Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þjóðarsátt um þak á verðbætur

Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána.  Á tímum þegar nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að draga úr skuldsetningu heimilanna, þá sýnir ríkisstjórnin algjört skilningsleysi á því ófremdarástandi sem hér ríkir.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða sem koma í veg fyrir að þær hækkanir, sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi, þyngi lánabyrði heimilanna.  Samtökin taka undir tillögur þingflokks Framsóknarmanna um að sett verði 4% þak á verðbótarþátt fjárskuldbindinga, enda er það ein af grundvallarkröfum samtakanna. 

Frumvarpið endurómar tillögur margra flokka og einstakra þingmanna í öðrum flokkum. Hvetja samtökin því til þess að frumvarpið fái sem fyrst þinglega meðferð, þrátt fyrir að um þingmannamál minnihluta sé að ræða. Fólkið í landinu er örvæntinarfullt og þingið þarf að sýna að það skilji neyð þess. Nú er ekki tíminn til að karpa um hver lagði frumvarpið fram eða hver fær heiðurinn af því.

Með því að setja 4% þak á verðbótaþátt fjárskuldbindinga gefst ríkisstjórninni auk þess svigrúm til frekari tekjuaflandi aðgerða, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á greiðslubyrði lána um ófyrirséða framtíð. 

Samtökin gera sér fulla grein fyrir að fleira er verðtryggt en fjárskuldbindingar, svo sem lífeyrir, bætur úr ríkissjóði og skattleysismörk.  Vissulega þurfi að fara varlega í að rjúfa sumar slíkar tengingar með einu pennastriki, en ef tíminn til áramóta er nýttur vel, þá má örugglega finna farsæla lausn á þeim vanda.  Í því samhengi lýsa samtökin yfir eindregnum samstarfsvilja.

Hér mun aldrei ríkja þjóðarsátt um aðhaldsaðgerðir af neinu tagi nema að skuldsettar fjölskyldur sjái að staða þeirra batni við aðgerðir stjórnvalda í stað þess að versna.  Fólk verður að sjá ljós við enda ganganna.  

Mikilvæg aðgerð á þeirri vegferð er að grípa án tafar inn í verðlagstengingu lána.  Því fara samtökin þess á leit við Alþingi að frumvarp Framsóknarflokksins um breytingar á lögum nr. 38/2001 verði afgreitt hratt og vel.  Hagsmunasamtök heimilanna hvetja Alþingi til að senda þjóðinni skýr skilaboð um að það skilji áhyggjur þjóðarinnar og skuldbindi sig til aðgerða sem veiti henni von inn í framtíðina.

29. maí 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is


mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinar nýju stéttir - lánadrottnar og skuldunautar

Ingólfur H. Ingólfsson skrifar: 

,,Félagsfræðin er í essinu sínu þegar kemur að því að skilgreina stéttir og stéttarstöðu fólks en í uppsláttaritum fara venjulega margar blaðsíður í útskýringarnar. Ég læt mér hins vegar nægja að útskýra stéttarhugtakið sem aðskilnað einstaklinga og hópa eftir efnahag og efnahagslegri stöðu í samfélaginu. Þessi örstutta stéttarpæling er nauðsynlegur inngangur að því sem ég kalla hina nýju stéttir (ég er nú einu sinni félagsfræðingur).

Í árdaga iðnbyltingarinnar fjaraði út skiptingin á milli aðalsmanna og leiguliða en í stað hennar kom aðskilnaður á milli verkalýðs og eigenda framleiðslutækja – öreiga og kapítalista. Þessi stéttaskipting verkalýðs og atvinnurekanda var ríkjandi allt fram á níunda áratug síðustu aldar en þá verður sú grundvallar breyting á að almenningur fær nánast óheftan aðgang að peningum, lánsfé, til þess að bæta sér upp launatekjur. Almenn neysla fer að hafa meiri áhrif á hagvöxt en sjálf framleiðslan og nær hámarki sínu eftir síðustu aldamót þegar hún verður 65% af hagkerfinu á Íslandi og 70% í Bandaríkjunum, á sama tíma er hlutdeild fjárfestinga í hagkerfinu aðeins 15% (og fjórðungur af því eru húsbyggingar). Það dró einnig verulega úr stéttaátökum á þessum tíma og með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990 tekst samkomulag á milli stríðandi stétta um að allir fái sinn skerf af þjóðartekjunum. (þetta samkomulag hefur meira og minna haldist fram til dagsins í dag, enda ekki svo erfitt að deila köku sem fer sífellt stækkandi. Að ætla að endurtaka sama leikinn núna með svo kölluðum stöðugleikasáttmála, þegar kakan fellur saman í ofninum, kann að verða öllu erfiðara). Á uppgangstímanum þegar allir fá meiri peninga kemur varla á óvart að margur fræðimaðurinn hafi lítið svo á að stéttaskiptingin væri liðin undir lok. (Þeir fátæku eru líka að fá meira af peningum þó að þeim fari fjölgandi en það er vegna þess að þeim ofurríku fjölgar einnig, en ekki vegna þess að hinir fátæku séu að fá minna). Svo bættist við hrun kommúnismans, eins og til frekari staðfestingar á því að þjóðfélag kapítalismans væri ekki aðeins það besta sem mannkynið hefði fundið upp heldur væri það eilíft.

Það sem gerist um áttunda áratuginn er að almennir launþegar geta aukið við ráðstöfunartekjur sínar með lántökum. Með kreditkortum og raðgreiðslum, yfirdrætti og skuldabréfaútgáfu gat almenningur í fyrsta skipti í sögunni margfaldað neyslu sína umfram tekjur af launavinnu. Þessi skuldsetning heimilanna dreif svo áfram gífurlegan hagvöxt í þjóðfélaginu. Það sem skipti máli var aðgangur að lánsfé, ekki kauphækkanir. Verkalýðshreyfingin missir ítök sín en í stað þeirra verða lánastofnanir að bandamanni og verslunarkjarnar og Kringlur að samverustað fjölskyldnanna. Fjölskyldan sameinast ekki lengur í því að afla tekna heldur í því að eyða þeim.

Það tók innan við þrjátíu ár að breyta aldagamalli stéttarskiptingu þjóðfélagsins úr því að vera á milli launþega og atvinnurekenda í það að vera á milli lánadrottna og skuldunauta. Hver einasti vinnandi maður skuldar lánastofnun sinni að meðaltali tvöfaldar til þrefaldar árstekjur sínar. Vaxtakjör skipta orðið meira máli en launakjör. Samningstaða gangvart lánadrottni skiptir meira máli en við vinnuveitanda og það sem gerir stöðuna sérstaklega erfiða er að það eru engin stéttarsamtök skuldara til, aðeins stéttarsamtök launþega.

Á Íslandi er óréttlætið í stéttskiptingu skuldunauta og lánadrottna ekki fólgið í því að stéttaskiptingin sé yfirhöfuð til, heldur er það fólgið í verðtryggingu lánsfjármagns. Það er gegn þessu óréttlæti sem almenningur er að berjast, óháð því hverjar tekjur hans eru og óháð því hvort hann á eitthvað af eignum eða ekki. Sá göfugi vilji ríkisstjórnarinnar að ætla að ræða málefni heimilanna í landinu við samtök atvinnulífsins eru því dæmd til þess að mistakast. En henni er kannski vorkunn því að við hvern á hún að tala? Það eru bara til heildarsamtök lánadrottna en engin heildarsamtök skuldunauta! Mín fátæklegu ráð til ríkisstjórnarinnar eru því einfaldlega þau að hlusta á fólkið í landinu og framkvæma svo vilja þess."

***

Ég bendi áhugasömum á Hagsmunasamtök heimilanna: 
www.heimilin.is
HH eru í það minnsta vísir að ,,samtökum skuldunauta".


5 spurningar

1.  Eiga stjórnmálaflokkar og aðildarfélög að opna bókhaldið lengra aftur í tímann?  T.d. allar götur frá því að einkavæðingarferlið hófst?
http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/nr/247

2.  Eiga stjórnmálamenn að opna bókhaldið vegna prófkjara jafn langt aftur í tímann?

3.  Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að skila styrkjunum líkt og formaður flokksins sagðist myndi gera?

4.  Ættu aðrir flokkar að endurgreiða styrki?

5.  Er líklegt að ofangreindar aðgerðir yrðu til þess fallnar að auka tiltrú almennings á stjórnvöldum?

Hvað finnst þér?


mbl.is Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgni milli verðtryggingar og verðbólgu

,,S. Fischer (1981) skoðaði gögn um verðtryggingu í mörgum löndum
og tengsl hennar við verðbólgu með aðfallsgreiningu. Niðurstaða
hans var að engin fylgni sé á milli verðbólgu og verðtryggingar launa,
skatta, tryggingabóta eða fjárfestingar. Hins vegar fann hann fylgni milli
verðbólgu og verðtryggingar skuldabréfa. Þessi niðurstaða Fischers sýnir
að verðbólga er að jafnaði meiri í þeim löndum þar sem er verðtrygging
skuldabréfa.”

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6809


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ábyrgðin heimilanna?

Haraldur L. Haraldsson skrifar:
http://visir.is/article/20090528/SKODANIR03/353225423

Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um að heimilin hafi sýnt óráðsíu í lántökum undanfarin misseri og beri því að axla sínar byrðar vegna þess. Þegar rýnt er í tölur varðandi lán íslenska þjóðarbúsins má lesa úr þeim ýmsar upplýsingar. Síðastliðin fjögur ár hafa erlendar skuldir aukist verulega og langt umfram það sem þjóðarbúið getur borið. Hver er hlutur heimila í þessum lántökum?

Skuldir heimila við lánakerfið í septemberlok 2008
Í millj. kr. Hlutfall
Lán í ísl. krónum 1.575.014 83,3%
Gengistryggð lán 315.360 16,7%
Samtals 1.890.374 100%
Tafla 1
Heimild: Seðlabanki Íslands

Taflan hér að framan sýnir heildar­skuldir heimila við lánakerfið. Hér er um að ræða skuldir við bankakerfið, ýmis lánafyrirtæki, lífeyris­sjóði, tryggingafélög og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Samkvæmt því sem taflan sýnir voru gengistryggð lán heimila í lok september 16,7% af heildarskuldum heimila við lánakerfið. Rétt er að fram komi að heimilin eru með eignarleigusamninga að fjárhæð 85.268 m. kr. Ekki liggur fyrir hvernig þessir samningar skiptast á milli gengistryggðra og verðtryggðra samninga. Þessi upphæð er hér talin með lánum í íslenskum kr. Hún nemur 4,5% af heildarskuldum heimila. Hluti þessara samninga eru gengistryggðir. Ekki er vitað hversu háar þær upphæðir eru.



 

Skuldir fyrirtækja við bankakerfið

Aðgengilegar upplýsingar eru til um skuldir fyrirtækja við bankakerfið. Tafla 2 sýnir hvernig skuldir fyrirtækja skiptast á milli íslenskra króna og skulda þeirra sem eru gengistryggðar við bankakerfið.

Skipting útlána til annarra en heimila í septemberlok 2008
Í millj. kr. Hlutfallsleg skipting
Lán í ísl. krónum 1.169.635 30%
Gengistryggð lán 2.686.074 70%
Samtals 3.855.708 100%
Tafla 2
Heimild: Seðlabanki Íslands

Eins og tafla 2 sýnir voru gengistryggð lán fyrirtækja orðin 70% af heildarskuldum þeirra við innlánsstofnanir í septemberlok 2008. Væntan­lega segir þetta nokkuð um þá vaxtastefnu sem rekin hefur verið hér undanfarin misseri. Það hefur verið álit margra að vextir á Íslandi hafi verið orðnir svo háir að almennt hafi fyrirtæki ekki getað staðið undir þeim vaxtakostnaði og því hafi fyrirtæki í auknum mæli tekið gengis­tryggð lán. Einnig ætti þetta að segja nokkuð um hver staða íslenskra fyrirtækja almennt er í dag með svo hátt hlutfall af gengistryggðum lánum.



 

Erlendar skuldir annarra en banka

Hér er um að ræða aðila sem tekið hafa lán beint hjá erlendum bönkum og lánastofnunum en ekki með milligöngu íslenskra banka. Um er að ræða opinbera aðila, þ.m.t. sveitarfélög, félög í eigu ríkis og sveitarfélaga og væntanlega stór íslensk félög sem hafa haft bolmagn til að taka lán beint hjá erlendum bönkum. Hér er um að ræða skuldir sem staðið verður að mestu við að greiða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að hér er ekki um að ræða hluta af skuldum íslensku bankanna.

Erlendar skuldir annarra en banka

í millj. kr.
2004 2008
Seðlabankinn 142 371.352
Ríki og sveitarf. 212.384 533.988
Aðrir geirar 173.731 1.136.172
Bein fjárfesting 56.946 247.241
Samtals 443.203 2.288.753
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
48,4% 151,2%
Tafla 3
Heimild: Seðlabanki Íslands

Eins og taflan sýnir er gríðarleg aukning erlendra lána. Aukningin er fimm föld á fjögurra ára tímabili, þ.e. frá árslokum 2004 til ársloka 2008. Þessi skuldsetning nemur 151% af vergri landsframleiðslu. Samanborið við 48% af vergri landsframleiðslu árið 2004. Að því gefnu að erlendar skuldir orkufyrirtækja séu að mestu teknar beint erlendis vega þau nokkuð þungt í skuldsetningunni. Þannig eru samtals erlendar skuldir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, skv. ársreikningum þessara félaga, samtals 515 ma. kr. Erlendar skuldir Landsvirkjunar eru um 80% af skuldum félagsins og Orkuveitu Reykjavíkur um 90%. Fyrir liggur að mörg sveitarfélög hafa tekið lán erlendis sem nú eru að sliga þau.

Að undanförnu hefur gengisvístala íslensku krónunnar farið hækkandi og því borið við að um sé að ræða þrýsting á krónuna vegna mikilla vaxtagreiðslna af svokölluðum Jöklabréfum. Umræðan er eins og að ekki þurfi að greiða af öðrum erlendum skuldum. Rætt er um að þessi Jöklabréf séu að höfuðstól um 500 ma. kr. Skuldir annarra en banka eru skv. framanrituðu 2.288 ma. kr. Hér er um að ræða að stórum hluta skuldir vegna hins opinbera og tengdra aðila. Miðað við að vextir af þessum lánum séu að meðaltali 3,5% gerir það í vaxtagreiðslur á ári um 80 ma. kr. Það er eins og þessar erlendu skuldir þjóðarbúsins gleymist í allri umræðunni. Þessar skuldir hreinsast ekki út með gjaldþroti bankanna. Þessi skuldsetning hlýtur að setja mikinn þrýsting á íslensku krónuna með þeirri afleiðingu að verðlag hækkar. Hverjir bera ábyrgð á þessum lántökum? Heimilin hafa hvergi komið hér nærri.



 

Peningastefna undangengin ár

Af framanrituðu má ljóst vera að peningastefna íslenskra stjórnvalda undanfarin ár hefur algerlega mistekist. Hún hefur einkennst af háum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands og frjálsu flæði fjármagns inn í landið. Á sama tíma var nægt fjármagn til á erlendum mörkuðum og stýrivextir annarra Seðlabanka mun lægri en á Íslandi. Á peningastefnunni bera stjórnvöld ábyrgð en ekki heimilin.

Stýrivextir á Íslandi hafa verið svo háir að nánast enginn atvinnurekstur hefur getað staðið undir þeim. Á sama tíma hefur boðist erlent fjármagn á mun lægri vöxtum. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki bæði í einkaeign og opinberri eigu hafa nánast alfarið snúið sér að gengistryggðum lánum á þeim vaxtakjörum sem viðgengust í viðkomandi löndum. Má í því sambandi nefna m.a. Orkuveitu Reykjavíkur með um 90% af sínum lánum erlendis frá og hlutfall gengistryggðra lána fyrirtækja hjá bankakerfinu 70%. Háir stýrivextir hafa ekki einungis leitt til þess að leitað hefur verið eftir erlendum lántökum heldur hafa erlendir fjármagnseigendur einnig verið tilbúnir að koma með peninga til ávöxtunar á háum vöxtum hér á landi. Miklu hærri en í nágrannalöndunum.

Afleiðingin af þessari stefnu hefur verið sú að hér hefur verið nægt framboð af peningum langt umfram hagvöxt og innlendan sparnað sem síðan hefur komið fram í aukinni verðbólgu. Jafnframt að íslenska krónan var framan af mun sterkari en raunveruleg efni stóðu til. Einnig má ætla að þau fáu fyrirtæki í atvinnurekstri sem tekið hafa lán í íslenskum krónum með svo háum vöxtum hafi þurft að velta kostnaði af þeim lánum út í verðlagið sem síðan hefur leitt til hærri verðbólgu. Að lokum hrundi allt bankakerfið.

Enn eru stýrivextir á Íslandi mun hærri en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að hér sé verulegur samdráttur. Ástæðan er sögð Jöklabréf þrátt fyrir að aðrar erlendar skuldir en banka séu margfalt hærri en svokölluð Jöklabréf. Háir stýrivextir geta ekki gert annað en ýtt undir verðbólgu þegar fyrirtæki þurfa að taka slík lán svo ekki sé minnst á heild- og smásöluaðila, sem þurfa að fjármagna sig með slíkum dýrum lánum. Þeir hljóta að velta kostnaðinum beint út í verðlagið. Eitt af brýnustu verkefnum stjórnvalda er að lækka stýrivexti.Hagsmunasamtök heimila vara stjórnvöld við háum stýrivöxtum.



 

Vara við frekari erlendum lántökum

Samkvæmt framanrituðu eru erlendar skuldir annarra en banka í árslok 2008 2.289 ma. kr. og nema 151% af vergri landsframleiðslu. Væntanlega hefur þessi skuldsetning leitt til versnandi lánshæfismats á Íslandi. Gert hefur verið samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkur þjóðlönd um lántöku að upphæð um kr. 650 ma. kr. og að auki er rætt um yfirtöku á skuldum vegna gamla Landsbankans vegna svokallaðra ICESAVE-reikninga, að upphæð um 650 ma. kr.

Ef af þessu verður er skuldaaukningin samtals um 1.300 ma. kr. til viðbótar við 2.289 ma. kr. Þannig gætu erlendar skuldir þjóðarbúsins verið orðnar um 3.589 ma. kr. í árslok 2009, eða 240% af áætlaðri vergri landsframleiðslu í ár. Rétt er að leggja áherslu á að vegna lántöku vegna ICESAVE-reikninga koma peningur ekki inn í landið, heldur einungis skuldaaukning. Hætta er á að þetta geti leitt til enn frekari lækkunar á lánshæfismati Íslands með enn frekari útgjöldum fyrir ríki, sveitarfélög og félög í eigu ríkis og sveitarfélaga. Slíkum kostnaði er síðan velt yfir á heimilin með hækkun skatta, lakri velferðarþjónustu og hækkun þjónustugjalda o.s.frv.

Jafnframt gæti þessi lántaka haft neikvæð áhrif á gengi íslensku krónunnar og vegið þar með á móti lántöku frá AGS. Með vísan til framanritaðs vara Hagsmunasamtök heimilanna við frekari erlendum lántökum af hálfu ríkisins.



 

Tillaga til sáttar

Af framanrituðu má ljóst vera að það hafa ekki verið íslensk heimili sem farið hafa ógætilegast í erlendum lántökum, því er ábyrgðin ekki þeirra. Sú peningastefna sem fylgt hefur verið hefur neytt fyrirtæki og sveitarfélög til að taka erlend lán. Vegna þessa þurfa m.a. sveitarfélög að finna leiðir til að draga úr kostnaði m.a. að lækka laun starfsmanna, hækka gjöld og skatta, sem allt kemur niður á heimilunum. Að auki eru skuldir heimila að sliga þau. Af framanrituðu má sjá að mistök hafa verið gerð sem nú eru að bitna á heimilum þessa lands án þess að þau hafi komið þar nærri.

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka tillögur sínar um að komið verð til móts við heimili og fyrirtæki í landinu:1. Gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán miðað við það gengi sem var þegar viðkomandi lán var tekið.

2. Vísitala neysluverðs verði leiðrétt. Þannig taki bæði skuldarar og lánveitendur á sig skaðann af bankahruninu.

Verði farið að þessum tillögum mun fjölda heimila og fyrirtækja verða forðað frá gjaldþroti. Þetta mun leiða til þess að hjól atvinnulífsins fara að snúast að nýju.

Fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna,
Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur.


mbl.is Kreppan grefur undan mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur um aðgerðir

Fundur um aðgerðir þ.m.t. greiðsluverkfall

Miðvikudaginn 27. maí kl 20:00
Borgartúni 3

Framsögur:
Friðrik Ó Friðriksson, stjórnarmaður í HH
Axel Pétur Axelsson, stjórnarmaður í HH

Spurningar og umræður.

Hvernig er hægt að verja réttindi lántakenda?
Kynning á réttindabaráttu lántakenda með greiðsluverkfalli.
Hvað er sameiginlegt með vinnuverkfalli og greiðsluverkfalli?
Hvert er markmiðið með greiðsluverkfalli?
Er greiðsluverkfall löglegt?
Hvaða fleiri aðgerða getum við gripið til?
Hvaða réttarbóta eigum við að krefjast?
Fjármagnseigendur virðast skrifa lögin fyrir sig.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda kemur á fundinn og svarar spurningum.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og allir eru velkomnir.

Stjórnin


mbl.is 77 ára og skuldum vafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna fá nýju bankarnir leiðréttingu á kostnað heimilanna?

IMG_2910 

Ólafur Garðarsson kemst vel að orði.  Leiðrétting var það heillin.  Og hvers vegna leiðrétting?

Vegna þess að lánin hafa hækkað upp úr öllu valdi án þess að almenningur hafi nokkuð til þess unnið.  Aftur á móti hefur sá sem lánaði gert all nokkuð í þá veru.

Sá aðili er nú farinn á ríkisábyrgðan hausinn.

IMG_2908

Það fyrsta sem ríkið gerði var að lofa innstæðueigendum og peningamarkaðssjóðseigendum upp í ermina á sér.  Ágætt mál.  Eða er ekki geymdur eyrir græddur?  Reyndar þurfti að semja neyðarlög sem mismuna kröfuhöfum til að svo gæti farið en hverjum er ekki sama um einhverja útlendinga?  Það er seinni tíma vandamál (170 milljarða fjárlagagat í boði IMF?). 

En bíðum nú við.  Hvernig ætlar ríkið nú að standa við þetta ermaloforð?

Verðtryggðu lánin eru sögð ganga á milli gömlu og nýju bankanna með 20% afslætti á meðan gengistryggðu lánin fara á hálfvirði.  Það er sirka bát sú krafa sem Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á til handa heimilunum.  Þ.e.a.s. að leiðréttingin verði látin ganga áfram alla leið.  Annað væri hreinn og klár þjófnaður.

IMG_2900

Þetta er svo rakið dæmi að allir skilja hversu glórulaus afstaða stjórnvalda er í málinu.  Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa meira að segja ályktað um málin í þá veru að það beri að grípa til aðgerða á borð við þær sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til.

IMG_2896

Hvers vegna er þetta ekki gert?  Hverra hagsmuna er verið að gæta?


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00

Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu þvím miður hvergi nærri fullnægjandi.  Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009.  Árið 2007 var um að ræða 7.500
fjölskyldur.  Þetta er 380% aukning.

Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána.  Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar.  Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á
efnahagshruninu með þessum hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi

Hljómsveitin EGÓ kemur fram

TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is


mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00

Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu þvím miður hvergi nærri fullnægjandi.  Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009.  Árið 2007 var um að ræða 7.500
fjölskyldur.  Þetta er 380% aukning.

Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána.  Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar.  Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á
efnahagshruninu með þessum hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:
* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi

Hljómsveitin EGÓ kemur fram

TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is


mbl.is Samstöðufundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00

Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi.  Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009.  Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur.  Þetta er 380% aukning.  

Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána.  Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar.  Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.  

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:

* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ræðumenn:
Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi

Hljómsveitin EGÓ kemur fram

TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM
www.heimilin.is



mbl.is Súperhetjur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband