Lagafrumvarp Hreyfingarinnar

Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp sem tekur á þessu máli.  Í greinargerð þess segir m.a.:

 ,,Markmiðið með frumvarpi þessu er að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindum sjávar og efla atvinnustarfsemi innan lands. Þá er markmið þess jafnframt að auka aðkomu og yfirsýn íslenskra stjórnvalda með viðskiptum með sjávarafurðir, hvort sem þær eru veiddar innan efnahagslögsögunnar eða tilheyri íslenskum deilistofnum.
    Gert er ráð fyrir því að meðal áhrifa lagafrumvarpsins verði aukin samkeppni um veiddan afla og bætt aðgengi íslenskra fiskvinnslufyrirtækja að fiski til vinnslu, sem muni hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu og atvinnusköpun á landinu. Þannig mun nálægð innlendra fiskvinnslustöðva við fiskimiðin nýtast þeim þar sem allur afli verði boðinn upp á innlendum uppboðsmörkuðum.
    Með frumvarpinu er ráðgert að veita innlendum fiskvinnslum raunverulegan aðgang að því hráefni sem annars hefur verið flutt úr landi óhindrað. Núverandi uppboðskerfi á óunnum sjávarafla sem fluttur er á erlenda fiskmarkaði hefur ekki virkað í raun. Lágmarksverð sem útgerðir hafa skráð á uppboðsvef hefur oftar en ekki verið mun hærra en markaðsverð á fiski á innlendum mörkuðum og mun hærra en það verð sem opinberar tölur um raunverulegt söluverð á erlendum mörkuðum gefa til kynna. Innlendar fiskvinnslur hafa því í raun ekki haft aðgang að þessu hráefni þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Telja frumvarpshöfundar að með því að bjóða allan fisk, að undanskildum uppsjávarfiski, humar og rækju, til sölu á innlendum fiskmarkaði sé verið að jafna samkeppnisstöðu innlendra fiskvinnslustöðva gagnvart erlendum fiskkaupendum en um leið sé verðmæti óunninna afurða hámarkað í heilbrigðri samkeppni um hráefni."

http://www.althingi.is/altext/139/s/0051.html 

 


mbl.is Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvernig væri að afnema kvótakerfið og gefa sjómönnum þar með frjálsar hendur til þess að veiða fisk ? Þar með er mönnum gefið nýtt og aukið tækifæri til þess að afla gjaldeyris úr "gullkistu hafsins", - gullkistu allrar þjóðarinnar, - undirstöðu lífsins í landinu.

Tryggvi Helgason, 15.11.2010 kl. 18:39

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

auðlindir þjóðarinnar já... gullkista allrar þjóðarinnar.

Svo ég noti gamalt máltæki, "ávísunin hlýtur að hafa týnst í pósti" því ég fékk hana aldrei.

Allt gott og blessað ef afurðir þjóðarauðlinda eru nýttar til reksturs almenningshags, svo sem í mennta- og heilbrigðiskerfið. Ég væri þá til í að sjá það á bókhaldi einhversstaðar hver fær peninginn og hvaðan.

Björn Leví Gunnarsson, 15.11.2010 kl. 21:42

3 identicon

Loksins góð og skynsamleg hugmynd frá stjórnmálamönnum, slíkar eru orðnar jafn fáséðar og gullmolar á öskuhaugunum, og orðið erfiðara að finna góða frétt að gleðjast yfir en nál í heystakki. Það er fagnaðarefni mikið að heilbrigð skynsemi sé ekki með öllu dáin á Íslandi. Halelúja!

Já (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband