Færsluflokkur: Bloggar
23.2.2010 | 15:48
Ummæli Birgittu og Þórs
Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari tóku líka þátt í þessari umræðu eins og sjá má á vef Alþingis.
Birgitta Jónsdóttir sagði m.a. ,,Á Wikileaks er að finna skjal sem lekið var í síðustu viku. Í þessu skjali er að finna skýrslu bandarískra sendifulltrúans um samskipti hans við íslenska erindreka í tengslum við Icesave og AGS. Eru þessar frásagnir um margt makalausar og sýna skilningsleysi íslenskra yfirvalda og hlutverki AGS í hinu stóra samhengi. Að biðja Bandaríkjamenn um stuðning við að AGS verði ekki notaður sem handrukkari fyrir Breta og Hollendinga á óopinberan hátt er bernskt. Ég held að það sé skilvirkara að hafa þessi samskipti opinber og afhjúpa hvernig AGS hefur verið notaður til að kúga okkur til hlýðni."
Þór Saari sagði framgöngu sendiherrans sjálfs, Hjálmars V. Hannessonar, hneykslanlega og að hann ætti að kalla heim. Sendiherran hafi samkvæmt fundargerðinni lýst forseta Íslands sem óútreiknanlegum. Slík orð setji bandarískir stjórnarerindrekar ekki í fundargerðir nema að vel athuguðu máli. Afsökunarbeiðni frá þessum sendiherra, Hjálmari V. Hannessyni, til forsetans og til þjóðarinnar væri sjálfsögð.
Þór spurði utanríkisráðherra hvers vegna utanríkisráðuneytið hefði ekki komið sanngjörnu tilboði Íslands í Iceavemálinu frá því í síðustu viku á framfæri við erlenda fjölmiðla. Tilboðið gæfi Íslandi yfirburðastöðu í umræðunni. Hér á landi væri kosið að halda málinu leyndu á meðan Hollendingar og Bretar leki í fjölmiðla ákveðnum setningum úr sínum tilboðum sem láti Ísland líta illa út í alþjóðlegu samhengi. Á sama tíma sé tilboð Íslands gott og sanngjarnt en enginn fái að vita af því.
![]() |
Söguskýring bandaríska sendifulltrúans röng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2010 | 20:22
Ákall til þjóðarinnar
Eftirfarandi er bútur úr ræðu Viðars Þorsteinssonar sem flutt var á Austurvelli þann 15. nóvember 2008:
,,Íslensk stjórnvöld hafa ekki umboð fólksins í landinu. Helsta áhyggjuefni þeirra er hvernig tryggja megi að forysta stjórnmálaflokkanna og íslensk auðmannastétt bíði sem minnstan skaða af þjóðargjaldþrotinu. Þessi lýðræðisskortur er alvarlegri vandi en svo að það dugi að fá eitt lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, eða ganga í Evrópusambandið, taka upp evru eða skipta yfir í vinstristjórn í eitt eða tvö kjörtímabil. Engin þessara þrautarlendinga mun færa okkur það sem okkur vantar helst: lýðræðislegt stjórnarfar til þess er hið hið íslenska stjórnmála og efnahagskerfi of samvaxið spillingunni, sérhagsmunagæslunni og samtryggingunni. Það mun fara aftur í sama farið innan fárra ára nema gripið verði til róttækra aðgerða."
Hér má sjá upptöku af fundinum:
Sjá einnig umfjöllin í grein í vefritinu Nei: Stofnum lýðveldi.
Velta má fyrir sér hvort Viðar hafi reynst sannspár. Ég óttast að svo sé. Allavega benda þessar fréttir til þess:
,,Útrásarvíkingar fá fyrirtækin aftur frá bönkunum. Súrt segir ráðherra. Segist ekkert geta aðhafst"
Ummæli forsætisráðherra á viðskiptaþingi dauðans virðast sama marki brennd:
Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið fram að ríkisstjórnin ætli að láta það afskiptalaust að sömu persónur og leikendur og fóru með stórt hlutverk í fjármála- og viðskiptalífinu fyrir hrun, verði áfram við stjórnvölinn. Að þessu tilefni vil ég láta koma fram að ég er algerlega mótfallin því að stjórnmálamenn handstýri fjármálakerfinu. Hjörtur Hjartarson gerir þessu skil.
Gott og vel. Ef stjórnmálamenn eiga ekki að stýra kerfinu, hvernig væri þá að gefa almenningi færi á því að ráða því sem almenningur vill í þeim efnum? Hvort er fólkið fyrir kerfið eða kerfið fyrir fólk?
Í þessu samhengi má rifja upp meira frá Viðari Þorsteinssyni, nú úr ræðu sem flutt var 1. febrúar 2009:
,,Fólkið í landinu þarf að ná lýðræðislegum tökum á auðmagni og gæðum, ekki bara finna upp leiðir framhjá þessu risavaxna vandamáli."
Ég veit ekki með aðra en ég hef þá trú að ef við getum fengið í gegn almenna löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur sé það stórt skref í rétta átt. Með því móti væri t.d. hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um kvótakerfið, verðtryggingu, hámarksvexti, virkjanaframkvæmdir, setu ráðherra á þingi, persónukjör og önnur mál sem kunna að brenna á þjóðinni hverju sinni.
Því skora ég á alla að setja sig í samband við þingmenn allsherjarnefndar Alþingis hvar frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur er fast í nefnd. Frumvarpið (flutningsmaður er Þór Saari) sem ég er að vísa í gerir m.a. ráð fyrir því að 10% kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Markmiðið með því að hafa samband við þingmenn er að þrýsta á þá að taka málið til umfjöllunar í nefndinni og fá það á endanum samþykkt sem lög frá Alþingi.
Annað frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur liggur einnig inni í allsherjarnefnd. Það er stjórnarfrumvarp og miðast við að meirihluti á Alþingi geti ákveðið að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Ég ætla ekki að eyða púðri í að segja álit mitt á þessháttar lýðræðisumbótum. Aðalatriðið er að allir geri sér grein fyrir því að það sem máli skiptir er að almenningur geti tekið málin í sínar hendur þegar honum sýnist svo. Hæglega væri gerlegt að sameina þessi tvö frumvörp í eitt sé vilji fyrir því.
Að pressa á þingmenn er eitt. Hitt er að skapa umræðu í samfélaginu um málið og halda kröfunni á lofti til að mynda á útifundum á laugardögum á Austurvelli; alþingi götunnar. Við þurfum að taka málin í okkar hendur - það hafa dæmin sýnt. Bendi að lokum á ræðu Evu Hauksdóttur um borgaralega óhlýðni.
![]() |
Fundur formannanna hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2010 | 15:20
Vanræksla af hálfu ráðherra?
Athygli vakti að ráðherra svaraði ekki spurningu Eyglóar Harðardóttur um hvort ráðuneytið hefði á sínum tíma aflað lögfræðiálits varðandi lögmæti gengistryggðra lána. Í því samhengi velti hún því fyrir sér hvort ráðherra hefði gerst sekur um vanrækslu.
Fleiri þingmenn tóku einnig þátt í umræðunni og það kom mjög margt áhugavert fram.
Kristján Þór Júlíusson kallaði efitir skilanefnd heimilanna, lýsti yfir stuðningi við frumvarp Eyglóar um flýtimeðferð á máli varðandi lögmæti gengistryggingar og hvatti stjórnaliða til að gera síkt hið sama.
Margrét Tryggvadóttir velti því upp hvaða þýðingu þessi réttaróvissa hefði fyrir 40 þúsund bílalánssamninga og 11% húsnæðilslána og velti upp þeim valkostum sem stjórnvöld stæðu frammi fyrir: a) að stórauka fé til dómkerfisins, b) að setja lög um hópmálsókn eða c) að grípa til almennra leiðréttingar.
Gunnar Bragi hrósaði Hagsmunasamtökum heimilanna og hvatti þingmenn og almenning til að mæta á fund á þeirra vegum í kvöld. Gunnar Bragi kom einnig inn á þessa umræðu.
Björgvin G. Sigurðsson benti á að bílalánin væru mörgum meiri vandi en húsnæðislánin og að eyða þyrfti réttaróvissu sem fyrst. Einnig kom hann inn á forsendubrest og skýrði frá því að stjórnvöld hefðu getað gripið til aðgerða fyrr.
Guðlaugur Þór Þórðarson gagnrýndi ráðherra fyrir að svara ekki spurningum, sagði fólk sem keypti árið 2007 og 2008 í miklum vanda og að það skorti pólitíska forystu í málinu.
Árni Þór Sigurðsson talaði fyrir afnámi verðtryggingar og sagði að nýfallinn dómur staðfesti að efitrlitsaðilar hefðu brugðist. Einnig spurði hann ráðherra að því til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til að lántakendur bæru ekki skaða á meðan réttaróvissa ríkti.
Þór Saari sagði að fjármálastofnanir hefðu blekkt fólk til að taka gengistryggð lán og tekið síðan stöðu gegn gjaldmiðlinum til að lagfæra sína eign fjárhagsstöðu. Þetta hefði verið geggjað fjármálaumhverfi og því miður hefði afskaplega lítið breyst. Þór talaði um nauðsyn þess að framkvæma stjórnsýsluúttekt á þeim efitrlitsstofnunum sem hefðu brugðist.
Hvet alla sem áhuga hafa á þessu máli að hlusta á umræðuna á vef Alþingis.
Vefur Morgunblaðins gerir málinu einnig skil hér og hefur eftir ummæli fleiri þingmanna.
![]() |
Gætu lent í verri stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2010 | 20:13
Hagsmunir viðskiptavina og gagnkvæmt traust
Lýður og Ágúst Guðmundssynir færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum. Þetta kemur fram í frétt á Vísi í dag. http://www.visir.is/article/20100215/VIDSKIPTI06/632807118
Þetta er athyglisvert í ljósi þess að margir standa frammi fyrir því að missa eignir sínar, m.a. á grundvelli gengistryggðra lánasamninga sem nýlega voru dæmdir ólöglegir í héraðsdómi. Lánveitandinn, Lýsing, hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/13/domnum_verdur_afryjad/
Á heimasíðu Lýsingar segir: ,,Lýsing er þjónustufyrirtæki og starfsfólk kappkostar að hafa hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Við stefnum að langtíma viðskiptasamböndum sem byggja á gagnkvæmu trausti. ... Lýsing er í eigu Exista hf. Stjórn Lýsingar skipa: Lýður Guðmundsson stjórnarformaður, Sigurður Valtýsson varaformaður. Meðstjórnendur: Erlendur Hjaltason, Sveinn Þór Stefánsson, Hildur Árnadóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ásgeir Thoroddsen. Forstjóri Lýsingar er Halldór Jörgensson."
http://lysing.is/Lysing/
Þegar heimasíða Existu er skoðuð má lesa að í stjórn eru Lýður Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, Hildur Árnadóttir og varamaður er Robert Tchenguiz. http://www.exista.is/index.aspx?GroupId=7
![]() |
Lagafrumvarp um frestun nauðungarsölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2010 | 00:25
Voru stjórnvöld aðvöruð í tæka tíð?
Birti í tilefni dagsins tölvupóst frá Gunnari Tómassyni til alþingismanna frá 12. september 2009:
,,Ágætu alþingismenn.
Í Kastljósviðtali sl. þriðjudag 8. september vék ég m.a. að því broti lánastofnana á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sem felst í bindingu skuldbindinga í íslenzkum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Í viðtali á Bylgjunni sl. fimmtudag 10. september sagði viðskiptaráðherra í upphafi máls að það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg. Ef einhverjir teldu að svo væri ekki, bætti hann við, þá væri það hlutverk dómstóla að skera úr um málið.
Hér er ekki um erlend lán að ræða.
Öll krónulán bankanna eru fjármögnuð af tiltækum krónueignum þeirra að meðtöldum innistæðum í Seðlabanka Íslands sem verða til við sölu bankanna til seðlabanka á erlendum gjaldeyri sem þeir hafa keypt af viðskiptavinum eða tekið að láni erlendis.
Erlend lántaka felur í sér gengisáhættu, sem bankarnir hafa kosið að láta lántakendur axla með bindingu höfuðstóls krónulána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Lög nr. 38/2001 banna slíka yfirfærslu gengisáhættu, sbr. athugasemd við frumvarp til laga nr. 38/2001:Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi."
Í uppgjörssamningum skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna er gengið út frá því að yfirfærsla gengisáhættu hafi verið lögleg. Samningarnir taka því ekki mið af skaðabótaskyldu bankanna gagnvart lántakendum gengisbundinna lána skv. 18. gr. laga nr. 38/2001.
Niðurfærsla höfuðstóls slíkra lána til jafns við fyrri uppfærslu vegna gengisbindingar myndi nema hundruðum milljarða króna. Útfærsla uppgjörssamninganna án dómsúrskurðar um lögmæti gengisbindingar og hugsanlega skaðabótaskyldu væri glapræði.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur"
![]() |
Gengislánin dæmd óheimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2010 | 21:48
Dómur fellur lántaka í hag
Þá er fyrsti dómurinn í máli sem tekur á lögmæti gengistryggðra lána fallin lántakanda í hag:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200907206&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Ég skora á fjölmiðla að gera þessu máli góð skil.
Hvaða þýðingu hefur þetta þegar um 40 þúsund gengistryggðir bílálánssamningar eru í umferð og 11% af húsnæðislánum eru gengistryggð. Mun þorri þessa fólks ekki leita réttar síns? Og hvað með fyrirtækin?
Eins og ég sé þetta hafa stjórnvöld þrjá valkosti:
a) að stórauka við fjárframlög til dómskerfisins til að það geti tekið á öllum þessum málum
b) að setja lög um hópmálsókn
c) að hafa forgöngu um almennar leiðréttingar með einhverjum hætti
Ef ég man rétt skýrði viðskiptaráðherra frá því á borgarafundi að við uppgjör bankanna væri gert ráð fyrir því að gengistryggðu lánin væru lögleg. Skv. Gunnari Tómassyni viðhafði ráðherra þessi ummæli að sama skapi í útvarpsviðtali eins og sjá má hér að neðan.
Birti í tilefni dagsins tölvupóst frá Gunnari Tómassyni til alþingismanna frá 12. september 2009:
,,Ágætu alþingismenn.
Í Kastljósviðtali sl. þriðjudag 8. september vék ég m.a. að því broti lánastofnana á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sem felst í bindingu skuldbindinga í íslenzkum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Í viðtali á Bylgjunni sl. fimmtudag 10. september sagði viðskiptaráðherra í upphafi máls að það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg. Ef einhverjir teldu að svo væri ekki, bætti hann við, þá væri það hlutverk dómstóla að skera úr um málið.
Hér er ekki um erlend lán að ræða.
Öll krónulán bankanna eru fjármögnuð af tiltækum krónueignum þeirra að meðtöldum innistæðum í Seðlabanka Íslands sem verða til við sölu bankanna til seðlabanka á erlendum gjaldeyri sem þeir hafa keypt af viðskiptavinum eða tekið að láni erlendis.
Erlend lántaka felur í sér gengisáhættu, sem bankarnir hafa kosið að láta lántakendur axla með bindingu höfuðstóls krónulána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Lög nr. 38/2001 banna slíka yfirfærslu gengisáhættu, sbr. athugasemd við frumvarp til laga nr. 38/2001:Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi."
Í uppgjörssamningum skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna er gengið út frá því að yfirfærsla gengisáhættu hafi verið lögleg. Samningarnir taka því ekki mið af skaðabótaskyldu bankanna gagnvart lántakendum gengisbundinna lána skv. 18. gr. laga nr. 38/2001.
Niðurfærsla höfuðstóls slíkra lána til jafns við fyrri uppfærslu vegna gengisbindingar myndi nema hundruðum milljarða króna. Útfærsla uppgjörssamninganna án dómsúrskurðar um lögmæti gengisbindingar og hugsanlega skaðabótaskyldu væri glapræði.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur"
![]() |
Tíundi kröfufundurinn í vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.2.2010 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2010 | 18:55
Fundur um stöðu atvinnuleitenda; fundargerð
Hreyfingin stóð fyrir málefnafundi á Kaffi Sólon í gærkvöldi um stöðu atvinnuleitenda. Frummælendur voru Karl Sigurðsson, sviðsstjóri vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar og Hörður Ingvaldsson, atvinnuleitandi.
Í framsögu sinni vék Hörður m.a. að samskiptum sínum við Vinnumálastofnun og gerði hann athugasemd við það hvernig stofnunin meðhöndlar fólkið sem til hennar leitar. Hörður lýsti þeirri skoðun sinni að stofnunin horfi á atvinnuleitendur sem vandamál frekar en skjólstæðinga. Ennfremur noti stofnunin hvert tækifæri til að ná fólki af bótum með einhverjum ráðum. Til að rökstyðja þessa skoðun sína tók Hörður dæmi um reglur Vinnumálastofnunar er lúta að sviptingu atvinnuleysisbóta fari atvinnuleiutandi erlendis en Hörður þáði boð vina um vikudvöl í Danmörku fyrir skemmstu. Hörður sagði rökstuðning stofnunarinnar þess efnis að viðkomandi geti ekki stundað virka atvinnuleit fyrirslátt, ekki sé hlustað á mótrök svo sem að viðkomandi hafi stundað atvinnuleit í gegnum netið og geti framvísað gögnum því til sönnunar.
Karl tók til umfjöllunar ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um atvinnuleysi , stöðuna dag og framtíðarhorfur. Atvinnustig í fjármálageiranum í samanburði við aðra geira vakti athygli en skv. gögnum Karls er um 5% atvinnuleysi í þeim geira sem er talsvert undir meðaltali. Atvinnuleysi á landsvísu er nú um 9% og hafa sumar greinar mátt þola um og yfir 20% atvinnuleysi, til að mynda í mannvirkjageiranum. Eins kynnti Karl átaksverkefnið Ungt fólk til athafna sem er ætlað að spyrna við vaxandi langtímaatvinnulseysi á meðal ungs fólks sem er að sögn Karls verulegt áhyggjuefni.
Þegar opnað var fyrir fyrirspurnir og umræður mátti heyra að hljóðið í mörgum fundarmönnum var mjög þungt. Meðal annars voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að taka ekki með í reikninginn upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa yfirgefið Ísland þegar atvinnuleysisstigið er útreiknað. Niðurstaðan væri skekkt mynd í þágu skuggalegrar efnahagsstefnu. Einhverjir sögðu farir sínar af samskiptum við Vinnumálastofnun ekki sléttar. Sumir höfðu áhyggjur af því að boðaðar þrengingar reglna um bótarétt sjálfstætt starfandi aðila myndu auka líkurnar á svartri atvinnustarfsemi. Kallað var eftir talsmanni atvinnuleitenda og spurt var að upplýsingaskyldu og ábyrgð vinnumálastofnunar gagnvart þeim sem til hennar leita. Ítrekað lýstu fundarmenn þeirri afstöðu sinni að Vinnumálastofnun þyrfti að rækta betur skyldur sínara gagnvart skjólstæðingum sínum og að viðhorfsbreytingar væri þörf. Lögð var áhersla á að gera bótakerfið sveigjanlegra og til að forða því að fólk festist á atvinnuleysisibótum væri nauðsynlegt væri að þiggja ráðgjöf frá nágrannaríkjum sem hefðu gengið í gegnum hátt atvinnuleysisstig.
Karl viðurkenndi að stofnunin væri undirmönnuð og að hún væri ekki nægilega vel í stakk búin til að sinna þjónustuhlutverki sínu. Karl sagðist myndi koma boðskap fundarins til skila.Fundarstjóri var Ásta Hafberg.
![]() |
Atvinnumálin í forgangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 07:47
Megi allar góðar vættir láta á gott vita
Get þó ekki gleymt þessum orðum Sigrúnar Elsu Smáradóttur:
,,Mér finnst það lýsa skýrum vilja að strax í Október á síðasta ári, þegar ljóst var í hvað stefndi setti Félagsmálaráðuneytið af stað starfshóp undir forystu, sjálfs forseta Alþýðusambands Íslands, Gylfa Arnbjörnssonar, til að móta tillögur að aðgerðum til að bregðast við skuldavanda heimilanna. En undir hans forystu fæddist greiðslujöfnunarleiðin, sú leið að gefa fólki kost á að borga minna núna, safna meiri skuldum og lengja í lánum. Ég mætti Gylfa Arnbjörnssyni á opnum fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík þar sem við tókumst á um niðurstöðu nefndarinnar, sem ég taldi þá og tel enn, á engan hátt fullnægjandi. Þar sló forseti ASÍ allar hugmyndir um almennar aðgerðir til leiðréttingar á vísitölu eða til skiptingar á tjóninu, út af borðinu.
Því kom það mér, og sjálfsagt fleirum mjög á óvart þegar umræddur verkalýðsleiðtogi boðaði þann 8. maí síðastliðinn til mótmælaaðgerða, til að mótmæla, að því er virðist eigin tillögum. Vissulega er batnandi mönnum best að lifa og margir sem hafa vaxið af því að játa mistök. En að boða til mótmæla og veitast að stjórnvöldum sem hafa sér það helst til saka unnið að hlusta í einu og öllu á hugmyndir og ráðleggingar þess sem til mótmælanna boðar er vægast sagt einkennileg framkoma.
Ef ASÍ er einhver alvara þarf ASÍ að beita sér fyrir almennum leiðréttingum á höfuðstóli lána og afnámi verðtryggingar. Benda má á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í þeim efnum.
Að bregðast við greiðsluvanda ,,þeirra heimila sem verst standa er góðra gjalda vert en dugar skammt og mun ekki fullnægja réttlætiskennd almennings sem hefur mátt þola almenna eginaupptöku í formi verðbreytingarákvæða í lánasamningum.
![]() |
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2010 | 17:59
Yfirlýsing Heimavarnarliðsins
,,Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.
Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com."
Til dreifingar:
http://multitrack.powweb.com/hlv_dreifimidinn.pdf
http://multitrack.powweb.com/hlv_plakatid.pdf
![]() |
Trufluðu nauðungaruppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2010 | 17:35
Fundur um stöðu atvinnuleitenda
Opinn fundur a vegum Hreyfingarinnar á Sólon, efri hæð, Bankastræti 7a, fimmtudagskvöldið 11. febrúar 2010 kl. 20.00 22.00.
Dagskrá:
1. Staðan á vinnumarkaði - Karl Sigurðsson, sviðsstjóri vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar
Átaksverkefnið Ungt fólk til athafna, almenn úrræði og tölfræðileg staða
2. Frá sjónarhóli atvinnuleitanda Hörður Ingvaldsson
3. Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri er Ásta Hafberg
Allir velkomnir!
![]() |
Yfir 4.000 án vinnu í eitt ár eða lengur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)