain, it will become more difficult for those who would like to remain, to do so.

Iceland is a very small country, with a very small working population. The question facing the Althing is whether the burdens now being dictated to Iceland can reasonably be accepted by the Icelandic people. We are not in a position to answer this question: we merely pose it.  If the answer is in the negative, much more than the economy may prove to be at stake – but indeed the survival of the country as a going concern.

Yfirlýsing til vina okkar á Íslandi.

Eftir James K. Galbraith og William K. Black*

Við höfum farið gaumgæfilega yfir skýrslu AGS dags. 20. október 2009 og önnur gögn varðandi mat á sjálfbærni vergra erlendra skulda Íslands sem nú eru taldar vera yfir þrjú hundruð prósent af vergri landsframleiðslu og gætu hækkað mjög mikið ef ekki reynist kleift að viðhalda núverandi gengi krónunnar.

Við teljum þessi gögn vekja ýmsar alvarlegar spurningar.

Í AGS skýrslunni er því haldið fram að minnka megi talsverðan hluta heildarskuldanna með því að endurskipuleggja og draga úr skuldsetningu fjölþjóða íslenzkra fyrirtækja: í raun að minnka eignir þeirra og þá væntanlega umsvif þeirra. Þessi forsenda byggir á því að hægt sé að innleysa erlendar eignir á eða nálægt skráðu andvirði þeirra.  Ekkert mat er lagt á það í skýrslunni hvort hér sé um raunhæfan valkost að ræða. Okkur sýnist því bjartsýna matið varðandi hreina skuldastöðu (~15 prósent af VLF) vera hæpið.

Þjóðhagslegu spár AGS fyrir Ísland gera ráð fyrir því að kröftugur vöxtur VLF fari í kjölfarið á djúpum samdrætti þrátt fyrir mjög miklar skattahækkanir og fádæma stórfelldan niðurskurð opinberra útgjalda.

  

Engar forsendur fyrir þessari spá felast því í innlendri eftirspurn. Spáin grundvallast á mjög mikilli aukningu hreins útflutnings sem virðist hvorki vera grundvölluð á sögulegum viðmiðum né atvinnugreinum og mörkuðum sem þegar eru til staðar. Ef gripið yrði til stórfelldrar gengislækkunar við þessar kringumstæður myndi erlenda skuldabyrðin strax hækka sem hlutfalli af VLF. Eins er vandséð hvernig atvinnugrein sem verður fyrir miklum samdrætti fjárfestingar getur samtímis aukið útflutning. Augljóslega getur hugsanleg uppsveifla í hreinum útflutningi einungis átt sér stað með varanlegum samdrætti innflutnings og þarmeð almennra lífskjara.

AGS skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar, og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn þá verður erfiðara fyrir þá eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það.

Ísland er lítið land með takmarkaðan fjölda vinnufærra einstaklinga. Við Alþingi blasir sú lykilspurning hvort það sé raunhæft að ætla að þjóðin sætti sig við þær byrðar sem Íslandi er nú fyrirskipað að axla. Við erum ekki í stakk búnir að svara þessari spurningu: við setjum hana einungis fram. Ef svarið er neikvætt er ekki aðeins íslenzka hagkerfið í húfi - heldur framtíð Íslands sem starfhæf efnahagsheild.

*James K. Galbraith er prófessor í stjórnmálum/viðskiptatengslum (Lloyd M. Bentsen, jr. Chair) við Lyndon B. Johnson School of Public Affairs, The University of Texas at Austin.  William K. Black er lektor í hagfræði og lögum við The University of Missouri-Kansas City.

  

Galbraith og Black eru hagfræðingar í fremstu röð sem hafa engra hagsmuna að gæta varðandi úrlausn Icesave-málsins.

Það væri atlaga að almannahag af hálfu Alþingis að láta „alvarlegar athugasemdir” þeirra við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem vind um eyru þjóta.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

***

Samþykkt Alþingis á Icesave lagafrumvarpinu myndi tefla í tvísýnu stöðu Íslands sem starfhæfrar efnahagsheildar.  

Í 26. grein stjórnarskrárinnar felst nauðvörn gegn slíku frumhlaupi af hálfu Alþingis:

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Kveðja,

Gunnar Tómasson


mbl.is Vara við gengisáhættu vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu / Álitsgerðir

Ég er þeirrar skoðunar að farsælast sé að vísa málinu í dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að því sögðu má ég til með að vekja athygli á álitsgerðum þeim sem unnar voru í Efnahags- og skattanefnd: 

Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson skrifa undir þetta:
,,Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um skuldaþol íslenska þjóðarbúsins er hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins af VLF áætlað 310% fyrir árið 2009. Við útreikning á hlutfallinu gjaldfærir sjóðurinn heildarupphæð Icesave-lánasamninganna og nemur upphæðin um 49% af VLF eða um 721 milljarði kr. sem kemur til viðbótar annarri skuldsetningu opinberra aðila og einkaaðila. Þess má geta að AGS notar alþjóðlega staðla við mat á skuldbindingum og miðar alltaf við heildarskuldsetningu þjóðarbús við erlenda aðila sem hlutfall af VLF. Í nóvember 2008 mat AGS að 240% skuldahlutfall væri „augljóslega óviðráðanlegt“ (clearly unsustainable). Ári síðar telur sjóðurinn að 310% hlutfall sé viðráðanlegt. Þessi mótsögn í mati sjóðsins er athyglisverð í ljósi þess að íslenska ríkið gæti ekki ábyrgst lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu ef skuldaþolsmörkin frá því í nóvember 2008 héldu og væru enn 240%. Það er ekki hægt að útskýra þessa stefnubreytingu AGS nema með þeim hætti að Bretar og Hollendingar hafi beitt pólitískum þrýstingi í stjórn AGS til að tryggja að íslenska ríkið taki á sig Icesave-skuldbindingarnar."

Þór Saari er ábyrgur fyrir þessari klausu:
,, Greiðslur af Icesave-lánunum eru í erlendum myntum (evrum og pundum) og þarf að afla þess gjaldeyris með afgangi af útflutningstekjum. Tölur Seðlabankans sýna hins vegar að halli á vöru- og þjónustujöfnuði hefur verið neikvæður 12 af síðustu 19 árum. Afgangur hefur mest verið 22 milljarðar kr. árið 1994 og fyrir þau sjö ár á tímabilinu 1990–2008 þegar ekki var halli á viðskiptunum var afgangurinn samanlagt um 76 milljarðar kr. Samanlagður halli á vöru- og þjónustujöfnuði frá árinu 2000 er 632 milljarðar kr. eða 70 milljarðar kr. að meðaltali á ári. Umsögn Seðlabankans frá í sumar gerir hins vegar ráð fyrir 163 milljarða kr. afgangi af viðskiptum við útlönd á hverju ári að meðaltali næstu 10 árin. Nýjustu spár Seðlabankans gera einnig ráð fyrir að útflutningstekjur verði um helmingur vergrar landsframleiðslu, hlutfall sem er algerlega óraunhæft og hefur þetta hlutfall hæst náð um 33% af VLF þegar best var."

Birkir Jón Jónsson, Pétur Blöndal og Ásbjörn Óttarsson segja:
,,3.2. Óendanleg ríkisábyrgð.
    Í efnahagslegu fyrirvörunum er gert ráð fyrir að ef hagvaxtarreglan leiðir af einhverjum orsökum til þess að eitthvað stendur eftir af höfuðstóli árið 2024 verða lánin framlengd allt þar til þau hafa verið greidd upp. Vísbendingin sem er falin í því að lán hafi verið framlengd eftir 2024 er að hagvaxtarforsendur hafi brostið. Ef svo fer verður íslenskt efnahagslíf fast í vítahring stöðnunar og versnandi lífskjara og ekki er tekið mið af Brussel-viðmiðunum. Óásættanlegt er að setja enn auknar byrðar á Íslendinga við slíkar aðstæður. Á þessu atriði tók efnahagslegi fyrirvarinn sem aftengdur var."

Forvitnilegt?

Nánar hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0247.html

 


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endinn skoða

 


mbl.is Hætta á greiðslufalli OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband