Heimavarnarliðið

Hópur aðgerðarsinna sem tók virkan þátt í Búsáhaldabyltingunni síðast liðinn vetur hefur tekið sig saman og stofnað heimavarnarlið til varnar heimilum landsins.

Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.

Í tilkynningu frá Heimavarnarliðinu kemur fram að:

  • Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
  • Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styða markmið þess.
  • Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft samband í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com

Frá þessu er greint á Svipunni


mbl.is Uppboð auglýst á 150 eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Þórður Björn; æfinlega !

Og; þakka þér fyrir síðast, þá við fundumst, á Gamlaársdag, syðra.

Þið Hagsmunasamtaka menn, eruð rjóminn, af okkar lands þegnum - og á mörgum eftir að þykja vænt, um liðveizlu ykkar, þá; fram í sækir.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Óskar, þakka þér fyrir innlitið og góða kveðju.

Takk fyrir síðast sömuleiðis.

Þórður Björn Sigurðsson, 9.1.2010 kl. 23:34

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

frábært framtak!

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stoltur af því að vera komin í herinn.

Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 20:11

5 identicon

Og en er ekkert gert fyirr fólkið á þessu landi. Þetta finnst mér ekki gott.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband