Þriðja leiðin; Plan B.

Þriðja leiðn sem fáir þora að tala um er að endursemja um skuldir ríkissjóðs til lækkunar.  Skv. fjárlögum ársins 2010 borgar ríkissjóður um 100 milljarða, eða 18% af öllum útgjöldum, í vexti.  Það er nokkru hærra heldur en við setjum í heilbrigðisráðuneytið sem fær um 93 milljarða.  Þetta er hæsta vaxtahlutfallið innan OECD.

Skv. upplýsingum úr Viðskiptablaðinu er Ísland í 9. sæti þegar kemur að heimslista yfir opinberar skuldir ríkja.  Sem hlutfall af landsframleiðslu voru skuldir Íslands 109% árið 2009, en VB byggir á gögnum frá CIA.

rikisskuldir.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir sem hafa einhvertíma komið nálægt rekstri vita að enginn heilbrigður rekstur stendur undir tæplega 20% fjármagnskostnaði.  Þess vegna þurfum við að fara að tala um Plan B.


mbl.is Vilja frekar skera niður en hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur sem þolir illa skoðun?

Allt frá því dómur Hæstaréttar féll um ólögmæti gengistryggingarinnar hefur framkvæmdavaldið og stofnanir þess haldið uppi linnulausum áróðri í þágu fjármálakerfisins.   Þar hefur ekkert verið til sparað og öllum trompum spilað út.  Fyrir vikið sitja stjórnvöld eftir grímulaus gagnvart almenningi sem segir þau hugsa meira um afkomu banka en heimila.  Það er í sjálfu sér einstakur árangur hjá fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni og umhugsunarefni fyrir alla þá sem hafa hingað til fylkt liði með svokölluðum vinstri öflum landsins. 

Í dag lét Héraðsdómur undan þrýstingnum og dæmdi bönkunum í hag.  Í dómsorðinu segir m.a.:

 „Að þessu virtu og með hliðsjón af efni umrædds samnings er ljóst að aðilar hafa við gerð hans tekið mið af því að lánið yrði verðtryggt með ákveðnum hætti og að jafnframt yrðu greiddir vextir sem tækju mið af umsaminni gengistryggingu sem dæmd hefur verið óheimil. Vegna þessara forsendna, sem taldar verða verulegar og ákvörðunarástæða fyrir lánveitingunni og báðum aðilum máttu vera ljósar, en reyndust vera rangar, verður að fallast á það með stefnanda að samningur aðila bindi hann ekki að því er vaxtaákvörðunina varðar. Á stefnandi því rétt á, að stefndi greiði honum þá fjárhæð, sem ætla má að aðilar hefðu ellegar sammælst um, án tillits til villu þeirra beggja. Þykja hvorki neytendasjónarmið né staða aðila við samningsgerðina breyta þeirri niðurstöðu."

Hér viðurkennir dómurinn að upp er kominn forsendubrestur í samningnum.  Forsendubresturinn er þó ekki þess eðlis að vegna gengishruns og verðbólguskots (sem fjármálafyrirtækin ollu að stórum hluta) hafi höfuðstóll verð- og gengistryggðra lána stökkbreyst, heldur liggur forsendubrestur Héraðsdsóms í þeirri staðreynd að gengistryggingin hefur verið dæmd óheimil.  Í því samhengi er ekki úr vegi að nefna að Sigurður G. Guðjónsson undirbýr málsókn á hendur einum bankanna til að krefjast leiðréttingar á vísitöluhækkun verðtryggðs láns á grundvelli forsendubrests.

Sérstaka athygli vekur að Héraðsdómur virðist taka undir með fyrrverandi seðlabankastjóra (sem RNA segir uppvísan að vanrækslu í starfi) þegar kemur að „villu beggja" samningsaðila.  Umræddur fyrrverandi seðlabankastjóri hefur reyndar beðist afsökunar á því að hafa skilgreint neytendur sem lögbrjóta í þessu ferli og fólst hluti af þeirri afsökunarbeiðni í að lýsa því yfir að staða lánþega við samningsgerðina sé gerólík stöðu lánafyrirtækisins.  Ég vona að Hæstiréttur muni á endanum gefa Héraðsdómi tilefni til að biðja neytendur afsökunar á þeirri niðurstöðu sem kunngerð var í dag.

Getur verið að Marinó G. Njálsson hafi nokkuð til sins máls varðandi dóminn?  En hann ritar í bloggfærslu„Þó dómur héraðsdóms virðist vera vandaður og góður við fyrstu sýn, þá stenst hann illa skoðun."   Í því samhengi má líka rifja upp viðtal við fyrrverandi forseta Hæstaréttar þar sem rökstutt er á grundvelli 36. gr. samningalaga að bankarnir muni ekki vinna þetta mál í Hæstarétti.  Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem Hæstiréttur snéri við niðurstðu Héraðsdóms í þessari rimmu.


mbl.is Ekki ósanngjörn lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendaspá

Á morgun, föstudag mun Héraðsdómur leggja línurnar um hvaða vextir eiga að gilda á gengistryggðu lánunum.

Áhugavert er að sjá hvernig fjallað er um málið í mismunandi fjölmiðlum.

Svipan vekur athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstri í Héraðsdómi á meðan frétt RÚV minnir helst á heimsendaspá.

Eftir að dómur hafði fallið um ólögmæti genistryggingarinnar fullyrti Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, að bankarnir myndu líka tapa vaxtamálinu í Hæstarétti þegar á myndi reyna.  Orðið á götunni greindi frá því.

Þekkt er orðið hvernig talsmenn kerfisins hafa skipulega reynt að draga úr áhrifum niðurstöðu Hæstaréttar með málflutningi sínum frá því gengistryggingin var dæmd ólögmæt.

Það kemur kannski ekki á óvart í þjóðfélagi þar sem rúmlega 70% eru frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu samkvæmt skoðanakönnun MMR.


Fjárhagsleg borgarastyrjöld skollin á?

Í maí 2009 sagði ég í kastljósviðtali að fjárhagsleg borgarastyrjöld væri í uppsiglingu.  Í viðtalinu voru einnig efnahags- og viðskiptaráðherra og Björn Þorri Viktorsson, lögmaður.  Í ljósi þess sem síðar hefur gerst er afar forvitnilegt að horfa á þetta viðtal og velta fyrir sér því sem þar fram kemur.   

Tilmæli FME og SÍ hreyfa væntanlega við ansi mörgum.  Lilja Mós segir nú að allt muni loga í málaferlum.  Og Marinó vill meina að FME og SÍ séu að hvetja til lögbrota.

Ég hugsa að þau hafi bæði mikið til síns máls.

Talsmaður neytenda hefur einnig stigið fram með fyrstu viðbrögð: Einhliða aðgerð án alls samráðs á hæpnum lagalegum forsendum.

Nú veit ég ekki betur en að SÍ og FME séu hluti af framkvæmdavaldinu en efnahags- og viðskiptaráðherra er æðsti yfirmaður þessara stofnana.  Því er að sama skapi forvitnilegt að rifja upp ummæli umrædds ráðherra frá því í september 2009 þegar hann sagði að það væri ekki ráðherra að túlka lögin.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Of þungt högg á kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráðherra að túlka lögin

Á borgarafundi í Iðnó þann 18. september 2009 sagði ráðherra:

„Í þessu tilfelli er uppi ágreiningur, réttarágreiningur, úr honum skera dómstólar og þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir þá fara menn eftir honum.  Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.  Það er ekki, eins og ég sagði áðan, ráðherra eða það er að segja framkvæmdavaldsins að skera úr um réttarágreining.  Það getur verið að þeir þurfi að bregðast við niðurstöðu dómstóla, hugsanlega komið með einhverjar tillögur að lagabreytingu eða eitthvað slíkt í kjölfarið, en það er ekki ráðherra að skera úr um réttarágreining eða túlka lögin almennt, það er dómstóla að skera úr um slíkan ágreining.“

Þetta kemur fram eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur á þessu myndskeiði:

Ofangreind ummæli hljóta að teljast einkar áhugaverð í ljósi viðbragða ráðherra við niðurstöðu hæstaréttar.  Sjá:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/18/liklegt_ad_vextir_sedlabanka_gildi/ 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/24/hagkerfid_tholir_ekki_samningsvexti/ 

http://www.ruv.is/frett/ohugsandi-ad-samningsvextir-standi


mbl.is Upplýstir um stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handritið er búið

„Virðulegur forseti, það er áhugavert að sitja hér í þingsal og hlusta á karp fjórflokksins eða þríflokksins.  Leikritið heldur áfram eins og undanfarna áratugi, leikritið heldur áfram.  Þingmenn átta sig ekki á því að handritinu lauk 20. janúar 2009. Þeir hafa verið að feta sig áfram handritslausir á þingi í bráðum 2 ár og því fer sem fer.  Heimilin eru að fara til fjandans.  Efnahagslífið er að fara til fjandans.  Stjórnmálin eru að fara til fjandans.   Nýja handritið var skrifað í aðdraganda sveitarstjórnakosninga fyrir nokkrum vikum þó að þingmenn átti sig ekki á því að þá er komin hér ný umræða í stjórnmálin og ný krafa frá almenningi um það hvernig stjórnmál eiga að vera og þau eiga ekki að vera eins og fram hefur komið hér á þingsal í morgun.  Annað framhjólið og annað afturhjólið, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin,  rífast hér um hvað gerðist, þiggjendur útrásarþýfis saka aðra um spillingu, fólk sem að sat hér í embættum í bankaráði Seðlabankans, hvers reikningur til þjóðarinnar samkvæmt lokafjárlögum 2008 er 192 milljarðar, saka aðra um vanrækslu… hvert haldið þið að þetta leiði? Hver verður niðurstaðan úr þessu? Niðurstaðan verður sú að fulltrúalýðræðið eins og það hefur birst fólki hér á Íslandi er ónýtt, fulltrúarnir á þingi, fulltrúar almennings, fulltrúar kjósenda eru fyrst og fremst fulltrúar sjálfs síns, en ekki fulltrúar almennings.   Handritið er búið.  Það er ekki lengur til þetta leikrit sem þið eruð að leika ykkur í.  Þið verðið að fara tala öðruvísi og hugsa öðruvísi.  Hversu lengi ætlið þið að halda áfram?  Það eru engar afgerandi aðgerðir í vanda heimilanna, það eru engin frumvörp um lýðræðisumbætur sem verða afgreidd á þessu þingi.“

 

Þór Saari, um störf þingsins 8. júní 2010


mbl.is „Eilífar sakbendingar“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handritið er búið

„Virðulegur forseti, það er áhugavert að sitja hér í þingsal og hlusta á karp fjórflokksins eða þríflokksins. Leikritið heldur áfram eins og undanfarna áratugi, leikritið heldur áfram. Þingmenn átta sig ekki á því að handritinu lauk 20. janúar 2009. Þeir hafa verið að feta sig áfram handritslausir á þingi í bráðum 2 ár og því fer sem fer. Heimilin eru að fara til fjandans. Efnahagslífið er að fara til fjandans. Stjórnmálin eru að fara til fjandans. Nýja handritið var skrifað í aðdraganda sveitarstjórnakosninga fyrir nokkrum vikum þó að þingmenn átti sig ekki á því að þá er komin hér ný umræða í stjórnmálin og ný krafa frá almenningi um það hvernig stjórnmál eiga að vera og þau eiga ekki að vera eins og fram hefur komið hér á þingsal í morgun. Annað framhjólið og annað afturhjólið, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, rífast hér um hvað gerðist, þiggjendur útrásarþýfis saka aðra um spillingu, fólk sem að sat hér í embættum í bankaráði Seðlabankans, hvers reikningur til þjóðarinnar samkvæmt lokafjárlögum 2008 er 192 milljarðar, saka aðra um vanrækslu… hvert haldið þið að þetta leiði? Hver verður niðurstaðan úr þessu? Niðurstaðan verður sú að fulltrúalýðræðið eins og það hefur birst fólki hér á Íslandi er ónýtt, fulltrúarnir á þingi, fulltrúar almennings, fulltrúar kjósenda eru fyrst og fremst fulltrúar sjálfs síns, en ekki fulltrúar almennings. Handritið er búið. Það er ekki lengur til þetta leikrit sem þið eruð að leika ykkur í. Þið verðið að fara tala öðruvísi og hugsa öðruvísi. Hversu lengi ætlið þið að halda áfram? Það eru engar afgerandi aðgerðir í vanda heimilanna, það eru engin frumvörp um lýðræðisumbætur sem verða afgreidd á þessu þingi.“

Þór Saari, um störf þingsins 8. júní 2010
mbl.is Segist hafa upplýst um styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt um frystingu vísitölu neysluverðs

Fyrst engin innistæða er fyrir kauphækkunum þá verður engin innistæða til að greiða af hækkandi lánum.  Leiðréttum þau og setjum 4% þak á verðbætur.  Ræðum svo um frystingu launa.


mbl.is Vill þjóðarsátt um launafrystingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband