27.5.2011 | 13:34
37% af skuldum útgerðarinnar fáist greiddar
Í svari ráðherra kemur fram að FME safnar upplýsingum um skuldastöðu íslenskra útgerðarfyrirtækja frá Byggðastofnun, Arion banka hf., NBI hf. og Íslandsbanka hf., en þessir lögaðilar eiga flest lán sem tilheyra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, bæði með veiði og vinnslu. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja við fyrrnefnda banka og Byggðastofnun nema samtals tæpum 404 milljörðum.
Ennfremur segir í svarinu til Ólínu að sú fjárhæð taki mið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna en ekki bókfærðu virði fjármálafyrirtækjanna. Bókfært virði fjármálafyrirtækjanna sé það virði sem þau telja lánið vera við núverandi aðstæður að frádregnum afföllum.
Í vikunni barst svo svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um skuldir atvinnugreina. Ekki verður annað sagt en að innihaldið sé áhugavert í meira lagi. Í svarinu kemur fram að Seðlabanki Íslands tekur saman upplýsingar um útlán innlánsstofnana til fyrirtækja samkvæmt ákveðinni sundurliðun og á grundvelli hennar eru skuldir vegna fiskveiða um 149 milljarðar.
Þá kemur fram í svarinu til Gunnars Braga að forsendur útreikninganna eru sem hér segir: Virði útlánasafns innlánsstofnana er metið á kaupvirði, þ.e. því virði sem innlánsstofnanir keyptu útlánin á af fyrirrennurum sínum. Kaupverðið er það virði sem vænst er að muni innheimtast af útlánum. Virði útlánasafns þessara aðila endurspeglar því ekki skuldastöðu viðskiptavina.
Af þessu fæst ráðið að fjármálastofnanir reikni með að 37% af skuldum útgerðarinnar fáist greiddar.
Töpuðu 480.882.144.209 krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.