Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Plan B

Tillaga til þingsályktunar um mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 

,,Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að láta vinna efnahagsáætlun sem tryggir velferð og félagslegan stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Skilgreindar verði nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins og forðast frekari skuldsetningu ríkissjóðs, aðgerðaáætlun útbúin og henni fylgt eftir. Leitað verði liðsinnis færustu erlendra sérfræðinga á sviði hagvísinda við mótun og framkvæmd áætlunarinnar til að tryggja þann trúverðugleika efnahagsstjórnar landsins sem er nauðsynlegur.

Efnahagsáætlunin liggi fyrir 1. október 2010 og komi til framkvæmda fyrir 2011.

Ráðherra kynni Alþingi efnahagsáætlunina við fyrsta tækifæri eftir að þing hefur verið sett í október 2010."

http://www.althingi.is/altext/138/s/0331.html

Hér má sjá 1. umræðu í þinginu um málið:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20100301T173838&horfa=1


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri til breytinga

Nú er starfandi nefnd sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera.  Í þeirri vinnu hefur Hreyfingin átt fulltrúa.

Helstu áherslur Hreyfingarinnar eru:

  • Dregið verði úr fjárþörf stjórnmálasamtaka.
  • Framlög lögaðila verði óheimil.
  • Framlög einstaklinga verði hámörkuð við kr. 200.000,- og upplýsingaskylda verði á öllum framlögum sem eru hærri en kr. 20.000,-
  • Jafnræðis milli stjórnmálasamtaka verði gætt við úthlutun opinberra framlaga:
  •    o Framlög miðist við kostnað vegna reksturs á skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð í hverju kjördæmi. Jafnframt dugi framlög til greiðslu launa fyrir eitt stöðugildi framkvæmdastjóra (á landsvísu) og hálft stöðugildi í hverju kjördæmi fyrir sig.
  •    o Framlög til þingflokka frá Alþingi verði þau sömu fyrir alla flokka.
  •    o Hóflegt framlag að upphæð kr. 12.000.000,- til hvers stjórnmálaafls sem býður fram á landsvísu vegna reksturs framboðsins. Hlutfallslegt framlag til þeirra sem bjóða fram í færri kjördæmum.
  • Að nefndin beiti sér fyrir því að sambærilegar reglur verði teknar upp á Íslandi og tíðkast víðast hvar í Evrópu um auglýsingar stjórnmálasamtaka, þar sem auglýsingar í ljósvakamiðlum eru ýmist bannaðar eða mjög takmarkaðar. Ísland er frávik í þeim efnum.
  • Að nefndin beiti sér fyrir því að aðgengi framboða að ljósvakamiðlum í aðdraganda kosninga verði tryggt með skylduákvæði í lögum sem geri ráð fyrir endurgjaldslausum kynningum framboða með svipuðum hætti og "Party Political Broadcast" í Bretlandi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hreyfingarinnar.


mbl.is Allt á að vera uppi á borðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr stöðugleikasáttmálanum

,,Forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði fyrir gerð kjarasamninga eru að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á."

http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/stodugleikasattmalinn/


mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur má ef duga skal

Þegar kemur að stjórnmálasamtökum og auglýsingum þeirra í ljósvakamiðlum sker Ísland sig úr.  Víðast hvar í Evrópu eru slíkar auglýsingar bannaðar eða mjög takmarkaðar.

Þessum málum hefur m.a. verið gerð skil í grein sem kallast Fjármál stjórmmálasamtaka.

Grein Einars Árnasonar sem vísað er í nefndri grein er aðgengileg hér.

Í þessu samhengi vil ég einnig vekja athygli á málflutningi Hreyfingarinnar sem vill gera róttækar breytingar í þessum efnum.  Nauðsynlegt er að hugsa samhliða um auglýsingar stjórnmálasamtaka og fjármögnun þeirra. 

Áherslur Hreyfingarinnar felast m.a. í að dregið verði úr fjárframlögum til stjórnmálasamtaka og fjárþörf þeirra takmörkuð.  Til að mynda með því að veita stjórnmálasamtökum aðgang að fjölmiðlum líkt og tíðkast með s.k. political broadcasting. 

Eins vill Hreyfingin að framlög lögaðila verði gerð óheimil enda sé vandséð hvernig lögaðili getur haft hugmyndafræðilegan áhuga á framgangi mála.  Að mati Hreyfingarinnar á að hámarka framlög einstaklinga við 200.000 kr. og öll framlög hærri en 20.000 kr. ber skilyrðislaust að skrá og opinbera innan eins dags frá greiðslu þeirra.

Þessum sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri við nefndina sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera.


mbl.is Þak á auglýsingakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðiálit ráðuneytis leyndarmál?

Fram hefur komið að efnhags- og viðskiptaráðuneytið hefur látið vinna lögfræðiálit á gengistryggðum lánum.  Þetta má sjá á vefsíðu Talsmanns neytenda

Einnig kemur fram á síðunni að Talsmaður neytenda er bundinn þagnarskyldu um málið.  Nú ríður á að efnahags og viðskiptaráðuneytið aflétti trúnaði af umræddu áliti.

Að sama skapi færi vel á því ef stjórnvöld myndu beita sér fyrir skjótri úrlausn þeirra dómsmála sem eru í farvatninu vegna deilna um lögmæti gengistryggðra lána. 


mbl.is Óþarfi að óttast hugmyndir mínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta á ferð?

Jón Ólafsson heimspekingur var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.

Jón gerði m.a. því skóna að sú samstaða sem til hefur orðið í kringum Icesave málið væri merki um eitthvað hættulegt.  Þegar algerlega andstæðir pólar í pólitík sjái sér hag í að berjast fyrir sameiginlegu máli sé eitthvað skrýtið að gerast.

Þetta var framsett í samhengi við afrakstur búsáhaldabyltingarinnar og nefnt til skjalanna sem dæmi um að hún hefði ekki tekist sem skyldi.

Hér vil ég staldra við og velta upp hugleiðingu. 

Hvernig má mæla afrakstur búsáhaldabyltingarinnar í samstöðu eða samstöðuleysi stjórnmálasamtaka um tiltekið málefni?  Og ef afraksturinn er mælanlegur með þeim hætti, hvort ætli sé meira í anda búsáhaldabyltingarinnar að ólík stjórnmálasamtök geti sameinast um markmið eður ei?
mbl.is Gengur hægt að koma á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

InDefence hleypur í skarðið

,,Formleg beiðni lögð fram um að skipuð verði þverpólitísk þingmannanefnd sem færi utan og fundaði með kollegum sínum til að kynna málstað og stöðu Íslendinga varðandi Icesave sem og heildarstöðu Íslands.  Beiðnin hefur verið margítrekuð en málið virðist hafa verið svæft í nefnd.  Hreyfingin vinnur þó enn að því."

http://hreyfingin.is/index.php?option=com_content&view=article&id=33&Itemid=31


mbl.is Spurðu hvassra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorað á UVG

Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur sem felur í sér ákvæði sem gerir almenningi kleift að kalla eftir þeim:

,,Alþingi getur ákveðið með þingsályktun að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni eða lagafrumvarp. Einnig getur að lágmarki1/3hluti þingmanna krafist þess með þingsályktun að slík þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram.  Þá geta 10% kosningarbærra manna krafist með undirskrift sinni þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni..."

Nú skora ég á UVG sem og aðra málsmetandi menn að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og taka þátt í að þrýsta á um að það verði að lögum sem fyrst.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um ýmis mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynslóðin sem getur

,,Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur
á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur
komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand."

Höf: Jóhann Helgason
http://www.johannh.com/textar/eg-labbaei-i-baeinn


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf sagan sögð

Hinn helmingurinn er hér:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20100304T105922&end=20100304T110525&horfa=1

Margt áhugavert sem fram kemur þarna.

Hvað finnst fólki um svör fjármálaráðherra við spurningum þingmannsins?


mbl.is Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband