Líkur minnka á upptöku evru

Ef spá bankans gengur eftir minnka líkurnar enn frekar á að Ísland uppfylli Maastricht skilyrðin, forsendur þess að Ísland taki upp evru með ESB aðild.

Málið er rakið nánar í færslu frá 14. júní undir fyrirsögninni Afnám verðtryggingar og Maastricht skilyrðin.  Færslan er unnin út frá svari ráðherra við fyrirspurn þingmanns um hvernig Ísland standi gagnvart Maastricht skilyrðunum.  Skilyrðin taka til verðbólgu, langtímavaxta, afkomu ríkissjóðs og opinberra skulda.  Niðurstaðan er sú að Ísland muni ekki uppfylla skilyrðin fyrr en í fyrsta lagi 2019, fyrst og fremst út af opinberum skuldum.  Í færslunni segir um verðbólguþáttinn:

,,Varðandi verðbólguþáttinn kemur fram í svari ráðherra að framkvæmdastjórn ESB spáir 3% verðbólgu á Íslandi árið 2011.  Á sama tíma er því spáð að verðbólga verði 1,63% í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er minnst.  Gangi þetta eftir næst skilyrðið með tilliti til ársins 2011.  Samkvæmt Hagstofu Íslands er 12 mánaða hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs 3,1% í apríl 2011.  Talan fer hækkandi milli mánaða enda hefur verðbólgan verið að aukast á ný upp á síðkastið.  Það bendir til þess að verðbólga á Íslandi kunni að verða meiri á árinu 2011 en spá framkvæmdstjórnar ESB gengur út frá.  Ísland muni þá ekki uppfylla verðbólguþátt Maastricht-skilyrðanna fyrir árið 2011 eins og fram kemur í svari ráðherra nema þróunin í þeim þremur ríkjum ESB þar sem verðbólgan er minnst verði okkur hagfelld í samanburði."

Nú spáir Íslandsbanki að 12 mánaða verðbólga fari í 4,1%.  Ég kalla eftir því að stjórnvöld eigi samræðu við almenning um Ísland og Maastricht skilyrðin.  Á meðan þögnin ríkir er auðvelt fyrir hvern sem er að halda á lofti málflutningi um ótrúverðugleika stefnu stjórnvalda.  Ég held því til að mynda fram að stefna Samfylkingarinnar sé óraunhæf.  Ég mun halda mig við þá skoðun þangað til einhver sýnir mér fram á hið gagnstæða eða leggur fram trúverðuga áætlun um það hvernig Ísland eigi að fara að því að uppfylla Maastricht skilyrðin.

Tengill á færlsuna Afnám verðtryggingar og Maastricht skilyrðin.

 


mbl.is Spá mestu verðbólgu í 10 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er styrk peningamálastjórn sem skiptir okkur íslendinga miklu máli í komandi framtíð. Við höfum ekkert að gera við Evru sem þjóðmynt. Sterk stjórnun peningamála landsins er það sem við þurfum.

Eggert Guðmundsson, 21.6.2011 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband