Íslandsdeild Attac var stofnuð 30. maí 2009. Hún er hluti alþjóðlegar hreyfingar fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þeirra.
Attac varð til í Frakklandi í júní 1998. Deildir eru í 48 löndum, og nú bætist Ísland við. Af þessum 49 eru 25 Evrópulönd, 12 í Suður-Ameríku og 6 í Afríku. Félagar eru alls yfir 85.000 í heiminum. Samnefnari samtakanna og sameiginleg krafa er að öll velta á fjármagnsmörkuðum sé skattlögð og skatturinn eyrnamerktur til samfélagsverkefna. Bráðabirgðastjórn hefur verið skipuð og verður aðalfundur haldinn í haust. Von er á heimsókn fulltrúa erlendra Attacfélaga, og verður nánar tilkynnt um það þegar þar að kemur. Öllum sem hafa áhuga á jákvæðri uppbyggingu þjóðfélags, þar sem fólk er í fyrirrúmi en ekki fjármagnseigendur er boðið að taka þátt í þessu starfi. Heimasíða Attac á Íslandi verður http://www.attac.is.
Áhugasamir geta skráð sig á póstlista í netfanginu attacis@gmail.com
***
Frumstefnuskrá alþjóðahreyfingarinnar ATTAC
Alþjóðleg hreyfing fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þess.
Alþjóðavæðing fjármagnsins eykur á efnahagslegt óöryggi og félagslegt ójafnrétti. Hún fer íá svig viðkri og þrengir að valkostum almennings, lýðræðislegra stofnana og fullveldi ríkja, sem bera ábyrgð á almannaheill. Í þeirra stað setur hún rökvísi spákaupmennskunnar sem lýtur einungis hagsmunum fjölþjóðlegu fyrirtækjanna og fjármagnsmarkaðanna.
Í nafni umbreytingar heimsins sem kynnt er sem náttúrulögmál er barist um völdin við borgarana og fulltrúa þeirra um hver ræður örlögum þeirra. Slík óvirðing, slíkur vanmáttur nærir vöxt andlýðræðislegra flokka. Það er mikilvægt að stöðva þetta ferli með því að skapa nýtt regluverk og ný eftirlitstæki, innan þjóðríkisins, innan Evrópu og alþjóðlega. Reynslan kennir okkur að ríkisstjórnir ráðast ekki í slíkt án þess að þrýst sé á þær. Að takast á við þessa tvöföldu áskorun, samfélagslegt hrun og pólitíska örvæntingu, krefst því viðbragða borgaranna og aðgerðarsinna.
Algert frelsi fyrir hringrás fjármagnsins, skattaparadísir og sprenging í viðskiptum spákaupmanna rekur ríkin inn á tryllta braut stórfjárfestum í hag. Meira en 1800 milljarðar dollara hringsóla á gjaldeyrismörkuðum á hverjum degi í let að skyndigróða, algerlega án samhengis við gengi framleiðslunnar og viðskipta með vörur og þjónustu. Slík þróun hefur í för með sér samfellda tekjuaukningu auðmagnsins til handa á kostnað vinnulauna, eykur á hverfulleika tilverunnar (hvikulleikans) og útbreyðslu fátæktarinnar.
Félagslegar afleiðingar þessarar þróunar eru enn alvarlegri í þróunarlöndunum, löndunum í suðri og Austur Evrópu sem hafa milliliðalaust orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni og sett undir skilyrði aðlögunaráætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Endurgreiðsla skulda hins opinbera skuldbindur ríkisstjórnirnar til að skera niður eins og hægt er framlög til félagslegrar þjónustu og dæmir samfélögin til vanþróunar; miklu hærri vextir en í þróuðustu ríkjunum leggja sitt af mörkum til að eyðileggja innlend fyrirtæki; ráðstafanir til hömlulausrar einkavæðingar og sölu ríkisfyrirtækja margfaldast til að losa um fé til að fullnægja kröfum fjárfestanna.
Alls staðar er félagslegum ávinningum ógnað. Þar sem eftirlaunakerfi er til eru launþegar hvattir til að skipta þeim út fyrir lífeyrissjóðakerfi sem leiðir til þess að þeirra eigin fyrirtæki verði enn meira háð stundargróða, að útvíkka áhrifasvæði fjármálageirans og sannfæra borgarana um að samstaða milli þjóða, milli fólks og kynslóða sé úrelt þó svo að umhverfiskreppan geri að sínu leiti kröfu um að slík samstaða sé styrkt. Afnám reglugerða snertir allan vinnumarkaðinn og hefur í för með sér afturför í vinnuumhverfinu, vaxandi hverfullleika og atvinnuleysi, og niðurskurð á velferðakerfinu.
Undir yfirskini efnahagsþróunarinnar og atvinnunnar hafa stóru löndin (ríkin) ekki snúið baki við því að undirrita Fjölþjóðlegan fjárfestingarsáttmála (MAI) sem veitir fjárfestum öll réttindin og leggur allar skildurnar á herðar ríkisins. Frammi fyrir þrýstingi frá almenningsálitinu og mótmælum aðgerðasinna (militant), neyddust þau til að hætta við þá ætlan sína að gera þennan samning innan vébanda OECD, en umræðurnar eiga að hefjast að nýju innan WTO. Samtímis halda Bandaríkin, en einnig Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins, áfram krossferð sinni í þágu frjálsra viðskipta með því að þrýsta á afnám reglugerða á nýjum og nýjum sviðum, jafnt á meginlandinu sem alþjóðlega.
Það er enn hægt að koma í veg fyrir marga keðjuverkunina sem hlýst af þessari mulningsvél ójafnaðarins, milli heimshluta jafnt sem í hjarta sérhvers lands. Of oft nærist röksemdin um að þetta séu forlög okkar á ritskoðun upplýsinga um aðra valkosti. Þannig hafa alþjóðlegu fjármálastofnanirnar og stóru fjölmiðlarnir (en oft njóta eigendur þeirra ávinninga hnattvæðingarinnar) þagað um tillögur bandaríska hagfræðingsins, nóbelsverðlaunahandhafans í hagfræði, um skatt á viðskipti spákaupmanna á gjaldeyrismarkaði. Jafnvel þó hann sé mjög hógvær, 0.1%, gefur Tobin-skattur af sér nærri 100 milljarða dollara á ári. Hann yrði aðallega innheimtur í iðnríkjunum, þar sem stærstu fjármagnsmarkaðirnir eru staðsettir, en þessa upphæð má nota til að berjast gegn öllu ójafnrétti, einnig ójafnrétti milli kynja, til að útbreyða menntun og opinbera heilsugæslu í fátæku löndunum, og til að koma á matvælaöryggi og varanlegri þróun. Slíkar ráðstafanir (aðgerðir) vinna með skýrum hætti gegn spákaupmennsku. Þær eru vatn á myllu andspyrnunnar, og gefa borgurunum og ríkinu svigrúm á ný og, umfram allt, færir stjórnmálunum undirtökin á ný. Með þetta að leiðarljósi bjóða undirritaðir sig fram til þátttöku í eða samvinnu við alþjóðlega hreyfingu ATTAC til að ræða saman, framleiða og dreifa upplýsingum og grípa til aðgerða saman, jafnt hver í sínu landi, sem milli landa eða alþjóðlega. Þessar sameiginlegu aðgerðir hafa að markmiði:
- að sporna við alþjóðlegri spákaupmennsku,
- að skattleggja fjármagnstekjurnar,
- að refsa skattaskjólunum,
- að hindra almenna útbreyðslu lífeyrissjóðanna,
- að stuðla að gagnsæi í fjárfestingum í þróunarríkjunum,
- koma á laga- og reglugerðarumhverfi fyrir bankastarfsemina sem ekki er andhverf hagsmunum neytenda og borgurunum (almennir starfsmenn bankanna geta hér leikið mikilvægt hlutverk með því að hafa eftirlit með þessum aðgerðum),
- styðja kröfurnar um afnám opinberra skulda þróunarríkjanna og nota það fé sem þannig verður til ráðstöfunar til hagsbóta íbúunum og varanlegri þróu;, margir kalla þetta að gera upp skuldina við samfélagið og umhverfið".
Almennt séð snýst þetta um:
- að vinna aftur þau umráðasvæði sem lýðræðið missti (glataði) til fjármálaheimsins,
- að mótmæla og hafna öllu nýju afsali á fullveldi ríkisins í nafni svokallaðra réttinda" fjárfesta og kaupmanna,
- að skapa lýðræðislegann starfsvettvang um heim allann.
Í stuttu máli að við, öll saman, endurheimtum framtíð okkar
Þessi stefnuskrá var undirrituð af eftirfarandi einstaklingum:
Manu CHAO, René DUMONT, Viviane FORRESTER, Gisèle HALIMI, Bernard LANGLOIS, Daniel MERMET, René PASSET, Ignacio RAMONET, Jacques ROBIN, Philippe VAL
og eftirfarandi verkalýðs- og félagasamtökum:
AC ! (Agir ensemble contre le chômage), Agir ici, AITEC (Association internationale de techniciens, experts et chercheurs), Alternatives Economiques, Amis de la Terre, APEIS (Association pour l'emploi l'information et la solidarité), Artisans du Monde, Association Gunter Holzmann, Pétition, CADAC (Coordination des associations pour le droit à l'avortement et à la contraception), CEDETIM (Centre d'études et d'initiatives de solidarité internationale), Fédération des banques CFDT, Fédération des finances CGT, Charlie-Hebdo, Confédération générale des SCOP, CNAFAL (Confédération Nationale des Familles Laïques ), Confédération paysanne, CRID, Droit au Logement, Droits devant !, Fédération Banques-CFDT, FFMJC (Fédération Française des Maisons de Jeunes et de la Culture), FGTE-CFDT, FSU, Golias, Le Monde diplomatique, Ligue de l'enseignement, MNCP (Mouvement national des chômeurs et précaires), MRAP (Mouvement contre le racisme et pour l'amitié entre les peuples), Politis, Raisons d'agir, Réseaux services publics européens, SNES, SNESup, SNPTAS Equipement CGT, SNUI (Syndicat national unifié des impôts), SNUIPP (Syndicat national unifié des instituteurs et professeurs des écoles), SUD-PTT, SURVIE, Syndicat de la magistrature, Témoignage chrétien, Transversales/Science/Culture, UFAL (Union des Familles Laïques), UGICT -CGT (Union générale des ingénieurs, cadres et techniciens CGT), Union syndicale Groupe des 10