7.2.2011 | 13:28
Umbúðastjórnmál
Þegar stjórnvöld eru gagnrýnd í tilteknum málaflokki er þeim tamt að svara þeirri gagnrýni með því að telja upp atriði sem þau hafa gert.
Sem dæmi má nefna umræðuna um skuldavanda heimilanna. Flestir eru þó fyrir lifandi löngu búnir að átta sig á blekkingunum sem stjórnvöld halda á lofti í þeim efnum.
Hið sama má segja um lýðræðisumbætur. Talsmenn ríkisstjórnarinnar státa sig gjarnan af því að búið sé að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Hins vegar gera lögin ekki ráð fyrir því að almenningur geti tekið málin í sínar hendur og knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál heldur liggur ákvarðanavaldið hjá meirihluta Alþingis.
Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 15:31
Vöruskiptajöfnuður undir væntingum AGS, skuldir ríkisins aukast og óljóst um brottför AGS
Samkvæmt frétt á vef RÚV var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 119 milljarða árið 2010. Árið 2009 var um að ræða 87 milljarða.
http://www.ruv.is/frett/voruskipti-hagstaed-um-119-milljarda
Samtals er hér um að ræða 206 milljarða og algeran viðsnúning frá því sem verið hefur síðustu ár eins og sjá má myndinni. Það sem einnig má sjá á myndinni að skv. AGS prógraminu var gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður yrði umtalsvert meiri en raun ber vitni, eða 289 milljarðar. Mismunurinn er því 83 milljarðar.
Myndin er fengin úr fundargerð hóps sem fór og hitti fulltrúa AGS 4. des 2009. Sjá hér á bloggi Láru Hönnu: http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/08/island-og-ags-ahyggjur-og-aform/
Einnig hefur myndin verið notuð í pistli sem kallast Ísland, AGS og Icesave og er að finna á vef Attac samtakanna: http://www.attac.is/greinar/%C3%ADsland-ags-og-icesave
Annað sem er umhugsunarvert er að skuldir ríkissjóðs fara vaxandi skv. upplýsingum frá Hagstofunni: ,,Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.676 milljörðum króna í lok þessa ársfjórðungs (3. ársfjórðungur 2010) eða sem nam 108,8% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 1.419 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi 2009 eða sem svarar 94,5% af landsframleiðslu". Sjá bls. 2: https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=11968
Enda segir seðlabankastjóri það óljóst hvort AGS pakki saman í ágúst eins og stefnt hefur verið að. Opinberlega ;)
http://www.vb.is/frett/61017/
119 milljarða afgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 12:17
Opið bréf til Og fjarskipta
Skútuvogi 2
104 Reykjavík
Nú standa yfir mikil átök í Egyptalandi þar sem almenningur rís upp gegn yfirvöldum. Helstu ástæður uppreisnarinnar eru sagðar bág kjör almennings og skortur á mannréttindum. Fram hefur komið að netsamskipti hafi verið verulega takmörkuð síðustu daga m.a. til að halda aftur af uppreisninni. Netið hefur leikið lykilhlutverki í þessu sambandi.
Netumferð í Egyptalandi 27. janúar 2011:
Ekki fæst betur séð en að Vodafone eigi í viðskiptum við egypsk stjórnvöld.
Upplýsingasíða egypska stjórnkerfisins:
http://www.egypt.gov.eg/english/default.aspx
Að því er fram kemur í neðangreindum skilaboðum frá hópnum Anonymous beinast spjótin m.a. að Vodafone þegar kemur að takmörkun netsamskiptanna:
Í ljósi ofangreinds óskar undirritaður eftir því að Og fjarskipti grennslist tafarlaust fyrir um aðkomu Vodafone að málum í Egyptalandi og upplýsi um viðskipti Vodafone við egypsk stjórnvöld og í hverju þau felast. Þá kanni Og fjarskipti sérstaklega þátt Vodafone í takmörkun á netsamskiptum í Egyptalandi síðustu daga. Niðurstaða Og fjarskipta verði gerð opinber og afstaða félagsins til hennar að sama skapi.
Í ljós eignarhaldsins á Og fjarskiptum er það mat undirritaðs að Og fjarskipti geti ekki skorast undan ofangreindri ósk en félagið er í eigu Teymis, sem er í eigu Framtakssjóðsins, sem er í eigu lífeyrisjóðanna annars vegar og ríkisbankans Landsbankans hins vegar.
Virðingarfyllst,
Þórður Björn Sigurðsson
Samrit:
Fjölmiðlar
Fjármálaráðherra
Formenn þingflokka
Egyptar virði málfrelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2011 | 23:29
Hugleiðing um heilindi og gildismat
Svohljóðandi frétt má lesa á vef RÚV:
Ekkert lát er á mótmælum í Túnis. Mörg þúsund liðsmenn öryggissveita komu saman í höfuðborginni í dag til að hvetja landsmenn til að gleyma voðaverkum sem þeir frömdu á stjórnartíð Ben Ali, fyrrverandi forseta. Lögreglumenn, hermenn og jafnvel liðsmenn meintra dauðasveita voru meðal mótmælenda í Túnis borg í dag. Þeir voru flestir hliðhollir Ben Ali, forseta landsins, en hann flúði land fyrir rúmri viku eftir 23 ára valdasetu. Ben Ali stjórnaði með harðri hendi og beitti öryggissveitum sínum óspart gegn stjórnarandstæðingum. Stjórnarandstaðan segir liðsmenn öryggissveitanna hafa gerst seka um gróf mannréttindabrot. Þeir eru meðal annars sagðir hafa skotið fjölda mótmælenda til bana í óeirðunum sem leiddu til þess að Ben Ali var steypt af stóli á dögunum. Í mótmælunum í dag kvað við annan tón. Hermenn og lögreglumenn segjast gengnir til liðs við mótmælendur og hvetja almenning til að líta til framtíðar en ekki fortíðar. Lögreglumenn og hermenn benda á að þeir fái afar illa borgað miðað við aðra opinbera starfsmenn og óttist nú um lífsviðurværi sitt eftir fall einræðisstjórnar Ben Alis.
http://www.ruv.is/frett/motmaelt-i-tunis-i-dag
Vilhjálmur Árnason, heimspekingur, skrifar inngangskafla bókarinnar Tilvistarstefnan er mannhyggja eftir franska heimspekinginn Jean Paul Sarte. Í honum segir m.a.:
Ég get ekki sagst vilja eitt, en gert annað. Vilji minn og gildismat eru lesin út úr athöfnum mínum. Ef ég segi til dæmis að ég sé nauðbeygður til að hlýða kalli til herþjónustu sem mér sé meinilla við vegna þess að ég sé á móti öllu hernaðarbrölti, þá dæmast orð mín óheil. Með því að verða við herkvaðningunni kýs ég hernaðarbröltið, lýsi því yfir að það sé af hinu góða.
Er hægt að setja þetta tvennt í samhengi við íslenskan veruleika? Heimfæra til dæmis upp á störf þeirra sem innheimta stökkbreytt lán eða verja valdhafa þegar kemur til mótmæla? Og ef svo er, hvað segir það okkur um gildismat þeirra sem í hlut eiga, ef eitthvað? Er hugsanlegt að þeir sem um ræðir séu færir um að endurskoða sitt gildismat og ganga til liðs við mótmælendur á Íslandi, líkt og gerst hefur í Túnis? Eða er hreinlega fráleitt að spyrja að þessu þar sem aðstæður á Íslandi og í Túnis séu svo gjörólíkar?
Lögregla til liðs við mótmælendur í Túnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2011 | 22:44
Drög að áætlun um endurheimt efnhagslegt sjálfstæði Íslands í 6 liðum
Drög þessi eru framsett til umræðu og frekari útfærslu þeirra sem áhuga kunna hafa.
1. Kortlagning eigna- og skuldastöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og endursamningaferli
Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera og stofnana á þess vegum. Þar með talið allar eignir og skuldbindingar sem kunna að hafa verið færðar utan efnahagsreiknings. Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð þjóðarinnar. Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga.
2. Afnám verðtryggingar, nafnvaxtaþak og almenn leiðrétting lána
Afnema ber verðtryggingu enda er hún hagkerfinu afar skaðleg. Til að styrkja efnahagsstjórnina verði sett hóflegt nafnvaxtaþak sem stuðli að því að verðbólga haldist undir nafnvaxtaþakinu enda fari hagsmunir lánveitenda og hins opinbera þannig saman. Til að skapa nauðsynlegan frið í samfélaginu og sátt um uppbyggingu verður að grípa til almennra leiðréttinga á höfuðstóli lána.
3. Nýtt lífeyrissjóðakerfi
Í þessu sambandi er horft til þess málflutnings sem Ólafur Margeirsson hefur haldið á lofti. Sjá m.a. hér: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/osjalfbaerni-lifeyriskerfisins-krafan-um-of-haa-raunvexti-og-afleidd-thjodhagsleg-vandamal
4. Íslenski auðlindasjóðurinn
Stofna skal sérstakan auðlindasjóð í eigu ríkisins sem fari með eignarhald á öllum náttúruauðlindum landsins. Þar með talda fiskistofna, orkuauðlindir og vatn. Hlutverk sjóðsins verði að tryggja varanlega og óframseljanlega sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, sjá til þess að verði náttúruauðlindir nýttar renni arðurinn til þjóðarinnar og að ávaxta eignir sjóðsins þegar fram í sækir. Eitt af fyrstu verkefnum sjóðsins verði að yfirtaka kvótann og skuldir sjávarútvegsfyrirtækja. Í framhaldi verði fiskveiðleyfi leigð út. Þá yfirtaki sjóðurinn HS Orku og Orkustöðina á Húsavík, svo og önnur orkufyrirtæki sem ekki eru lengur í opinberri eigu. Um skuldir auðlindasjóðsins að lokinni yfirtöku eigna og skulda þriðja aðila verði endursamið sbr. lið 1.
5. Afnám gjaldeyrishafta og skattlagning útstreymis
6. Ráðstafanir til að sporna við neikvæðum vöruskiptajöfnuði, ef með þarf
Fiskveiðiauðlindin verði í þjóðareign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.2.2011 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2011 | 20:27
Krugman og verðtryggingin
Paul Krugman birti grein í gær í NY Times sem er vel þess virði að lesa.
Í greininni veltir Krugman fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin í hagkerfi Evrópu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, ríkisvæðingu skulda þess og hvaða áhrif Evran og myntbandalagið hefur í því sambandi.
Eins veltir hann fyrir sér þeim möguleikum sem virðast vera uppi í stöðunni fyrir ríkin og Evrópu. Þeir eru: a) að harka af sér, b) að endurskipuleggja skuldir, c) taka Argentínu og d) endurkoma Evrópuhyggjunnar
Hann nefnir Ísland sem dæmi um Evrópuríki sem hefur komist næst því að ,,taka Argentínu" og telur sveigjanleika krónunnar okkur til tekna í því sambandi:
,,The European country that has come closest to doing an Argentina is Iceland, whose bankers had run up foreign debts that were many times its national income. Unlike Ireland, which tried to salvage its banks by guaranteeing their debts, the Icelandic government forced its banks foreign creditors to take losses, thereby limiting its debt burden. And by letting its banks default, the country took a lot of foreign debt off its national books.
At the same time, Iceland took advantage of the fact that it had not joined the euro and still had its own currency. It soon became more competitive by letting its currency drop sharply against other currencies, including the euro. Icelands wages and prices quickly fell about 40 percent relative to those of its trading partners, sparking a rise in exports and fall in imports that helped offset the blow from the banking collapse.
The combination of default and devaluation has helped Iceland limit the damage from its banking disaster. In fact, in terms of employment and output, Iceland has done somewhat better than Ireland and much better than the Baltic nations."
Þó greining Krugman sé í megindráttum rétt virðist hann líta framhjá áhrifum verðtryggingar á skuldir almennings þegar gengi krónunnar fellur líkt og raun ber vitni. Ætli hann viti hreinlega af henni, blessaðri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2010 | 15:21
Mosfellsbær í ábyrgð fyrir skuldum einkafyrirtækis
Við skoðun á ársreikningi Mosfellsbæjar 2009 kemur í ljós að sveitarfélagið hefur tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð vegna 246 milljón króna láns sem Helgafellsbyggingar ehf. tóku á árinu 2009. Á móti sjálfskuldarábyrgðinni hefur sveitarfélagið tekið tryggingu í formi veða í tilteknum lóðum í Helgafellshverfi.
En hvernig gerðist það að Mosfellsbær varð ábyrgur fyrir skuldum einkafyrirtækis? Í svari bæjarstjóra við fyrirspurn undirritaðs kemur fram að í samræmi við samning milli Mosfellsbæjar og Helgafellsbygginga ehf. á félagið að greiða til Mosfellsbæjar fast gjald, 700 þúsund krónur, fyrir hverja skipulagða íbúðarlóð eða íbúð í fjölbýlishúsi. Þó varð að samkomulagi við fyrsta uppgjör félagsins til Mosfellsbæjar vegna seldra íbúða 2007 í Helgafellslandi sem fram fór sumarið 2008, að félagið greiddi upphæðina 240 milljónir króna með þremur víxlum. Sem baktryggingu fyrir greiðslu víxlanna var Mosfellsbæ sett að veði lóðir og fasteign Helgafellsbygginga ehf. Að mati Helgafellsbygginga ehf. var verðmæti veðanna á þessum tíma áætlað um 388 milljónir króna.
Til einföldunar mætti segja að til að geta staðið við umsamdar greiðslur til bæjarins hafi Helgafellsbygginar ehf. tekið lán sem bærinn gekkst í ábyrgð fyrir. Í staðinn tók bærinn veð í lóðum og fasteign Helgafellsbygginga.
Í ljósi þess hversu mikið verðfall hefur átt sér stað á fasteignamarkaði má velta fyrir sér hvort veðin standi undir umræddum lánum. Ekkert mat hefur farið fram á verðmæti veðanna frá því samningurinn var gerður á sínum tíma og mat á veðunum hefur aldrei verið unnið af óháðum aðila.
Að sama skapi verður vart hjá því komist að leiða hugann að því hvort sú nýja hugmyndafræði sem þáverandi formaður bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar, Haraldur Sverrisson, kynnti til sögunnar í greininni Uppbygging íbúðarhverfa ný hugmyndafræði í Mosfellsbæ sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí 2006, hafi reynst jafn áhættulaus og fullyrt var:
Með þessu móti er tryggt að fjármagn fylgir frá landeigendum til að standa undir uppbyggingu á nauðsynlegri þjónustu í hverfunum og sá kostnaður lendir ekki á íbúum sveitarfélagsins. Auk þess fríar bæjarfélagið sig þeirri miklu áhættu sem fylgir uppkaupum. [...] Sú leið sem hér hefur verið kynnt um uppbyggingu íbúðahverfa í Mosfellsbæ hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að hér er um nýja hugmyndafræði að ræða sem önnur sveitarfélög munu vafalaust nýta sér.
Getur verið að fjárhagurinn sé ekki jafn traustur í Mosfellsbæ og sumir vilja meina?
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 12:44
Velferð og stöðugleiki án AGS
um mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson,
Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að láta vinna efnahagsáætlun sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Skilgreindar verði nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins og forðast frekari skuldsetningu ríkissjóðs, aðgerðaáætlun útbúin og henni fylgt eftir. Leitað verði liðsinnis færustu erlendra sérfræðinga á sviði hagvísinda við mótun og framkvæmd áætlunarinnar til að tryggja efnahagsstjórn landsins nauðsynlegan trúverðugleika.
Efnahagsáætlunin liggi fyrir 1. mars 2011 og komi þegar til framkvæmda.
Ráðherra kynni Alþingi efnahagsáætlunina við fyrsta tækifæri eftir að áætlunin liggur fyrir.
Ísland, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og umheimurinn.
Eftir hrun bankakerfisins haustið 2008 kom fátt annað til greina en að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð þar sem stjórnvöld komu alls staðar að lokuðum dyrum.
Ísland var eitt af stofnríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 1945. Um 185 lönd eru nú aðilar að sjóðnum. Ísland var skuldlaust við sjóðinn fyrir hrun en hafði þó fengið lán frá honum í fjórgang, fyrst árið 1960 á árum Viðreisnarstjórnarinnar, þá 19671968 þegar síldin hvarf, 19741976 þegar verð á olíu hækkaði og loks árið 1982 vegna útflutningsbrests.
Yfirlýst hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að auka samvinnu milli þjóða og tryggja stöðugleika í fjármálakerfum heimsins. Honum ber að aðstoða þjóðir í fjármála- og gjaldeyriskreppu og lána ríkisstjórnum fé til að koma eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gang.Sjá neðanmálsgrein 1 1
Skiptar skoðanir eru um það hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur tekist að rækja þetta hlutverk sitt. Hann hefur löngum þótt strangur húsbóndi sem ekki hefur tekið nægilegt tillit til sérstakra og staðbundinna aðstæðna. Sjóðurinn hefur þótt einsýnn í málefnum þróunar- og nýmarkaðslanda þar sem hann hefur lagt höfuðáherslu á gildi nýfrjálshyggjunnar frekar en að laga aðstoð sjóðsins að aðstæðum á hverjum stað.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar hér á landi síðan ákveðið var að fara í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Forsendur hafa gjörbreyst og ljóst að ekki er hægt að treysta á hlut
leysi sjóðsins eða að hann framfylgi yfirlýstum markmiðum sínum um að aðstoða þjóðir í fjármála- og gjaldeyriskreppu.Sjá neðanmálsgrein 2 2
Yfirlýsingar sjóðsins hafa vakið upp spurningar um hvort stefna sjóðsins hafi haft áhrif á aðgerðir og/eða aðgerðaleysi stjórnvalda varðandi söluna á HS Orku og hvort slík afskipti erlendra stofnana samræmist stjórnsýslulögum og stjórnarskrá.Sjá neðanmálsgrein 3 3 Þá telja flutningsmenn mikilvægt að sjóðurinn fái ekki að hafa áframhaldandi áhrif á ríkissjóð. Til að auka tiltrú alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi er nauðsynlegt að ljúka samstarfinu við AGS sem þekktur er sem lánveitandi vandræðalanda. Það er jafnframt með öllu óviðeigandi að sjóðurinn skipti sér af frumvarpagerð í ráðuneytum eins og fram hefur komið að hann hafi gert.Sjá neðanmálsgrein 4 4 AGS hefur tafið fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu skulda heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með andstöðu sinni við almennar úrlausnir skuldavandans. Samdrátturinn hérlendis er auk þess meiri en AGS gerði ráð fyrir og því er ljóst að nauðsynlegt er að endurskoða og endurgera efnahagsálætlun án afskipta AGS án tafar.
Hagstjórnartæki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þrátt fyrir að nú sé meira en áratugur síðan efnahagskreppan í Asíu beindi athyglinni að meiri háttar mistökum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sjóðurinn enn að gera svipuð mistök í mörgum löndum, sérstaklega í þróunarlöndunum. Á sama tíma og sjóðurinn styður fjárhagslega örvandi aðgerðir í ríkum löndum þvingar hann þróunarlöndin til þess að innleiða kreppudýpkandi hagstjórnaraðgerðir. Sú aðferðafræði hefur verið gagnrýnd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem settu á fót sérfræðinganefnd undir forustu Joseph Stiglitz til að grafast fyrir um orsakir kreppunnar og áhrif hennar um heim allan. Nefndinni var einnig ætlað að koma með tillögur að aðgerðum til að koma í veg fyrir að álíka atburðir endurtækju sig og vísa á leiðir sem væru líklegri til að koma á efnahagslegum stöðugleika. Um þetta má lesa í skýrslu nefndarinnar, Report of the Commission of Experts of the President of the United Nations General Assembly on Reforms of the International Monetary and Financial System, sem má nálgast á vef SÞ.
Víða þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið að málum hafa stjórnvöld, sem fyrr segir, verið neydd til að beita kreppudýpkandi aðgerðum og ljóst er að hið sama gildir um Ísland, þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna um að Ísland fái sérmeðferð. Hagstjórnartækin sem íslensk stjórnvöld eru þvinguð af sjóðnum til að nota eru hátt vaxtastig, mikil skuldsetning vegna gjaldeyrisvarasjóðsins og of hraður niðurskurður. Nýleg könnun sem gerð var af miðstöð fyrir rannsóknir á efnahags- og stjórnmálum í Washington leiddi í ljós að af 41 landi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur haft afskipti af undanfarin ár hefur 31 verið þvingað til að beita kreppudýpkandi hagstjórnaraðgerðum: háu vaxtastigi, niðurskurði velferðarkerfisins og aðhaldssemi er varðar aukið peningamagn. Sjóðurinn er þekktur fyrir að leggja of mikla áherslu á að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, sem m.a. hefur leitt til mun dýpri kreppu en annars hefði orðið. Dýpt kreppunnar skiptir miklu máli þar sem bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir miklum skaða vegna niðurskurðar og stöðnunar í efnahagslífi þjóðarinnar. Hægari niðurskurður mundi þýða minni samdrátt en á móti mun hann draga úr hagvexti þegar hagkerfið er farið að ná sér á nýjan leik.
Rannsóknir sýna að fjármálakreppa einkennist af mikilli eignatilfærslu frá þeim fátæku til þeirra ríku. Annað sem einkennir fjármálakreppu er aukinn ójöfnuður sem stafar m.a. af auknu atvinnuleysi og niðurskurði velferðarkerfisins. Markmið hagstjórnar á krepputímum á að vera að auka efnahagslega velferð og leiðirnar að því markmiði eru aðgerðir sem tryggja fulla atvinnu, hagvöxt og stöðugleika til lengri tíma. Efnahagsstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda mun ekki ná fram þessum markmiðum. Markmið hennar er aðeins að tryggja að fjármagnseigendur fái sæmilega ávöxtun á fé sitt á meðan það er lokað inni í hagkerfinu og að Seðlabankinn hafi bolmagn til að kaupa krónurnar af þessum fjármagnseigendum þegar hægt verður að afnema gjaldeyrishöftin án þess að krónan fari í frjálst fall.
Flutningsmenn telja einsýnt að með því að leggja á þjóðarbúið sívaxandi erlendar skuldir verður kreppan lengd um ófyrirsjáanlegan tíma og mikil hætta á að það velferðarkerfi sem við njótum í dag muni líða undir lok ef fer sem horfir.
Erlendar skuldir landsins eru nú þegar orðnar háskalega miklar og því hætta á að þjóðin þurfi að búa við þann hörmulega veruleika að stór hluti þjóðarframleiðslu muni aðeins renna til þess vonlausa verkefnis að greiða vexti af erlendum skuldum.
Flutningsmenn telja mikilvægt að ríkisstjórnin leiti allra leiða til að endurreisa efnahagslíf landsins án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er þingsályktunartillaga þessi því lögð fram. Nú þegar hafa fjölmargir heimsþekktir og sérfróðir menn lagt fram tillögur og hugmyndir um hvernig megi losa þjóðina úr fjötrum sjóðsins. Lagðar hafa verið fram tillögur um lánalínur í stað beinna lána og þá hafa sérfræðingar sem unnið hafa fyrir sjóðinn boðist til að vinna með ríkisstjórninni að áætlun um endurreisn Íslands og aðhald í fjármálum sem þætti jafntraust eða traustara meðal lánardrottna okkar en áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Flutningsmenn leggja því til að efnahags- og viðskiptaráðherra verði falið að láta vinna efnahagsáætlun sem tryggi velferð og félagslegan stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mikilvægt er að efnahagsáætlunin liggi fyrir sem fyrst, eða fyrir 1. mars 2011, svo að unnt sé að hefja vinnu sem allra fyrst við að koma henni til framkvæmda.
Efnahags- og viðskiptaráðherra skal kynna Alþingi efnahagsáætlunina við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 1. mars 2011.
- Neðanmálsgrein: 1
- 1 Sjá heimasíðu AGS: http://www.imf.org/external/about/ourwork.htm
- Neðanmálsgrein: 2
- 2 Sjá heimasíðu AGS: http://www.imf.org/external/about.htm
- Neðanmálsgrein: 3
- 3 Sjá bls. 6 í ábendingum Bjarkar Guðmundsdóttur, Jóns Þórissonar og Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur til umboðsmanns Alþingis: http://www.orkuaudlindir.is/docs/Abending_til_Umbodsmanns_Althingis.pdf
- Neðanmálsgrein: 4
- 4 Tillagan mætti mótstöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gerði þá kröfu að veðkröfuhafar ættu að fá að kjósa um efni nauðasamnings, eða að öðrum kosti ekki vera hluti af nauðasamningum í skilningi laganna. Hafa þær breytingar sem lutu að stöðu veðkrafna því verið felldar brott úr frumvarpinu.
(Úr athugasemdum við frumvarp til laga um breyting á lögum um aðför, nr. 90/1989, og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með síðari breytingum, frá 138. þingi (þskj. 768 447. mál)
Sjá: http://www.althingi.is/altext/138/s/0768.html.)
Sjá einnig ræðu Margrétar Tryggvadóttur frá almennum stjórnmálaumræðum 14. júní 2010 þar sem segir m.a.:
,,Ríkisstjórnin hefur þó komið í gegn nokkrum úrræðum sem henta efnameira fólki, sem í mörgum tilfellum getur bjargað sér sjálft, og réttarúrbótum sem gera gjaldþrot huggulegri. Eitt þeirra er frumvarp um gjaldþrotaskipti sem varð að lögum í síðustu viku sem m.a. gerir fólki kleift að leigja og búa í allt að 12 mánuði í húsnæði sem það missir. Á fundi fyrrnefndrar samræmingarnefndar kom fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ýmislegt við það að athuga að lántakendur fái svo mannúðlega meðferð og greindi aðstoðarmaður hæstv. dóms- og mannréttindamálaráðherra frá því að hún hefði verið kölluð á fund hjá fulltrúum sjóðsins og skömmuð fyrir að leggja fram svo óforskammað frumvarp.
Í greinargerð með öðru frumvarpi frá sama ráðherra, í máli 447, kemur einnig fram að sjóðurinn hafi gert miklar athugasemdir við upphafleg frumvarpsdrög. Ljóst er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar hér fleiru en látið er uppi og hendur stjórnvalda eru bundnar. Hafi einhver efast um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé með puttana í lagasetningu á Íslandi þarf sá hinn sami ekki að efast lengur.
(http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20100614T214540.html)
Lilja, Atli og Ásmundur á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2010 | 21:02
Óvissa um vexti á gengistryggðum lánum
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að leitað verði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins um vexti á gengistryggðum lánum. Niðurstöðu héraðsdóms hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Alþingi getur ekki afgreitt frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð lán fyrr en álit EFTA dómstólsins liggur fyrir.
Bankarnir neita að senda inn skaðleysisyfirlýsingar og hugsanlega standast boðuð lög ekki neytendaverndartilskipun ESB.
Samþykki Alþingi frumvarpið gæti ríkið bakað sér skaðabótaábyrgð á hvorn veginn sem er. Eyða þarf allri óvissu í málinu sem fyrst.
Staðfesti hæstiréttur ekki úrskurð héraðsdóms þarf Alþingi að snúa sér með frumvarpið til ESA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2010 | 10:52
Lagafrumvarp Hreyfingarinnar
Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp sem tekur á þessu máli. Í greinargerð þess segir m.a.:
,,Markmiðið með frumvarpi þessu er að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindum sjávar og efla atvinnustarfsemi innan lands. Þá er markmið þess jafnframt að auka aðkomu og yfirsýn íslenskra stjórnvalda með viðskiptum með sjávarafurðir, hvort sem þær eru veiddar innan efnahagslögsögunnar eða tilheyri íslenskum deilistofnum.
Gert er ráð fyrir því að meðal áhrifa lagafrumvarpsins verði aukin samkeppni um veiddan afla og bætt aðgengi íslenskra fiskvinnslufyrirtækja að fiski til vinnslu, sem muni hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu og atvinnusköpun á landinu. Þannig mun nálægð innlendra fiskvinnslustöðva við fiskimiðin nýtast þeim þar sem allur afli verði boðinn upp á innlendum uppboðsmörkuðum.
Með frumvarpinu er ráðgert að veita innlendum fiskvinnslum raunverulegan aðgang að því hráefni sem annars hefur verið flutt úr landi óhindrað. Núverandi uppboðskerfi á óunnum sjávarafla sem fluttur er á erlenda fiskmarkaði hefur ekki virkað í raun. Lágmarksverð sem útgerðir hafa skráð á uppboðsvef hefur oftar en ekki verið mun hærra en markaðsverð á fiski á innlendum mörkuðum og mun hærra en það verð sem opinberar tölur um raunverulegt söluverð á erlendum mörkuðum gefa til kynna. Innlendar fiskvinnslur hafa því í raun ekki haft aðgang að þessu hráefni þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Telja frumvarpshöfundar að með því að bjóða allan fisk, að undanskildum uppsjávarfiski, humar og rækju, til sölu á innlendum fiskmarkaði sé verið að jafna samkeppnisstöðu innlendra fiskvinnslustöðva gagnvart erlendum fiskkaupendum en um leið sé verðmæti óunninna afurða hámarkað í heilbrigðri samkeppni um hráefni."
http://www.althingi.is/altext/139/s/0051.html
Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)