Hvað kosta tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna?

Afstaða stjórvalda í þessu máli er úti á túni.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til mjög hóflega og sanngjarna aðferð um hvernig megi taka á málinu.

Hún er sú að  boðið verði upp á að gengistryggðum lánum verði breytt verðtryggð í krónulán frá lántökudegi og samhliða takmarkist verðbótaþáttur við efri mörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans, 4%, frá og með 1. janúar 2008.

Forvitinlegt væri að sjá útreikninga reiknimeistara ríkisins á þessari aðgerð. 

Marinó G. Njálsson hjá HH hefur reiknað út að þetta séu 206 milljarðar.

Svo má ekki gleyma að minnast á ávinningin af slíkum aðgerðum.

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

 Ég las pistil Marínós og þótti hann góður. Það mætti alveg skoða þessar hugmyndir frekar hjá ríkinu en jafnframt mikilvægt að gerðir verði frekari útreikningar á hugmyndum hans af öðrum aðilum.

Hilmar Gunnlaugsson, 28.3.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Hilmar, hvaða hugmyndir hjá ríkinu áttu við?

Þórður Björn Sigurðsson, 28.3.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég á við að hugmynd Marínós yrði skoðuð betur af ríkinu og metið hvort gangast eigi í breytinguna.

Hilmar Gunnlaugsson, 28.3.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband