Einveldi AGS?

,,Þann 19. júní, sl. gaf fjármálaráðuneytið út reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna o.fl. nr. 534/2009.  Á grundvelli reglugerðarinnar er mögulegt að afskrifa skuldir einstaklinga án þessa viðkomandi verði krafinn um skatt af afskriftinni.  Skv. frétt á mbl.is þann 14. júlí sl. segist félags- og tryggingamálaráðherra „vona að bankarnir fari innan tíðar að geta heimilað eftirgjöf skulda."  Viðskiptaráðherra tók í sama streng þann 16. júlí sl. að því er segir í frétt á visir.is:  „Viðskiptaráðherra segist ekki ósáttur við ummæli bankastjóra ríkisbankanna um mögulegar afskriftir af lánum verst settu heimilanna. Hann segir þetta góðan möguleika í ljósi þess að ekki þarf að borga skatta af niðurfellingunni."

 

Á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 24. júní sl. með stjórnendum Nýja Kaupþings var úrræðið sem hér er til umfjöllunar kynnt samtökunum.  Eftir fundinn var það skilningur fulltrúa HH að úrræðið gerði ráð fyrir afskriftum en nú hefur annað komið á daginn.  Það vekur sérstaka athygli m.a. í ljósi þeirra ummæla sem ráðherrar hafa nýlega látið falla.  Hvað gerðist í millitíðínni?  Samtökin líta svo á að það sé annarra að svara því en telja að ummæli Hermanns Björnssonar, talsmanns Nýja Kaupþings, í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 þann 28. júlí sl. varpi nokkru ljósi á máilið.  Þar kom fram að það væri hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, að bankanum væri það ekki heimilt.

 

Hagsmunasamtök heimilanna furða sig á þeirri þumalskrúfu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist hafa á efnahagslífi þjóðarinnar.  Það er sama hvert litið er, AGS virðist vilja koma í veg fyrir endurreisn efnahagslífsins og tryggir kröfur erlendra kröfuhafa eins og kostur er.  Samtökin geta ekki annað en velt því fyrir sér hverjir séu ráðamenn þessa lands og hvort ákvarðanir séu teknar af lýðræðislegum stjórnvöldum eða hvort Ísland sé  hluti af einveldi sem AGS fer fyrir?"

 

Álitsgerðin í heild sinni með skýringardæmum fylgir með í viðhengdu skjali.


mbl.is Friðþæging fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk stjónrvöld eiga bara að mínu mati að segja skilið við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn (AGS) og vinna að öðrum leiðum út úr kreppunni. Það held ég að væri það besta, bæði fyrir land og þjóð. AGS er bara einhver "alheims" lögga sem hefur töglin og höldin á þeim löndum sem þeir taka yfir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Jón Lárusson

Hlutverk IMF er ekki að gæta hagsmuna þeirra landa sem þeir koma að. Að halda það að IMF muni hjálpa okkur eitthvað er bara barnaskapur. Réttast væri að senda þá heim. Þeir hafa í raun ekkert að bjóða okkur annað en erlend lán, lán sem látið er liggja á bankareikning með lélegri vöxtum en vextir lánsins eru. Því mun þessi "aðstoð" IMF að lokum hverfa án þess að einhver verðmætasköpun hafi komið til, en við stöndum uppi með skuldina. Það er bara heimska að taka lán sem er svo étið upp af vöxtunum.

Við höfum séð það síðustu mánuði að við eigum mjög fáa vini erlendis. Við eigum að hætta að sleikja upp þá sem níðast á okkur og fara að einbeita okkur að því að leysa úr okkar málum sjálf. Enginn mun gera það fyrir okkur. Losum okkur við IMF og setjum Icesave á ís.

Jón Lárusson, 5.8.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Held að viðtalið vitð Árna hafi tekið af öll tvímæli um að ASG stjórnar hér öllu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband