Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2010 | 21:06
Ríkisstjórn hughreysti lánveitendur
101 þúsund vanskilamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010 | 11:49
Útlit fyrir að Alþingi muni lögleiða glæpinn
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að gengistrygging verði lögleidd (í tilfelli fyrirtækja) og að lagalegum stoðum verði skotið undir tilmæli FME og Seðlabankans. Hér höfum við dæmi um að stjórnvöld hafi skotið fyrst og ætli nú að spyrja. Jafnframt hika stjórnvöld ekki við að leggja fram afturvirk lög á neytendur en það virðist ekki vera hægt gagnvart lánveitendum.
Gengislánafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2010 | 13:16
Skúli tekur undir með Hreyfingunni
Sem betur ver virðist vera að renna upp ljós fyrir fleirum en þingmönnum Hreyfingarinnar í málinu sem lagðist gegn þessu fyrirkomulagi frá upphafi. Þegar verið var að koma þingmannanefndinni á laggirnar á sínum tíma gerði Hreyfingin formlegar breytingartillögur við það. Í greinargerð með breytingartillögunni segir m.a.:
,,Það er mat þinghóps Hreyfingarinnar að hætt sé við að tengsl og hagsmunaárekstrar muni gera trúverðugleika þingmannanefndarinnar að engu. Til að mark verði takandi á störfum nefndarinnar er það grundvallaratriði að þingmenn ákvarði ekki það verklag er varðar aðra þingmenn sem og ráðherra í þeirri vinnu sem framundan er.
Með kosningu nefndar fimm manna utan þings, sem njóta óumdeilanlegs trausts þorra almennings, sem hefur það hlutverk sem breytingartillögur Hreyfingarinnar gera ráð fyrir er auk þess tryggt að Alþingi verði ekki sett í þá stöðu að veita sjálfu sér aðhald heldur fái stofnunin sjálf og hlutaðeigandi aðilar nauðsynlegt utanaðkomandi aðhald.
Þá er vert að hafa í huga að þingið nýtur lítils trausts meðal borgara landsins og frumvarp forsætisnefndar óbreytt mun ekki verða til þess að þingið auki veg sinn og virðingu meðal landsmanna. Þvert á móti mun þetta verða til þess að breikka enn gjána á milli þjóðar og þings."
http://www.althingi.is/altext/138/s/0523.html
Tel að þessi tilraun hafi mistekist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 23:14
Afstaða ASÍ: Samningsvextir standi
Í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar þann 16. júní 2010 stigu fjölmörg samtök fram og lýstu því yfir að samningsvextirnir ættu að standa. Þar á meðal ASÍ.
Á heimasíðu sambandsins má lesa í frétt sem birt var þann 23. júní 2010: ,,Afstaða ASÍ til þessa lögfræðilega álitaefnis er sú að skuldara beri að greiða samningsvexti."
Aðrir voru m.a. Samtök iðnaðarins, Hagsmunasamtök heimilanna, Talsmaður neytenda, Verkalýðsfélag Akraness og Neytendasamtökin.
Hindrunum verið rutt úr vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2010 | 14:45
Hugleiðing um stjórnskipan og lýðræði
Eftirfarandi er hugleiðing um stjórnskipan sem byggir á þrískiptu ríkisvaldi hvar uppspretta valds liggur hjá almenningi. Hugmyndin er að hver og ein grein ríkisvaldsins verði sjálfstæð þannig að forsendur fyrir nauðsynlegu aðhaldi aukist.
Löggjafarvald
Alþingi verði löggjafi þar sem þjóðkjörnir þingmenn eigi sæti. Kjörtímabil verði fjögur ár í senn. Ekki verði heimilt að sitja á þingi lengur en tvö kjörtímabil. Ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi og hafi ekki heimild til að leggja fram þingmál. Landið verði eitt kjördæmi og persónukjör þvert á flokka verði leyft. Áfram verði heimilt að bjóða fram í flokkum. 5% reglan verði afnumin. Lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og reglum um framboðskynningar verði breytt. Fjöldi þingmanna verði tekinn til umræðu. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur verði virkt þannig að tiltekinn hluti þjóðarinnar og minnihluti þings geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál.
Framkvæmdavald
Þjóðkjörinn forseti verði æðsta embætti framkvæmdavaldsins. Kjörtímabil verði fjögur ár í senn. Ekki verði heimilt að sitja á forsetastóli lengur en tvö kjörtímabil. Auk þess að vera einn af talsmönnum þjóðarinnar verði hlutverk forseta að staðfesta lög sem Alþingi samþykkir (málskotsréttur verður áfram fyrir hendi) og koma þeim til framkvæmdar. Þannig verði hlutverk forseta að skipa ríkisstjórn. Til athugunar kæmi að kjósa einstaka ráðherra beinni kosningu að auki. Almennt verði reglugerðarheimilidir ráðherra takmarkaðar. Ráðherrar veiti þingmálum í vinnslu umsögn.
Dómsvald
Hæstiréttur samanstandi af tilteknum fjölda dómara (oddatölu - eigi færri en fimm). Val á dómurum fari þannig fram að meirihluti hæstaréttar verði ávallt þjóðkjörinn en minnihluti ákvarðist að jöfnu af framkvæmdavaldi annars vegar og ljöggjafarvaldi hins vegar. Dæmi: Verði hæstaréttardómarar níu áfram verði fimm þjóðkjörnir, tveir kosnir af Alþingi og tveir skipaðir af forseta, fyrir hönd framkvæmdavaldsins. Hæfniskröfur (og þar með kjörgengi) verði lögfestar. Hæstaréttardómarar verði æviráðnir.
Seldu reynslulausum bröskurum bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 15:00
Alþingi viðheldur óeðlilegum tengslum viðskipta og stjórnmála
Svohljóðandi yfirlýsingu þingmanna Hreyfingarinnar sem ekki studdu málið má lesa á heimasíðu Hreyfingarinnar:
Alþingi samþykkti í dag breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Frumvarpið var lagt fram af formönnum allra flokka á þingi utan Hreyfingarinnar. Nýsamþykkt lög gera hvorki ráð fyrir að rofin verði óeðlileg tengsl á milli viðskipta og stjórnmála né að jafnræðis verði gætt við úthlutun opinberra fjármuna. Stjórnmálasamtök og stjórnmálamenn munu áfram geta tekið við peningum frá fyrirtækjum. Þá verður flokkum og flokksmönnum heimilt að taka við peningum frá einstaklingum án þess að upplýst verði í öllum tilfellum um viðkomandi styrkveitendur.
Þessar ráðstafanir eru í andstöðu við markmið laganna sjálfra sem er að ...draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum." Einnig er lögunum ætlað ...að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið." Að þessu leiti eru lögin í innra ósamræmi sem seint verður talin vönduð lagasetning.
Sú málsmeðferð sem viðhöfð hefur verið við afgreiðslu málsins er í meira lagi tortryggileg. Ekki fékk málið efnislega umfjöllun í allsherjarnefnd og beiðni um að gestir kæmu fyrir nefndina til að veita málinu umsögn var hafnað þó hefð sé fyrir slíku við afgreiðslu þingmála. Svo virðist sem þingmönnum hafi legið á að afgreiða málið áður en þingmannanefnd sú sem ætlað er að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndarinnar hafi skilað af sér.
Þetta mál er skýrt dæmi um að Alþingi ætlar ekki að taka tillit til vinnu Rannsóknarnefndar Alþingis og þeirra niðurstaðna sem fram koma í skýrslu hennar. Áttunda bindi skýrslunnar ber heitið Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008". Í kafla II. 3 segir: Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna".[1] Enn fremur segir í niðurlagi kaflans þar sem ályktanir eru dregnar og komið er inn á þá lærdóma sem draga þurfi af fortíðinni: Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins."[2]
Með þessari lagasetningu hefur Alþingi hafnað niðurstöðum þess hluta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem gagnrýnir harðlega tengingar stjórnmálaflokka við fjármála- og viðskiptalíf. Því miður eru fjárhagslegir hagsmunir fjórflokksins settir skör ofar en almannahagsmunir. Lýðræði og gegnsæi mega sín lítils gegn brenglaðri forgansröðun valdhafa.
9. september 2010,
Birgitta Jónsdóttir,
Margrét Tryggvadóttir
og Þór Saari
[1] Sjá bls. 164
[2] Sjá bls. 170
Lög um fjármál stjórnmálaflokka samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2010 | 11:00
Uppfærð samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán
Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?
Bloggfærsla hjá Marinó G. Njálssyni sem fjallar um 36. gr. samningalaga frá 1936. Síðuhöfundur vekur athygli á 13. og 14. gr. vaxtalaga frá 2001 í athugasemd.
17. apríl 2009
Eru gengistryggð lán ólögleg?
Bloggfærsla hjá Marinó G. Njálssyni sem fjallar um 13. og 14. gr. vaxtalaga frá 2001.
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/855575/
29. apríl 2009
Öll íbúðarveðlán til neytenda verði færð niður eftir mati gerðardóms
Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra tillögu með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að taka beri öll neytendalán með veði í íbúðarhúsnæði eignarnámi og fela gerðardómi að leggja til niðurfærslu þeirra."
Ein rökin voru ólögmæti gengistryggðra lána. Í apríllok 2009 var ríkisstjórninni sem sagt allri ljóst - eftir formlega sendingu frá ríkisskipuðum TN með rökstuðningi up á 20 bls. - að þetta væri a.mk. hæpið.
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1038
4. maí 2009
Gylfi Magnússon, Björn Þorri Viktorsson og Þórður Björn Sigurðsson í Kastljósi
Athygli vakin á 13. og 14. gr. vaxtalaganna og ólögmæti gengistryggðra lána.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7892/
5. maí 2009
Björn Þorri Viktorsson og Jóhannes Karl Sveinsson í Kastljósi
Ítarelg umfjöllun um málið.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7901/
12. maí 2009
Lögfræðiálit LEX fyrir SÍ (birt 9. ágúst 2010)
,,Að okkar mati er ljóst að óheimilt er að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Slíkt hefur þó engin áhrif á heimildir til að taka lán í erlendri mynt."
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8005
18. maí 2009
Minnisblað Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings SÍ (birt 9. ágúst 2010)
,,Í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Seðlabankann er dregin sú ályktun að það hafi verið beinlínis tilgangur laga nr. 38/2001 að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. Þar með var lagt bann við því að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum á grundvelli gengis erlendra gjaldmiðla. Hins vegar var með þessu ekki verið að banna lántökur í erlendri mynt. ... Undirrituð tekur undir lögfræðiálitið. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir lögfræðingar sammála um þessa túlkun og munu dómstólar eiga síðast orðið reyni á álitaefnið fyrir dómstólum sem allt virðist stefna í að geri."
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8006
28. maí 2009
Bréf Björns Þorra Viktorssonar til ráðherra og þingmanna
Athygli vakin á ólögmæti gengistryggðra lána og hugsanlegri skaðabótaskyldu ríkissins vegna yfirfærslu eignasafna milli gömlu og nýju bankanna.
9. júní 2009
Minnisblað Sigríðar Rafnar Pétursdóttur, lögfræðings viðskiptaráðuneytisins
,,Hvorki lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 né lög um neytendalán nr. 121/1994 banna lánveitingar í erlendri mynt, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla. Ekki fæst séð að önnur löggjöf komi til álita í þessu samhengi og er það því niðurstaða undirritaðrar að lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla, séu ekki ólögmætar. Lög nr. 38/2001 taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum er aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. Hins vegar kann það að vera álitaefni hvort lánssamningur er raunverulega í íslenskum krónum eða í erlendum gjaldmiðli. Niðurstaða veltur á atvikum hverju sinni, efni samnings og atvikum við samningsgerð og eiga dómstólar lokaorðið um hana."
http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Minnisblad-um-lanveitingar-i-erlendri-mynt-090609.pdf
1. júlí 2009
Fundur á Alþingi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):
Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"
http://www.althingi.is/raeda/137/rad20090701T142746.html
Gylfi Magnússon (U):
Frú forseti. Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt. En það er auðvitað ekki framkvæmdarvaldsins að skera úr um það. Ef það réttarágreiningur í máli sem þessu er það dómstóla þannig að ég tel að telji einhverjir að þessi lán séu ólögmæt þá liggi beinast við að dómstólar skeri úr um það. Það er alla vega hvorki á valdi viðskiptaráðuneytisins né annarra arma framkvæmdarvaldsins að gera það." http://www.althingi.is/raeda/137/rad20090701T143442.html
8. september 2009
Gunnar Tómasson í Kastljósi
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/8935/
10. september 2009
Björn Þorri Viktorsson í Kastljósi
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/8957/
10. september 2009
Bylgjan, Reykjavík síðdegis, viðtal við Gylfa Magnússon í kjölfar kastljósviðtals við Gunnar Tómasson 8. september 2009 þar sem Gunnar Tómasson sagði gengistryggð lán ólögmæt á grundvelli 13. og 14. greina vaxtalaga.
Þorgeir: Hefur þetta að þínu viti ekki verið komið til álita í öllu þessi ferli og öllum þessum darraðardansi, með því að vitna í þessu lög að þá sé þetta með öllu ólöglegt?
Gylfi Magnússon: Ja það hefur nú verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg en ef ef einhverjir halda öðru fram og geta fært rök fyrir því að þá er það mjög eðlilegt úrlausnarefni fyrir dómstóla, það er þá bara réttarágreiningur og dómstólar eru til að skera úr honum.
Kristófer: Hvernig myndirðu skýra þennan texta sem að Þorgeir las upp hér áðan? Þetta stendur bara skýrt þarna að það er bannað að miða þessi lán við erlent gengi eða gengi erlendra gjaldmiðla.
Gylfi Magnússon: Já ég ætla nú ekki ...
Kristófer: Það stendur bara svart á hvítu.
Gylfi Magnússon: Jú, hluti af ágreiningnum er nú kannski um það hvort að þetta voru lán í erlendri mynt eða hvort að þetta voru í reynd lán í krónum sem að voru með einhverskonar vísitölutengingu sem að byggð er á gengi erlendra gjaldmiðla, en það er þá bara eitthvað sem að dómstólar verða að skera úr um."
Spurningar Gunnars Tómassonar í framhaldi af þessu viðtali við GM (sendar með tölvupósti til alþingismanna 18. ágúst 2010):
- 1. Styðst viðskiptaráðherra við ráðgjöf Seðlabanka Íslands varðandi þau erlendu lán" sem hann telur valda réttarfarslegri óvissu um ótvírætt ólögmæti gengisbindingar krónulána?
- 2. Vísaði viðskiptaráðherra til skoðana Seðlabanka Íslands og/eða Fjármálaeftirlitsins þegar hann sagði að það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg"
- 3. Hvaða stjórnvald ákvað að láta ólögmæti gengisbindingar krónulána liggja í þagnargildi við gerð uppgjörssamninga við kröfuhafa gömlu bankanna?
11. septemer 2009
Stöð 2, Fréttir 18:30
Eigið fé bankanna þurrkast upp verði gengistryggð lán dæmd ólögleg
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra: Það verður náttúrulega bara tekið á, á niðurstöðunni þegar hún kemur en sem stendur þá er gert ráð fyrir því að, að þessi lán teljist lögleg."
12. september 2009
Bréf Gunnars Tómasonar til alþingismanna
Í viðtali á Bylgjunni sl. fimmtudag 10. september sagði viðskiptaráðherra í upphafi máls að "það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg." Ef einhverjir teldu að svo væri ekki, bætti hann við, þá væri það hlutverk dómstóla að skera úr um málið. Hér er ekki um "erlend lán" að ræða. Öll krónulán bankanna eru fjármögnuð af tiltækum krónueignum þeirra að meðtöldum innistæðum í Seðlabanka Íslands sem verða til við sölu bankanna til seðlabanka á erlendum gjaldeyri sem þeir hafa keypt af viðskiptavinum eða tekið að láni erlendis. Erlend lántaka felur í sér gengisáhættu, sem bankarnir hafa kosið að láta lántakendur axla með bindingu höfuðstóls krónulána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla."
Athygli vakin á ólögmæti gengistryggðra lána og hugsanlegri skaðabótaskyldu ríkissins vegna yfirfærslu eignasafna milli gömlu og nýju bankanna.
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1017784/
23. okt. 2009
Vafi um lögmæti gengislána kannaður?
Talsmaður neytenda hefur skrifað efnahags- og viðskiptaráðherra og spurt hvort aflað hafi verið lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána og hvort fyrirvari hafi verið gerður um það við endurreisn bankanna."
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1093
10. nóvember 2009
Fundur hjá Orator
Eyvindur G. Gunnarsson lýsti afdráttarlausri skoðun sinni um að gengistryggingin stæðist ekki lög http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/11/11/gengistrygging_ologleg_verdtrygging/ og http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/978130/).
3. desember 2009
Hérðaðsdómur fellur um bílalán, lánveitanda í vil
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/03/gert_ad_greida_myntkorfulan/
12. febrúar 2010
Héraðsdómur fellur um bílalán, lántaka í vil
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/06/22/longu-vita-um-logleysuna/
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/02/15/gengistryggd-vonarglaeta/
13. febrúar 2010
Sjónvarpið, fréttir 19:00
Gengistrygging ólögleg?
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Jú, það er vissulega óþægileg staða og, og það er ekki annað en að harma það hversu illa menn stóðu að þessu í upphafi, því að þetta er í raun og veru bara flumbrugangur sem að, að veldur því að, að það er upp réttarágreiningur."
10. mar. 2010
Ráðuneyti svarar fyrirspurn TN um gengislán
Talsmaður neytenda hefur fengið svar við fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðuneytis um hvort aflað hafi verið lögfræðiálits um (ó)lögmæti gengisbundinna lána. Hann er bundinn þagnarskyldu um atriði sem fram koma í minnisblaði um málið."
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1186
(Um er að ræða minnisblað lögfræðings viðskiptaráðuneytisins)
31. maí 2010
Svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur
Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri) um lögmæti gengistryggðra lána?
Nei, ráðuneytið hefur ekki aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána."
http://www.althingi.is/altext/138/s/1151.html
15. júní 2010
Ríkisútvarpið - Rás 1 og 2, hádegisfréttir 12:20
Gjaldeyrisbinding lána
Gylfi Magnússon segir ríkisstjórnina hafa hugað að öllum möguleikum varðandi niðurstöðu Hæstaréttar en hann segir ekki hafa verið gengið svo langt að bráðabirgðalög séu tilbúin til undirritunar.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Það er ekki til neitt tilbúið lagafrumvarp en við vitum eða þykjumst, teljum okkur vita að ef það þyrfti að koma til lagabreytingar hvernig þær þyrftu að vera."
Hann segir ótímabært á meðan dómur er ekki fallinn að segja nánar til um hvernig brugðist verði við en dæmi Hæstiréttur einfaldlega gengisbindinguna ólögmæta yrði það mikið áfall fyrir bankana að mati ráðherrans.
Gylfi Magnússon: Það yrði nú innan þolmarka en þetta væru augljóslega ekki góðar fréttir fyrir, frá þeim sjónarhóli."
16. júní 2010
Dómur hæstaréttar fellur. Gengistrygging dæmd ólögmæt.
18. júní 2010
Ríkisútvarpið - Rás 1 og 2, kvöldfréttir 18:00
Líklegast er talið að myntkörfulánin verði látin bera óverðtryggða vexti sem Seðlabankinn gefur út og sem nú eru 8,25 prósent.
18. júní 2010
Stöð 2, fréttir 18:30
Óvissa um hvernig lánasamningar verða gerðir upp
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Það sem að þarf í raun og veru að gera er að reikna þessi lán aftur upp miðað við ákveðnar forsendur og það þarf þá að komast að einhverri niðurstöðu um það hverjar þær forsendur eru. Ef það er ágreiningur um forsendurnar þá getur verið að það þurfi að leysa úr honum fyrir dómstólum."
22. júní 2010
Bylgjan, fréttir 12:00
Ríkisstjórnin ætlar ekki að bregðast við kalli bílalánafyrirtækja
Lóa Pind Aldísardóttir: En nú hafa fjármálafyrirtækin faktískt kallað eftir því að stjórnvöld sendi tilmæli til fjármálafyrirtækjanna um hvernig eigi að bregðast við þessu. Það stendur semsagt ekki til að gera það?"
Gylfi Magnússon: Það er svosem ekki útilokað en ég teldi nú best ef að við gætum nú leyst þetta án þess að stjórnvöld reyndu að gefa fyrirskipanir um það hver lausnin ætti að vera. En auðvitað erum við í samráði við alla aðila, þar á meðal fjármálafyrirtækin og getum þar með haft einhver áhrif á þær lausnir sem að þau leggja til, og ef að þær lausnir duga sem einhvers konar biðleikur að þá geta nú vonandi allir sætt sig við það."
23. júní 2010
Ríkisútvarpið - Rás 1 og 2, kvöldfréttir 18:00
Viðskiptaráðherra segir óhugsandi að samningsvextir standi
Bankakerfið getur ekki fjármagnað þann endurbata sem hér þarf að eiga sér stað, verði því gert að endurgreiða gengistryggðu lánin á samningsvöxtum. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í morgun. Samningsvextirnir eru lægstir um þrjú prósent, vextir Seðlabankans, sem færð hafa verið rök fyrir að verði farið eftir, eru um átta prósent.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Ég deili þessum áhyggjum með seðlabankastjóra en ég vil þó líka segja að ég tel alveg óhugsandi að þessir vextir verði látnir standa því að það væri bæði svo hróplega ósanngjarnt gagnvart öðrum lántakendum og gagnvart þeim sem að veittu þessi lán þannig að niðurstaðan hlýtur nú að vera eitthvað eðlilegra vaxtastig sem að endurspeglar þau kjör sem að fólk hefði fengið ef lánin hefðu verið í krónum frá upphafi."
Segir Gylfi Magnússon. Hann segir engan nema Hæstarétt geta skorið úr um við hvaða vexti eigi að miða.
Gylfi Magnússon: Við verðum bara að treysta því að hann komist að eðlilegri og réttri niðurstöðu og aðsjálfsögðu mun hann gera það."
24. júní 2010
Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi vegna dóms hæstaréttar
Í hnotskurn má segja að fjármálakerfið sem við komum á laggirnar haustið 2008 hafi verið undir það búið að ekki væri hægt að innheimta lán sem þessi að fullu, í raun var aldrei gert ráð fyrir því. En fjármálakerfið var ekki undir það búið að fyrir utan það að gengistryggingin sem slík væri dæmd ólögmæt væru lögin túlkuð á þann veg að hinir erlendur vextir skyldu standa á þessum lánum. Það högg sem felst í því að afnema gengistrygginguna en á sama tíma ákveða að lánin beri eðlilega innlenda vexti er högg sem gert hafði verið ráð fyrir þegar það var stofnsett. En það högg sem félli á fjármálakerfið ef gengistryggingin yrði felld niður og auk þess ekkert gert til að taka á þeirri staðreynd að þessi lán voru veitt með erlendum vöxtum eins og þau væru í erlendri mynt en nú hefur komið í ljós að þau teljast í krónum - við getum ekki stungið höfðinu í sandinn eða horft fram hjá þessu."
http://www.althingi.is/raeda/138/rad20100624T133134.html
24. júní 2010
Sjónvarpið, fréttir 19:00
Segir ótækt að sumir njóti vildarkjara á kostnað annarra
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Það er ekki hægt að una við það að ákvörðun um þaðhvernig tekið er á þessum málum leiði til þess að ákveðinn hópur Íslendinga fái vildarkjör á sínum lánum langt umfram það sem að aðrir fá."
25. júní 2010
Stöð 2, fréttir 18:30
Geta kostað ríkissjóð 100 milljarða
Gylfi Magnússon: Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan.
Hafsteinn Hauksson: Ætlar þá ríkisstjórnin að beita sér eitthvað til að milda þetta högg á bankakerfið?
Gylfi Magnússon: Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar en við auðvitað
þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Þannig það er nú kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram.
30. júní 2010
Tilmæli SÍ og FME. Miða skal við óverðtryggða vexti SÍ.
5. júlí 2010
Sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar
Fyrirspurnum beint til SÍ og FME
23. júlí 2010
Héraðsdómur fellur um vexti á láni með ólögmæta gengistrygginu. Niðurstaða: óverðtryggðir vextir SÍ gildi.
23. júlí 2010
Ríkisútvarpið - Rás 1 og 2, kvöldfréttir 18:00
Niðurstaðan eins og við mátti búast
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég tel að hún sé sú sem við mátti búast. Það er ekki gengið að ýtrustu kröfum hvors aðila um sig en niðurstaðan sú að úr því að gjaldeyristengingin er ólögleg þá þurfi að ákvarða vexti með nýjum hætti á lánin. Menn fá mikla lækkun höfuðstóls á grundvelli niðurstöðu Hæstaréttar og lánin verða í raun meðhöndluð sem innlend lán með innlendum vöxtum í kjölfarið og ég vona að þetta sé niðurstaða sem að menn geti verið sæmilega sáttir við."
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafði þetta um dóminn að segja.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Ef að niðurstaðan verður eitthvað í líkingu við þetta að þá verður fjármálakerfið að vísu fyrir talsverðu höggi en það er samt miklu minna heldur en það yrði ef að hinir erlendu vextir giltu áfram þannig að högg af þeirri stærðargráðu sem að þetta myndi hafa í för með sér ætti að vera vel innan þolmarka fyrir fjármálakerfið í heild þó ég vilji nú kannski ekki fullyrða að til dæmis eignaleigufyrirtækin sjálf gætu öll staðið það af sér."
23. júlí 2010
Stöð 2, fréttir 18:30
Viðbrögð við vaxtadómnum
Hafsteinn Hauksson: Þegar Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn setja þessi tilmæli fram, er fólginn einhver þrýstingur í þeim á dómstóla að komast að þessari niðurstöðu?"
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME: Nei, langt frá því. Þetta eru ekki bindandi tilmæli, eins og kemur skýrt fram og þetta er bara viðmið og ekkert annað en það."
Hafsteinn: En hvaða áhrif myndi þessi niðurstaða hafa á, ja, fjármálakerfið?"
Gunnar Þ. Andersen: Þessi niðurstaða, við vorum reyndar búin að gera ráð fyrir slíkri sviðsmynd, hún myndi hafa mun mildari áhrif á fjármálakerfið heldur en dekksta sviðsmyndin sem væri þá upp á fleiri hundruð milljarða."
Gunnar segir koma til álita að lækka eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins, enda gætu einhverjar fjármálastofnanir lent í eiginfjárhlutfalli undir þeim 16% sem af þeim er krafist. Runólfur Ágústsson var skipaður umboðsmaður skuldara í dag en hann leggur áherslu á að Hæstiréttur komist að niðurstöðu sem fyrst.
Runólfur Ágústsson, umboðsmaður skuldara: Þetta kemur örugglega misvel við skuldara, að sjálfsögðu. Okkar hlutverk er að gæta hagsmuna skuldara og okkar hlutverk er líka að sjá til þess og semja fyrir hönd fólks um skuldir þeirra þannig að fólk ráði við sínar skuldbindingar og það er meginmarkmið þessa embættis."
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og fleiri funduðu í fjármálaráðuneytinu klukkan hálf fimm í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra: Ja, það sem ég hef haft tíma til að kynna mér þessa niðurstöðu þá sýnist mér þessi niðurstaða vera á margan hátt rökrétt en við erum hér til þess að svona fara yfir heildarhagsmuni og efnahagslegu áhrifin af þessu."
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: Ég átti alltaf von á því að þetta yrði, væri líklegasta niðurstaðan. Þetta er í samræmi við niðurstöðu eftirlitsstofnana og mér finnst þetta vera nokkuð sanngjörn niðurstaða því þá verður þessi hópur í raun svipað settur og aðrir sem að tóku innlend lán á sama tíma."
Hafsteinn: Mun koma til eitthvað eiginfjárframlag frá ríkinu ef að þetta verður niðurstaðan?"
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Það er allavega ekki þörf fyrir nándar nærri jafn mikið eiginfjárframlag og ef að hinir erlendu vextir gilda."
24. júlí 2010
Bylgjan, fréttir 12:00
Útiloka ekki lagasetningu
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra: Það hefur ekkert komið til tals. Við erum bara að fara yfir málin í heild sinni og það er okkar skylda."
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra: Ég vil nú ekki vera með neinar vangaveltur um það. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um neina lagasetningu. Alls ekkert víst að það verði farið út í neitt slíkt. Það er auðvitað verið að skoða alla hugsanlega fleti á málinu, bæði fjárhagslega og lagalega. Það er allavega ekkert útilokað. Ég ætla ekkert að segja meira um það."
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: Auðvitað hafa menn verið að velta öllum mögulegum hlutum fyrir sér þegar að, þegar að, að, að fjármálastöðugleiki og mögulegt annað bankahrun er kannski í, í kortunum. Þegar fjárhæðirnar eru af þeirri stærðargráðu þá væru það nú ekki merkileg stjórnvöld sem ekki veltu öllum mögulegum fyrir...möguleikum fyrir sér. En það hafa engar ákvarðanir verið teknar um eitt eða neitt slíkt og langheppilegaster, ef þetta fær farsæla niðurstöðu í gegnum dómstóla."
30. júlí 2010
Svör SÍ og FME við fyrirspurnum þingnefnda
Upplýst um tilvist lögfræðiálits LEX og minnisblaðs yfirlögfræðings SÍ
9. ágúst 2010
Sjónvarpið, fréttir 19:00
Viðskiptaráðherra sagði gengistrygginguna talda löglega
Gylfi segir að yfirlögfræðingur ráðuneytisins hafi haft vitneskju um álit Seðlabankans en ekki hann sjálfur.
Einar Þorsteinsson: Er trúverðugt að þú hafir ekki vitað af skoðun Seðlabankans í málinu?"
Gylfi Magnússon: Ég vissi ekki að Seðlabankinn hefði komist að neinni niðurstöðu um hvort þessi lán væru lögmæt eða ólögmæt á þessum tíma og reyndar efast ég nú um að Seðlabankinn túlki það, ekki einu sinni núna, þannig að þetta hafi verið skoðun Seðlabankans, en ég hafði aldrei séð þessi álit Seðlabankans, ég hins vegar hafði fengið yfirlit frá starfsmönnum ráðuneytisins, lögfræðingum og öðrum þar sem að farið var yfir stöðuna og hún var svona nokkurn veginn þessi sem að ég lýsti í ræðustað, stól Alþingis."
Einar Þorsteinsson: En finnst þér þetta boðleg stjórnsýsla?"
Gylfi Magnússon: Það þarf að fara yfir alla þessa þætti máls og það mun án efa koma í ljós að stjórnsýsla hefur brugðist og auðvitað bankamenn og fleiri en þá sögu á eftir að skrifa."
10. ágúst
Heimasíða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins (um svar ráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur)
,,Svar ráðherra er þannig í samræmi við niðurstöðu minnisblaðs ráðuneytisins. ... Seðlabankinn hefur þegar birt á vef sínum minnisblað aðallögfræðings bankans og lögfræðiálit lögfræðistofunnar LEX til bankans. Vegna frétta fjölmiðla um það hvort ráðuneytinu hafi verið birt þessi álit skal það tekið fram að lögfræðingur ráðuneytisins sem samdi minnisblað ráðuneytisins fékk afrit af þessum skjölum vegna þeirrar vinnu sinnar en ekki til annarra nota. Seðlabankinn kynnti ekki efni minnisblaðanna fyrir ráðherrum. Viðskiptaráðherra var því ekki kunnugt um minnisblöð Seðlabankans þegar umræðan á Alþingi átti sér stað."
http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3125
Eyjan 11. ágúst 2010
Seðlabanki Íslands upplýsti forsætisráðherra ekki um lögfræðiálit sem bankinn lét gera í maí í fyrra, en niðurstaða álitsins var að gengistrygging lána væri ólögmæt. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er ósátt við að bankinn hafi ekki kynnt sér þessa niðurstöðu, en á þeim tíma heyrði Seðlabankinn undir forsætisráðuneytið.
Nei, það var ekki kynnt mér, því miður, sem ég tel að hefði átt að gera. Ég hef óskað eftir skýringum frá Seðlabanka af hverju það var ekki gert. Það var einungis kynnt lögfræðingi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Ég tel það óeðlilegt að það hafi ekki verið kynnt mér," sagði Jóhanna á fréttamannafundi nú í hádeginu.
Um það hvort Gylfi Magnússon hafi sagt Alþingi ósátt þann 1. júlí í fyrra sagði Jóhanna:
Viðskiptaráðherra hefur svarað fyrir sig og ég trúi viðskiptaráðherra."
http://eyjan.is/2010/08/10/johanna-osatt-vid-sedlabankann-vill-skyringar-a-leynd-logfraedialits/
11. ágúst 2010
Kastljósviðtal við Gylfa Magnússon
,,HS Hvernig stendur á því, Gylfi, að lögfræði... eða já lögfræðiálit sem að kemur innan úr Seðlabanka hingað inn eru ekki fyrir þínum augum?
GM Seðlabankinn verður auðvitað að svara fyrir það af hverju þetta álit var ekki kynnt fyrir ráðherrum og forsætisráðherra hefur gert athugasemdir við það og óskað eftir skýringum. Og ég hef nú ekki séð þær skýringar þannig að ég get svo sem ekki mikið sagt um það. En þessi lögfræðingur sem var að vinna í þessum málum fyrir þetta ráðuneyti, hún fékk þetta álit eingöngu til þess að styðjast við við samantekt síns eigins [svo] álits en ekki til neinnar frekari dreifingar, þannig að ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum.
HS Hvenær fréttirðu af þessu áliti, að það hafi verið á þennan veg?
GM Ég frétti nú aldrei neitt sérstaklega af einhverju áliti en það kom fram á einhverjum fundum hérna, líklega haustið 2009, að aðallögfræðingur Seðlabankans teldi að það væri hugsanlegt að eitthvað af þessum - hvort sem við kölluðum það myntkörfulán eða gengisbundin lán - myndu vera dæmd ólögleg af dómstólum.
HS Og hvað... Fannst þér engin átæða til þess að gera þingheimi t.d. vart við það að þetta væri, að því er virtist, skoðun Seðlabankans?
GM Það var auðvitað ekki mitt... En þetta var nú í fyrsta lagi ekki skoðun Seðlabankans, heldur... Seðlabankinn hefur aldrei verið með neina opinbera skoðun á þessum málum að því er ég veit. Og auðvitað er það ekki mitt að greina frá því, heldur Seðlabankans sjálfs ef hann hefur einhverja skoðun á ákveðnu máli; þau eru nú fullfær um það í bankanum.
...
HS En hvers vegna er... Hvernig geturðu sagt að það sé Seðlabankans? Er það ekki... Þetta var komið hingað inn í ráðuneytið, þetta álit?
GM Ráðuneytið fékk þetta eða ákveðinn lögfræðingur ráðuneytisins fékk þetta álit til þess að styðjast við en það var sérstaklega tekið fram að hún mætti ekki nota þetta í neitt annað heldur en þá tilteknu vinnu sem var að semja ákveðna álitsgerð og ekkert dreifu þessu utan hússins.
HS En bíddu, sko...
GM Ja, ég verð að viðurkenna að það er frekar óvenjulegt fyrirkomulag. En svona kom þetta plagg hingað inn."
12. ágúst 2010
Morgunblaðið
Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í efnahags og viðskiptaráðuneytinu, kveðst hafa upplýst ráðuneytisstjóra samdægurs um minnisblað Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðing Seðlabankans. Sigríður Logadóttir segir að enginn fyrirvari hafi verið gerður um leynd tölvupóstsins sem innihélt lögfræðiálit Seðlabankans.
14. ágúst 2010
Eyjan
,,Samkvæmt upplýsingum úr viðskiptaráðuneytinu var ráðherranum munnlega greint frá áliti Lex líklega 25. júní 2009, og að það hefði verið unnið fyrir Seðlabankann. Sem þekkt er sagði í álitinu að gengistryggð krónulán væru ólögmæt. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi því ekki haldið því leyndu fyrir ráðherra. Viðskiptaráðuneytið hafði áður greint frá því að Gylfi hafi séð minnisblað 24. júní, byggt á álitinu. Gylfi sagðist í síðustu viku ekki hafa vitað af áliti Lex/Seðlabanka um gengistryggingu áður en hann svaraði því til á Alþingi í júlí, spurður um krónulán í erlendri mynt, að þau væru lögmæt."
16. ágúst 2010
Svar SÍ við fyrirspurn forsætirsráðherra
Í ljósi þess að nú virðist hugsanlegt að áhrif hæstaréttardómsins um ólögmæt gengistryggingarákvæði skuldbindinga í íslenskum krónum gætu orðið meiri en upphaflega var talið, mætti e.t.v. draga þá ályktun að heppilegra hefði verið að upplýsingar um niðurstöðu fyrrnefnds álits hefðu fengið víðtækari dreifingu í stjórnkerfinu en raun varð á. T.d. kynni að hafa verið eðlilegt að koma efni þess á framfæri við Fjármálaeftirlitið með beinum hætti, og einnig fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið, sem á þeim tíma fór með efnahagsmál. Þetta eru hins vegar ályktanir sem draga má á grundvelli upplýsinga sem nú liggja fyrir, en voru ekki eins augljósar þegar umrætt minnisblað kom fram.
Álit eru ekki jafngildi dóma og Seðlabankinn hafði enga afstöðu tekið til álitanna, enda gat afstaða bankans engu breytt um niðurstöðu dómstóla. Í þessu sambandi er rétt að benda á að bæði ráðuneytin og FME höfðu á að skipa fjölda lögfræðinga sem gátu tekið sjálfstæða afstöðu til þessa álitaefnis og var í lófa lagið að afla álita óháðra aðila. Það sem máli skiptir er að upplýsingunum um það álit sem Seðlabankinn hafði aflað var komið á framfæri við viðeigandi ráðuneyti."
17. ágúst 2010
Og svarið er...
Grein eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur
Meginmálið er að fyrir lágu lögfræðiálit um ólögmæti myntkörfulána bæði í Seðlabankanum og í viðskiptaráðuneytinu en ráðherrann annað tveggja vissi ekki af þeim á þeim tíma eða kaus að greina ekki frá. Ljóst er hins vegar að innan stjórnsýslunnar lágu þessar upplýsingar fyrir en ekki var gerð grein fyrir þeim af því er virðist hvorki innan ríkisstjórnar né til þingsins. Það er óásættanlegt fyrir alla. ... Hitt er miklu alvarlegra að á þessum tíma er verið að færa eignir frá gömlu föllnum bönkunum yfir í hina nýju og viðskiptaráðuneytið nýtir ekki vitneskju um ólögmæti myntkörfulána í þeirri yfirfærslu og kann með því að hafa skapað ríkissjóði ómæld fjárútlát og jafnvel skaðabótaskyldu. ... Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa margsagt að ekki væru til fjármunir til þess að lækka höfuðstól lána fjölskylda vegna þess forsendubrests sem varð í hagkerfinu. En á sama tíma er innan ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar legið á upplýsingum í heilt ár, upplýsingum sem gætu hafa komið fjölskyldum í landinu til góða og það látið óátalið að gengið er fram með hörku í innheimtu gagnvart lántakendum myntkörfulána."
http://ragnheidurrikhardsdottir.blog.is/blog/ragnheidurrikhardsdottir/entry/1086113/
Telja ráðherra ótrúverðugan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2010 | 09:26
Samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán
13. febrúar 2009
Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?
Bloggfærsla hjá Marinó G. Njálssyni sem fjallar um 36. gr. samningalaga frá 1936. Síðuhöfundur vekur athygli á 13. og 14. gr. vaxtalaga frá 2001 í athugasemd.
17. apríl 2009
Eru gengistryggð lán ólögleg?
Bloggfærsla hjá Marinó G. Njálssyni sem fjallar um 13. og 14. gr. vaxtalaga frá 2001.
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/855575/
29. apr. 2009
Öll íbúðarveðlán til neytenda verði færð niður eftir mati gerðardóms
Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra tillögu með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að taka beri öll neytendalán með veði í íbúðarhúsnæði eignarnámi og fela gerðardómi að leggja til niðurfærslu þeirra."
Ein rökin voru ólögmæti gengistryggðra lána. Í apríllok 2009 var ríkisstjórninni sem sagt allri ljóst - eftir formlega sendingu frá ríkisskipuðum TN með rökstuðningi up á 20 bls. - að þetta væri a.mk. hæpið.
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1038
4. maí 2009
Gylfi Magnússon, Björn Þorri Viktorsson og Þórður Björn Sigurðsson í Kastljósi
Athygli vakin á 13. og 14. gr. vaxtalaganna og ólögmæti gengistryggðra lána.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7892/
5. maí 2009
Björn Þorri Viktorsson og Jóhannes Karl Sveinsson í Kastljósi
Ítarelg umfjöllun um málið.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7901/
12. maí 2009
Lögfræðiálit LEX fyrir SÍ
,,Að okkar mati er ljóst að óheimilt er að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Slíkt hefur þó engin áhrif á heimildir til að taka lán í erlendri mynt."
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8005
18. maí 2009
Minnisblað Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings SÍ
,,Í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Seðlabankann er dregin sú ályktun að það hafi verið beinlínis tilgangur laga nr. 38/2001 að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. Þar með var lagt bann við því að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum á grundvelli gengis erlendra gjaldmiðla. Hins vegar var með þessu ekki verið að banna lántökur í erlendri mynt. ... Undirrituð tekur undir lögfræðiálitið. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir lögfræðingar sammála um þessa túlkun og munu dómstólar eiga síðast orðið reyni á álitaefnið fyrir dómstólum sem allt virðist stefna í að geri."
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8006
28. maí 2009
Bréf Björns Þorra Viktorssonar til ráðherra og þingmanna
Athygli vakin á ólögmæti gengistryggðra lána og hugsanlegri skaðabótaskyldu ríkissins vegna yfirfærslu eignasafna milli gömlu og nýju bankanna.
9. júní 2009
Minnisblað Sigríðar Rafnar Pétursdóttur, lögfræðings viðskiptaráðuneytisins
,,Hvorki lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 né lög um neytendalán nr. 121/1994 banna lánveitingar í erlendri mynt, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla. Ekki fæst séð að önnur löggjöf komi til álita í þessu samhengi og er það því niðurstaða undirritaðrar að lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla, séu ekki ólögmætar. Lög nr. 38/2001 taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum er aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. Hins vegar kann það að vera álitaefni hvort lánssamningur er raunverulega í íslenskum krónum eða í erlendum gjaldmiðli. Niðurstaða veltur á atvikum hverju sinni, efni samnings og atvikum við samningsgerð og eiga dómstólar lokaorðið um hana."
http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Minnisblad-um-lanveitingar-i-erlendri-mynt-090609.pdf
1. júlí 2009
Fundur á Alþingi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):
Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"
http://www.althingi.is/raeda/137/rad20090701T142746.html
Gylfi Magnússon (U):
Frú forseti. Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt. En það er auðvitað ekki framkvæmdarvaldsins að skera úr um það. Ef það réttarágreiningur í máli sem þessu er það dómstóla þannig að ég tel að telji einhverjir að þessi lán séu ólögmæt þá liggi beinast við að dómstólar skeri úr um það. Það er alla vega hvorki á valdi viðskiptaráðuneytisins né annarra arma framkvæmdarvaldsins að gera það. http://www.althingi.is/raeda/137/rad20090701T143442.html
8. september 2009
Gunnar Tómasson í Kastljósi
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/8935/
10. september 2009
Björn Þorri Viktorsson í Kastljósi
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/8957/
12. september 2009
Bréf Gunnars Tómasonar til alþingismanna
Í viðtali á Bylgjunni sl. fimmtudag 10. september sagði viðskiptaráðherra í upphafi máls að "það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg." Ef einhverjir teldu að svo væri ekki, bætti hann við, þá væri það hlutverk dómstóla að skera úr um málið. Hér er ekki um "erlend lán" að ræða. Öll krónulán bankanna eru fjármögnuð af tiltækum krónueignum þeirra að meðtöldum innistæðum í Seðlabanka Íslands sem verða til við sölu bankanna til seðlabanka á erlendum gjaldeyri sem þeir hafa keypt af viðskiptavinum eða tekið að láni erlendis. Erlend lántaka felur í sér gengisáhættu, sem bankarnir hafa kosið að láta lántakendur axla með bindingu höfuðstóls krónulána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla."
Athygli vakin á ólögmæti gengistryggðra lána og hugsanlegri skaðabótaskyldu ríkissins vegna yfirfærslu eignasafna milli gömlu og nýju bankanna.
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1017784/
23. okt. 2009
Vafi um lögmæti gengislána kannaður?
Talsmaður neytenda hefur skrifað efnahags- og viðskiptaráðherra og spurt hvort aflað hafi verið lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána og hvort fyrirvari hafi verið gerður um það við endurreisn bankanna."
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1093
10. nóvember 2009
Fundur hjá Orator
Eyvindur G. Gunnarsson lýsti afdráttarlausri skoðun sinni um að gengistryggingin stæðist ekki lög http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/11/11/gengistrygging_ologleg_verdtrygging/ og http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/978130/).
3. desember 2009
Hérðaðsdómur fellur um bílalán, lánveitanda í vil
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/03/gert_ad_greida_myntkorfulan/
12. febrúar 2010
Héraðsdómur fellur um bílalán, lántaka í vil
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/06/22/longu-vita-um-logleysuna/
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/02/15/gengistryggd-vonarglaeta/
10. mar. 2010
Ráðuneyti svarar fyrirspurn um gengislán
Talsmaður neytenda hefur fengið svar við fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðuneytis um hvort aflað hafi verið lögfræðiálits um (ó)lögmæti gengisbundinna lána. Hann er bundinn þagnarskyldu um atriði sem fram koma í minnisblaði um málið.
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1186
(Um er að ræða minnisblað lögfræðings viðskiptaráðuneytisins)
31. maí 2010
Svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur
Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri) um lögmæti gengistryggðra lána?
Nei, ráðuneytið hefur ekki aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána."
http://www.althingi.is/altext/138/s/1151.html
16. júní 2010
Dómur hæstaréttar fellur
24. júní 2010
Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi vegna dóms hæstaréttar
Í hnotskurn má segja að fjármálakerfið sem við komum á laggirnar haustið 2008 hafi verið undir það búið að ekki væri hægt að innheimta lán sem þessi að fullu, í raun var aldrei gert ráð fyrir því. En fjármálakerfið var ekki undir það búið að fyrir utan það að gengistryggingin sem slík væri dæmd ólögmæt væru lögin túlkuð á þann veg að hinir erlendur vextir skyldu standa á þessum lánum. Það högg sem felst í því að afnema gengistrygginguna en á sama tíma ákveða að lánin beri eðlilega innlenda vexti er högg sem gert hafði verið ráð fyrir þegar það var stofnsett. En það högg sem félli á fjármálakerfið ef gengistryggingin yrði felld niður og auk þess ekkert gert til að taka á þeirri staðreynd að þessi lán voru veitt með erlendum vöxtum eins og þau væru í erlendri mynt en nú hefur komið í ljós að þau teljast í krónum - við getum ekki stungið höfðinu í sandinn eða horft fram hjá þessu."
http://www.althingi.is/raeda/138/rad20100624T133134.html
30. júní 2010
Tilmæli SÍ og FME
5. júlí 2010
Sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar
Fyrirspurnum beint til SÍ og FME
30. Júlí 2010
Svör SÍ og FME við fyrirspurnum þingnefnda
Upplýst um tilvist lögfræðiálits LEX og minnisblaðs yfirlögfræðings SÍ
10. ágúst
Heimasíða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins (um svar ráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur)
,, Svar ráðherra er þannig í samræmi við niðurstöðu minnisblaðs ráðuneytisins. ... Seðlabankinn hefur þegar birt á vef sínum minnisblað aðallögfræðings bankans og lögfræðiálit lögfræðistofunnar LEX til bankans. Vegna frétta fjölmiðla um það hvort ráðuneytinu hafi verið birt þessi álit skal það tekið fram að lögfræðingur ráðuneytisins sem samdi minnisblað ráðuneytisins fékk afrit af þessum skjölum vegna þeirrar vinnu sinnar en ekki til annarra nota. Seðlabankinn kynnti ekki efni minnisblaðanna fyrir ráðherrum. Viðskiptaráðherra var því ekki kunnugt um minnisblöð Seðlabankans þegar umræðan á Alþingi átti sér stað."
http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3125
Eyjan 11. ágúst 2010
Seðlabanki Íslands upplýsti forsætisráðherra ekki um lögfræðiálit sem bankinn lét gera í maí í fyrra, en niðurstaða álitsins var að gengistrygging lána væri ólögmæt. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er ósátt við að bankinn hafi ekki kynnt sér þessa niðurstöðu, en á þeim tíma heyrði Seðlabankinn undir forsætisráðuneytið.
Nei, það var ekki kynnt mér, því miður, sem ég tel að hefði átt að gera. Ég hef óskað eftir skýringum frá Seðlabanka af hverju það var ekki gert. Það var einungis kynnt lögfræðingi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Ég tel það óeðlilegt að það hafi ekki verið kynnt mér," sagði Jóhanna á fréttamannafundi nú í hádeginu.
Um það hvort Gylfi Magnússon hafi sagt Alþingi ósátt þann 1. júlí í fyrra sagði Jóhanna:
Viðskiptaráðherra hefur svarað fyrir sig og ég trúi viðskiptaráðherra."
http://eyjan.is/2010/08/10/johanna-osatt-vid-sedlabankann-vill-skyringar-a-leynd-logfraedialits/
11. ágúst 2010
Kastljósviðtal við Gylfa Magnússon
,,HS Hvernig stendur á því, Gylfi, að lögfræði... eða já lögfræðiálit sem að kemur innan úr Seðlabanka hingað inn eru ekki fyrir þínum augum?
GM Seðlabankinn verður auðvitað að svara fyrir það af hverju þetta álit var ekki kynnt fyrir ráðherrum og forsætisráðherra hefur gert athugasemdir við það og óskað eftir skýringum. Og ég hef nú ekki séð þær skýringar þannig að ég get svo sem ekki mikið sagt um það. En þessi lögfræðingur sem var að vinna í þessum málum fyrir þetta ráðuneyti, hún fékk þetta álit eingöngu til þess að styðjast við við samantekt síns eigins [svo] álits en ekki til neinnar frekari dreifingar, þannig að ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum.
HS Hvenær fréttirðu af þessu áliti, að það hafi verið á þennan veg?
GM Ég frétti nú aldrei neitt sérstaklega af einhverju áliti en það kom fram á einhverjum fundum hérna, líklega haustið 2009, að aðallögfræðingur Seðlabankans teldi að það væri hugsanlegt að eitthvað af þessum - hvort sem við kölluðum það myntkörfulán eða gengisbundin lán - myndu vera dæmd ólögleg af dómstólum.
HS Og hvað... Fannst þér engin átæða til þess að gera þingheimi t.d. vart við það að þetta væri, að því er virtist, skoðun Seðlabankans?
GM Það var auðvitað ekki mitt... En þetta var nú í fyrsta lagi ekki skoðun Seðlabankans, heldur... Seðlabankinn hefur aldrei verið með neina opinbera skoðun á þessum málum að því er ég veit. Og auðvitað er það ekki mitt að greina frá því, heldur Seðlabankans sjálfs ef hann hefur einhverja skoðun á ákveðnu máli; þau eru nú fullfær um það í bankanum.
...
HS En hvers vegna er... Hvernig geturðu sagt að það sé Seðlabankans? Er það ekki... Þetta var komið hingað inn í ráðuneytið, þetta álit?
GM Ráðuneytið fékk þetta eða ákveðinn lögfræðingur ráðuneytisins fékk þetta álit til þess að styðjast við en það var sérstaklega tekið fram að hún mætti ekki nota þetta í neitt annað heldur en þá tilteknu vinnu sem var að semja ákveðna álitsgerð og ekkert dreifu þessu utan hússins.
HS En bíddu, sko...
GM Ja, ég verð að viðurkenna að það er frekar óvenjulegt fyrirkomulag. En svona kom þetta plagg hingað inn."
12. ágúst 2010
Morgunblaðið
Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í efnahags og viðskiptaráðuneytinu, kveðst hafa upplýst ráðuneytisstjóra samdægurs um minnisblað Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðing Seðlabankans. Sigríður Logadóttir segir að enginn fyrirvari hafi verið gerður um leynd tölvupóstsins sem innihélt lögfræðiálit Seðlabankans.
14. ágúst 2010
Eyjan
,,Samkvæmt upplýsingum úr viðskiptaráðuneytinu var ráðherranum munnlega greint frá áliti Lex líklega 25. júní 2009, og að það hefði verið unnið fyrir Seðlabankann. Sem þekkt er sagði í álitinu að gengistryggð krónulán væru ólögmæt. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi því ekki haldið því leyndu fyrir ráðherra. Viðskiptaráðuneytið hafði áður greint frá því að Gylfi hafi séð minnisblað 24. júní, byggt á álitinu. Gylfi sagðist í síðustu viku ekki hafa vitað af áliti Lex/Seðlabanka um gengistryggingu áður en hann svaraði því til á Alþingi í júlí, spurður um krónulán í erlendri mynt, að þau væru lögmæt."
***Viðbætur settar inn:
kl. 14.26 þann 13.8.2010
kl. 23.45 þann 14.8.2010
Skora á Gylfa að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.8.2010 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.8.2010 | 00:49
Aðkoma talsmanns neytenda
Frá því að upplýst var um tilvist lögfræðiálitsins, sem SÍ lét gera í maí 2009, þar sem niðurstaðan gefur til kynna að gengistrygging lána sé ólögmæt hefur umræðan um hver vissi hvað hvenær innan stjórnsýslunnar farið á flug. Að sama skapi spyrja menn sig hver ber ábyrgð á hverju. Það er eðlilegt enda gríðarlegir hagsmunir í húfi og mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu og að brugðist verði við staðreyndum málsins á viðeigandi máta.
Þann 1. júlí 2009 beindi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftirfarandi fyrirspurn til Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra:
,,Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"
Svar ráðherra var á þessa leið:
,,Frú forseti. Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt. En það er auðvitað ekki framkvæmdarvaldsins að skera úr um það. Ef það réttarágreiningur í máli sem þessu er það dómstóla þannig að ég tel að telji einhverjir að þessi lán séu ólögmæt þá liggi beinast við að dómstólar skeri úr um það. Það er alla vega hvorki á valdi viðskiptaráðuneytisins né annarra arma framkvæmdarvaldsins að gera það."
Ráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir að hagræða sannleikanum í þessu máli og hefur ráðuneytið séð ástæðu til að birta frétt á vef sínum málsins vegna. Þar segir:
,,Svar ráðherra er þannig í samræmi við niðurstöðu minnisblaðs ráðuneytisins. ... Seðlabankinn hefur þegar birt á vef sínum minnisblað aðallögfræðings bankans og lögfræðiálit lögfræðistofunnar LEX til bankans. Vegna frétta fjölmiðla um það hvort ráðuneytinu hafi verið birt þessi álit skal það tekið fram að lögfræðingur ráðuneytisins sem samdi minnisblað ráðuneytisins fékk afrit af þessum skjölum vegna þeirrar vinnu sinnar en ekki til annarra nota. Seðlabankinn kynnti ekki efni minnisblaðanna fyrir ráðherrum. Viðskiptaráðherra var því ekki kunnugt um minnisblöð Seðlabankans þegar umræðan á Alþingi átti sér stað."
Fram hefur komið að forsætisráðherra var ekki upplýst um tilvist lögfræðiálits SÍ heldur og hefur hún látið þau orð falla að það sé ,,óeðlilegt" og hefur hún fari fram á skýringar af hálfu SÍ.
Í samhengi við þessa umræðu er ekki úr vegi að rifja upp aðkomu talsmanns neytenda, ,,lögfræðings í stjórnsýslunni" sem sendi formlegt bréf til umræddra ráðherra í apríl 2009 þar sem gerð var tillaga um setningu neyðarlaga í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um eignarnám lána og niðurfærslu þeirra eftir mati gerðardóms. Til að rökstyðja tillöguna fjallar talsmaður neytenda m.a. um ólögmæti gengstryggingarinnar á lagalegum forsendum. Þetta má lesa á bls. 16 - 17 hér.
Bréfið er stílað á forsætisráðherra. Afrit fá fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra auk forsvarsmanna allra flokka.
Um þetta er tvennt að segja:
a) það var ekki niðurstaða talsmanns neytenda, lögfræðings innan stjórnsýslunnar, að lánin væru lögleg
b) ráðherrar voru upplýstir um það formlega með bréfi talsmanns neytenda
Mátti ekki dreifa minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2010 | 15:01
33 þingmenn að Ásmundi meðtöldum
Á Alþingi sitja 63 þingmenn. Í þingflokki Samfylkingarinnar eru 20 þingmenn. Í þingflokki VG eru 14 þingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir telja því 34 þingmenn. Minnihlutinn samanstendur af 29 þingmönnum.
Í fréttt Bloomberg er sagt að 4 þingmenn VG myndu ekki vilja veita auknu fé úr ríkissjóði til handa bönkunum. Þeir eru: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson og Ásmundur Einar Daðason.
Að því gefnu að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Hreyfingar og Þráinn Bertelsson séu sammála fjórmenningunum úr VG þá stæði málið í 33 - 30 en ekki 34 - 29 eins og frétt mbl gefur til kynna.
Frétt RÚV segir svo: ,,Þrjátíu og tveir þingmenn eru mótfallnir því að ríkið komi að endurfjármögnun bankanna."
Styðja ekki björgun bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)