Færsluflokkur: Bloggar

Af sambandi viðskipta og stjórnmála

Áttunda bindi skýrslu RNA ber heitið Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008. Í kafla II. 3 segir:  „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna". Enn fremur segir í niðurlagi kaflans þar sem ályktanir eru dregnar og komið er inn á þá lærdóma sem draga þurfi af fortíðinni:  „Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins."

Vegna ábendinga Evrópuríkja gegn spillingu (Greco) var sett á laggirnar nefnd sem endurskoðaði lög um fjármál stjórnmálasamtaka sem sett voru 2006 (líka vegna ábendinga Greco).  Það er svo sérstakt rannsóknarefni hvers vegna sú löggjöf sem samþykkt var 2006 hefur leitt af sér stórauknar fjárveitingar til flokkanna úr ríkissjóði eins og Guðmundur Magnússon segir í bókinni Nýja Ísland - listin að týna sjálfum sér (bls 144).  Niðurstaðan úr umræddri endurskoðunarvinnu var lagasetning í september 2010.

Málið var lagt fram af formönnum allra flokka á þingi utan Hreyfingarinnar sem gagnrýndi að lögin gerðu hvorki ráð fyrir að rofin verði óeðlileg tengsl á milli viðskipta og stjórnmála né að jafnræðis verði gætt við úthlutun opinberra fjármuna.  Stjórnmálasamtök og stjórnmálamenn geta áfram tekið við peningum frá fyrirtækjum.  Þá er flokkum og flokksmönnum heimilt að taka við peningum frá einstaklingum án þess að upplýst sé í öllum tilfellum um viðkomandi styrkveitendur.  Þessar ráðstafanir eru í andstöðu við markmið laganna sjálfra sem er að „...draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum."  Einnig er lögunum ætlað „...að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið."  Að þessu leiti eru lögin í innra ósamræmi sem seint verður talin vönduð lagasetning.

Gagnrýni Hreyfingarinnar virtist skila sér að einhverju marki í umræðum um málið á Alþingi, ef marka má orð Róberts Marshall, formanns allsherjarnefndar, þó ekki hafi hann treyst sér til að ganga lengra en raun ber vitni: „Virðulegur forseti. Ég get ekki annað en tekið vel í þá fyrirspurn sem til mín er beint í þessum efnum því að eins og hv. þingmanni er kunnugt tel ég hér um að ræða skref í rétta átt og vildi gjarnan að gengið yrði lengra. Hins vegar er það einfaldlega svo að ef maður lætur „pragmatíkina" ráða - ég leyfi mér að sletta því orði hér í ræðustól Alþingis - er hér á ferðinni frumvarp sem er góð sátt um á milli meiri hluta þings og allra stjórnmálaflokka og því öruggt að þær breytingar sem hér eru kynntar til sögunnar gangi í gegn. Hins vegar hef ég ákveðnar skoðanir í þá áttina hvað varðar nafnleyndargólfið sem hér er sett í 200 þús. kr., hvort það eigi yfir höfuð að vera til staðar, ég mundi gjarnan vilja skoða það. Því sjónarmiði hefur jafnframt verið hreyft að fyrirtækjum eigi ekki að vera heimilt að styrkja stjórnmálaframbjóðendur eða stjórnmálasamtök."

Í byrjun október birtust niðurstöður skoðanakönnunar um efnið.  Dagana 8. - 15. september 2010 kannaði Capacent Gallup afstöðu almennings til styrkja frá fyrirtækjum og einstaklingum til stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka.  Í ljós kom að afgerandi meirihluti, eða 68%, eru andvíg því að íslenskum stjórnmálamönnum og stjórnmálasamtökum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá fyrirtækjum.  Þá segjast 79% þjóðarinnar andvíg því að stjórnmálamönnum og stjórnmálasamtökum sé heimilit að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess einstaklings sem veitir styrkinn sé gefið upp. Niðurstöður könnunar tala sínu máli.  Jafnframt benda þær til þess að yfirgnæfandi meirihluti almennings styðji hugmyndir Hreyfingarinnar í þessum efnum.  

Til að fylgja málinu eftir hafa þingmenn Hreyfingarinnar svo nýlega lagt fram lagafrumvarp.  Helstu breytingar frumvarpsins eru þær að banna framlög lögaðila til stjórnmálasamtaka og að takmarka fjárframlög einstaklinga við 200 þús. kr., þó þannig að framlög hærri en 20 þús. kr. skuli gera opinber innan þriggja daga frá því að þau voru móttekin. Þá er lagt til að horfið verði frá því fyrirkomulagi að stærri stjórnmálasamtök fái hærri fjárframlög en þau sem eru minni.

Fleiri aðilar í samfélaginu hafa vakið máls á fjármálum stjórnmálasamtaka, til að mynda hefur Lýðræðisfélagið Alda sent stjórnlagaráði erindi sem fjallar meðal annars um efnið. 

Þá er nýafstaðin þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave III.  Kosningabarátta já og nei hreyfinga í aðdraganda hennar gefur tilefni til að ræða hvort ekki sé nauðsynlegt sé að setja reglur þar að lútandi.  Ef sú niðurstaða að 68% eru andvíg fjárframlögum frá fyrirtækjum til stjórnmálasamtaka er einhver vísbending um afstöðu manna til fjármála já og nei hreyfinga þarf það ekki að koma á óvart að einhverjir hafi sett spurningamerki við það að öflug hagsmunasamtök á borð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja hafi, samkvæmt frétt mbl, styrkt annan hópinn um eina milljón per samtök. 

Ekki hafa já og nei hreyfingarnar opnað bókhaldið, enda er þeim það ekki skylt.  Talsmenn já hreyfingarinnar Áfram sögðu þó að bókhaldið yrði lagt fram að baráttunni lokinni.  Á vefsíðu AMX má lesa að talsmenn já hreyfingarinnar hafi sagt að um 10 milljónir hafi safnast, miðað við umfang kosningabaráttunnar er það þó dregið í efa af AMX.  Talsmenn nei hreyfingarinnar Advice hafa upplýst að einstaklingar hafi fjármagnað baráttuna alfarið með frjálsum framlögum og alls hafi um sjö til átta milljónir safnast.


mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til framkvæmdastjóra AGS og forseta framkvæmdastjórnar ESB

Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagaldeyrissjóðsins, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust.

Á þessum tíma setti AGS fram spár um efnahagshorfur Íslands og gengið var frá samkomulagi um að ef efnahagsþróun landsins yrði umtalsvert verri en þessar spár gerðu ráð fyrir þá gæti Ísland farið fram á viðræður við Bretland og Holland vegna þeirra þátta sem liggja til grundvallar frávikinu og um sjálft viðfangsefnið Icesave. Nýlegt mat AGS á þróuninni á árunum 2009 til 2010 og spár fyrir 2011 til 2013 gefa mun verri mynd en fyrri spár.

Bréfritarar hafa áhyggjur af því að núverandi frumvarp um Icesave-samninginn, sem verður lagt fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., endurspegli ekki þessa neikvæðu þróun. Því fara bréfritarar þess á leit við AGS og ESB að þessar stofnanir „geri ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands annars mun vanhugsuð úrlausn Icesave-málsins þröngva Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru."

***

Reykjavík 28. mars 2011

Mr. Dominique Strauss-Kahn
Managing Director
International Monetary Fund
Washington, DC 20431
USA

Kæri, Mr. Strauss-Kahn.

Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október 2008 féll verg landsframleiðsla (VLF) um 25% á næstu tveimur árum eða úr 17 millörðum bandaríkjadala niður í 12‚8 milljarða bandaríkjadala (USD). Ef spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um 14,8% vöxt vergrar landsframleiðslu næstu þrjú árin gengur eftir mun hún nema 14,7 milljörðum bandaríkjadala árið 2013 og vera 13% lægri en árið 2008.

Horfurnar eru aðeins skárri ef mið er tekið af vergri landsframleiðslu á stöðugu verðlagi í íslenskum krónum . AGS spáir að árið 2013 verði verg landsframleiðsla um 2-3% lakari en árið 2008 sem þýðir að hún verður 4-6% lægri en AGS spáði í nóvember 2008.

Með öðrum orðum þá eru efnahagshorfur Íslands umtalsvert lakari en gengið var út frá við gerð svokölluðu Brussels viðmiða fyrir ICESAVE samninga sem aðilar málsins samþykktu undir handleiðslu viðkomandi stofnunar Evrópusambandsins (ECOFIN) í nóvember 2008.

Jafnframt telur AGS að vergar erlendar skuldir Íslands í lok ársins 2009 hafi verið um 308% af vergri landsframleiðslu. Það þýðir nærri tvöfalt það 160% hlutfall sem sjóðurinn spáði í nóvember 2008. Í skýrslu AGS um Ísland, dagsettri 22. desember 2010, er því spáð að vergar erlendar skuldir Íslands muni nema 215% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 (sjá töflu 3, bls. 32 í umræddri skýrslu) eða liðlega tvöfalt það 101% hlutfall sem spáð var í nóvember 2008 (sjá töflu 2, bls. 27 í sama riti).

Vergar erlendar skuldir Íslands í lok 2009 voru langt umfram það 240% hlutfall af vergri landsframleiðslu sem starfsmenn AGS mátu sem „augljóslega ósjálfbært” í skýrslu þeirra sem er dagsett 25. nóvember 2008 (sjá bls. 55 í þessari skýrslu).

Meginmarkmið þess samningaferils um ICESAVE sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2008 var að tryggja uppgjör á flóknum málum sem viðkomandi aðilar, að meðtöldum ESB og AGS, voru einhuga um að leiða til farsællar lausnar samhliða endurreisn íslenska hagkerfisins.

Við undirritaðir Íslendingar höfum verulegar áhyggjur af því að fyrirliggjandi drög að samkomulagi um ICESAVE samrýmist ekki þessu meginmarkmiði, og vísum í því sambandi til umsagna AGS um þróun og horfur varðandi innlendar hagstærðir og erlenda skuldastöðu Íslands hér að ofan.
Því förum við þess virðingarfyllst á leit við ESB og AGS að þessar stofnanir takist á hendur ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands svo að vanhugsuð úrlausn ICESAVE-málsins þröngvi ekki Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.

Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
Ásta Hafberg, háskólanemandi
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Helga Þórðardóttir, kennari
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna
Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari
Sigurjón Þórðarson, formaður Frálslynda flokksins
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar
Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar

Svör sendist til;
helgatho@gmail.com
Helga Thordardottir
Seidakvisl 7
110 Reykjavik
Iceland


Viltu vera memm?

Það er þetta með bankana.  Nú er það ekki svo að ég sé fráhverfur einkaframtaki eða telji ríkið best til þess fallið að standa í hvers kyns rekstri.  Satt best að segja þykir mér fráleitt að ríkið skuli, í gegnum Landsbankann, vera komið inn á pizzamarkaðinn á Íslandi eftir að bankinn yfirtók rekstur Dominos, svo dæmi sé tekið.  Nú er svo komið að bankarnir sem Sjálfstæðsflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einkavæddu hérna um árið fóru á hausinn haustið 2008 með þeim afleiðingum að efnahagskerfi þjóðarinnar er ennþá ein rjúkandi rúst.  Síðan haustið 2008 hafa allir sparisjóðir landsins, nema tveir, annað hvort lagt upp laupana eða farið fram á fé frá ríkinu til endurreisnar.  Þetta mega þeir gera samkvæmt neyðarlögunum.  Fleiri fjármálastofnanir eru í djúpum skít, allskonar fjárfestingabankar og tryggingafélög hafa verið gripin í fangið af ríkinu með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur, að ógleymdum Íbúðalánasjóði sem slapp undan einkavæðingu þrátt fyrir áform manna um annað.

Já krakkar mínir, ballið er búið.  Löngu búið.  Flest okkar eru farin heim að sofa.  Vöknuð aftur og byrjuð að taka út þynnkuna.  Sum okkar sjá jafnvel fram á rólegheit í kvöld, heima í stofunni fyrir framan nýja íslenska sjónvarpsmynd um norrænt velferðarþjóðfélag.  Hún er allavega á dagskrá, þó einhverjir séu farnir að pískra um að það verði bara afsakið hlé fram eftir kvöldi.  En svo eru þeir sem sem létu sér ekki segjast þegar ballið kláraðist, skelltu sér í eftipartí og pöntuðu góðan bíl.

Og hvað kostar bíllinn?  Ef við erum að tala um hina svokölluðu einkabanka, þið vitið fyrirtæki sem menn út í bæ eiga og mega græða á og borga jafnvel öðrum mönnum ofurlaun fyrir að reka fyrir sig, þá hefur það verið reiknað út, miðað við þær reglur um innstæðutryggingar sem unnið er samkvæmt, að það taki næstum heila öld fyrir þessi fyrirtæki að safna nægilega öflugum varasjóði sem standi undir falli eins af stóru bönkunm þremur.  Halló, hver á þá að borga brúsann þegar einhver þessara banka fer á hausinn næst?  Og ég segi þegar því hið íslenska verðtryggða hagkerfi liggur í öndunarvél gjaldeyrishafta með erlendar lánalínur í æð.     

Íslenska þjóðin hefur verið tekin.  Hún hefur verið tekin af fjármagnseigendum sem spilltir stjórnmálamenn verja í sérhagsmunaskyni.  Það er vitað mál að um áramótin 2009/2010 áttu 5% þjóðarinnar meira en helming af öllum bankainnstæðum.  2,5% (4.627 manns) áttu 44% af öllum innstæðum og þar af áttu 9 manns meira en þúsund milljónir.  Á sama tíma áttu 95% þjóðarinnar 15 milljónir eða minna inni á bankabók.  Frá janúar 2008 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 30%.  Þau ykkar sem ekki átta sig því hvað það þýðir fyrir meirihluta þjóðarinnar sem skuldar verðtryggð lán bið ég  vinsamlega um að hringja strax í einhvern sem getur útskýrt það fyrir ykkur eða lesa bara meira bleikt þangað til bréfin frá skrimtum byrja að koma inn um lúguna.  Því kaupmáttur hefur lækkað um ég veit ekki hvað mörg prósent, sægur af fólki hefur misst vinnu, gomma flúið land eða í nám að læra gvuð má vita hvað í þessum skólum sem kóa sífellt með kerfinu, á meðan röðin hjá Fjölskylduhjálpinni er orðin lengri en röðin á Hurts á Airwaves.

Það væri hægt að tína til fjölmargt fleira til að sýna fram á í hversu slæmri stöðu við erum.  Ég gæti þulið upp opinberar skuldir sem aldrei verða endurgreiddar og tilheyrandi vaxtakostnað sem veldur sársaukafullum niðurskurði í þjónustu við almenning, gjaldskrárhækkunum og uppsögnum opinberra starfsmanna; þið vitið, linkind stjórnmálamanna gagnvart fjármagnseigendum íklædd orðræðu um hagræðingarþörf á erfiðum tímum.  Ég gæti talað um lífeyrissjóðakerfið sem doktorsnemi í hagfræði hefur reiknað út að sé tryggingafræðilega gjaldþrota, þ.e.a.s. að það muni ekki eiga fyrir framtíðarskuldbindingum sínum.  Og í því samhengi, tregðu manna til að viðurkenna þörfina fyrir okurvaxtabann, því hér ríki einhverskonar vaxtafrelsi.  En hvernig má tala um vaxtafrelsi í hagkerfi sem hvílir á lögfestri 3,5% raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóða?  Eru það ekki annars þeir sem lána mest?

E n ég ætla ekki að velta mér upp úr ómögulegum aðstæðum þessa ónýta kerfis eða gera tillögur um plástra hér og þar.  Ég vil tala um leiðir út úr þessu ófremdar- svartnættisástandi sem er við það að gera hvern ábyrgðarmann að andlegu flaki.  Já, ég segi ábyrgðarmann því ef þið voruð ekki búin að átta ykkur á því þá er almenningur alltaf látinn borga brúsann með einum eða öðrum hætti þegar gæðingarnir eru búnir með kvótann sem stjórnmálamennirnir afhentu þeim.  Alveg sama þó að í orði kveðnu heiti það einka-eitthvað.  Á meðan við leyfum stjórnmálamönnunum að skorast undan því að láta gæðingana axla ábyrgð á gjörðum sínum mun ekkert breytast.

Nú er það ekki svo að ég hafi ekki komið fram með tillögur áður um það hvernig megi bregaðst við þessu ástandi.  Ég hef til dæmis verið virkur í störfum Hagsmunasamtaka heimilanna og er einn af upphafsmönnum þeirra samtaka.  Margir þekkja kröfur samtakanna um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar þó færri hafi kynnt sér heildaraðgerðaramma samtakanna þar sem tekið er á fjölmörgum af þeim atriðum sem hrjá íslenska efnahagskerfið.  Vandamálið er bara að breytingarnar sem þarf að ráðast í fela í sér afnám sérréttinda og kalla á að stjórnmálamenn taki ábyrgð á efnahagstjórninni, nokkuð sem þeir hafa ekki gert hingað til.

4. október 2010 áttu sér stað ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar.  Þúsundir komu saman á Austurvelli og tunnur voru barðar.  Þetta var ógleymanleg stund fyrir alla viðstadda.  Í kjölfarið sá ríkisstjórnin sér þann leik helstan að bjóða fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna að borðinu til að reikna út, í félagi við gommu af kerfisköllum, hvað hinar ýmsu aðgerðir myndu koma til með að kosta og hvernig þær myndu gagnast fólki.  Þannig keypti ríkisstjórnin sér frest fram yfir jól og áramót.  Á endanum fór svo að fulltrúi HH skilaði séráliti sem stjórnvöld hafa neitað að birta.  Niðurstaðan úr þessu öllu saman var einhvernvegin á þá leið að lífeyrissjóðirnir neituðu að semja við lántakendur um sanngjarna niðurstöðu og stjórnvöld sögðu ókei bæ, það er allt í lagi af því eignaréttur kröfuhafa er varin af stjórnarskrá.  Gott ef á bakvið tjöldin hafi lífeyrissjóðrnir ekki lofað lána í einhverjar vegaframkvæmdir sem þeir svo sviku korteri seinna.

Enívei.  Það er nokkuð ljóst að upphaflegar kröfur HH um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar munu ekki ná fram að ganga með samningum líkt og samtökin vonuðust upphaflega til.  Sitjandi stjórnvöld hafa heldur ekki áhuga á að fara út í nauðsynlegar aðgerðir með boðvaldi enda eru flestir búnir að átta sig á því að við sitjum við uppi með auðræðisstjórn.  Verkalýðshreyfinguna eyði ég ekki púðri í enda segir í þekktri doktorsrannsókn um hana að með samstarfi við starfsfólk í einkalífeyrissjóðageiranum hafi verkalýðshreyfingin verið innlimuð í ytri valdaformgerðir með gríðarmiklu og flóknu neti samtengdra yfirráða á sviði einkalífs og fjármála. Það sé megin þversögn verkalýðshreyfingarinnar: hún sé orðin veikburða fyrir hönd meðlima sinna en sterk fyrir ríkjandi yfirstétt.

Hvað er þá til ráða?  Sennilega mun lítið breytast fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu kosningar.  Þess vegna þurfum við plan.  Við ábyrgðarmenn þurfum að sameinast um áætlun sem er til þess fallin að leiða fram réttlæti og sanngirni í þessu þjóðfélagi.  Þess vegna legg ég til að við skoðum þýsku leiðina rækilega (upptaka nýs gjaldmiðils).  Aðlögum hana að okkar aðstæðum og tryggjum henni brautargengi í næstu kosningum.

Viltu vera memm?  


mbl.is Þurfa að rifja upp gömlu gildin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyriskjaradeilan er birtingarform gjaldþrots hins verðtryggða hagkerfis

Heildarsamtök opinberra starfsmanna og ASÍ eru komin í hár saman út af lífeyrisréttindum.

 

Deilan snýst um bakábyrgð ríkisins á verðtryggðum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna á meðan starfsmenn á almenna markaðnum njóta ekki sambærilegra réttinda.  Á móti kemur að laun á almenna markaðnum hafa í gegnum tíðinna verið hærri en í opinbera geiranum.  Starfsöryggið í opinbera geiranum hefur svo aftur verið meira.

 

Menn hafa reiknað út að kostnaður ríkisins við bakábyrgðina sé um 30 milljarðar á ári og miðað við núverandi áunnin réttindi sé opinbera lífeyriskerfið 500 milljarða í mínus.  Það sjá allir sem vilja að óbreytt fyrirkomulag gengur ekki upp þó áunnin réttindi verði varla afnumin. 

 

Deilan er enn eitt birtingarform gjaldþrots hins verðtryggða hagkerfis.


mbl.is Lífeyriskjör verði ekki skert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri herra Van Rompuy...

Íslandi 18.03 2011

Mr Herman Van Rompuy

European Council
Rue de la Loi 175
B-1048 Brussels

Kæri  herra Van Rompuy

Haustið 2008 hrundi nánast allt íslenska bankakerfið (90%) á nokkrum dögum og þar með Landsbankinn og útibú hans í London og Amsterdam (Icesave-reikningarnir). Samkvæmt grundvallarreglu EES samningsins virðist jafnréttishugtakið um jafna stöðu allra á markaði vera undirstaða alls samstarfs innan Evrópusambandsins. Það kemur skýrt fram í 1. hluta samningsins um EES eins og hann birtist í íslenskum lögum nr. 2/1993 en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr:

„að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum" (Áhersluletur er bréfritara) Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni.

Í ljósi þessa verður ekki betur séð en breskum og hollenskum stjórnvöldum hafi borið skylda til að sjá til þess að útibú Landsbanka, í London og Amsterdam, hefði fullgildar tryggingar innlána í Tryggingasjóðum innistæðueigenda í viðkomandi löndum. Annað hefði verið mismunun á markaði annars vegar í óhag fjármagnseigenda en hins vegar til hagsbóta fyrir Landsbankann.

Bretar og Hollendingar tóku Icesave einhliða úr eðlilegum farvegi réttarfars yfir í hið pólitíska umhverfi. Á þeim grundvelli krefja þeir íslenska skattgreiðendur af mikilli hörku um endurgreiðslu þeirra innlána sem tryggð áttu að vera í bresku og hollensku innistæðutryggingakerfi eins og EES reglurnar kveða skýrt á um.

Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda voru að þau hefðu verið beitt ofríki og vildu því fara með málið fyrir dómstóla. Bretar og Hollendingar höfnuðu því en áður höfðu Bretar sett hryðjuverkalög á Ísland og Landsbankann. Bretar stöðvuðu í framhaldinu starfsemi Kaupþings-banka (Singer & Friedlander) í London og féll þá stærsta fjármálafyrirtæki Íslands.

Vegna harkalegra viðbragða Breta og Hollendinga lokaðist fyrir flæði fjármagns til og frá Íslandi. Með því voru ríkisfjármál Íslands tekin í gíslingu. Þess vegna urðu Íslendingar að samþykkja að semja um Icesave-skuldina til að fá aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Krafa AGS um þetta atriði kom fyrir samstilltan þrýsting Breta, Hollendinga og ESB-þjóðanna að gangast undir Icesave-kröfurnar.

Núverandi Icesave-samningar geta kostað okkur hálf fjárlög íslenska ríkisins. Ef neyðarlögin frá því í október 2008 verða dæmd ógild verða Icesave-kröfurnar tvöföld fjárlög ríkissjóðs. Íslenskur almenningur á erfitt með að sætta sig við að bera þessar byrðar vegna fjárglæfrastarfsemi einkabanka. Byrðar sem í raun tilheyra tryggingasjóðum Breta og Hollendinga samkvæmt grunnreglum EES um jafna samkeppnisstöðu útibúa Landsbankans í þessum löndum við aðra banka á sama markaðssvæði.

Íslenska þjóðin mun kjósa um nýjasta Icesave-samninginn þann 9. apríl næst komandi. Við höfnuðum þeim síðasta. Þess vegna finnst okkur undirrituðum áríðandi að fá svör við eftirfarandi spurningum fyrir þann tíma.

1.      Hvers virði eru þríhliða samningar (Icesave samningarnir) þar sem tveir aðilar samningsins hafna eðlilegri málsmeðferð og í krafti aðstöðu sinnar neyða þriðja aðilann að samningaborði til að fjalla um málefni sem allar líkur benda til að séu uppgjörsmál Landsbankans við innistæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga?

2.      Hvers vegna var Íslendingum meinað að verja sig fyrir þar til bærum dómstólum um réttmæti krafna Breta og Hollendinga haustið 2008?

3.      Í ljósi þess að Landsbankinn varð að fara eftir breskum lögum hvers vegna var honum þá heimilað að taka við innlánum áður en bankinn var búinn að tryggja sig hjá breska innistæðutryggingasjóðnum?

3.1  Veitti það bankanum ekki óeðlilegt forskot á markaði að vera undanskilinn þeirri kröfu?

3.2  Var hagur breskra neytenda ekki fyrir borð borinn með því að leyfa Landsbankanum að    tryggja sig með minni kostnaði en aðrir á markaði?

3.3  Ætlar ESB að láta Breta og Hollendinga komast upp með að brjóta grunnreglur EES samningsins um jafna stöðu fyrirtækja á sama markaði ?

4        Samrýmist það stefnu ESB að þegar einkabanki verður gjaldþrota myndist krafa á skattfé almennings?

5        Er innistæðutryggingakerfi einhvers Evrópulands nógu öflugt til að standa undir falli 90% af bankakerfinu í landi sínu?

6        Hver verða viðbrögð ESB ef íslenskur almenningur hafnar nýjustu Icesave samningunum   þann 9. apríl n.k?

Virðingarfyllst og með ósk um góð svör

Ásta Hafberg, háskólanemi

Baldvin Björgvinsson, raffræðingur / framhaldsskólakennari

Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður

Elinborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, núverandi nemi

Elías Pétursson, fv. framkvæmdarstjóri

Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi

Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Haraldur Baldursson, tæknifræðingur

Helga Garðasdóttir,  háskólanemi

Helga Þórðardóttir, kennari

Inga Björk Harðardóttir, kennari/myndlistakona

Karólína Einarsdóttir, líffræðingur og kennari

Kristbjörg Þórisdóttir, kandídatsnemi í sálfræði

Kristján Jóhann Matthíasson, fv sjómaður

Pétur Björgvin Þorsteinsson,  djákni í Glerárkirkju

Rakel Sigurgeirsdóttir,  framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur

Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur

Steinar Immanúel Sörensson, hugmyndafræðingur

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, eftirlitsmaður

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar

Svör og eða spurningar skal senda til

Gunnars Skúla Ármannssonar

Seiðakvísl 7

110 Reykjavík

Ísland

gunnarsa@landspitali.is

Afrit sent til ýmissa ráðamanna ESB og EFTA, viðkomandi ráðuneyta Bretlands, Hollands og Íslands auk evrópskra fjölmiðla.

Enska útgáfan:

LETTER TO ESB REGARDING ICESAVE 18 MARS 2011


mbl.is Stjórnmálamenningin vanþróuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4,7% einstaklinga eiga meira en helming allra bankainnstæðna

Neðangreind tafla byggir á gögnum Ríkisskattstjóra og sýnir upplýsingar um bankainnstæður einstaklinga í árslok 2009.

Samtals öll framtöl

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

Fjárhæð

% fjöldi

% fjárhæð

<15 m.kr.

179.713

281.720.725.016

95,33%

43,65%

15-25 m.kr.

4.172

79.849.480.176

2,21%

12,37%

25-35 m.kr.

1.778

52.244.228.933

0,94%

8,09%

35-45 m.kr.

877

34.730.062.835

0,47%

5,38%

45-55 m.kr.

572

28.380.224.392

0,30%

4,40%

55-65 m.kr.

331

19.745.159.010

0,18%

3,06%

65-75 m.kr.

221

15.330.164.658

0,12%

2,38%

75-85 m.kr.

186

14.864.061.517

0,10%

2,30%

85-95 m.kr.

130

11.622.420.425

0,07%

1,80%

95-105 m.kr.

102

10.201.181.076

0,05%

1,58%

105-115 m.kr.

66

7.230.778.982

0,04%

1,12%

115-125 m.kr.

47

5.614.016.055

0,02%

0,87%

125-135 m.kr.

45

5.815.505.745

0,02%

0,90%

135-145 m.kr.

35

4.877.466.134

0,02%

0,76%

145-155 m.kr.

27

4.046.272.890

0,01%

0,63%

155-165 m.kr.

24

3.844.052.852

0,01%

0,60%

165-175 m.kr.

24

4.066.326.646

0,01%

0,63%

175-185 m.kr.

16

2.876.012.693

0,01%

0,45%

185-200 m.kr.

22

4.202.104.227

0,01%

0,65%

200-250 m.kr.

42

9.155.956.669

0,02%

1,42%

250-300 m.kr.

21

5.767.255.050

0,01%

0,89%

300-350 m.kr.

17

5.530.777.486

0,01%

0,86%

350-400 m.kr.

8

2.989.239.783

0,00%

0,46%

400-450 m.kr.

8

3.361.218.526

0,00%

0,52%

450-500 m.kr.

6

2.836.939.429

0,00%

0,44%

500-600 m.kr.

6

3.387.419.273

0,00%

0,52%

600-700 m.kr.

2

1.222.123.581

0,00%

0,19%

700-800 m.kr.

2

1.461.312.619

0,00%

0,23%

800-900 m.kr.

1

806.839.989

0,00%

0,13%

900-1000 m.kr.

2

1.904.255.511

0,00%

0,30%

1000-2000 m.kr.

6

9.250.727.916

0,00%

1,43%

>2000 m.kr.

3

6.512.072.237

0,00%

1,01%

 

 

 

 

 

Samtals

188.512

645.446.382.331

100%

100%

Taflan er hluti af stærra skjali sem ég hengi við færsluna fyrir áhugasma.  Í því skjali eru upplýsingarnar greindar út frá fjölskyldustærð.

Af töflunni hér að ofan má ráða að 4,7% einstaklinga, eða 8.799 af 188.512, eigi 56%, eða meira en helming, allra innstæðna, þ.e. 364 ma.kr. af 645 ma.kr.

Þá má líka reikna það út að 4.627 einstaklingar eigi 284 ma.kr. á bankainnstæðum.  Hlutfallslega mætti því segja að 2,5% einstaklinga eigi 44% af öllum bankainnstæðum.

Hér eru á ferðinni mjög áhugaverðar tölur.  Um leið og þær veita okkur innsýn í hvernig verðmæti skiptast í samfélaginu vakna upp ýmsar áleitnar spurningar um þá ákvörðun að tryggja allar innstæður upp í topp í hruninu en eins og þekkt er orðið voru sett hér neyðarlög haustið 2008 sem „vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði", eins og það er orðað, veita fjármálaráðherra heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði.  http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.125.html

Á grundvelli þessara laga, sem ekki hafa verið endurskoðuð þrátt fyrir að Alþingi hafi lögunum samkvæmt borið skylda til að gera slíkt fyrir 1. janúar 2010, liggur fyrir pólitísk yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innstæður í íslenskum bönkum séu enn að fullu tryggðar.  Og þegar á fjármálaráðherra er gengið, til að mynda vegna ný til kominna 220 ma.kr. útgjalda/ábyrgða ríkisins vegna VBS, Sjóvár, Saga Capital, Aska Capital, Byrs, SP Kef, Byggðastofnunar og yfirtöku Arion Banka og Íslandsbanka á þrotabúum SPRON/Dróma og Straums/Burðaráss, vísar hann í neyðarlögin.

Hér er á ferðinni miskunnarlaus sérhagsmunagæsla sem sífellt erfiðara verður að réttlæta því lengra sem líður frá haustinu örlagaríka - og persónulega ætla ég ekki að reyna það. 

Í skýrslu RNA segir á bls. 241 í 5. bindi:  „Meðal viðfangsefna á 16. fundi samráðshópsins (um fjármálastöðugleika og viðbúnað -ÞBS) 9. maí 2008 var liður sem nefndist: Aðgerðaáætlun - Ábyrgð á innstæðum. Þar lagði Áslaug Árnadóttir fram og kynnti skjal, dags. 9. maí 2008, merkt viðskiptaráðuneytinu, sem bar yfirskriftina: Ábyrgð á innstæðum. Í drögum að fundargerð frá fundinum var vísað til þess að í skjalinu kæmi fram að ef ríkissjóður ætti að ábyrgjast allar innstæður (einstaklingar og lögaðilar - ÞBS) næmi upphæðin 2.318 milljörðum kr. en í tryggingarsjóði væru um 10 milljarðar kr. Í skjalinu var annars vegar fjallað um þann möguleika að ríkissjóður ábyrgðist að TIF yrði veitt lán eða ábyrgðist að greiða lágmarkstryggingavernd. Hins vegar var fjallað um þann möguleika að ríkisstjórnin ábyrgðist hluta innstæðna og birtir útreikningar á áætluðum heildarfjárhæðum slíkra ábyrgða miðað við að ábyrgjast 5 milljónir kr. hjá hverjum innstæðueiganda, 8 milljónir kr. og 10 milljónir kr, sjá töflu 5. (4.? -ÞBS) Athygli vekur að þær tölur sem fram koma í þessum útreikningi eru byggðar á upplýsingum sem aflað hafði verið af hálfu þeirrar nefndar sem vann að endurskoðun laga um TIF og miðuðust við stöðu innlána í lok september 2007."

rna 

Um þetta er tvennt að segja.  Annars vegar að sú ákvörðun, haustið 2008, að tryggja innstæður upp í topp getur ekki hafa verið handahófskennd eða tekin í örvinglan.  Ofangreind gögn sýna það svart á hvítu.  Hitt er að hefði ábyrgðin verið takmörkuð við t.d. 10 mkr. per einstakling hefði kostnaðurinn orðið 647,2 ma.kr og þannig hefðu innstæður 98% einstaklinga verið að fullu tryggðar.  Sú ráðstöfun að tryggja innstæður þessa 2% einstaklinga umfram 10 mkr. og alla leið upp í topp kostaði 318,7 milljarða í viðbót. 

Lagaleg skylda takmarkast við 20.887 evrur eða um 3,4 mkr. miðað við núverandi gengi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

,,Það verður að endursemja um allar þessar skuldir"

,,Það verður að endursemja um allar þessar skuldir" segir Þór Saari, hagfræðingur.

Ég vil í þessu samhengi vekja athygli á eldri færslu minni sem kallast: Drög að áætlun um endurheimt efnhagslegt sjálfstæði Íslands í 6 liðum


mbl.is Reykjanesbær framlengir lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin í kringum erlenda fjárfestingu


mbl.is Fjárfesting fari í 18-20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf fyrir fjárhagsaðstoð eykst hlutfallslega mest í Mosfellsbæ

Þann 9. mars síðast liðinn birti Morgunblaðið frétt um fjárhagsaðstoð nokkurra sveitarfélaga árin 2009 og 2010. Að því er fram kemur í fréttinni eykst fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna mikið milli ára, þeim fjölgar ört sem þurfa á aðstoð að halda og tímabilið sem fólk þarf á aðstoð að halda lengist. Þau sveitarfélög sem voru tekin til umfjöllunar í fréttinni voru Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjanesbær og Akureyri. Ekki var fjallað um Mosfellsbæ í fréttinni. Því aflaði ég upplýsinga hjá bæjarstjóra Mosfellsbæjar og setti í samhengi við efni fréttarinnar í eftirfarandi töflu:

Sveitarfélag

Breyting í fjölda tilfella milli ára

Breyting í útgjöldum milli ára

Reykjavík

12,5%

23%

Hafnarfjörður

28%

33%

Akureyri

-3,5%

27%

Kópavogur

18%

30%

Reykjanesbær

9%

38%

Mosfellsbær

33%

45%


Í ljós kemur að af þeim sveitarfélögum sem hér er fjallað um er aukningin mest í Mosfellsbæ, bæði hvað varðar fjölda tilfella og útgjöld. Menn hljóta því að velta fyrir sér hvort kreppan bíti fastar í Mosfellsbæ en annars staðar og ef svo er hvað sé til ráða?

Ein af megin áherslum Íbúahreyfingarinnar er að bæjarfélagið hugi sérstaklega að stöðu atvinnuleitenda og tekjulægri hópa. Miðað við ofangreindar niðurstöður virðist ekki vanþörf á.

Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að hækka viðmiðunarfjárhæð fjárhagsaðstoðar um 2 þúsund krónur á mánuði, úr 126 þúsund krónum í 128 þúsund krónur (m.v. einstaklinga), og sniðganga þannig tilmæli velferðarráðherra um að lágmarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði ekki lægri en atvinnuleysisbætur, um 150 þúsund krónur, veit ekki á gott.


Opið bréf til Skilanefndar Landsbanka Íslands

Landsbanki Íslands hf, Skilanefnd - Slitastjórn
Austurstræti 16
155 Reykjavík

Forseti Íslands hefur vísað lögum um nýja Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þann 4. janúar 2010, áður en forseti Íslands vísaði lögum um Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu, sendi forsætisráðherra forseta Íslands samantekt sem sérfræðingar í stjórnarráðinu unnu um stöðu mála vegna Icesave.

Í samantektinni  segir meðal annars:

,,Bretar og Hollendingar hafa leyst til sín kröfur meginþorra innstæðueigenda á þrotabú LÍ. Í krafti þeirra munu þeir fá til sín langstærstan hluta þess sem greiðist úr þrotabúinu og væntanlega um 90% upp í kröfur sínar. Þeir munu þannig fá á næstu 7 árum allar þær greiðslur sem þeir hefðu fengið samkvæmt samningunum. Í krafti þessarar afgerandi meirihlutastöðu meðal forgangskröfuhafa í þrotabúið munu Bretar og Hollendingar í reynd nánast verða eins og eigendur þrotabúsins. Sem slíkir myndu þeir ráða afar miklu um hvernig úr því vinnst og hafa áhrif á hvernig það heldur á málum m.a. gagnvart íslenskum aðilum sem eru skuldunautar þrotabúsins." (Feitletrun mín)
http://www.mbl.is/media/00/1900.pdf

Í ljósi þess að forseti Íslands hefur nú vísað Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu óskar undirritaður eftir upplýsingum um hverjir umræddir ,,íslenskir aðilar" séu.  Þá óskar undirritaður jafnframt eftir tæmandi og sundurliðuðum upplýsingum um allar eignir þrotabús Landsbanka Íslands, bókfært virði þeirra og áætlað söluvirði.  Einnig óskar undirritaður eftir rökstuddu áliti skilanefndarinnar á hvaða áhrif ábyrgð ríkissjóðs á icesave samningunum  kann að hafa á endurheimtur krafna þrotabúsins.

Almenningur hefur verið hvattur til að taka upplýsta ákvörðun um málið í boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ofangreindar upplýsingar kæmu að gagni í því sambandi.

Virðingafyllst,
Þórður Björn Sigurðsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband