Lífeyriskjaradeilan er birtingarform gjaldþrots hins verðtryggða hagkerfis

Heildarsamtök opinberra starfsmanna og ASÍ eru komin í hár saman út af lífeyrisréttindum.

 

Deilan snýst um bakábyrgð ríkisins á verðtryggðum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna á meðan starfsmenn á almenna markaðnum njóta ekki sambærilegra réttinda.  Á móti kemur að laun á almenna markaðnum hafa í gegnum tíðinna verið hærri en í opinbera geiranum.  Starfsöryggið í opinbera geiranum hefur svo aftur verið meira.

 

Menn hafa reiknað út að kostnaður ríkisins við bakábyrgðina sé um 30 milljarðar á ári og miðað við núverandi áunnin réttindi sé opinbera lífeyriskerfið 500 milljarða í mínus.  Það sjá allir sem vilja að óbreytt fyrirkomulag gengur ekki upp þó áunnin réttindi verði varla afnumin. 

 

Deilan er enn eitt birtingarform gjaldþrots hins verðtryggða hagkerfis.


mbl.is Lífeyriskjör verði ekki skert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir þetta.

Sumarliði Einar Daðason, 22.3.2011 kl. 12:03

2 identicon

Er það alveg áreiðanlegt að almennt séð séu laun opinberra starfsmanna lægri en á hinum almenna markaði? Við hvað eru menn að miða og hvað er verið að bera saman?

Gervasino (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband