Færsluflokkur: Bloggar

Curtis Mayfield | Get Down


Ný sjálfstæðibarátta hafin?

,,Samkvæmt stjórnarskránni ber þingmönnum eingöngu að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, en það eru engin viðurlög við því að svíkja kosningaloforð.  Það á m.a. að vera hlutverk þeirra samtaka sem standa að Þingvallafundarhreyfingunni, að koma alþingismönnum í skilning um það, að þeim haldist ekki uppi að svíkja kosningaloforð.  Það er í anda hinna gömlu Þingvallafunda 19. Aldar, sem kölluðu það varmennsku að svíkja gefin loforð, en ekki „smartness“ eins og nú er talið.  Sú hreyfing, sem nú hefur verið vakin, verður að skapa pólitískt almenningsálit, sem krefst þess af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar að þeir hafi til að bera visst lágmark stjórnmálasiðgæðis“.

- Sverrir Kristjánsson, Ný sjálfstæðisbarátta er hafin, ræða flutt á útifundi hernámsandstæðinga á Þingvöllum 10. September 1960


mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nina Simone - Four Women

Ég er að hugsa um að pósta smá músík hérna við og við.  Það er ágætistilbreyting frá kreppunni.  Annars hef ég þá trú að kreppan muni leysa úr læðingi magnaða tónlist þegar fram í sækir.  Fátt er svo með öllu illt...

Nina er í sérflokki: 

 


Athugasemdir HH við niðurstöður Seðlabankans...

...og ýmislegt fleira þessu tengt er að finna hér:

http://www.heimilin.is/varnarthing/

Hvet landsmenn alla til að skrá sig í samtökin.


mbl.is Vilja hagspá heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í okkar hendur - áskorun til forseta Íslands vegna Icesave samningana

,,Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson.

Undirrituð skora á yður - ef til þess kemur - að synja
staðfestingar* lagafrumvarpi um fjárhagslega ábyrgð íslenska ríkisins vegna svonefndra Icesave-samninga við hollensk og bresk stjórnvöld.

Ríkisábyrgð vegna samninganna getur raskað lífi þjóðarinnar stórkostlega um mörg ókomin ár. Að hafna ábyrgðinni getur á sama hátt orðið afdrifaríkt. Ábyrgðin og byrðarnar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum tilvikum. Því er rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirkomulag er ekki aðeins réttmætt og sanngjarnt heldur einnig nauðsynlegt til að ná sæmilegri sátt um þá leið sem farin verður. Herra forseti, við viljum málið í okkar hendur.”
 Hægt er að skrifa undir hér: http://kjosa.is/
mbl.is Icesave erfitt í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ráðstöfun

Að takmarka veð við þá eign sem sett er að veði hefur verið ein af grunnkröfum HH frá upphafi.

Þetta er afar skynsamleg ráðstöfun í efnahagslegu tilliti að mínu viti, bæði fyrir lánveitanda, lántakanda og þjóðarbúið.  Þetta stuðlar að ábyrgari útlánastarfsemi og þar með áhættuminni rekstri fyrir alla aðila. 

HH hafa aðsetur hér:  www.heimilin.is

Ég hvet landsmenn alla til að kynna sér málin og skrá sig í samtökin.

Afstaða félagsmálaráðherra vekur athygli.  M.a. í ljósi stofnfjáreignar hans í BYR.


mbl.is Lánshlutfallið gæti hugsanlega lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

29 verkefnum af 48 enn ólokið?

Hef ekki gert nákvæma úttekt á þessu sjálfur en þetta er áhugaverður samanburður:

http://fact.is/100dagar/

Í öllu falli er ljóst að stjórnvöldum og þessari vefsíðu ber ekki saman. 


mbl.is Segja 16 málum af 48 ólokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru aðrir valkostir í stöðunni?

Fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.00 verður í JL-húsinu, Hringbraut 121, húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, haldinn kynningar- og umræðufundur. Kynnt verða Attac-samtökin, og verða fulltrúar frá Noregsdeild þeirra samtaka með framsögu um Attac og starf samtakanna.
Attac eru alþjóðasamtök með deildir í um 50 löndum. Þau hafa það að markmiði að berjast gegn nýfrjálshyggju og hnattvæðingu í nafni hennar, en eru fylgjandi hnattvæðingu að öðru leyti. Attac lítur á það sem eitt meginverkefni sitt að fylgjast með alþjóðastofnunum nýfrjálshyggjunnar eins og AGS.
Einnig mun Lilja Mósesdóttir hagfræðingur flytja erindi um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau vandamál sem það hefur í för með sér að láta hann hafa yfirstjórn með efnahagsmálum Íslendinga. Hún mun í erindi sínu benda á aðrar færar leiðir í þeim efnum, en flestir valkostir munu vera betri í efnahagsmálum en láta AGS stýra þeim.

 
Að fundinum stendur bráðabirgðastjórn Íslandsdeildar Attac. Benda má á heimasíðu samtakanna, attac.is, fyrir þá sem vilja fræðast meira.

Attac á Íslandi.
http://attac.is/

mbl.is Greiðsla frá IMF í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifandi mynd

Má til með að vekja athygli á þessu framtaki:

http://www.youtube.com/user/lifandimynd#play/all

Um er að ræða óháðan netmiðil sem virðist beina kastljósinu að því sem hefðbundnir fjölmiðlar sýna minni áhuga á.  Skoðið vandlega myndbandið frá 17. júní.

Hér má svo sjá frá útifundi Radda fólksins á Austurvelli:


Stigið

Það má ekki gleyma því að skoða málið út frá sjónarhóli heimilanna.

Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 20% árið 1980 en 272% í árslok 2008.  Sjá hér og hér.

Vísitölufjölskyldan er rekin með 2 mkr. halla að meðaltali á ári.  Sjá hér.

Skattbyrðin á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu mun aukast að meðaltali um 90 þúsund krónur á mánuði, þegar skattahækkanir í aðgerðaáætlun stjórnvalda verður komin að fullu til framkvæmda.  Sjá hér.

Á að endurreisa þjóðfélagið á þessum grundvelli?

Hvernig mun skuldastaða heimilanna líta út þegar búið er að stoppa upp í 180 milljarða fjárlagagat á næstu 3 árum?  Eða eftir 7 ár þegar við ættum að byrja að borga af Icesave skv. undirrituðum samningi?  Já eða 15 þegar skuldin ætti að vera uppgreidd?


mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband