Vöruskiptajöfnuður undir væntingum AGS, skuldir ríkisins aukast og óljóst um brottför AGS

Samkvæmt frétt á vef RÚV var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 119 milljarða árið 2010.  Árið 2009 var um að ræða 87 milljarða. 
http://www.ruv.is/frett/voruskipti-hagstaed-um-119-milljarda

Samtals er hér um að ræða 206 milljarða og algeran viðsnúning frá því sem verið hefur síðustu ár eins og sjá má myndinni.  Það sem einnig má sjá á myndinni að skv. AGS prógraminu var gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður yrði umtalsvert meiri en raun ber vitni, eða 289 milljarðar.  Mismunurinn er því 83 milljarðar.

vöruskiptajöfnuður  

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er fengin úr fundargerð hóps sem fór og hitti fulltrúa AGS 4. des 2009.  Sjá hér á bloggi Láru Hönnu: http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/08/island-og-ags-ahyggjur-og-aform/

Einnig hefur myndin verið notuð í pistli sem kallast Ísland, AGS og Icesave og er að finna á vef Attac samtakanna: http://www.attac.is/greinar/%C3%ADsland-ags-og-icesave

Annað sem er umhugsunarvert er að skuldir ríkissjóðs fara vaxandi skv. upplýsingum frá Hagstofunni:  ,,Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.676 milljörðum króna í lok þessa ársfjórðungs (3. ársfjórðungur 2010) eða sem nam 108,8% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 1.419 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi 2009 eða sem svarar 94,5% af landsframleiðslu".  Sjá bls. 2: https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=11968

skuldir ríkisins mynd

 

 

 

 

 

 

 

 


Enda segir seðlabankastjóri það óljóst hvort AGS pakki saman í ágúst eins og stefnt hefur verið að. Opinberlega ;)
http://www.vb.is/frett/61017/


mbl.is 119 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband