Enn ein ástæða fyrir því að leiðrétta lánin?

Eftirtaldar aðgerðir eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Aðgerð #1:    Tafarlaus tímabundin stöðvun fjárnáma og nauðungaruppboða heimila 
Lýsing: Að lög verði sett sem komi tímabundið í veg fyrir fjárnám og nauðungaruppboð íbúðarhúsnæðis til 1. nóvember 2009 á meðan unnið er í að útfæra aðrar aðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Útfærsla: Sjá tillögu til breytinga á lögum um aðför frá Ólafi Garðarssyni.

Aðgerð #2:     Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum (framkvæmt samtímis aðgerð #3)
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Aðgerð #3:    Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum (framkvæmt samtímis aðgerð #2)
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Aðgerð #4:      Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun og framkvæmd þeirra
Lýsing: Að Alþingi samþykki lög um greiðsluaðlögun sem feli í sér að einstaklingar sem ekki ráði lengur við greiðslur af sínum lánum, þrátt fyrir aðgerðir #2 og #3, eigi kost á  að sækja um greiðsluaðlögun þar sem greiðslugeta viðkomandi er metin og viðeigandi ráðstafanir gerðar út frá greiðslugetu og greiðsluáætlunum.
Útfærsla: Nánari útfærsla til umræðu.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný


Kynnt á opnum fundi Hagsmunasamtaka heimilanna 12. febrúar 2009

Hægt er að skrá sig hér í samtökin: http://skraning.heimilin.is/


mbl.is Evran á 260 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband