Ákall frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna hafa náð að valda verulegum þrýstingi  á stjórnvöld í þá tvo mánuði sem liðnir eru frá stofnun samtakanna. Fátt gerist nú orðið varðandi lagasmíð og annað sem snertir heimilin án þess að leitað sé umsagnar eða álits samtakanna. Við teljum þó að helsta stefnumálið hafi enn ekki náð fram að ganga þ.e. krafan um leiðréttingu á hækkun höfuðstóls og hækkun afborgana á húsnæðislánum. Hækkun á hvoru tveggja sem varð til vegna slælegrar hagstjórnar stjórnvalda annars vegar og fjármálaglæfra lánastofnana hins vegar. Stjórnin vill hér með leita eftir frekari stuðningi við málflutninginn og kröfugerð samtakanna frá heimilum í landinu og að fólk sýni það í verki með því að skrá sig í samtökin. Ef þú ert ekki nú þegar skráð/ur í samtökin biðjum við þig að skrá þig sem fyrst

 http://skraning.heimilin.is


Einnig biðjum við alla að safna eftir bestu getu félagsmönnum úr hópi vina og fjölskyldu. Áfram sendið þennan póst en eftirfarandi er hlekkur á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem fólk getur kynnt sér stefnumálin og kröfurnar. Þær eru í hnotskurn eftirfarandi:

 

  • Lagabreytinga til að verja heimilin í núverandi efnahagsástandi, jafna áhættu milli lánveitenda og lántakenda og veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði.
  • Almennra leiðréttinga á íbúðalánum heimilanna, bæði í íslenskri og erlendri mynt. Bent er á að lenging lána leysir ekki vandann heldur frestar honum og lengir því aðeins í hengingarólinni.
  • Skilyrðislausrar stöðvunar fjárnáma og uppboða á íbúðarhúsnæði einstaklinga þar til ofangreindar kröfur hafa verið uppfylltar.
Með kveðju,
Hagsmunasamtök heimilanna

mbl.is Svigrúm til stýrivaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband