12.3.2010 | 23:49
InDefence hleypur í skarðið
,,Formleg beiðni lögð fram um að skipuð verði þverpólitísk þingmannanefnd sem færi utan og fundaði með kollegum sínum til að kynna málstað og stöðu Íslendinga varðandi Icesave sem og heildarstöðu Íslands. Beiðnin hefur verið margítrekuð en málið virðist hafa verið svæft í nefnd. Hreyfingin vinnur þó enn að því."
http://hreyfingin.is/index.php?option=com_content&view=article&id=33&Itemid=31
Spurðu hvassra spurninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2010 | 01:04
Skorað á UVG
Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur sem felur í sér ákvæði sem gerir almenningi kleift að kalla eftir þeim:
,,Alþingi getur ákveðið með þingsályktun að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni eða lagafrumvarp. Einnig getur að lágmarki1/3hluti þingmanna krafist þess með þingsályktun að slík þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram. Þá geta 10% kosningarbærra manna krafist með undirskrift sinni þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni..."
Nú skora ég á UVG sem og aðra málsmetandi menn að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og taka þátt í að þrýsta á um að það verði að lögum sem fyrst.
Vilja þjóðaratkvæði um ýmis mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2010 | 22:44
Kynslóðin sem getur
,,Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur
á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur
komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand."
Höf: Jóhann Helgason
http://www.johannh.com/textar/eg-labbaei-i-baeinn
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2010 | 23:13
Hálf sagan sögð
Hinn helmingurinn er hér:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20100304T105922&end=20100304T110525&horfa=1
Margt áhugavert sem fram kemur þarna.
Hvað finnst fólki um svör fjármálaráðherra við spurningum þingmannsins?
Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 09:59
Neyðarlög fyrir 20% þjóðarinnar
Páll Kolbeinsson ritaði grein í nóvemberútgáfu Tíundar, fréttablaði Ríkisskattsstjóra, sem kallast Eignir og skuldir Íslendinga.
Greinin er um margt forvitnileg. Meðal annars kemur fram að heildarfjöldi fjölskyldna á Íslandi var í 181.755 í árslok 2008.
Ég sendi greinarhöfundi tölvupóst á dögunum og spurðist fyrir um hversu margir aðilar telja fram hærri upphæð en 3 milljónir af þeim 661,5 milljörðum kr. sem skráðir voru á framtölum landsmanna um áramót 2008/2009. Svarið barst skömmu síðar og var svo hljóðandi:
Sæll Þórður,
Um áramótin 2008/2009 áttu 21.219 hjón og 14.633 einhleypingar, samtals 35.852 fjölskyldur, meira en þrjár milljónir í innlendum bankainnstæðum, þá eru innstæður barna ekki meðtaldar.
Með kveðju,
Páll Kolbeins
35.852 / 181.755 = 0.197
Af þessu má draga þá ályktun að 20% fjölskyldna hafi notið góðs af svokölluðum neyðarlögum sem m.a. tryggðu innstæður umfram skyldu.
Æ meira tekið af sparnaðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 12:50
Skyldulesning og -áhorf
Í þessu samhengi bendi ég á tvennt.
Annars vegar grein Gunnar Skúla Ármannsson sem heitir Ísland AGS og Icesave. Greinin er m.a. aðgengileg á vef Attac samtakanna og hefst á þessum orðum:
,,Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir. Hversu trúverðug er áætlun AGS fyrir Ísland. Sérstaklega með hliðsjón af sögu sjóðsins."
Þessi mynd segir meira en mörg orð en hún sýnir okkur hversu mikill afgangur þarf að vera af vöruskiptajöfnuði á næstu árum í samhengi við þann afgang sem verið hefur.
Hins vegar bendi ég á heimildarmynd um aðkomu AGS að málefnum Argentínu:
,,Documentary on the events that led to the economic collapse of Argentina in 2001 which wiped out the middle class and raised the level of poverty to 57.5%. Central to the collapse was the implementation of neo-liberal policies which enabled the swindle of billions of dollars by foreign banks and corporations. Many of Argentina's assets and resources were shamefully plundered. Its financial system was even used for money laundering by Citibank, Credit Suisse, and JP Morgan. The net result was massive wealth transfers and the impoverishment of society which culminated in many deaths due to oppression and malnutrition."
Vilja hafna aðstoð AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2010 | 14:33
Margrét hittir naglann á höfuðið
,,Svo virðist sem þeir sem komu okkur á kaldan klakann, þeir sem fóru of geyst, þeir sem skuldsettu sig á ótal kennitölum á sínum vegum upp í rjáfur, þeir sem flæktu sig í svo flóknum vefum krosseignartenglsna að ógerningur var að rekja spor þeirra, þeir og einmitt þeir fá skuldir sínar afskrifaðar og fyrirtækin sín aftur með hóflegri skuldabyrði á silfurfati. Á meðan fresta stjórnvöld nauðungarsölum á heimilum landsmanna og hreykja sér af vita gagnslausum úrræðum með hámarksflækjustigi þótt það hafi sýnt sig að það þurfi róttækari og almennari aðgerðir til að leiðrétta fyrir þann algera forsendubrest sem hér varð. Virðulegi forseti, þetta er ekki réttlæti."
Sjá nánar á heimasíðu Hreyfingarinnar.
Margt gott gert innan bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 12:41
Kjósum strax!
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar vegna Icesave hófst þann 6. febrúar 2010 hófst hjá sýslumanninum í Reykjavík og á landsbyggðinni þann 28. janúar.
Opið er á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 15:30 virka daga. Um helgar er opið frá kl. 12:00 til 14:00.
Frá og með 10. febrúar nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll - opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00.
InDefence til Hollands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2010 | 22:56
Fjármál stjórnmálasamtaka
Nokkuð hefur verið fjallað um fjármál stjórnmálasamtaka að undanförnu. Nú ber svo við að forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur með endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka að gera. Lögin sem um ræðir eru nr. 162/2006. Í 1. gr. laganna segir: Tilgangur laga þessara er að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið."
Hagsmunir fjölmiðla
Erfitt er að fjalla um stjórnmálasamtök á Íslandi og fjármál þeirra án þess að gefa fjölmiðlum gaum í tilteknu samhengi. Þetta kemur til dæmis fram í grein Einars Árnasonar, hagfræðings, Lýðræði fjármagnsins, sem birt var í BSRB tíðindum í maí 2009. Að hluta til byggir greinin á því sem fram kemur í bókinni Delegation and Accountability in Parliamentary Democracies sem Oxford University Press gaf út árið 2004 en Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, ritaði kafla um Ísland í þeirri bók.
Í grein Einars segir m.a. Ísland er eina Evrópulandið sem heimilar auglýsingar stjórnmálaflokka í ljósvakamiðlum án takmarkana. Almenna reglan í Evrópu er sú að auglýsingar flokkanna eru bannaðar eða a.m.k. mjög takmarkaðar, hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir fjármálatengsl styrkveitenda og flokka. Um leið er verið að hindra að ljósvakamiðlar verði háðir auglýsingatekjum stjórnmálaafla; að útvarps- og sjónvarpsstöðvar fái hugsanlega miklar tekjur frá sumum flokkum en ekki öðrum, það er þeim sem hafa lítið fjárhagslegt bolmagn. ... Til að auka tjáningarfrelsi og draga úr ofurvaldi peninga í stjórnmálum senda þjóðir Evrópu reglulega út efni frá stjórnmálaflokkum, bæði í sjónvarpi og útvarpi, endurgjaldslaust. Útsendingar eru bæði milli kosninga og með meiri tíðni þegar nær dregur kosningum. Þetta á t.d. við um útsendingar stjórnmálaflokka í Bretlandi, sem birtast á samtengdum rásum bæði ríkis- og einkasjónvarpsstöðva, án endurgjalds (Party Political Broadcast)."
Á grundvelli ofangreinds hefur þeirri tillögu verið beint til nefndarinnar að hún beiti sér fyrir því að gerð verði samantekt á evrópsku regluverki hvað þessi mál varðar og að íslensk lög verði aðlöguð að því fyrirkomulagi sem ákjósanlegast er.
Draga þarf úr fjárþörf stjórnmálasamtaka
Á fjárlögum ársins 2010 er gert ráð fyrir 393 milljónum í framlög til stjórmálasamtaka að meðtöldum þingflokkum. Það er 10% niðurskurður frá fyrra ári. Erfitt er að réttlæta svo há fjárframlög til stjórnmálasamtaka. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 2010 lögðu þingmenn Hreyfingarinnar til að framlög til stjórnmálaflokka yrðu lækkuð um 60%. Eins var lagt til að í framtíðinni fái stjórnmálasamtök fé sem nægi til reksturs skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð og til greiðslu launa fyrir framkvæmdastjóra og einn starfsmann að auki. Aukinheldur var lagt til að framlaginu verði framvegis skipt jafnt á milli stjórnmálasamtaka.
Þó að ofangreindar tillögur hafi ekki náð fram að ganga við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2010 er ekki útilokað að nefndin sem hefur með endurskoðun laganna að gera muni taka góðum ábendingum vel því flest hljótum við að hafa áhuga á að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið.
Höfundar:
Baldvin Jónsson, varaþingmaður Hreyfingarinnar og Þórður Björn Sigurðsson, fulltrúi Hreyfingarinnar í nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkanna
Fékk 40 milljónir í styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2010 | 22:37
Á milli vita
,,Nú ertu þarna?" Sagði fullorðni maðurinn við gamla manninn í heita pottinum í morgun.
,,Ha? Já, ég er hérna, svona á milli vita skulum við segja." Sagði gamli maðurinn.
Þeir höfðu setið nokkuð frá hvorum öðrum en gamli maðurinn fikraði sig nú nær þeim fullorðna og þeir tóku spjallið.
,,Það er þá altént betra að vera á milli vita en milli kvenna." Sagði fullorðni maðurinn.
,,Já það segirðu satt". Sagði gamli maðurinn.
Fullorðni maðurinn hélt áfram og spurði spekingslega: ,,Þú hefur þó ekki lent í einhverju?"
Sá gamli svaraði af bragði: ,,Nei ekki nýlega. Er búinn að vera giftur sömu konunni í 55 ár. Og ég vona að við fáum 5 ár í viðbót".
Sá fullorðni saðgi þá: ,,Hvað er það þá, demants?"
,,Já", sagði sá gamli, ,,60 ár eru demants."
Talið barst því næst að heimsmarkaðsverði á gulli og demöntum og uppruna slíkra eðalmálma. Í kjölfarið fór sá fullorðni að tala um kvikmynd Clint Eastwood um Nelson Madela. Sá fullorðni hafði eftir Mandela að hann hefði uppálagt sínu fólki að fyrirgefa þeim sem hefðu brotið af sér. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stórfelld blóðug átök.
Sá gamli sagði að Mandela hafi verið sterkur karakter og sá fullorðni tók undir það. Svo fóru þeir að tala um Martin Luther King og rifjuðu upp að hann hefði verið skotinn.
Áfram héldu þeir að fjalla um leiðtoga. Næst á dagskrá var Eva Joly. Sá fullorðni hafði lesið viðtal við hana í blaði. Hún væri svo sannarlega að vinna gott starf fyrir Ísland. Sá gamli minntist á að hún hafi á tímum ELF málsins ekki farið út úr húsi nema í fylgd lífvarða. Að ,,þeir" hafi ætlað að myrða hana.
,,Hvað varð um peningana?" Sagði sá fullorðni þegar talið barst svo að útrásarvíkingunum. Þá gat ég ekki lengur á mér setið og skaut því að að þeir væru í ,,Money Heaven". Þeir kunnu að meta húmorinn og héldu talinu áfram.
Sá fullorðni sagðist búa í nágreni við Björgólf Guðmundsson. Hann sæist þó lítið núorðið. Sá gamli spurði þá hvort búið væri að sletta rauðri málningu á heimili Björgófls. Sá fullorðni sagði svo ekki vera. Aftur á móti byggju barnabörn þess fullorðna í Fossvogi í næsta nágrenni við einhvern útrásarvíkinginn og þar hefði svo sannarlega verið slett. Núna stæði húsið hins vegar nýmálað, ,,líkt og það hafi aldrei nokkuð fallið á það".
Þá varð mér hugsað til Mandela og varpaði fram þeirri spurningu hvort það væri nokkuð annað í stöðunni að gera en að fyrirgefa útrásarvíkingunum.
Eftir stutta þögn svaraði sá fullorðni af bragði: ,,Ef þeir sýndu einhverja iðrun".
Jafnvel sælla að gefa en þiggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)