Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
21.11.2010 | 21:02
Óvissa um vexti á gengistryggðum lánum
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að leitað verði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins um vexti á gengistryggðum lánum. Niðurstöðu héraðsdóms hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Alþingi getur ekki afgreitt frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð lán fyrr en álit EFTA dómstólsins liggur fyrir.
Bankarnir neita að senda inn skaðleysisyfirlýsingar og hugsanlega standast boðuð lög ekki neytendaverndartilskipun ESB.
Samþykki Alþingi frumvarpið gæti ríkið bakað sér skaðabótaábyrgð á hvorn veginn sem er. Eyða þarf allri óvissu í málinu sem fyrst.
Staðfesti hæstiréttur ekki úrskurð héraðsdóms þarf Alþingi að snúa sér með frumvarpið til ESA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2010 | 10:52
Lagafrumvarp Hreyfingarinnar
Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp sem tekur á þessu máli. Í greinargerð þess segir m.a.:
,,Markmiðið með frumvarpi þessu er að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindum sjávar og efla atvinnustarfsemi innan lands. Þá er markmið þess jafnframt að auka aðkomu og yfirsýn íslenskra stjórnvalda með viðskiptum með sjávarafurðir, hvort sem þær eru veiddar innan efnahagslögsögunnar eða tilheyri íslenskum deilistofnum.
Gert er ráð fyrir því að meðal áhrifa lagafrumvarpsins verði aukin samkeppni um veiddan afla og bætt aðgengi íslenskra fiskvinnslufyrirtækja að fiski til vinnslu, sem muni hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu og atvinnusköpun á landinu. Þannig mun nálægð innlendra fiskvinnslustöðva við fiskimiðin nýtast þeim þar sem allur afli verði boðinn upp á innlendum uppboðsmörkuðum.
Með frumvarpinu er ráðgert að veita innlendum fiskvinnslum raunverulegan aðgang að því hráefni sem annars hefur verið flutt úr landi óhindrað. Núverandi uppboðskerfi á óunnum sjávarafla sem fluttur er á erlenda fiskmarkaði hefur ekki virkað í raun. Lágmarksverð sem útgerðir hafa skráð á uppboðsvef hefur oftar en ekki verið mun hærra en markaðsverð á fiski á innlendum mörkuðum og mun hærra en það verð sem opinberar tölur um raunverulegt söluverð á erlendum mörkuðum gefa til kynna. Innlendar fiskvinnslur hafa því í raun ekki haft aðgang að þessu hráefni þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Telja frumvarpshöfundar að með því að bjóða allan fisk, að undanskildum uppsjávarfiski, humar og rækju, til sölu á innlendum fiskmarkaði sé verið að jafna samkeppnisstöðu innlendra fiskvinnslustöðva gagnvart erlendum fiskkaupendum en um leið sé verðmæti óunninna afurða hámarkað í heilbrigðri samkeppni um hráefni."
http://www.althingi.is/altext/139/s/0051.html
Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2010 | 21:06
Ríkisstjórn hughreysti lánveitendur
101 þúsund vanskilamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010 | 11:49
Útlit fyrir að Alþingi muni lögleiða glæpinn
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að gengistrygging verði lögleidd (í tilfelli fyrirtækja) og að lagalegum stoðum verði skotið undir tilmæli FME og Seðlabankans. Hér höfum við dæmi um að stjórnvöld hafi skotið fyrst og ætli nú að spyrja. Jafnframt hika stjórnvöld ekki við að leggja fram afturvirk lög á neytendur en það virðist ekki vera hægt gagnvart lánveitendum.
Gengislánafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)