Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
23.9.2009 | 11:15
Hagsmunasamtök heimilanna eru málsvari hins þögla meirihluta
Hvers vegna almennar aðgerðir?
Rökin fyrir almennum aðgerðum eru af marvíslegum toga. Út frjá lagalegu sjónarmiði ber að horfa til efasemda um lögmæti gengistryggðra lána en í greinagerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur segir: Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Eins hefur verið bent á 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Vegna þess forsendubrests sem upp er kominn í lánasamningum, m.a. vegna stöðutöku lánveitenda gegn krónunni, efast margir um að lánveitendum sé stætt á að innheimta kröfurnar að fullu. Í lögunum segir m.a. Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. ... Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag.
Með setningu hinna svokölluðu neyðarlaga voru innstæður tryggðar umfram skyldu. Eins var bætt í peningamarkaðssjóði til að bæta tjón þeirra sem þar áttu hlut í. Með þessum aðgerðum var sett fordæmi fyrir almennum aðgerðum til að bæta neytendum tjón vegna efnahagskreppunnar á Íslandi. Að sama skapi kom nýlega fram í málstofu á vegum Seðlabankans að fordæmi fyrir almennum aðgerðum við endurskipulagningu skulda eru einnig til staðar frá öðrum löndum sem gengið hafa í gegnum efnahagskreppu.
Þjóðhagslega séð er nauðsynlegt að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang. Leiðrétting lána skapar svigrúm fyrir lántaka til að ráðstafa tekjum sínum á fleiri stöðum í hagkerfinu en til afborgana af lánum. Þannig verjum við störf, sköpum jafnvel ný og komum jafnframt í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja og mikinn landflótta.
Almennar aðgerðir eru auk þess í anda norræns velferðarkerfis, hvers megin einkenni er að allir eiga sama rétt til þjónustu og aðstoðar óháð efnahag, en hins vegar greiðir fólk skatta í samræmi við tekjur og eignir. Með því að grípa til almennra aðgerða má skapa þjóðarsátt um efnahagsvanda heimilanna og auka traust almennings á fjármálastofnunum og stjórnvöldum.
Kröfugerð Hagsmunasamtaka heimilanna í boðuðu greiðsluverkfalli og þátttaka
Kröfur samtakanna, ásamt ofangreindum sanngirniskröfum um lánaleiðréttingar, eru að lagabreyting leiði til þess að við innheimtu veðlána verði ekki gengið lengra en að kröfuhafar leysi til sín þá eign sem upprunalega var sett að veði, að lagabreyting leiði til þess að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin þar eftir, að gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar lána innan skamms tíma og vaxtaokur verði aflagt. Þátttaka í greiðsluverkfallinu getur m.a. falið í sér að hætta að greiða af lánum og/eða draga greiðslur í tiltekinn tíma. Einnig að takmarka greiðslur af lánum við upphaflega greiðsluáætlun. Eins er hægt að taka fé út úr bönkum og flytja innstæður, segja upp kortaviðskiptum, takmarka neyslu, mótmæla opinberlega ofl. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimilin.is
75% hlynnt almennum niðurfærslum húsnæðislána
Eins og áður kom fram létu samtökin Capacent-Gallup kanna hug landsmanna í þessum málaflokki. Könnun fór fram í lok ágúst og byrjun september. Markmiðið var m.a. að skoða viðhorf almennings til aðgerða. Ekki verður annað sagt en að niðurstöður gefi til kynna afdráttarlausa afstöðu almennings. Meðal annars kemur fram að 87% aðspurðra segjast tilbúin að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í þágu heimilanna. Alls 64% segjast tilbúin til að greiða eingöngu af lánum í samræmi við upphaflega greiðsluáætlun og 56% eru til í að taka þátt í hópmálsókn gagnvart fjármálafyrirtækjum. Að auki eru 80% svarenda hlynnt hugmyndum um afnám verðtryggingar og 75% eru hlynnt hugmyndum um almennar niðurfærslur gengis- og verðtryggðra húsnæðislána. Hinn þögli meirihluti hefur talað, eru stjórnvöld að hlusta?
Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 23. sept. 2009.
Styttist í greiðsluúrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2009 | 01:29
Stórfelld og skipulögð fjársvik gegn almenningi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 13:13
Skylduáhorf: Viðtal við Gunnar Tómasson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2009 | 21:11
Er stórslys í uppsiglingu?
Gunnar Tómasson
3. September 2009
Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001
1. Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 heimla íslenzkum lánastofnunum að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði." (14. gr.)*
2. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 segir svo um ákvæði 13. og 14. gr. frumvarpsins:
Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. (Ólafslög"). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið takmarkaðrar hylli.
Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Talið er að samningar með viðmiðun við gengisvístölu á grundvelli ákvæðisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um hvernig farið skuli með innstæður og samninga af þessu tagi sem þegar eru í gildi.
3. Í septemberlok 2008 námu útistandandi gengistryggð útlán innlánsstofnana samtals 2.851.930 milljónum kr. Þar af 1.439.015 mkr til fyrirtækja, 1.057.842 mkr. til eignarhaldsfélaga og 271.384 mkr. til heimila.
4. Höfuðstóll umræddra lánasamninga er skilgreindur í íslenzkum krónum, og er því gengistrygging/binding þeirra við dagsgengi erlendra gjaldmiðla" skýrt brot á 13. gr. og 1. mgr. 14 gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
5. Með gengistryggingu höfuðstóls í íslenzkum krónum hafa lánveitendur í raun velt eigin gengisáhættu yfir á viðskiptavini án heimilda í lögum, þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að tengja einstök útlán á eignahlið efnahagsreiknings lánastofnana við einstaka liði á skuldahliðinni, hvort sem eru innlán í íslenzkum krónum eða erlendar lántökur lánveitenda.
6. Viðurlög við brotum á VI. kafla laga nr. 38/2001 (gr. 13-16) eru skilgreind í VII. kafla sem hér segir:
VII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.
17. gr. Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)