Íslandsdeild Attac hvetur stjórnvöld til að stíga frá skurðarbrettinu

Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.

Attac á Íslandi
http://attac.is/


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða",

Samfylkingin er stærst á þingi og það er augljóst hún gengur erinda útrásarvíkinga og fjármagnseigenda svo að ef að þetta á að gerast, þá þarf að losna við þetta pakk sem er þar fyrir og hreinsa út, eins og átti að gera í kosningunum en var ekki gert.

Þór (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 16:30

2 identicon

Ég held að það al farsælasta sem við myndum gera í stöðunni væri það að skila láninu frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband