Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Opið bréf til Skilanefndar Landsbanka Íslands

Landsbanki Íslands hf, Skilanefnd - Slitastjórn
Austurstræti 16
155 Reykjavík

Forseti Íslands hefur vísað lögum um nýja Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þann 4. janúar 2010, áður en forseti Íslands vísaði lögum um Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu, sendi forsætisráðherra forseta Íslands samantekt sem sérfræðingar í stjórnarráðinu unnu um stöðu mála vegna Icesave.

Í samantektinni  segir meðal annars:

,,Bretar og Hollendingar hafa leyst til sín kröfur meginþorra innstæðueigenda á þrotabú LÍ. Í krafti þeirra munu þeir fá til sín langstærstan hluta þess sem greiðist úr þrotabúinu og væntanlega um 90% upp í kröfur sínar. Þeir munu þannig fá á næstu 7 árum allar þær greiðslur sem þeir hefðu fengið samkvæmt samningunum. Í krafti þessarar afgerandi meirihlutastöðu meðal forgangskröfuhafa í þrotabúið munu Bretar og Hollendingar í reynd nánast verða eins og eigendur þrotabúsins. Sem slíkir myndu þeir ráða afar miklu um hvernig úr því vinnst og hafa áhrif á hvernig það heldur á málum m.a. gagnvart íslenskum aðilum sem eru skuldunautar þrotabúsins." (Feitletrun mín)
http://www.mbl.is/media/00/1900.pdf

Í ljósi þess að forseti Íslands hefur nú vísað Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu óskar undirritaður eftir upplýsingum um hverjir umræddir ,,íslenskir aðilar" séu.  Þá óskar undirritaður jafnframt eftir tæmandi og sundurliðuðum upplýsingum um allar eignir þrotabús Landsbanka Íslands, bókfært virði þeirra og áætlað söluvirði.  Einnig óskar undirritaður eftir rökstuddu áliti skilanefndarinnar á hvaða áhrif ábyrgð ríkissjóðs á icesave samningunum  kann að hafa á endurheimtur krafna þrotabúsins.

Almenningur hefur verið hvattur til að taka upplýsta ákvörðun um málið í boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ofangreindar upplýsingar kæmu að gagni í því sambandi.

Virðingafyllst,
Þórður Björn Sigurðsson


Umbúðastjórnmál

Þegar stjórnvöld eru gagnrýnd í tilteknum málaflokki er þeim tamt að svara þeirri gagnrýni með því að telja upp atriði sem þau hafa gert.

Sem dæmi má nefna umræðuna um skuldavanda heimilanna.  Flestir eru þó fyrir lifandi löngu búnir að átta sig á blekkingunum sem stjórnvöld halda á lofti í þeim efnum.

Hið sama má segja um lýðræðisumbætur.  Talsmenn ríkisstjórnarinnar státa sig gjarnan af því að búið sé að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur. 

Hins vegar gera lögin ekki ráð fyrir því að almenningur geti tekið málin í sínar hendur og knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál heldur liggur ákvarðanavaldið hjá meirihluta Alþingis.


mbl.is Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöruskiptajöfnuður undir væntingum AGS, skuldir ríkisins aukast og óljóst um brottför AGS

Samkvæmt frétt á vef RÚV var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 119 milljarða árið 2010.  Árið 2009 var um að ræða 87 milljarða. 
http://www.ruv.is/frett/voruskipti-hagstaed-um-119-milljarda

Samtals er hér um að ræða 206 milljarða og algeran viðsnúning frá því sem verið hefur síðustu ár eins og sjá má myndinni.  Það sem einnig má sjá á myndinni að skv. AGS prógraminu var gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður yrði umtalsvert meiri en raun ber vitni, eða 289 milljarðar.  Mismunurinn er því 83 milljarðar.

vöruskiptajöfnuður  

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er fengin úr fundargerð hóps sem fór og hitti fulltrúa AGS 4. des 2009.  Sjá hér á bloggi Láru Hönnu: http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/08/island-og-ags-ahyggjur-og-aform/

Einnig hefur myndin verið notuð í pistli sem kallast Ísland, AGS og Icesave og er að finna á vef Attac samtakanna: http://www.attac.is/greinar/%C3%ADsland-ags-og-icesave

Annað sem er umhugsunarvert er að skuldir ríkissjóðs fara vaxandi skv. upplýsingum frá Hagstofunni:  ,,Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.676 milljörðum króna í lok þessa ársfjórðungs (3. ársfjórðungur 2010) eða sem nam 108,8% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 1.419 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi 2009 eða sem svarar 94,5% af landsframleiðslu".  Sjá bls. 2: https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=11968

skuldir ríkisins mynd

 

 

 

 

 

 

 

 


Enda segir seðlabankastjóri það óljóst hvort AGS pakki saman í ágúst eins og stefnt hefur verið að. Opinberlega ;)
http://www.vb.is/frett/61017/


mbl.is 119 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband