Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
3.3.2010 | 09:59
Neyðarlög fyrir 20% þjóðarinnar
Páll Kolbeinsson ritaði grein í nóvemberútgáfu Tíundar, fréttablaði Ríkisskattsstjóra, sem kallast Eignir og skuldir Íslendinga.
Greinin er um margt forvitnileg. Meðal annars kemur fram að heildarfjöldi fjölskyldna á Íslandi var í 181.755 í árslok 2008.
Ég sendi greinarhöfundi tölvupóst á dögunum og spurðist fyrir um hversu margir aðilar telja fram hærri upphæð en 3 milljónir af þeim 661,5 milljörðum kr. sem skráðir voru á framtölum landsmanna um áramót 2008/2009. Svarið barst skömmu síðar og var svo hljóðandi:
Sæll Þórður,
Um áramótin 2008/2009 áttu 21.219 hjón og 14.633 einhleypingar, samtals 35.852 fjölskyldur, meira en þrjár milljónir í innlendum bankainnstæðum, þá eru innstæður barna ekki meðtaldar.
Með kveðju,
Páll Kolbeins
35.852 / 181.755 = 0.197
Af þessu má draga þá ályktun að 20% fjölskyldna hafi notið góðs af svokölluðum neyðarlögum sem m.a. tryggðu innstæður umfram skyldu.
Æ meira tekið af sparnaðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 12:50
Skyldulesning og -áhorf
Í þessu samhengi bendi ég á tvennt.
Annars vegar grein Gunnar Skúla Ármannsson sem heitir Ísland AGS og Icesave. Greinin er m.a. aðgengileg á vef Attac samtakanna og hefst á þessum orðum:
,,Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir. Hversu trúverðug er áætlun AGS fyrir Ísland. Sérstaklega með hliðsjón af sögu sjóðsins."
Þessi mynd segir meira en mörg orð en hún sýnir okkur hversu mikill afgangur þarf að vera af vöruskiptajöfnuði á næstu árum í samhengi við þann afgang sem verið hefur.
Hins vegar bendi ég á heimildarmynd um aðkomu AGS að málefnum Argentínu:
,,Documentary on the events that led to the economic collapse of Argentina in 2001 which wiped out the middle class and raised the level of poverty to 57.5%. Central to the collapse was the implementation of neo-liberal policies which enabled the swindle of billions of dollars by foreign banks and corporations. Many of Argentina's assets and resources were shamefully plundered. Its financial system was even used for money laundering by Citibank, Credit Suisse, and JP Morgan. The net result was massive wealth transfers and the impoverishment of society which culminated in many deaths due to oppression and malnutrition."
Vilja hafna aðstoð AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)