Skylduáhorf: Viðtal við Gunnar Tómasson


mbl.is Segja bæði kosti og galla fylgja hugmyndum Stiglitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru orð í tíma töluð, vona að það finnis möguleiki á að þeir einstaklingar sem tóku myntkörfulán, geti fengið aðstoð að drífa þetta mikilsverða mál, sér og sínum til hagsbóta

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Gott viðtal, sem ég sá ekki í Kastljósinu. Gunnar nefnir Rússland, þar sem gjaldeyrislán "gufaði upp" á einum degi. Ef ég man rétt tók "uppgufunin" svipaðan tíma í Argentínu. Spurning hvort menn treysti íslenskum stjórnvöldum til að taka svona lán og láta það ekki "gufa upp" líka.

Haraldur Hansson, 9.9.2009 kl. 14:05

3 identicon

Sæll Þórður,

Ef rétt reynist þá er um mjög alvarlegt mál að ræða. Ég á við fullyrðingu Gunnars um að erlendu lánin hafi verið ólögmæt. Ég hef kíkt á lögin en sé ekki hvernig lög um verðtryggingu geri erlendu lánin ólögleg. Hins vegar er ég ekki lögfræðingur. Því spyr ég, hefur þetta atriði verið kannað að einhverju marki af lögfróðum mönnum, t.d. á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna?

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Magnús

Í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er í greinum 13 og 14 fjallað um vísitölutengingu skuldbindinga.

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.

13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.

Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]*

Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.

*(L. 51/2007. 1. mgr.)

Í greinargerð með frumvarpinu (sjá http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) segir um 13. og 14. gr.:

,,Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.

Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi."

Eins bendi ég á bloggfærslu frá Marinó G. Njálssyni um sama efni:
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/939425/

Ég veit til þess að ákveðnir lögmenn hafa kannað þetta nokkuð vel og komast að sömu niðurstöðu og Gunnar Tómasson.

Þórður Björn Sigurðsson, 9.9.2009 kl. 18:18

5 identicon

Gott viðtal við Gunnar. Mjög gott viðtal.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:33

6 identicon

Sæll Þórður,

Takk fyrir svarið. Getur þú vinsamlega bent mér á einhvern þessara lögfræðinga sem þú nefnir. Ég er einn þeirra sem tók erlent lán og það er kominn tími til að ég kanni rétt minn í þessu máli.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband