Færsluflokkur: Bloggar

Samfélagssáttmáli Hagsmunasamtaka heimilanna

Neðangreint hefur verið sent stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins:

„Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn“

Sættir og málamiðlun í deilum eru lykilhugtök í friðarboðskap þeirra bóka sem skrifaðar voru á mestu ófriðartímum þjóðarinnar, þegar kristni var tekin upp á landinu árið 1000.  En hvernig skildu menn þess tíma hugtakið lög?  Lög voru alls ekki lagabókstafurinn fyrst og fremst; lögin voru samfélagið sjálft, hin siðræna undirstaða, rétt hegðun gagnvart náunganum, heiðarleiki.  Ef lögin voru slitinn, ef samfélagið var brotið upp var ófriður skollinn á.  Nú hafa þessi varnaðarorð Þorgeirs Ljósvetningagoða orðið að raunveruleika á okkar tímum, þegar ráðamenn þjóðarinnar hafa „slitið í sundur lögin“.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vill með meðsendu fylgiskjali koma á framfæri lykilatriðum um málefni heimilanna inn í umræður um Samfélagssáttmála þann sem nú er í smíðum.  Sem frjálsir þegnar hefur almenningur í landinu kosið sér fulltrúa, sér jafna menn og konur, til að fara með hagsmunamál sín í stjórnsýslu og lykilstofnunum samfélagsins.  Það er gert í því sjónarmiði að jafna stöðu þegnanna á milli, skapa jöfn skilyrði til atvinnustarfsemi og jafnframt að hlúa að uppbyggingu samfélagslegra þátta.

Undanfarin ár hefur þessi skilningur snúist allur á hvolf og þegnarnir eru farnir að þjóna samfélagsyfirbyggingunni og eru orðnir að þrælum fjármálastofnana.  Ef skapa á skilyrði fyrir frjálsa þegna til að búa í þessu landi til framtíðar verður að snúa þessum formerkjum aftur við og hlúa að grunnstoðum samfélagsins, þegnunum sjálfum, heimilunum í landinu.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna óskar ykkur góðs gengis í þeirri miklu vinnu sem þið eigið fyrir höndum og er boðin og búin til að leggja sitt af mörkum í því samhengi, sé þess óskað.

***

Samfélagssáttmála Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/about/alyktanir-samtykktir/353-samfelagssattmali-hh

Ekki gleyma að skrá þig í samtökin ;)


mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Íslandsdeild Attac hvetur stjórnvöld til að stíga frá skurðarbrettinu

Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.

Attac á Íslandi
http://attac.is/

Hér má heyra viðtal við Árna Daníel Júlíusson, einn af stofnendum Attac á Íslandi:
http://dagskra.ruv.is/ras1/4421190/2009/06/04/


mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsdeild Attac hvetur stjórnvöld til að stíga frá skurðarbrettinu

Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.

Attac á Íslandi
http://attac.is/


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsdeild Attac stofnuð

Íslandsdeild Attac var stofnuð 30. maí 2009. Hún er hluti alþjóðlegar hreyfingar fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þeirra.

Attac varð til í Frakklandi í júní 1998. Deildir eru í 48 löndum, og nú bætist Ísland við. Af þessum 49 eru 25 Evrópulönd, 12 í Suður-Ameríku og 6 í Afríku. Félagar eru alls yfir 85.000 í heiminum. Samnefnari samtakanna og sameiginleg krafa er að öll velta á fjármagnsmörkuðum sé skattlögð og skatturinn eyrnamerktur til samfélagsverkefna. Bráðabirgðastjórn hefur verið skipuð og verður aðalfundur haldinn í haust. Von er á heimsókn fulltrúa erlendra Attacfélaga, og verður nánar tilkynnt um það þegar þar að kemur. Öllum sem hafa áhuga á jákvæðri uppbyggingu þjóðfélags, þar sem fólk er í fyrirrúmi en ekki fjármagnseigendur er boðið að taka þátt í þessu starfi. Heimasíða Attac á Íslandi verður http://www.attac.is.

Áhugasamir geta skráð sig á póstlista í netfanginu attacis@gmail.com

***  

Frumstefnuskrá alþjóðahreyfingarinnar ATTAC

Alþjóðleg hreyfing fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þess.

Alþjóðavæðing fjármagnsins eykur á efnahagslegt óöryggi og félagslegt ójafnrétti. Hún fer íá svig viðkri og þrengir að valkostum almennings, lýðræðislegra stofnana og fullveldi ríkja, sem bera ábyrgð á almannaheill. Í þeirra stað setur hún rökvísi spákaupmennskunnar sem lýtur einungis hagsmunum fjölþjóðlegu fyrirtækjanna og fjármagnsmarkaðanna.

 Í nafni umbreytingar heimsins sem kynnt er sem náttúrulögmál er barist um völdin við borgarana og fulltrúa þeirra um hver ræður örlögum þeirra. Slík óvirðing, slíkur vanmáttur nærir vöxt andlýðræðislegra flokka. Það er mikilvægt að stöðva þetta ferli með því að skapa nýtt regluverk og ný eftirlitstæki, innan þjóðríkisins, innan Evrópu og alþjóðlega. Reynslan kennir okkur að ríkisstjórnir ráðast ekki í slíkt án þess að þrýst sé á þær. Að takast á við þessa tvöföldu áskorun, samfélagslegt hrun og pólitíska örvæntingu, krefst því viðbragða borgaranna og aðgerðarsinna.

Algert frelsi fyrir hringrás fjármagnsins, skattaparadísir og sprenging í viðskiptum spákaupmanna rekur ríkin inn á tryllta braut stórfjárfestum í hag. Meira en 1800 milljarðar dollara hringsóla á gjaldeyrismörkuðum á hverjum degi í let að skyndigróða, algerlega án samhengis við gengi framleiðslunnar og viðskipta með vörur og þjónustu. Slík þróun hefur í för með sér samfellda tekjuaukningu auðmagnsins til handa á kostnað vinnulauna, eykur á hverfulleika tilverunnar (hvikulleikans) og útbreyðslu fátæktarinnar.

Félagslegar afleiðingar þessarar þróunar eru enn alvarlegri í þróunarlöndunum, löndunum í suðri og Austur Evrópu sem hafa milliliðalaust orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni og sett undir skilyrði aðlögunaráætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Endurgreiðsla skulda hins opinbera skuldbindur ríkisstjórnirnar til að skera niður eins og hægt er framlög til félagslegrar þjónustu og dæmir samfélögin til vanþróunar; miklu hærri vextir en í þróuðustu ríkjunum leggja sitt af mörkum til að eyðileggja innlend fyrirtæki; ráðstafanir til hömlulausrar einkavæðingar og sölu ríkisfyrirtækja margfaldast til að losa um fé til að fullnægja kröfum fjárfestanna.

Alls staðar er félagslegum ávinningum ógnað. Þar sem eftirlaunakerfi er til eru launþegar hvattir til að skipta þeim út fyrir lífeyrissjóðakerfi sem leiðir til þess að þeirra eigin fyrirtæki verði enn meira háð stundargróða, að útvíkka áhrifasvæði fjármálageirans og sannfæra borgarana um að samstaða milli þjóða, milli fólks og kynslóða sé úrelt þó svo að umhverfiskreppan geri að sínu leiti kröfu um að slík samstaða sé styrkt. Afnám reglugerða snertir allan vinnumarkaðinn og hefur í för með sér afturför í vinnuumhverfinu, vaxandi hverfullleika og atvinnuleysi, og niðurskurð á velferðakerfinu.

Undir yfirskini efnahagsþróunarinnar og atvinnunnar hafa stóru löndin (ríkin) ekki snúið baki við því að undirrita Fjölþjóðlegan  fjárfestingarsáttmála (MAI) sem veitir fjárfestum öll réttindin og leggur allar skildurnar á herðar ríkisins. Frammi fyrir þrýstingi frá almenningsálitinu og mótmælum aðgerðasinna (militant), neyddust þau til að hætta við þá ætlan sína að gera þennan samning innan vébanda OECD, en umræðurnar eiga að hefjast að nýju innan WTO. Samtímis halda Bandaríkin, en einnig Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins, áfram krossferð sinni í þágu frjálsra viðskipta með því að þrýsta á afnám reglugerða á nýjum og nýjum sviðum, jafnt á meginlandinu sem alþjóðlega.

Það er enn hægt að koma í veg fyrir marga keðjuverkunina sem hlýst af þessari mulningsvél ójafnaðarins, milli heimshluta jafnt sem í hjarta sérhvers lands. Of oft nærist röksemdin um að þetta séu forlög okkar á ritskoðun upplýsinga um aðra valkosti. Þannig hafa alþjóðlegu fjármálastofnanirnar og stóru fjölmiðlarnir  (en oft njóta eigendur þeirra ávinninga hnattvæðingarinnar) þagað um tillögur bandaríska hagfræðingsins, nóbelsverðlaunahandhafans í hagfræði, um skatt á viðskipti spákaupmanna á gjaldeyrismarkaði. Jafnvel þó hann sé mjög hógvær, 0.1%, gefur Tobin-skattur af sér nærri 100 milljarða dollara á ári. Hann yrði aðallega innheimtur í iðnríkjunum, þar sem stærstu fjármagnsmarkaðirnir eru staðsettir, en þessa upphæð má nota til að berjast gegn öllu ójafnrétti, einnig ójafnrétti milli kynja, til að útbreyða menntun og opinbera heilsugæslu í fátæku löndunum, og til að koma á matvælaöryggi og varanlegri þróun. Slíkar ráðstafanir (aðgerðir) vinna með skýrum hætti gegn spákaupmennsku. Þær eru vatn á myllu andspyrnunnar, og gefa borgurunum og ríkinu svigrúm á ný og, umfram allt, færir stjórnmálunum undirtökin á ný. Með þetta að leiðarljósi bjóða undirritaðir sig fram til þátttöku í eða samvinnu við alþjóðlega hreyfingu ATTAC til að ræða saman, framleiða og dreifa upplýsingum og grípa til aðgerða saman, jafnt hver í sínu landi, sem milli landa eða alþjóðlega. Þessar sameiginlegu aðgerðir hafa að markmiði:

  • að sporna við alþjóðlegri spákaupmennsku,
  • að skattleggja fjármagnstekjurnar,
  • að refsa skattaskjólunum,
  • að hindra almenna útbreyðslu lífeyrissjóðanna,
  • að stuðla að gagnsæi í fjárfestingum í þróunarríkjunum,
  • koma á laga- og reglugerðarumhverfi fyrir bankastarfsemina sem ekki er andhverf hagsmunum neytenda og borgurunum (almennir starfsmenn bankanna geta hér leikið mikilvægt hlutverk með því að hafa eftirlit með þessum aðgerðum),
  • styðja kröfurnar um afnám opinberra skulda þróunarríkjanna og nota það fé sem þannig verður til ráðstöfunar til hagsbóta íbúunum og varanlegri þróu;, margir kalla þetta að gera upp „skuldina við samfélagið og umhverfið".

Almennt séð snýst þetta um:

  • að vinna aftur þau umráðasvæði sem lýðræðið missti (glataði) til fjármálaheimsins,
  • að mótmæla og hafna öllu nýju afsali á fullveldi ríkisins í nafni svokallaðra „réttinda" fjárfesta og kaupmanna,
  • að skapa lýðræðislegann starfsvettvang um heim allann.

 Í stuttu máli að við, öll saman, endurheimtum framtíð okkar

 

Þessi stefnuskrá var undirrituð af eftirfarandi einstaklingum:

Manu CHAO, René DUMONT, Viviane FORRESTER, Gisèle HALIMI, Bernard LANGLOIS, Daniel MERMET, René PASSET, Ignacio RAMONET, Jacques ROBIN, Philippe VAL

og eftirfarandi verkalýðs- og félagasamtökum:

AC ! (Agir ensemble contre le chômage), Agir ici, AITEC (Association internationale de techniciens, experts et chercheurs), Alternatives Economiques, Amis de la Terre, APEIS (Association pour l'emploi l'information et la solidarité), Artisans du Monde, Association Gunter Holzmann, Pétition, CADAC (Coordination des associations pour le droit à l'avortement et à la contraception), CEDETIM (Centre d'études et d'initiatives de solidarité internationale), Fédération des banques CFDT, Fédération des finances CGT, Charlie-Hebdo, Confédération générale des SCOP, CNAFAL (Confédération Nationale des Familles Laïques ), Confédération paysanne, CRID, Droit au Logement, Droits devant !, Fédération Banques-CFDT, FFMJC (Fédération Française des Maisons de Jeunes et de la Culture), FGTE-CFDT, FSU, Golias, Le Monde diplomatique, Ligue de l'enseignement, MNCP (Mouvement national des chômeurs et précaires), MRAP (Mouvement contre le racisme et pour l'amitié entre les peuples), Politis, Raisons d'agir, Réseaux services publics européens, SNES, SNESup, SNPTAS Equipement CGT, SNUI (Syndicat national unifié des impôts), SNUIPP (Syndicat national unifié des instituteurs et professeurs des écoles), SUD-PTT, SURVIE, Syndicat de la magistrature, Témoignage chrétien, Transversales/Science/Culture, UFAL (Union des Familles Laïques), UGICT -CGT (Union générale des ingénieurs, cadres et techniciens CGT), Union syndicale Groupe des 10

 


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Verksvið ASÍ

Það verður einhver að klippa á naflastrenginn milli ASÍ og lífeyrissjóðanna.

Þetta gengur ekki lengur.  Trúverðugleiki ASÍ sem málsvari launþega er álíka mikill og Georgs Bjarnfreðarsonar í launamálum Ólafs Ragnars.

Af hverju birta ASÍ ekki fréttir af því hvað verðtryggingin hefur hækkað höfuðstól húsnæðislána um mörg prósent og beita sér markvisst fyrir afnámi hinnar lögleiddu svikamyllu sem hefur hneppt íslensku þjóðna í skuldaþrældóm?

Íslendingar vaknið! Þetta er ekki eðlilegt ástand!


mbl.is Hakk hefur hækkað um 67%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt um þak á verðbætur

Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána.  Á tímum þegar nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að draga úr skuldsetningu heimilanna, þá sýnir ríkisstjórnin algjört skilningsleysi á því ófremdarástandi sem hér ríkir.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða sem koma í veg fyrir að þær hækkanir, sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi, þyngi lánabyrði heimilanna.  Samtökin taka undir tillögur þingflokks Framsóknarmanna um að sett verði 4% þak á verðbótarþátt fjárskuldbindinga, enda er það ein af grundvallarkröfum samtakanna. 

Frumvarpið endurómar tillögur margra flokka og einstakra þingmanna í öðrum flokkum. Hvetja samtökin því til þess að frumvarpið fái sem fyrst þinglega meðferð, þrátt fyrir að um þingmannamál minnihluta sé að ræða. Fólkið í landinu er örvæntinarfullt og þingið þarf að sýna að það skilji neyð þess. Nú er ekki tíminn til að karpa um hver lagði frumvarpið fram eða hver fær heiðurinn af því.

Með því að setja 4% þak á verðbótaþátt fjárskuldbindinga gefst ríkisstjórninni auk þess svigrúm til frekari tekjuaflandi aðgerða, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á greiðslubyrði lána um ófyrirséða framtíð. 

Samtökin gera sér fulla grein fyrir að fleira er verðtryggt en fjárskuldbindingar, svo sem lífeyrir, bætur úr ríkissjóði og skattleysismörk.  Vissulega þurfi að fara varlega í að rjúfa sumar slíkar tengingar með einu pennastriki, en ef tíminn til áramóta er nýttur vel, þá má örugglega finna farsæla lausn á þeim vanda.  Í því samhengi lýsa samtökin yfir eindregnum samstarfsvilja.

Hér mun aldrei ríkja þjóðarsátt um aðhaldsaðgerðir af neinu tagi nema að skuldsettar fjölskyldur sjái að staða þeirra batni við aðgerðir stjórnvalda í stað þess að versna.  Fólk verður að sjá ljós við enda ganganna.  

Mikilvæg aðgerð á þeirri vegferð er að grípa án tafar inn í verðlagstengingu lána.  Því fara samtökin þess á leit við Alþingi að frumvarp Framsóknarflokksins um breytingar á lögum nr. 38/2001 verði afgreitt hratt og vel.  Hagsmunasamtök heimilanna hvetja Alþingi til að senda þjóðinni skýr skilaboð um að það skilji áhyggjur þjóðarinnar og skuldbindi sig til aðgerða sem veiti henni von inn í framtíðina.

29. maí 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is


mbl.is Áherslan á heimilin og fyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Money as Debt 1-5


mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Noregur og AGS

Í grein í fréttabréfi norsku Attac-samtakanna segir frá launalækkun til opinberra starfsmanna í Úkraínu. Í fyrirsögninni er spurt af hverju Noregur styðji þessa launalækkun.

Á einni nóttu hafa laun opinberra starfsmanna í Úkraínu verið lækkuð um 20%. Þetta stafar af því að landið neyddist til að taka lán frá AGS, til að bregðast við hinni alvarlegu efnahagskreppu sem landið er í vegna fjármálahrunsins í heiminum.

Með í skilyrðum lánsins frá AGS var krafa um að lækka kostnað við hið opinbera, en í Úkraínu býr um fimmtungur íbúa við fátækt. Norska ríkisstjórnin hefur veitt 30 milljörðum norskra króna til AGS. Sjóðurinn getur lánað þessa peninga til landa sem lent hafa illa úti í efnahagskreppunni.

Á G20 fundinum í London í apríl lýstu G20 löndin því yfir að AGS myndi fá 750 milljarða dollara til ráðstöfunar. Þessir fjármunir hafa blásið nýju lífi í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem fyrir aðeins ári síðan var nærri gjaldþrota sjálfur. Gjaldþrotahættan stafaði af því að sjóðurinn hafði misst alla tiltrú landa sem áður höfðu verið „viðskiptavinir" sjóðsins. Meginástæðan fyrir því var að aðgerðir sjóðsins á meðan á Asíukreppunni í lok 10. áratugarins stóð leiddu til þess að kreppan varð bæði lengri og dýpri í mörgum þeirra landa sem tóku við lánum. Sjóðurinn hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir að hafa þá (eins og núna) stundað lánastefnu sem vann með kreppunni, dýpkaði hana, þannig að hann gerði kröfur um niðurskurð í opinberum rekstri, meðal annars í heilsu- og menntakerfi, og krafðist einkavæðingar og aukins frelsis fyrir fjármagn. Í framhaldi af þessu spyr norska Attac af hverju norsk fjárhagsaðstoð ætti að leiða til þess að laun úkraínskra opinberra starfsmanna séu lækkuð.

Fjármálaráðherra Norðmanna, Kristin Halvorsen, hefur oft sagt að AGS verði að snúa til baka til að sinna því hlutverki sem hann sinnti upphaflega, og að setja verði sjóðinn undir lýðræðislega stjórn. Ríkisstjórnin lýsti yfir í stjórnarsáttmálanum að SÞ skyldi efla, og að Noregur ætti að stuðla að því að alþjóðlegar fjármálastofnanir eins og AGS ættu að gefa löndum svigrúm, meðal annars til að efla velferðarþjónustu hins opinbera. Niðurskurður í opinbera kerfinu í Úkraínu er ekki eina dæmið. Greining Third World Network á kreppulánum sem AGS hefur veitt níu löndum, Georgíu, Úkraínu, Íslandi, Lettlandi, Pakistan, Serbíu, Hvíta-Rússlnadi og El Salvardor, frá september í fyrra til mars í ár, sýnir að AGS-lánunum fylgja enn á ný kröfur um að stýra fjármálum þannig að kreppan dýpkar („pro-cyklisk"), með strangri peninga- og fjármálastefnu, og niðurskurði á opinberum rekstri. Þetta þekkja Íslendingar vel, ráðgjöf sjóðsins í fjármálum með ofsaháum vöxtum er fáránleg og gerir ekkert annað en að dýpka kreppuna.

Þeir norsku fjármunir sem AGS hefur fengið ganga gegn ráðgjöf nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um ráðgjöf varðandi fjármálakreppuna, sem Joseph Siglitz leiðir. Nefndin, sem allsherjarþingið skipaði, óttast að aukin styrkur AGS muni leiða til þess að dýpka efnahagskreppuna. Nefndin telur að mannkynið þurfi annars konar lánastofnun, sem er lýðræðislegri og setji ekki skilyrði sem þvingi þau lönd sem fá lán til að reka kreppudýpkandi fjármálapólitík. Nefndin telur að betra sé í núverandi stöðu að afhenda féð svæðisbundnum þróunarbönkum, svo sem Chiang-Mai-aðgerðinni, þar sem svæðisbundnu bankarnir séu bæði lýðræðislegri og hafi meiri skilning á hvaða aðgerða sé þörf í hverju landi á þeirra svæði.

Auk þess telur nefndin að unnt sé að veita fjármagni til hjálpar með aðstoð Alþjóðabankans, sem hún telur að sé betur stjórnað og hafi heilbrigðari lánareglur en AGS. Nefndin telur að það væri nytsamlegt að hafa nokkrar stofnanir sem kreppuhrjáð lönd geta leitað til um lán, þannig að hægt sé að forðast stofnanir sem setja skilyrði fyrir lánum sem dýpka kreppur. Norska ríkisstjórnin rekur stefnu sem gengur gegn þessum ráðum nefndar Sameinuðu þjóðanna um kreppuráðstafanir, þótt stefna ríkisstjórnarinnar sé að styðja við Sameinuðu þjóðirnar á þessu sviði. Norska Attac-deildin spyr hvort norska ríkisstjórnin sé ósammála mati Stiglitz-nefndarinnar. Hvað finnist ríkisstjórninni og sérstaklega fjármálaráðherranum um að AGS haldi áfram að reka óásættanlega lánastefnu, nú einnig með norsku fé? Er réttlætanlegt að norskir peningar skuli nýttir til að þvinga fram niðurskurð í opinberum rekstri í löndum sem eru illa leikin af kreppunni og þar sem stórir hópar íbúanna lifa undir fátæktarmörkum, eins og í Úkraínu.

Þýðing: Árni Daníel Júlíusson


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi að feigðarósi


Þjóðarsátt um þak á verðbætur

Hagsmunasamtök heimilanna undrast að ríkisstjórninni finnist sjálfsagt mál að grípa einhliða til aðgerða sem leiða til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána.  Á tímum þegar nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að draga úr skuldsetningu heimilanna, þá sýnir ríkisstjórnin algjört skilningsleysi á því ófremdarástandi sem hér ríkir.

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða sem koma í veg fyrir að þær hækkanir, sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi, þyngi lánabyrði heimilanna.  Samtökin taka undir tillögur þingflokks Framsóknarmanna um að sett verði 4% þak á verðbótarþátt fjárskuldbindinga, enda er það ein af grundvallarkröfum samtakanna. 

Frumvarpið endurómar tillögur margra flokka og einstakra þingmanna í öðrum flokkum. Hvetja samtökin því til þess að frumvarpið fái sem fyrst þinglega meðferð, þrátt fyrir að um þingmannamál minnihluta sé að ræða. Fólkið í landinu er örvæntinarfullt og þingið þarf að sýna að það skilji neyð þess. Nú er ekki tíminn til að karpa um hver lagði frumvarpið fram eða hver fær heiðurinn af því.

Með því að setja 4% þak á verðbótaþátt fjárskuldbindinga gefst ríkisstjórninni auk þess svigrúm til frekari tekjuaflandi aðgerða, án þess að slíkar aðgerðir hafi áhrif á greiðslubyrði lána um ófyrirséða framtíð. 

Samtökin gera sér fulla grein fyrir að fleira er verðtryggt en fjárskuldbindingar, svo sem lífeyrir, bætur úr ríkissjóði og skattleysismörk.  Vissulega þurfi að fara varlega í að rjúfa sumar slíkar tengingar með einu pennastriki, en ef tíminn til áramóta er nýttur vel, þá má örugglega finna farsæla lausn á þeim vanda.  Í því samhengi lýsa samtökin yfir eindregnum samstarfsvilja.

Hér mun aldrei ríkja þjóðarsátt um aðhaldsaðgerðir af neinu tagi nema að skuldsettar fjölskyldur sjái að staða þeirra batni við aðgerðir stjórnvalda í stað þess að versna.  Fólk verður að sjá ljós við enda ganganna.  

Mikilvæg aðgerð á þeirri vegferð er að grípa án tafar inn í verðlagstengingu lána.  Því fara samtökin þess á leit við Alþingi að frumvarp Framsóknarflokksins um breytingar á lögum nr. 38/2001 verði afgreitt hratt og vel.  Hagsmunasamtök heimilanna hvetja Alþingi til að senda þjóðinni skýr skilaboð um að það skilji áhyggjur þjóðarinnar og skuldbindi sig til aðgerða sem veiti henni von inn í framtíðina.

29. maí 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is


mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband