Hagsmunir viðskiptavina og gagnkvæmt traust

Lýður og Ágúst Guðmundssynir færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum.  Þetta kemur fram í frétt á Vísi í dag. http://www.visir.is/article/20100215/VIDSKIPTI06/632807118

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að margir standa frammi fyrir því að missa eignir sínar, m.a. á grundvelli gengistryggðra lánasamninga sem nýlega voru dæmdir ólöglegir í héraðsdómi.  Lánveitandinn, Lýsing, hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/13/domnum_verdur_afryjad/

Á heimasíðu Lýsingar segir:  ,,Lýsing er þjónustufyrirtæki og starfsfólk kappkostar að hafa hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Við stefnum að langtíma viðskiptasamböndum sem byggja á gagnkvæmu trausti.  ... Lýsing er í eigu Exista hf.  Stjórn Lýsingar skipa:  Lýður Guðmundsson stjórnarformaður, Sigurður Valtýsson varaformaður. Meðstjórnendur:  Erlendur Hjaltason, Sveinn Þór Stefánsson, Hildur Árnadóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ásgeir Thoroddsen.  Forstjóri Lýsingar er Halldór Jörgensson."
http://lysing.is/Lysing/

Þegar heimasíða Existu er skoðuð má lesa að í stjórn eru Lýður Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, Hildur Árnadóttir og varamaður er Robert Tchenguiz. http://www.exista.is/index.aspx?GroupId=7


mbl.is Lagafrumvarp um frestun nauðungarsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðbjóður hvað erum við að gera þetta kallar á allsherjar stríð gegn valdstjórninni og spillingunni því líkur hroki

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2010 kl. 00:11

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég meina það mælirinn er fullur hvað er hægt að láta fara illa með hann sem ekki hefur stolið stórum upphæðum heldur verið ginntur af ráðgjöfunum.  Takk fyrir síðuna Þórður gagnlegar upplýsingar

Sigurður Haraldsson, 16.2.2010 kl. 00:19

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Takk fyrir að líta við og fyrir athugasemdirnar.

Hér er áhugaverð frétt á Svipunni um lánabreytingar smáeignamanna:

http://www.svipan.is/?p=3564 

Þórður Björn Sigurðsson, 16.2.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband