Færsluflokkur: Bloggar
16.8.2009 | 23:49
Viðtal Egils við Hudson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 02:09
Pólitískt botnlangakast?
Ég er blessunarlega vel giftur. Konan mín er sigld. Á ferðalögum sínum hefur hún haft það fyrir sið að taka ljósmyndir og fyrir vikið eru margar hillur fullar af albúmum í stofunni okkar. Það vildi þannig til að hún var stödd í Moskvu árið 1998 þegar greiðslufall varð hjá rússneska ríkinu. Það olli miklu uppþoti á fjármálamörkuðum og hruni rúblunnar. Efnhagskreppa fylgdi í kjölfarið og bankar fóru í þrot. Biðraðir mynduðust fyrir utan fjármálastofnanir og fólk mótmælti á götum úti svo þúsundum skipti. Af þessu tók hún myndir. Ef ég ætti skanner myndi ég sýna þær hér og nú. En þetta er af svipuðum meiði:
Alþýðan mátti muna sinn fífil fegurri. Og minningin var um Sovétríkin sálugu. En hvers vegna? Jú, þegar öllu var á botninn hvolft þá hafði alþýðan það betra í gamla Sovétinu heldur en þegar þarna var komið, eftir 7 ára valdatíð Yeltsin. Að því leitinu til mætti segja að eftirspurn eftir fyrri valdhöfum sé mælikvarði á árangur sitjandi stjórnar.
Samkvæmt nýjustu mælingum Capacent er ríkisstjórnin tölfræðilega fallin. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 44% fylgi þó 48% segjast styðja stjórnina. Þetta er nokkru minna heldur en í kosningunum þegar ríkissstjórnarflokkarnir voru með 51%. Skömmu síðar fór stuðningur við stjórnina upp í 61%. Stuðningurinn hefur því minnkað um 13% stig frá því stuðningurinn mældist mestur. Það er afar sorglegt að ríkisstjórn sem hefur ekki setið nema í 3 mánuði hafi ekki ríkara umboð þjóðarinnar en raun ber vitni eftir öll þau átök sem þurfti til að koma henni til valda.
Er hugsanlegt að þjóðin sé reiðubúin að hleypa fyrri ríkisstjórnum aftur að eða erum við stödd í pólitískum botnlanga og bíðum þess eins að kastið komi?
Eru aðrir möguleikar í stöðunni?
![]() |
Fjölmenni á félagsfundi VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2009 | 17:36
Skuldaaðlögun Nýja Kaupþings og afstaða AGS
Samtímis var félagi minn (í stjórn HH), Vésteinn Gauti, á Útvarpi Sögu.
Nokkru síðar áttum við Arney og Marinó (bæði í stjórn HH) fund með japönskum blaðamanni sem er að fjalla um kreppuna á Íslandi.
Í framhaldi áttum við þrjú fund með sendifulltrúa AGS á Íslandi ásamt hagfræðingi sjóðsins.
Við í HH höfum nýlega látið frá okkur álitsgerð um Skuldaaðlögun Nýja Kaupþings. Hana má lesa hér:
http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/41-fra-undirbuningsnefndinni/425-skuldaaeloegun-kauptings
Varðandi Skuldaaðlögun NK og ummæli talsmanns NK í morgunútvarpi Rásar 2 þess eðlis að AGS hefði ekki heimilað bankanum að fara í afskriftir svaraði sendifulltrúi AGS því til að þarna væri beinlínis ekki rétt með farið um afstöðu AGS. Miðað við það hvernig hann talaði dró ég þá ályktun að AGS hefði í raun aldrei fjallað með beinum hætti um þetta tiltekna úrræði NK. Hins vegar kom fram að AGS væri ekki fylgjandi almennum niðurfærslum. Að því leitinu til mætti yfirfæra afstöðu AGS yfir á þetta úrræði NK.
Því er spurning hvort skuldaaðlögun NK felur í sér almenna niðurfærslu eða ekki. Ég segi nei, því þarna er um að ræða úrræði sem gengur út á að koma til móts við þá sem eru komnir með neikvæða eiginfjárstöðu. Aðrir eiga ekki kost á úrræðinu.
Það ber að taka það fram að við fengum það staðfest hjá AGS að það væri svigrúm til afskrifta. Hins vegar fengum við ekki uppgefið hversu mikið svigrúm.
![]() |
Skikkaðir í tíu daga frí af AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2009 | 01:38
Styrkti þrjá stjórnmálaflokka
Fyrir þá sem ekki þekkja Gift og sögu þess bendi ég á þessi skrif Gunnars Axels Axelssonar sem eru nokkuð upplýsandi.
Árið 2006 styrktu Samvinnutryggingar Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri Græna.
![]() |
Undirbúa málsókn á hendur Gift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.6.2011 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2009 | 21:57
Einveldi AGS?
,,Þann 19. júní, sl. gaf fjármálaráðuneytið út reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna o.fl. nr. 534/2009. Á grundvelli reglugerðarinnar er mögulegt að afskrifa skuldir einstaklinga án þessa viðkomandi verði krafinn um skatt af afskriftinni. Skv. frétt á mbl.is þann 14. júlí sl. segist félags- og tryggingamálaráðherra „vona að bankarnir fari innan tíðar að geta heimilað eftirgjöf skulda." Viðskiptaráðherra tók í sama streng þann 16. júlí sl. að því er segir í frétt á visir.is: „Viðskiptaráðherra segist ekki ósáttur við ummæli bankastjóra ríkisbankanna um mögulegar afskriftir af lánum verst settu heimilanna. Hann segir þetta góðan möguleika í ljósi þess að ekki þarf að borga skatta af niðurfellingunni."
Á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 24. júní sl. með stjórnendum Nýja Kaupþings var úrræðið sem hér er til umfjöllunar kynnt samtökunum. Eftir fundinn var það skilningur fulltrúa HH að úrræðið gerði ráð fyrir afskriftum en nú hefur annað komið á daginn. Það vekur sérstaka athygli m.a. í ljósi þeirra ummæla sem ráðherrar hafa nýlega látið falla. Hvað gerðist í millitíðínni? Samtökin líta svo á að það sé annarra að svara því en telja að ummæli Hermanns Björnssonar, talsmanns Nýja Kaupþings, í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 þann 28. júlí sl. varpi nokkru ljósi á máilið. Þar kom fram að það væri hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, að bankanum væri það ekki heimilt.
Hagsmunasamtök heimilanna furða sig á þeirri þumalskrúfu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist hafa á efnahagslífi þjóðarinnar. Það er sama hvert litið er, AGS virðist vilja koma í veg fyrir endurreisn efnahagslífsins og tryggir kröfur erlendra kröfuhafa eins og kostur er. Samtökin geta ekki annað en velt því fyrir sér hverjir séu ráðamenn þessa lands og hvort ákvarðanir séu teknar af lýðræðislegum stjórnvöldum eða hvort Ísland sé hluti af einveldi sem AGS fer fyrir?"
Álitsgerðin í heild sinni með skýringardæmum fylgir með í viðhengdu skjali.
![]() |
Friðþæging fyrir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2009 | 14:11
Hættum að blogga, lífið liggur við
Auðvitað er bráðnauðsynlegt, á hvaða tímum sem er og ekki síst núna, að greina ástand samfélagsins og setja í samhengi við liðna tíð, rökræða og greina sannleika þeirra frétta sem okkur berast; koma með hugmyndir að mótspyrnu, lausnum og breytingum sem við viljum sjá framkvæmdar. Margir bloggarar og greinahöfundar hafa gert þetta vel, bloggin eru mörg uppfull af fanta góðum hugmyndum.
En nú er kominn tími til að hönd fylgi huga og við færum okkur frá tölvuskjánum, út í samfélagið. Það er kominn tími til að framkvæma þær hugmyndir sem nú þegar hafa komið fram.
Við, fólkið, erum nógu klár og sterk til þess að halda uppi öflugri mótspyrnu gegn þeim öflum sem nú stjórnast með líf okkar og framtíð; nógu sterk til að byggja upp réttlátt samfélag. Og til þess að hugmyndir okkar verði að veruleika, ættum við að vera miklu sýnilegri og vægðarlausari í staðfestu okkar.
Sú ríkisstjórn og aðrir valdhafar sem við viljum koma frá völdum, vilja auðvitað að við bloggum og rífumst. Það er þeim í hag að fólk sitji sitt í hvoru horninu, fyrir framan tölvuskjái og fái útrás fyrir
reiði sína og hugmyndir í gegnum lyklaborðið. Þannig fá þau allan þann tíma og allt það
næði sem þau þurfa til að framkvæma svokallaðar ,,björgunaraðgerðir" sínar.
Bíðum ekki eftir því að ríkisstjórnin falli og bíðum ekki heldur eftir því að aðrir framkvæmdi hugmyndir okkar. Kæra söguþjóð, við skulum ekki skrifa okkar eigin harmleik, heldur skrifa og framkvæma sigur okkar."
![]() |
Netverjar æfir yfir lögbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2009 | 17:47
Vildarkjarakerfið
Samkvæmt samantekt fréttastofu visir.is á stærstu lántakendum í gamla Kaupþingi skuldaði Samvinnutryggingasjóðurinn (Gift) bankanum 166,8 milljónir evra (30,2 milljarða króna) gegn veði í eignum félagsins sem voru að stærstum hluta hlutabréf í Kaupþingi.
Fyrir þá sem ekki þekkja Gift og sögu þess bendi ég á þessi skrif Gunnars Axels Axelssonar sem eru nokkuð upplýsandi.
Eins er hér frétt sem birt var á vef DV um félagið.
Árið 2006 styrktu Samvinnutryggingar Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri Græna.
Samkvæmt þessari frétt eru ,,mörg dæmi um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu". Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal".
![]() |
Kaupþing fer fram á lögbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2009 | 13:50
The Crisis of Credit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 00:49
Gróa á Leiti
Vek athygli á þessari grein eftir Jóhannes Björn.
,,En önnur tegund villandi upplýsinga—og markmiðið með dreifingu þeirra er að “kjafta upp” markaðina—hefur líka verið mjög áberandi upp á síðkastið. Þessi aðferð byggist aðallega á því að taka nýjustu hagtölur úr öllu sambandi við sögulegt samhengi eða tíma og dubba þær upp sem gleðitíðindi. Einfalt dæmi um þessi vinnubrögð gæti t.d. verið frétt um 3% söluaukningu á húsgögnum á milli mánaða. Hagsmunaaðilar hamra svo á þessari tölu en “gleyma” að minnast á að salan hefur hrunið um 40% á einu ári."
http://vald.org/greinar/090719.html
![]() |
Aukin sala á nýjum íbúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 01:56
Ögmundur Jónasson sagði:
,,Ríkisstjórnin heykist á að sækja rétt okkar gagnvart ríkjum sem beita okkur kúgunarvaldi. Icesave-reikningarnir og aðrar erlendir skuldbindingar að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru svo risavaxnar að ómögulegt er að við fáum undir þeim risið."
http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20090120T134612.html
Ætli þetta verði örlögin?
![]() |
Enn fundað um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)