Friðsamasta þjóð heims

Það eru um margt sérstakir tímar á Íslandi. 

Fréttir berast af því úr spænsku byltingunni sem breiðir nú úr sér um Evrópu að torg séu endurnefnd Íslandstorg, enda sæki evrópskur almenningur innblástur í búsáhaldabyltinguna.

smari.png

 

 

 

 

 

 

Hér heimavið blogga menn svo af réttlátri reiði um ástandið á Íslandi:

,,Ég lýsi því hérmeð yfir að ég hata þessa ríkisstjórn eins og ég hata krabbamein. Eins og ég hata skemmda mjólk og myglað brauð, táfýlusokka og gömul Júróvisjónlög. Ég fyrirlít þessa ríkisstjórn og flokkana sem að henni standa eins og sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn og þær ríkisstjórnir sem spilltu og eyðilögðu þjóðlífið. Ég fyrirlít hana eins og ríkisstjórn Geirs Haarde og fjármálavölvurnar. Ég set Steingrím á bekk með þeim sem vísvitandi valda fólki tjóni og skaða. Hann og Davíð Oddsson eru af sama meiði, fyrirlít þá báða tvo, og fyrirlít það fólk sem tönnlast á því hvað Davíð hafi séð allt fyrir og sett út á, og hvað Steingrími sé vorkunn að taka við þessu. Þetta eru sviiikaaaraaar. Þeir eiga heima í ræsinu með Hannesi Smárasyni, Björgúlfi, Jóni Ásgeir, Pálma Hannessyni, Magnúsi Ármanni og þeirra rassasleikjum sem plantað var í banka- og fjármálastjórastólana eftir hrun af sömu yfirvöldum og gagnrýndu þá fyrir. Bankafólk í dag er ófyrirleitið, heilaþvegið pakk sem er skííítsama um rétt og rangt. Þeir hugsa um bónusa og að blóðmjólka allt og alla. Að tala við fólk einfaldlega í afgreiðslunni - það þurfa ekki að vera neinir séffar - sýnir hverskonar pakk er þarna. Þeim sem ég hef rætt við í mesta rólyndi og gefið tíma til að segja hug sinn eru allir á einu máli: Fólk á skilið að missa aleiguna. Ævistarf þeirra sem brenna upp í stökkbreyttum lánum Á að brenna því lánþegar tóku lán (til íbúðarhúsnæðis) í græðgi. Ég segi þessu fólki að það má búast við því að brenna í helvíti áður en það deyr."

Og eru Íslendingar þó friðsamasta þjóð heims, að mati Institute for Economics and Peace.


mbl.is Ísland friðsælasta land heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Íslendingar áttu titilinn "Heimsins friðsamasta þjóð" samkvæmt Global Peace Index oftar en einu sinni áður en þessi ríkisstjórn varð til. Það skrifast því ekki á hennar reikning. Spánverjar væru ekki að fagna okkur og líta upp til okkar nema Icesave kæmi til. Ég bý á Spáni og allir sem ég þekki sem sýna þessu máli áhuga vita af Icesave og finnst það stórkostlegt fólkið sé að reyna að fá frelsi frá auðvaldinu sem ríkisstjórnir láta ganga fyrir almannahagsmunum. Það er hugrekki okkar í Icesave sem setti punktinn yfir i-ið og gerði okkur að hetjum í augum þessa fólks. Ríkisstjórnin vildi fara heiglaleiðina og gera okkur skuldaþræla. Við verðum aldrei fyrirmyndir eða hetjur neins eða bara sjálfum okkur samboðin með svona aum stjórnvöld. 'Island þarf nýja flokka og nýtt blóð sem hæfir nýjum og bjartari tímum, ekki trilljónustu kynslóð atvinnustjórnmálamanna eins og Jóhönnu Sigurðardóttur. Við þurfum "mann fólksins", Íslenskan Jimmy Carter (friðarverðlaunahafa) sem þorir að bjóða auðvaldinu byrginn fyrir réttlætið þegar þarf, íslenskan Ghandi, það er að segja, andstæðu hins auðmjúka þræls Bretlands Steingríms. Við þurfum alvöru menn og alvöru konur. Enga bjúrókrata og frímkerjasleikjur, flugfreyjur og skraut og prjál meir. Leggjum bara niður forsætisráðherraembættið. Það er orðið skraut- og flugfreyjuembætti, meðan forsetinn einn sýnir dug.

Maður fólksins (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband