Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
12.2.2010 | 18:55
Fundur um stöðu atvinnuleitenda; fundargerð
Hreyfingin stóð fyrir málefnafundi á Kaffi Sólon í gærkvöldi um stöðu atvinnuleitenda. Frummælendur voru Karl Sigurðsson, sviðsstjóri vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar og Hörður Ingvaldsson, atvinnuleitandi.
Í framsögu sinni vék Hörður m.a. að samskiptum sínum við Vinnumálastofnun og gerði hann athugasemd við það hvernig stofnunin meðhöndlar fólkið sem til hennar leitar. Hörður lýsti þeirri skoðun sinni að stofnunin horfi á atvinnuleitendur sem vandamál frekar en skjólstæðinga. Ennfremur noti stofnunin hvert tækifæri til að ná fólki af bótum með einhverjum ráðum. Til að rökstyðja þessa skoðun sína tók Hörður dæmi um reglur Vinnumálastofnunar er lúta að sviptingu atvinnuleysisbóta fari atvinnuleiutandi erlendis en Hörður þáði boð vina um vikudvöl í Danmörku fyrir skemmstu. Hörður sagði rökstuðning stofnunarinnar þess efnis að viðkomandi geti ekki stundað virka atvinnuleit fyrirslátt, ekki sé hlustað á mótrök svo sem að viðkomandi hafi stundað atvinnuleit í gegnum netið og geti framvísað gögnum því til sönnunar.
Karl tók til umfjöllunar ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um atvinnuleysi , stöðuna dag og framtíðarhorfur. Atvinnustig í fjármálageiranum í samanburði við aðra geira vakti athygli en skv. gögnum Karls er um 5% atvinnuleysi í þeim geira sem er talsvert undir meðaltali. Atvinnuleysi á landsvísu er nú um 9% og hafa sumar greinar mátt þola um og yfir 20% atvinnuleysi, til að mynda í mannvirkjageiranum. Eins kynnti Karl átaksverkefnið Ungt fólk til athafna sem er ætlað að spyrna við vaxandi langtímaatvinnulseysi á meðal ungs fólks sem er að sögn Karls verulegt áhyggjuefni.
Þegar opnað var fyrir fyrirspurnir og umræður mátti heyra að hljóðið í mörgum fundarmönnum var mjög þungt. Meðal annars voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að taka ekki með í reikninginn upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa yfirgefið Ísland þegar atvinnuleysisstigið er útreiknað. Niðurstaðan væri skekkt mynd í þágu skuggalegrar efnahagsstefnu. Einhverjir sögðu farir sínar af samskiptum við Vinnumálastofnun ekki sléttar. Sumir höfðu áhyggjur af því að boðaðar þrengingar reglna um bótarétt sjálfstætt starfandi aðila myndu auka líkurnar á svartri atvinnustarfsemi. Kallað var eftir talsmanni atvinnuleitenda og spurt var að upplýsingaskyldu og ábyrgð vinnumálastofnunar gagnvart þeim sem til hennar leita. Ítrekað lýstu fundarmenn þeirri afstöðu sinni að Vinnumálastofnun þyrfti að rækta betur skyldur sínara gagnvart skjólstæðingum sínum og að viðhorfsbreytingar væri þörf. Lögð var áhersla á að gera bótakerfið sveigjanlegra og til að forða því að fólk festist á atvinnuleysisibótum væri nauðsynlegt væri að þiggja ráðgjöf frá nágrannaríkjum sem hefðu gengið í gegnum hátt atvinnuleysisstig.
Karl viðurkenndi að stofnunin væri undirmönnuð og að hún væri ekki nægilega vel í stakk búin til að sinna þjónustuhlutverki sínu. Karl sagðist myndi koma boðskap fundarins til skila.Fundarstjóri var Ásta Hafberg.
Atvinnumálin í forgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 07:47
Megi allar góðar vættir láta á gott vita
Get þó ekki gleymt þessum orðum Sigrúnar Elsu Smáradóttur:
,,Mér finnst það lýsa skýrum vilja að strax í Október á síðasta ári, þegar ljóst var í hvað stefndi setti Félagsmálaráðuneytið af stað starfshóp undir forystu, sjálfs forseta Alþýðusambands Íslands, Gylfa Arnbjörnssonar, til að móta tillögur að aðgerðum til að bregðast við skuldavanda heimilanna. En undir hans forystu fæddist greiðslujöfnunarleiðin, sú leið að gefa fólki kost á að borga minna núna, safna meiri skuldum og lengja í lánum. Ég mætti Gylfa Arnbjörnssyni á opnum fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík þar sem við tókumst á um niðurstöðu nefndarinnar, sem ég taldi þá og tel enn, á engan hátt fullnægjandi. Þar sló forseti ASÍ allar hugmyndir um almennar aðgerðir til leiðréttingar á vísitölu eða til skiptingar á tjóninu, út af borðinu.
Því kom það mér, og sjálfsagt fleirum mjög á óvart þegar umræddur verkalýðsleiðtogi boðaði þann 8. maí síðastliðinn til mótmælaaðgerða, til að mótmæla, að því er virðist eigin tillögum. Vissulega er batnandi mönnum best að lifa og margir sem hafa vaxið af því að játa mistök. En að boða til mótmæla og veitast að stjórnvöldum sem hafa sér það helst til saka unnið að hlusta í einu og öllu á hugmyndir og ráðleggingar þess sem til mótmælanna boðar er vægast sagt einkennileg framkoma.
Ef ASÍ er einhver alvara þarf ASÍ að beita sér fyrir almennum leiðréttingum á höfuðstóli lána og afnámi verðtryggingar. Benda má á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í þeim efnum.
Að bregðast við greiðsluvanda ,,þeirra heimila sem verst standa er góðra gjalda vert en dugar skammt og mun ekki fullnægja réttlætiskennd almennings sem hefur mátt þola almenna eginaupptöku í formi verðbreytingarákvæða í lánasamningum.
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2010 | 17:59
Yfirlýsing Heimavarnarliðsins
,,Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.
Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com."
Til dreifingar:
http://multitrack.powweb.com/hlv_dreifimidinn.pdf
http://multitrack.powweb.com/hlv_plakatid.pdf
Trufluðu nauðungaruppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2010 | 17:35
Fundur um stöðu atvinnuleitenda
Opinn fundur a vegum Hreyfingarinnar á Sólon, efri hæð, Bankastræti 7a, fimmtudagskvöldið 11. febrúar 2010 kl. 20.00 22.00.
Dagskrá:
1. Staðan á vinnumarkaði - Karl Sigurðsson, sviðsstjóri vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar
Átaksverkefnið Ungt fólk til athafna, almenn úrræði og tölfræðileg staða
2. Frá sjónarhóli atvinnuleitanda Hörður Ingvaldsson
3. Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri er Ásta Hafberg
Allir velkomnir!
Yfir 4.000 án vinnu í eitt ár eða lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010 | 11:26
Neyðarstjórn
Hugmyndin um Neyðarstjórn hefur verið á sveimi í umræðunni um nokkurt skeið. Eftirfarandi texta er að finna á heimasíðu Neyðarstjórnar:
,,Koma þarf á neyðarstjórn* á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar.
Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að vinna að eftirfarandi verkefnum:
1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum
2. Rannsókn á efnahagshruninu
3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar
4. Stjórnlagaþingi
Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings og nýtur almennrar virðingar og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu sérfræðinga innan lands og utan.
Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá, verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.
Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.
*Neyðarstjórn almennings er utanþingsstjórn sem forseti Íslands skipar og meirihluti Alþingis sættir sig við."
Biðla til Framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2010 | 00:18
Fjármálaverkfræði 101
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2010 | 09:53
Grasrótin stendur vaktina
Íslandsplan AGS er því miður reikningsdæmi sem allar líkur benda til að ekki muni ganga upp. Í því samhengi er ekki úr vegi að rifja upp fréttir af fundi 9 manna þverpólitísksk hóps með fulltrúum AGS á Ísland. Sjá t.d. hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/04/aaetlun_ags_excel_aefing/
Eins má rifja upp að þrír þingmenn Hreyfingarinnar ásamt þremur þingmönnum Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hana má sjá hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0331.html
Ræða við fulltrúa Noregsstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)